Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1983 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulitrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 210 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Á lokastigi tjórnarmyndunarvið- ræður eru á lokastigi þegar þetta er ritað. Síðustu sólarhringa hafa fulltrúar Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks setið á nær stöðugum fund- um til að móta sameiginleg úrræði gegn hinum geig- vænlega efnahagsvanda sem við blasir eftir stjórnleysi síðustu ára. Viðskilnaður þeirrar ríkisstjórnar er nú hverfur er verri en dæmi eru til á lýðveldistímanum. Öll- um er ljóst að það kostar mikil átök að vinna bug á 100% verðbólgu í ríki sem skuldar sem svarar til 50% af þjóðarframleiðslu sinni í útlöndum. Efnahagsráð er vafalaust unnt að finna sem duga. Hitt er meiri vandi að láta dæmið ganga upp á hin- um pólitíska vettvangi, að fylgja skynsamlegri stefnu fram með þeim hætti að landsmenn sætti sig sæmi- lega við hana. Vandinn sem við er að etja er ekki síður stjórnmálalegur en efna- hagslegur. Síðastliðinn fimmtudag var það einhuga niðurstaða í þingflokki sjálfstæðismanna að gengið skyldi úr skugga um, hvort unnt væri að mynda þriggja flokka stjórn með Alþýðuflokki og Fram- sóknarflokki. Tóku sjálf- stæðismenn þessa ákvörðun á meðan Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalags- ins, var formlegur handhafi stjórnarmyndunarumboðs- ins. En eins og sannaðist á laugardag var það tímasóun að veita Svavari þetta um- boð, hann notaði það einkum í áróðursskyni fyrir sjálfan sig. Akvörðun Sjálfstæðis- flokksins um samstarf við Alþýðuflokk og Framsókn- arflokk var í samræmi við þá undirstrauma sem ráðið höfðu mestu í stjórnar- myndunarviðræðunum frá því að þær hófust við afsögn ráðuneytis Gunnars Thor- oddsens fyrir rúmum þre- mur vikum. Menn geta deilt um það, hvort rétt hafi verið að láta þessa undirstrauma ráða ferðinni. Eins og bent var á í forystugrein Morgun- blaðsins 14. maí síðastliðinn, lá beint við að kosningum loknum að kanna möguleika á þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks og Bandalags jafnað- armanna. Þetta eru þeir þrír flokkar sem voru andvígir fráfarandi ríkisstjórn í kosningunum. Með sam- starfi þeirra yrðu skilin skörpust milli þeirrar stefnu sem fráfarandi stjórn fylgdi án nokkurs árangurs og hinnar nýju. Viðræður þess- ara þriggja aðila leiddu hins vegar ekki til myndunar rík- isstjórnar. Alþýðubandalagið er alls ekki stjórnarhæft. Áherslur flokksins á sérviskuleg mál- efni eru svo miklar að öðrum flokkum ofbýður. Alþýðu- bandalagið fylgir pólskri leið í efnahagsmálum, en skerst þó ekki úr leik núna vegna ágreinings við aðra flokka um verðbólguráðstaf- anir. Á það er nauðsynlegt að leggja ríka áherslu núna, því að á næstu vikum mun flokkurinn láta eins og ágreiningurinn hafi snúist um þetta, þegar hann færir sér efnahagsöngþveitið í nyt til að slá sér upp á fölskum forsendum meðal launþega. Alþýðubandalagið dæmir sig úr leik vegna andúðar á Alu- suisse og nýrri flugstöð. Enginn vafi er á því, að sú ákvörðun þingflokks sjálf- stæðismanna var rétt, að stefna að samstarfi þriggja flokka um meirihlutastjórn, þótt þingfylgi Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks nægi. Þrátt fyrir öll stóru orðin um ábyrgð í lands- stjórninni hafði Alþýðu- flokkurinn hins vegar ekki þrek til að taka sæti í ríkis- stjórn. Mál hafa því þróast á þann veg, að Framsóknar- flokkur og Sjájfstæðisflokk- ur mynda næstu ríkisstjórn með það að leiðarljósi að brjótast út úr vítahring verðbólgunnar. Það getur ekki verið nein óskastaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þurfa að axla þessa ábyrgð með Framsóknarflokknum. Á erfiðum stundum vinna stjórnmálamenn og flokkar þeirra sína mestu sigra ef þeim tekst að sameina þjóðir til góðra verka öllum til heilla — óskir um að svo fari fyrir hinni væntanlegu stjórn flytja allir þjóðhollir menn, hvar í flokki sem þeir standa. Ræðutexti eftir Hannes Pétursson skáld Nú á hinum seinni mánuðum hafa staðið umræður í Morgun- blaðinu um þjóðsöng íslendinga, þó ljóð séra Matthíasar Joch- umssonar fremur en lag Svein- björns Sveinbjörnssonar. Upp- hafsins er að leita í bíómúsikk, þar sem skarkað var með lagið. Jón Þórarinsson tónskáld ritaði snarpa og rökfasta grein að því tilefni, og hafi hann þökk fyrir. Ekki löngu seinna byrjaði ballið! Það virðist sjálfsagt mál, að reistar séu skorður við dellunotk- un þjóðsöngs og mesta furða að menn skuli vera að þrátta um slíkan hlut. Á hinu kunna að leika tvímæli, hvort sá þjóðsöng- ur er heppilegur eða ekki, sem íslendingar kusu sér smám sam- an í tímans rás. Þetta Matthías- arkvæði 1874 og lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar við það varð þó að þjóðsöng, hvað sem hver segir, þótt ýmis önnur erindi virtust heppilegri, til dæmis „Þér þekkið fold með blíðri brá“ eftir Jónas og „Yfir voru ættarlandi" eftir Steingrím. En svona leit nú „fólk- ið“ á, það hallaði sér, eftir því sem fram í sótti, að þessum þjóð- hátíðarlofsöng séra Matthíasar og Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, fór að rísa úr sæti og fór að taka ofan höfuðfatið þegar hann heyrðist fluttur, unz þar kom að hann var orðinn eins konar þjóð- söngur og enn síðar formlegur þjóðsöngur, þótt aðeins hinir kræfustu söngmenn hefðu sig al- mennilega í gegnum lagið. Þessu verður tæplega umturnað í bráð. Og fyrst svo varð og hefðin hefur verið leidd í lög, þá ber að hlíta því. Þjóðsöngur er þjóðsöngur, og jafnt fyrir það þótt ekki sé hver maður sáttur við hann. Er þjóð- söngur, ekki söng-drusla. Ég stakk samt ekki niður penna til að dvelja við þetta, heldur til að nefna „punkt" í mál- inu, sem mig hefur furðað á að verða skyldi útundan hingað til í þeim deilum sem Halldór Lax- ness vakti fyrstur upp út af lof- söng séra Matthiasar, deilum sem teygðu menn langt inn í guð- fræðilegar spekúlasjónir, án þess gætt væri þess, hvaðan línur séra Matthíasar kynnu að vera ættað- ar, og þó liggur það fyrir prentað. í fleiri en einni Morgunblaðs- grein — síðast nú í dag, 19. maí — ræðir Laxness um únítarisma þjóðsöngsins, séra Matthias hafi verið svo mikill únítari um 1874, að kvæðið sé ókristilegt þess vegna. Það er vitað mál, að séra Matthías var hallur undir únítar- isma. En var Davíð konungur og skáld líka únítari? Spurt er vegna þess, að þjóðsöngur Islendinga er ortur beinlínis með hliðsjón af 90. sálmi Davíðs og samkvæmt bisk- upsboðskap. Svo segir í formála Steingríms J. Þorsteinssonar fyrir sérútgáfu þjóðsöngsins 1957, að tilstuðlan forsætisráðu- neytis (á fimm tungumálum: ís- Hannes Pétursson lenzku, dönsku, þýzku, ensku, frönsku): „Skv. konungsúrskurði frá 8. sept. 1873 skyldi haldin opinber guðsþjónusta í öllum íslenzkum kirkjum til að minnast þúsund ára byggðar íslands sumarið 1874, og átti biskupinn yfir ís- landi að kveða nánar á um messudag og ræðutexta. Sama haust lét biskupinn, dr. Pétur Pétursson, boð út ganga þess efn- is, að messudagurinn yrði 2. ágúst og ræðutextinn 90. sálmur Davíðs, 1.—4. og 12.—17. vers. Þessi ákvörðun um hátíðarmessu olli þvi, að þjóðsöngurinn íslenzki varð til, og textavalið réð kveikju hans.“ Hver sem kærir sig um getur lesið ofangreind vers Davíðssalt- ara og séð, hvernig séra Matthías Jochumsson hagnýtir sér þau sem „kveikju". Því er varla von að mikið fari fyrir Kristi í lofsöngn- um, sem síðar varð þjóðsöngur, þó svo biskup landsins segði fyrir um aðalefni hans; Kristur var nefnilega ekki fæddur á dögum Davíðs konungs og hefur raunar aldrei fæðzt samkvæmt Gyðinga- trú — Gyðingar bíða enn komu Messíasar. Kristnir menn virðast hins vegar ekki gera sér mikla rellu út af þessu, þeir kenna stíft sögu og guðfræði Gyðinga svo sem hún boðaði þann Krist sem fæddist „í dýrastalli lágum". Þannig er ástæðulaust að rekja til únítara það sem á kann að skorta sannkristinn dóm í þjóð- söng Íslendinga, heldur ber að sækja til saka Davíð kóng, eitt mesta ljóðskáld heimsins — ell- egar þá sem ortu undir hans nafni. Enski bikarúrslitaleikurinn: Ljóst með út- sendingu í dag IITVARPSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gærkveldi beina útsendingu frá framhaldsúrslitaleiknum í ensku bikarkeppninni á morgun, fimmtu- dag, milli Brighton og Manchester llnited, en eins og kunnugt er varð jafntefli í leik liðanna á laugardaginn var, svo boða varð til annars úrslita- leiks. Er áætlað að leikurinn hefjist klukkan 18.30. Bjarni Felixson sagði í gærkveldi að ekki yrði ljóst fyrr en í dag, hvort af þessari útsendingu gæti orðið, sjónvarpið ætti eftir að fá staðfestingar að utan frá BBC, Eurovision og gervihnettinum Int- elsatt. Sagði hann að það gerði málið erfiðara að dreifing á efni sem þessu í Evrópu færi að mestu fram með jarðneti, en ekki með gervihnöttum. Undirbúningurinn væri í fullum gangi og ætti það að liggja fyrir seinni partinn á morg- un hvort af útsendingunni gæti orðið. í kvöld verður bein útsending frá úrslitaleiknum í Evrópubikar- keppninni milli vestur-þýska liðs- ins Hamburger Sportverein og ít- alska liðsins Juventus, sem fram fer í Aþenu. Hefst beina útsending- in kl. 18.00, en sending islenska sjónvarpsins hefst kl. 17.45 og er ætlunin að sýna frá leikjum lið- anna fyrr í keppninni. Ef jafnt er og um framlengingu á leiknum verður að ræða, fáum við einnig að fylgjast með framlengingunni og mun fréttum frestað sem því nem- ur. Jöklaferðir færast í vöxt FERÐIR manna upp á jökla landsins færast stöðugt í vöxt og hafa björgunarsveitarmenn veriö þar fremstir í flokki. Um hvítasunnu- helgina komu af Vatnajökli liðlega 20 félag- ar úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og á Hellu, eftir liðlega vikuúthald, en ferðazt var vítt og breitt um jökulinn á snjóbíl, vél- sleðum og á skíðum. Svo skemmtilega vildi til, að þegar flugbjörgunarsveitarmennirnir komu niður voru félagar úr Björgunarsveit Ing- ólfs í Reykjavík að halda á brattann í sömu erindagjörðum, þ.e. stunda æfingar víðs vegar um jökulinn. Þeir hyggjast dvelja á jöklinum í liðlega viku. Ekki er sagan þar með sögð, þvi þegar Ingólfsmenn koma niður af Vatnajökli um næstu helgi munu félagar úr þriðju björg- unarsveitinni í Reykjavík, Hjálparsveit skáta, leggja upp og hyggjast þeir dvelja þar um vikutíma eins og hinir. Sýnir alvarlegt ábyrgðarleysi — segir Geir Hallgrímsson um yfirlýsingar alþýðuflokksmanna „ÞAÐ eru ekki venjuleg vinnubrögð í stjórnarmyndunarviðræðum að ræða einstök málsatriði sem engin ákvörðun hefur enn verið tekin um. Það er ekki til fyrirmyndar að stjórnmálaflokkar sem hafa haft for- göngu eða tekið þátt í stjórnarmynd- unarviðræðum nýti þátttöku sína í flokkspólitískum tilgangi, áður en úrslit eru fengin í tilraunum til stjórnarmyndunar. Slík framkoma sýnir alvarlegt ábyrgðarleysi," sagði Geir Hallgrímsson formaður Sjálf- stæðisflokksins, er Mbl. spurði hann álits á yfirlýsingum alþýðuflokks- manna, er þeir tilkynntu að þeir tækju ekki lengur þátt í stjórnar- myndunartilraunum með Sjálfstæð- isflokki og Framsóknarflokki. Geir sagði einnig: „Við Islend- ingar stöndum nú frammi fyrir einhverjum mesta efnahagsvanda Geir Hallgrímsson sem við höfum átt við að etja frá stofnun lýðveldisins og efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar er und- ir því komið að við séum menn til þess að axla ábyrgð af því að vera sjálfstæð þjóð og taka höndum saman. Við óbreytt ástand er kjaraskerðing og atvinnuleysi ör- ugglega á næsta leiti. Sú stjórn sem mynduð verður hlýtur að forðast það eins og kostur er og til þess þurfa allir vissulega nokkuð á sig að leggja, þó kostað sé kapps um að vernda kjör hinna lægst launuðu." Geir sagði í lokin, að sjálfstæð- ismenn hefðu vissulega málað svarta mynd af stöðu efnahags- mála í kosningabaráttunni, en nú væri að koma í ljós að staða þeirra væri líklega mun verri en áætlað hefði verið þá. Steingrfmur Hermannsson: Ótímabært að vera með sleggjudóma „ÉG HARMA það að Alþýðu flokkurinn treystir sér ekki til að vera með, en hins vegar vil ég segja það að ég tel algjörlega ótímabært að ræða aðgerðir. Við erum í miðju kafi núna og erum að skoða þar mörg viðkvæm mál,“ sagði Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins aðspurður um yfirlýsingar alþýðu- flokksmanna. Steingrímur sagði ennfremur: „Ég verð að segja að það veldur vonbrigðum hversu ástandið er al- varlegt eftir þann aflabrest sem við stöndum frammi fyrir, sem er eins og menn vita um 25 af hundr- Steingrímur Hermannsson aði á vertíðinni. Ef menn vilja halda útgerð hér áfram er alveg ljóst að grípa verður til róttækra aðgerða. Þeim róttæku aðgerðum mundi líklega fylgja verðbólga svona 120—130%, þannig að ef ekkert er að gert stöndum við frammi fyrir því að hér verður ein stór stöðvun eftir nokkrar vikur. Af þessari ástæðu verða aðgerð- irnar eitthvað harðari en það er unnið mjög að því aö leita leiða til að lagfæra það alveg aérstaklega fyrir þá sem þyngra i'ramfæri hafa og lægri laun. Að því er unn- ið ötullega og algjörlega ótíma- bært að vera með nokkra sleggju- dóma um niðurstöður af því starfi." Eiður Guðnason á blaðamannafundi þingflokks Alþýðuflokksins: Engar kröfur né skilyrði um ráðherraembætti nú AÐ OKKAR maíi eru megin- ástæður þeirrar niðurstöðu að óformlegar stjórnarmyndunar- viðræðum Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks er nú lokið án samkomu- lags þær, að of skammt er geng- ið í verndun kjara láglaunafólks; fyrirhuguð verðbótaskerðing er of mikil og gengisfellingar- áformin eru verðbólguhvetjandi. Lögbinding launa er ekki skyn- samleg leið. Alþýöuflokkurinn vildi frjálsa samninga aðila vinnumarkaöarins um leið og samningar eru lausir, en því var algerlega hafnað,“ sagði Eiður Guðnason á blaðamannafundi í gærdag þar sem hann og Karl Steinar Guðnason kynntu niður- stöður þingflokksfundar Alþýðu- flokksins í gær þess efnis að taka ekki frekari þátt í stjórn- Strandaði á stóru mál- unum, efna- hagsmálunum armyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokk og Framsókn- arflokk. Þeir Eiður og Karl Steinar gerðu grein fyrir afstöðu þingflokks sem þeir sögðu tekna með hliðsjón af vilja framkvæmdastjórnar og verkalýðsmálanefndar flokksins. Eiður sagði aðspurður að ekki hefði verið einhugur innan þingflokksins, tveir þingmenn hefðu greitt at- kvæði á móti því að hætta stjórn- armyndunarviðræðunum. Aðspurð- ir viðurkenndu þeir að ekki hefði verið mikill ágreiningur milli flokk- anna, en þeir hefðu ekki treyst sér til að berjast fyrir og verja ýmsar fyrirhugaðar efnahagsaðgerðir fyrir stofnunum flokksins. Þeir tvímenningar röktu innihald draga að stjórnarsáttmála, eins og þau lágu fyrir innan flokkanna um helgina og sögðu, að málin hefðu strandað á fyrirhuguðum efnahags- aðgerðum. Þeir hefðu viljað mildari aðgerðir, þó lengri tíma tæki að fást við efnahagsvandann sem þeir sögðust viðurkenna að vissulega þyrfti að fást við. Þeir félagar voru spurðir, hvort þeir hefðu í viðræðunum nú vikið frá kröfunni um að fá forsætis- ráðherraembættið, en sú krafa varð til þess að þeir hættu stjórnar- myndunarviðræðum með sömu flokkum, þegar Geir Hallgrímsson hafði stjórnarmyndunarumboðið. Eiður svaraði: „Þeirri kröfu var hafnað. Það hafa engar kröfur eða skilyrði komið fram um ráðherra- embætti núna.“ Hann var þá spurð- ur hvað breyst hefði í millitíðinni og hvort þær efnahagsaðgerðir og tölur, sem þeir lýstu sig nú mót- fallna, hefðu ekki einnig legiö fyrir, þegar þeir hættu viðræðunum eftir að hafa fengið samhljóða neitun sömu flokka um að þeir fengju forsætisráðherraembættið. „Eg veit ekki hvort tölur né annað lágu svo ljóst fyrir þá, en því er ekkert að leyna að þegar þetta var komið í strand tvisvar á milli þessara flokka, þá fóru menn að ræða um hvort það væri nokkur flötur á því að Alþýðuflokkurinn gæti á ný komið inn í þessar viðræður, ekki síst frá hendi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þaðan var leitað eftir því að við kæmum inn í þetta." Karl Steinar Guðnason, sem er forustumaður innan ASÍ, jafnhliða Eióur Guðnason og Karl Steinar Guðnason á blaðamannafundi Alþýðuflokksins í gær. Ljó»m. Mbl.: ÓI.K.M. því að vera þingmaður Alþýðu- flokksins var þungorður um fyrir- hugaðar efnahagsaðgerðir. Hann sagði m.a.: „Það er gífurlegt högg sem þarna dynur og ég er viss um að heimilin fara á hausinn undir þessum kringumstæðum." Þá sagði hann að ekkert samráð hefði verið haft við verkalýðshreyfinguna og þegar hann var spurður, hvort ekki hefði verið haft samband við for- ustu ASÍ á meðan hann var í við- ræðunum sagði hann: „Mér er ekki kunnugt um það.“ Karl sagði einnig að fyrirhugaðar aðgerðir varðandi kaup og kjör sjómanna myndu skapa styrjaldarástand á þeim vettvangi og er hann var í lok fund- arins spurður hvort hann væri að boða hörð viðbrögð verkalýðshreyf- ingarinnar og jafnvel að ekki yrði farið að lögum svaraði hann: „Ef við skoðum sögu verkalýðshreyf- ingarinnar þá eru margar leiðir til þess að brjótast í gegnum svona lagað án þess að beita ólöglegum aðgerðum. Ég vil ekki hóta neinu slíku og ég er ekki að tala um neitt slíkt." Eiður Guðnason hafði á orði í lok fundarins að viðræðurnar við hina flokkana hefðu verið í fullum trún- aði og drengskap og að þeir alþýðu- flokksmenn hefðu fengið ýmislegt; komið hefði verið til móts við þá í nokkru, en það hefðu verið stóru málin sem strandaði á, eins og hann orðaði það. Fréttatilkynningin sem þing- flokkur Alþýðuflokksins dreifði í gær hljóðar svo: „Stjórnarmyndun- arviðræðum Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem staðið hafa undanfarna daga er nú lokið án samkomulags. Að mati þingflokks Alþýðu- flokksins eru meginástæður þær, að of skammt er gengið .í verndun kjara láglaunafólks. Fyrirhuguð verðbótaskerðing er of mikil og gengisfellingaráformin eru verð- bólguhvetjandi. Lögbinding launa er ekki skynsamleg leið. Alþýðu- flokkurinn vildi frjálsa samninga aðila vinnumarkaðarins um leið og samningar eru lausir, en því var algerlega hafnað. Á sama tíma og launþegum er með þessum ráðstöfunum ætlað að axla allar byrðar af óstjórn undan- farinna ára fengust ekki fram lág- markskröfur Alþýðuflokksins um afnám útflutningsbóta í áföngum né haldbær fyrirheit um uppstokk- un sjóðakerfis og nýja atvinnu- stefnu í framkvæmd. Þetta eru meginástæðurnar fyrir því að ekki tókst samkomulag um stjórnarsamstarf Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.