Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1983 5 Della Dolan, Ungfrú Stóra-Bretland 1982: Fylgdist með mannsefn- inu í beinni Dellu Dulan, llngfrú Stóra-Bret- land 1982, sem kom hingað til land.s sérstaklega til þess að vera viðstödd krýninguna á Fegurðardrottningu íslands í Broadway í föstudags- kvöld, varð ekki að ósk sinni, þegar hún horfði á mannsefnið sitt í beinni útsendingu í úrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley-leik- vanginum í Lundúnum á laugardag. Della, sem sjálf er frá fiskibæn- um Grimsby á austurströnd Eng- lands, er heitbundin Gary Bailey, markverði Manchester United. Eins og kannski gefur að skilja er hún mikil áhugakona um knatt- útsendingu spyrnu og þá um leið aðdáandi Manchester United. Rétt eins og þúsundir íslend- inga horfði hún spennt á leik Manchester United og Brighton, en varð að sætta sig við að Bailey og félagar næðu aðeins jafntefli gegn fallliði Brighton. Liðin reyna með sér að nýju á morgun og þá verður Deila vætanlega á meðal áhorfenda á Wembley-leikvangn- um. Á myndinni sést Della benda á Gary Bailey, markvörð Manchest- er United og væntanlegan eigin- mann sinn, brosandi á svip. Reglur um lóðaúthlutanir samþykktar í borgarstjórn: Punktakerfið end- anlega fellt niður — segir Davíð Oddsson borgarstjóri „MEÐ ÞESSUM reglum er punktakerfið endanlega fellt niður og þá er einnig fellt niður það skilyrði, að íbúar nágrannasveitarfélaganna, sem búið hafa þar lengur en í 5 ár, fái ekki lóð í Reykjavík," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið, en á fundi borgar- stjórnar í gær voru samþykktar nýjar lóðaúthlutunarreglur sem gilda eiga frá og með næstu lóðaúthlutun í Reykjavík. Á borgarstjórnarfundinum kom það fram hjá Davíð að ekki væri um viðamiklar reglur að ræða og þær væru ekki óskiljanlegar, eins og punktakerfið hefði verið. Kom- ið hefði á daginn að hægt hefði verið að spila á það kerfi og því fylgt brask og spilling og sæju fæstir eftir því kerfi. Sagði Davíð að með hinum nýju reglum væru ýmsar breytingar gerðar í frjáls- ræðisátt. Sigurjón Pétursson (Abl.) gagnrýndi þessa breytingu og sagði að þó punktakerfið hefði verið ófullkomið, væri það betra kerfi en ekkert. í því kerfi hefðu ekki ríkt kunningjasjónarmið og pólitík. í reglunum segir m.a. að skil- yrði fyrir úthlutun sé fjárræði umsækjanda, íslenskur ríkisborg- araréttur og að hann sé skuldlaus við borgarsjóð. Þeir einir komi til greina við úthlutun, sem skili um- sóknum rétt og tæmandi útfyllt- um innan umsóknarfrests og sýnt geti fram á að þeir geti fjármagn- að byggingarframkvæmdir og 2 hjól duttu af Flugleiðaþotu „Það var í sjálfu sér engin hætta á ferðum,“ sagði Skúli Jón Sigurðar- son, í loftferðaeftirlitinu um óhapp það er varð á laugardag í akstri og flugtaki Flugleiðaþotu frá Kennedy- flugvelli í New York, en þá fór eitt tíu hjóla þotunnar undan henni og annað sprakk. Flugmennirnir urðu einskis varir í flugtakinu, en flugmenn þotu sem fór í loftið skömmu seinna sáu brot úr felgu á akbraut og gerðu viðvart, og voru brotin rakin til Flugleiða- þotunnar. Þá var þotan búin að fljúga í hálfa klukkustund og þvi ákveðið að halda áfram til íslands. Þegar Flugleiðaþotan kom til Keflavíkur hafði slökkvilið vallar- ins venjulegan viðbúnað og komu skemmdirnar í ljós er þotan flaug lágflug yfir brautinni áður en lent var. Lenti þotan síðan mjúkri lend- ingu undir stjórn Reynis Guð- mundssonar flugstjóra. Staðnæmd- ist þotan á flugbrautinni þar sem skoðun fór fram, en síðan var henni ekið í hlað. Skúli Jón sagði alla hluta hjól- anna tveggja ekki fundna, en reynt yrði að leiða í ljós hvað komið hefði fyrir. Skúli sagði að áður hefði sprungið dekk á Flugleiðaþotum og jafnvel brotnað felgur, en hann kvaðst ekki muna eftir því að hjól hafi áður dottið af. Því hefði loft- ferðaeftirlitið aðallega áhuga á að komast að hvað valdið hefði. staðið við byggingarskilmála. Þó kom fram á fundinum að síðustu reglunni yrði beitt á vægan hátt. Umsækjandi sem áður hefur hlot- ið úthlutun á aðild að fjölbýlis- húsi, getur sótt um á ný 3 árum eftir að fjölbýlishúsið varð fokhelt og umsækjandi sem úthlutun hef- ur fengið á sérbýli, getur sótt um 7 árum eftir að sérbýli varð fokhelt. Sérbýli telst í reglunum allt annað en einbýlishús, tvíbýlishús og raðhús. Hafni umsækjandi lóð, án þess að aðstæður hans hafi breyst verulega, kemur hann að jafnaði ekki til greina við næstu tvær út- hlutanir og á sama við ef ekki eru greidd gatnagerðargjöld. Verði út- hlutunarhafi uppvís að því að bjóða til sölu lóð eða byggingar- framkvæmdir, áður en lóðarsamn- ingur er gerður, skal úthlutun aft- urkölluð og hefur þá úthlutunar- hafi fyrirgert rétti sínum til frek- ari lóðaúthlutunar. Ljóamynd Eyjólfur Jón Kaldavatnsæð í sund- ur við Miklubraut KALDAVATNSÆÐ fór í sundur innarlega við Miklubraut í gær- morgunn. Að sögn Þórodds Th. Sigurðssonar, vatnsveitustjóra, var það gamla vatnsæðin undir Suður- landsbrautinni sem fór í sundur. Var það vélskófla á vegum verktaka sem gerði gat á aðra æðina sem þarna er. Ekki olli þetta óhapp vatnsleysi neins staðar í borginni, því aðrar æðar tóku við hlutverki þessarar, þeg- ar henni var lokað. Taldi Þór- oddur að 2—3 þúsund lítrar af vatni hafi getað tapast þarna, áður en hægt var að loka fyrir vatnið. Viðgerð fór fram í gær og sagði Þóroddur að skemmdir hefðu ekki verið miklar. Til hamingju! Unnur Steinsson Fegurðardrottning íslands 1983 GARBO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.