Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 36
Berið BONDEXI á viðinn má/ninglf Sími 44566 RAFLAGNIR samvirki MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1983 Staða ríkissjóðs: Stefnir í 1,8 milljarða króna halla í árslok MISMUNUR tekna og gjalda ríkis- sjóðs í lok þessa árs yrði neikvæður um 1,3 milljarða króna, ef ekki yrði gripið til neinna efnahagsaðgerða á árinu, og heildarfjárhagsvandi ríkis- sjóðs að viðbættum halla á lánsfjárá- ætlun á árinu yrði á bilinu 1,78 til 1,9 milljarðar króna, samkvæmt upplýs- ingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér. Talsmenn Sjálfstæðisflokksins skýrðu frá því í gær, að Ragnar Arnalds fjármálaráðherra hefði neitað að gefa nokkrar upplýsingar um stöðu ríkissjóðs. Þessi staða ríkissjóðs skapast af því að við gjöld umfram tekjur myndi bætast fjárvöntun í láns- fjáráætlun sem talin er nema um 300 milljónum króna og halli á olíusjóði fiskiskipa sem talinn er um 300 milljónir króna, þannig að heildarhalli ríkissjóðs yrði um 1,9 milljarðar króna, miðað við það að ekki verði tekið á efnahagsvandan- um. Þess ber hins vegar að geta að vegna birgða í landinu er staða olíusjóðs betri en fyrrgreindur 300 milljóna halli gefur til kynna, þar sem til eigna hans má telja um 120 milljónir króna, sem til sjóðsins falla þegar framleiðsla er seld úr landi. Þar með myndi staða olíu- sjóðsins verða neikvæð úm 180 milljónir, sem aftur á móti þýðir heildarhalla ríkissjóðs upp á 1,78 milljarða króna. í byrjun íslandsmótsins Aðstaða til knattspyrnuiðkana hefur ekki verið glæsi- leg norðanlands það sem af er þessu sumri. Vellirnir hafa sumir hverjir verið undir snjó fram á þennan dag og til dæmis brugðu Siglfirðingar á það ráð í vor að æfa á flugvellinum. Meðfylgjandi mynd er tekin á fyrstu æfingu Siglfirðinga, nýliöanna í 2. deild, á knattspyrnuvelli sínum, en hún fór fram í síðustu viku. Um helgina fengu Siglfírðingar lið FH síðan í heimsókn til keppni á vellinum og var ekkert mark skorað. Af öðrum liðum á Norðurlandi er þær sögur að segja, að sum þeirra hafa samið við andstæðinga sína um að fresta leikjum eða snúa leikjum við þannig að síðar á sumrinu verði leikið á völlum þeim, sem nú eru snævi þaktir. Ljósm. Mbl.: Sleingrímur. Þó veðrið hafí verið þokkalegt sunnanlands, þar sem þessi mynd er tekin, hefur víða norðanlands ekki verið hægt að hleypa ungviði út úr húsi og það hefur því ennþá ekki séð nema lítinn hluta þess heims, sem það er fætt inní. Morgvnblabió/KÖE Ofsaakstur á Keflavíkuryegi: Jós grjóti yfir bíla og stórskemmdi TVÆR bifreiðir stórskemmdust þeg- ar lítilli Fiat-bifreið var ekið á ofsa- hraða fram úr þeim á malarkanti Keflavíkurvegar síðdegis á laugar- dag. Fiatinn jós grjóti og ryki yfir bflana svo engu var Ifkara en þcir hefðu verið sandblásnir. Þeir dæld- uðust og lakk stórskemmdist við grjótkastið og framrúða fremri bif- reiöarinnar gjöreyðilagðist — ekki vegna þess að hún hafí brotnað, held- ur vegna þess að grjótið kvarnaði svo upp úr rúðinni að stórsér á. Leigubifreið, Toyota Cressida árgerð 1983, og Ford Escort árgerð 1983 var ekið áleiðis til Reykjavík- ur frá Keflavíkurflugvelli. 1 leigu- bifreiðinni var einn farþegi — er- lendur ferðamaður, sem hugðist dvelja einn dag hér á landi. Við Vogastapa var Fiatinum ekið á ofsahraða fram úr á malarkantin- um hægra megin við bílana með fyrrgreindum afleiðingum. Afturrúða leigubifreiðarinnar var dregin niður að hluta og kast- aðist grjót og ryk inn í biíreiðina með þeim afleiðingum að farþeg- inn skaddaðist á auga. Auga hans bókstaflega fylltist af ryki og smá- steinum og varð að fara með hann í slysadeild til aðgerðar. Ökumaður leigubílsins gat gert viðvart um ökulag Fiatsins og stöðvaði lögreglan í Hafnarfirði bílinn skammt fyrir ofan Hafnar- fjörð. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun. Lánskjaravísitala hækkar um 8,25%: Verðbólguhrað- inn er nú 158,9% SEÐLABANKI fslands hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir júnímánuð og reyndist hún vera 656 stig. Hún hefur því hækkað milli maí og júní Fulltrúar tveggja frystihúsa um mikla erfiðleika i sölu karfaflaka: Gæti þýtt stöðvHn á tog- araflotanum suðvestanlands SAMKVÆMT upplýsingum Morg- unblaðsins munu um 56.000 lestir af karfa vera komnar á land það sem af er þessu ári. Er það mun meira en á sama tíma í fyrra. Vegna þessa hefur framleiðsla karfaflaka aukizt verulega og eru nú fyrirsjáanlegir miklir erfiðleikar í sölu karfaflaka. Langt er komið með að framleiða upp í næsta árs samning við Rússa og Bandaríkjamarkaður getur ekki tekið við umframmagninu. Þá hafa verðlækkanir orðið á karfaflökum og ferskum karfa í Bandaríkjunum. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur vegna þessa ákveðið að stöðva framleiðslu karfaflaka á Rússlandsmarkað frá og með 1. júlí næstkomandi og veldur það frysti- húsum suðvestanlands verulegum erfiðleikum. Vegna þessa ræddi Morgunblaðið við fulltrúa tveggja fiskiðjuvera í Reykjavík. Sögðust þeir varla sjá fram á annað, en að stöðvun togara suðvestanlands væri yfirvofandi, nánast ekkert fengist úr sjó nema karfi og ekki væri hægt að selja hann. Hjá Bæjarútgerð Reykjavík- ur eru nú um 90.000 kassar af karfaflökum í geymslu og 29.000 hjá Isbirninum, bæði á Rússland og Bandaríkin. Lætur nærri að karfi hafi verið 90% af afla togara fyrir- tækjanna frá áramótum. A síðasta ári lagði Hafrann- sóknastofnun til að veiddar yrðu 60.000 lestir af karfa hér við land. Þá voru veiddar um 115.000 lestir. Nú leggur stofnunin til, að veiddar verði 80.000 lestir á þessu ári. Talað er um að takmarka þyrfti aflann við 60.000 lestir til að auka vöxt hrygningarstofnsins, en Hafrann- sóknastofnun telur að ekki sé hægt að draga svo mjög úr veiðunum. Ef miðað hefði verið við 60.000 lestir eins og í fyrra, ætti aðeins eftir að veiða um 4.000 lestir af karfa á þessu ári. Þá má geta þess, að karfi er verðbættur um 15% sem van- nýttur fiskistofn. Sjá nánar á bls. 2 um 8,25%, úr 606 stigum, sem er mesta hækkun lánskjaravísitölu frá því hún var tekin upp. Ef 8,25% hækkun lánskjaravísi- tölunnar er framreiknuð næstu tólf mánuði og verðbólgustigið metið út frá því, kemur út tæplega 158,9% hækkun, sem er mesta verðbólga, sem hefur nokkru sinni mælzt á fslandi. Hækkun lánskjaravisitölunnar síðustu tólf mánuði er liðlega 82,7%, en hún hefur hækkað úr 359 stigum í 656 eins og áður sagði. Til samanburðar má geta þess, að framfærsluvísitala mun vænt- anlega hækka um í námunda við 23,5% 1. júní nk., sem framreiknað næstu tólf mánuði er liðlega 132,6%. Hækkun framfærsluvísi- tölunnar sl. tólf mánuði, ef miðað er við framangreinda tölu, er lið- lega 86,8%. Þá má geta þess, að vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 19,7% í aprílmánuði sl., en sú hækkun framreiknuð næstu tólf mánuði er um 105,3%. Hækkun vísitölu byggingarkostnaðar síð- ustu tólf mánuði er hins vegar 74,8%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.