Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 38
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAl 1983 Juventus dýrasta knattspyrnufélag Evrópu 40 þúsund áhorfendur fylgja lióinu til Grikklands Draumaúrslitaleikur í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu á milli Juventus Tórinó og Hamburger Sportverein er samdóma álit allra sem fylgjast náið með knattspyrnu. Juventus Tórinó með 7 landsliðsmenn sem urðu heimsmeistarar í knattspyrnu á síðasta ári. Af mörgum sérfræöingum er Juventus Tórinó taliö besta knattspyrnufélag veraldar. Úrslitaleikurinn í Aþenu í kvöld gæti skorið úr um það. Eitt er þó nokkuó víst, að aðeins sigur í þessum sögulega úrslitaleik kem- ur til greina hjá þessu „dýrasta félagi“ Evrópu. Þegar nafnið Juventus er nefnt tengja menn það ósjálfrátt við nafnið Fiat enda ekki aö ósekju. Juventus og Fiat er „hjónaband“ sem staðið hefur í 84 ár. Félagið var stofnað árið 1887 og gekk undir nafninu „knatt- spyrnudaman Juve“. Tveimur árum síðar kom forstjórí Fiat, Agnelli til liös við félagiö. Síðan hafa peningar streymt til félagsins og það þekkir ekki fjárhags- vandræöi. Ádur hétu stjörnur félagsins Omar Sivori og Helmut Haller. í dag eru það leikmenn eins og Rossi, Zoff, Gent- ile, Boniek og Platini svo að aðeins fáir séu nefndir. Þegar Juventus leikur við erkióvininn, Inter, þá er stemmningin eins og hún gerist best á Ítalíu. Þá flýgur grjót um áhorfendastæðin, þá eru skoruð falleg mörk. Hinir 70.000 áhorfendur skjóta upp eldflaugum og fleygja reykbombum inn á leikvanginn. í stuttu máli: knattspyrna á ítalskan máta. Eitthvað í þessari líkingu verður stemmningin þegar Juventus leikur til úrslita við Hamburger Sprotverein í kvöld, því aö minnsta kosti 40.000 áhorfendur fylgja liöi sínu til Aþenu. Aðalbækistöðvar Juventus eru í mióri borginni. Juventus vill halda sem bestum tengslum við fólkiö. Þegar íbúar Tórinó eru aö versla geta þeir alltaf komið við og keypt myndir af stjörnum sínum, fengiö eiginhandaráritanir eöa aöra minjagripi félagsins. Fyrir þá sem eiga einhvern tíma eftir aö koma til Tórinó, þá liggja bækistöövar félagsins í fínasta hverfi Tórinó, „Galleria San Feder- ico“ númer 54, rétt viö Via Roma. Aftur á móti er leikvangur fé- lagsins i noröurhluta borgarinnar, þar sem iðnaöurinn er sem mest- ur. Þegar félagið æfir, er yfirleitt margt um manninn þar. Verka- menn, nunnur, konur og börn horfa á æfingar félagsins. Leik- menn félagsins gefa sér jafnan góóan tíma til aó skrifa eiginhand- aráritanir fyrir aðdáendur sína og ýtir þaö auövitaö undir vinsældir íiösins. „Dino, eina eiginhandaráritun þar sem á stendur, ástin mín.“ „Ekkert vandamál, sjálfsagt," segir Dino Zoff og skrifar ástin mín á blaö ungu konunnar, sem um stund upplifir sig sem prinsessu. Vegna glæsilegs landsleikjaferils hefur Dino Zoff fengið viöurnefnið „Nazionale". Ekki verða fagnaöarlætin minni þegar Paolo Rossi mætir á æfingu. 200 aödáendur ærast þegar goöiö kemur í eigin persónu. Paolo Rossi sló í gegn í síöustu heimsmeistara- keppni þegar hann tryggöi Itölum heimsmeistaratitilinn meö mörkum sínum. Hann gefur sér einnig góö- an tíma til aö skrifa eiginhandar- áritanir. Þaö er ekki skrítiö þó aö knattspyrnumenn Juventus séu eins elskaöir og raun ber vitni þeg- ar þeir eru alltaf í góöum tengslum viö aódáendur sína. Aöalatriðiö fyrir fólkiö er aö fá aö tilheyra Juve og Juve leitar til fólksins. Hvorki meira né minna en 6.000 aödáendaklúbbar eru starf- ræktir í Tórinó og aörir 6.000 eru starfandi annars staöar á ítalíu. Aö gerast meölimur í aödáendaklúbb Juventus kostar 90 krónur. í staö- inn áttu kost á aö feröast ódýrt á alla útileiki liösins í ítölsku 1. deild- arkeppninni. Tórinó-búar bera óbilandi traust til Juventus og telja algjörlega óhugsandi aö annað liö geti oröið Evrópumeistari í knatt- spyrnu. Hvernig geturt lið með Platini, Boniek, Rossi, Tardelli, Zoff og Bettega tapaö? Italirnir í liðinu hafa aö baki 393 landsleiki. Leikmenn með þessa leikreynslu geta ekki tapað segja aödáendur Juventus Tórinó. Þaö eru heldur engin sultarlaun sem leikmenn Juventus Tórinó fá í sinn hlut. Leikmenn á borö viö Rossi og Platini hafa 7 milljónir króna í árslaun auk „bónusa" og auglýsingatekna. Þaö er ekki aö furöa þó aö ítalskir knattspyrnu- menn brosi út í annaö þegar þeir bera laun sín saman viö kollega sína í Vestur-Þýskalandi. íbúar Tórinó og aðdáendur Ju- ventus öfunda þó ekki leikmennina af þessum launum, þeim finnst þau sjáifsögö. Aöalatriöið er aö þeir vinni sem flesta leiki og séu vina- legir viö fólkið. Forseti Juventus er Boniperti. Hann lék 444 sinnum í búningi Ju- ventus Tórinó og stjórnar félaginu af festu og kunnáttu. Hann var einu sinni spurður hvort forráöa- menn Juventus græfust fyrir um persónueiginleika þeirra leik- manna sem keyptir væru til félags- ins. Hann svaraði því til, að svo væri ekki. Juventus Tórinó er svo sterkt félag, aö þaö getur beygt hvaða persónuleika sem er. Hann vill aldrei ræöa fjármál viö blaðamenn. Þaö virkar ósamúöar- fullt á fólkiö, segir hann. Hér er enginn spilling. Þaö er engin furöa þó hann vilji fá að taka þaö fram, því að ítölsk knattspyrna er einmitt þekkt fyrir fjölmörg mútu- og hneykslismál sem hafa oft sett svartan blett á ítalska knattspyrnu. Hann segir aö Juventus og Fiat séu nátengd en þó algjörlega aö- skilin. Allir vita þó aö Agnelli for- stjóri Fiat á 90% hlutabréfa Ju- ventus. Hann skiptir sér þó ekki af daglegum rekstri félagsins. Hann hefur þó afskipti af þegar erlendir knattspyrnumenn eru keyptir til fé- lagsins. Hann sá meöal annars um kaupin á Platini. Einn knattspyrnu- mann hefur honum þó ekki enn sem komiö er tekist aö lokka til é • Pólverjinn Boniek lék meó landsliói Póllands um síöustu helgi og fór síðan beint til Aþenu. Hann þykir vera einn af sterkustu miðvallar- leikmönnum í Evrópu í dag. Og eftir síðustu HM-keppni á Spáni var hann keyptur til Juventus. Hár sést hann í leik meö liöinu. sín, en þaö er knattspyrnusnilling- urinn Zico, sem leikur meö brasil- íska landsliöinu og margir telja besta knattspyrnumann heimsins. Boniperti forseta Juventus fól hann aö fá fram breytingar hjá ít- alska knattspyrnusambandinu þess efnis aö á næsta keppnis- tímabili yröi hverju félagi leyft aö hafa þrjá erlenda leikmenn innan • Gentile, er hann haröskeyttasti varnarmaður sem leikur knatt- spyrnu í dag? Því vilja margir halda fram. Gentile hefur leikió meö Juventus um langt árabil og er einn af leikreyndustu mönnum liösins. Honum tekst jafnan vel upp í stórleikjum. sinna vébanda, „svo að knatt- spyrnan veröi meira aölaöandi". Boniperti heföi alveg eins getað sagt viö ítalska knattspyrnusam- bandiö: „svo aö Agnelli gæti keypt Zico“. Þaö er talið sjálfsagt mál aö Ju- ventus sé ítalskur meistari í knattspyrnu á hverju ári. Aöeins toppárangur skiptir máli. Að tryggja sér evrópusæti er ekki taliö líruviröi hjá Juventus Tórinó. Þjálf- ari Juventus er Giovanni Trapatoni og hefur hann veriö viö stjórnvöl- inn síðustu 7 ár. Hjá Juventus gerir hann aldrei skriflegan samning. Ef hann skilar árangri, semur hann með því aö taka í hendina á for- seta félagsins, Boniperti, aö lokn- um siöasta leik keppnistímabilsins. Eftir aö ítalir uröu heimsmeistar- ar í knattspyrnu, fóru stjörnur Ju- ventus fram á enn hærri laun hjá félaginu. Eftir umhugsun gaf for- seti félagsins, Boniperti, eftir. Hann gat þaö einnig meö góöri samvisku, því aö áhorfendum fjölgáöi um 30—50%. Traponi, þjálfari Juventus, segir aö á Italíu hati fólkiö landsliöið þegar þaö tapi, en elski þaö þegar þaö sigrar, en félagiö elskar maöur alltaf. Atvinnuleysi og kreppa kemur ekki í veg fyrir að verkamaöur kaupi sér miöa á völlinn. Hann kýs fremur að sleppa úr máltíð heilan dag og fara á völlinn til aö sjá Ju- ventus Tórinó. Þó ekki væri nema þess vegna, krefjast allir Tórinó- búar og aödáendur Juventus Tór- inó sigurs á Hamburger Sportver- ein í Aþenu í kvöld. • Leikmenn Juventus komu fil Aþenu í gærmorgun og dvelja nú á sumarhóteli um 40 km frá miöborginni þar sem leikur Juventus og Hamburger fer fram. Eiginkonur sumra leikmanna eru líka mættar á staóinn. Hér má sjá, taliö frá vinstri, Boniek og frú meö barn sitt, eiginkonu Platini, Crystel, og síöan snillinginn Platini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.