Morgunblaðið - 10.06.1983, Side 1
129. tbl. 70. árg.
FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1983
Prentsmiöja Morgunblaösins
Stórsigur blasir nú við
brezka íhaldsflokknum
London, 10. júní, BB(\ AP.
ÚTLIT er fyrir aö Ihaldsflokkurinn meö Margaret Thatcher í
broddi fylkingar hafi unniö stórsigur í brezku þingkosningun-
um og mjög bætt stööu sína frá því í kosningunum 1979.
Þegar síðast spuröist, aðfaranótt föstudags, var Ihaldsflokkn-
um spáö 385 sætum af 650 og er það 126 sæta aukning frá
1979. Virtist sem Verkamannaflokkurinn myndi fá u.þ.b. 216
sæti og bandalag frjálslyndra og jafnaöarmanna 25. Sam-
kvæmt brezkum kosningareglum er ekki strangt hlutfall milli
fjölda atkvæða er flokkur hlýtur og fjölda þingsæta. Þannig
er taliö að íhaldsflokkurinn muni tapa allt aö 2% heildarat-
kvæðamagns, Verkamannaflokkurinn 16%, en bandalag
frjálslyndra og jafnaðarmanna bæta við sig 12%.
„Ég held að ég muni hafa at-
hvarf hér næstu fimm árin,“ sagði
Thatcher og brosti breitt er hún
yfirgaf forsætisráðherrabústað-
inn að Downingstræti 10 og hélt
áleiðis til kjördæmis síns í Finch-
ley í norðurhluta Lundúna. Þá var
þegar ljóst að íhaldsflokkurinn
hafði unnið góðan sigur í fyrstu
kjördæmunum sem talin voru.
Þegar forsætisráðherrann fór
frá embættisbústaðnum á
fimmtudagskvöld hafði hópur að-
dáenda safnast fyrir framan og
klappaði henni lof í lófa. „Við
hirðum ekkert um hve mörg þing-
sæti hún vinnur, svo lengi sem
hún sigrar aftur," sagði einn
þeirra. „Hún er undraverð — og
sterkari en nokkur karlmaður,
sem um er að velja í stjórnmálum
nú.“
Snemma var ljóst að Verka-
mannaflokkurinn mundi bíða af-
hroð í kosningunum og höfðu vart
tuttugu kjördæmi verið talin er
varaformaður flokksins, Denis
Healey, jós úr skálum reiði sinnar
yfir Jafnaðarmannaflokkinn, sem
óánægðir félagar Verkamanna-
flokksins stofnuðu fyrir tveimur
árum. „Hann hefur unnið Verka-
mannaflokknum mikið tjón,“
sagði Healey, „og hefur splundrað
andstæðingum íhaldsmanna. Fari
svo fram sem horfir sitjum við
Voðavopn ein
koma að haldi
Addis Ahaba, 9. júní. AP.
Blökkumannaþjóðir Afríku ættu
að koma sér upp eigin kjarnorku-
vígbúnaði til að hafa í fullu tré við
stjórn hvítra manna í Suður-Afríku,
að sögn fráfarandi aðalritara Eining-
arsamtaka Afríkuríkja, Edem
Kodjo, í dag.
Aðalritarinn sagði að tal um
kjarnorkuvopnalausa Afríku væri
til einskis þar sem Suður-Afríka
hefði þegar yfir kjarnorkuvopnum
að ráða. Hann fullyrti að vopn
þessi væru til að ógna öðrum
Afríkuríkjum og kvað það vera
skyldu hinna síðarnefndu að taka
gereyðingarvopn í þjónustu sína
sem fyrst. Ummælin komu fram á
fundi Einingarsamtakanna í
Addis Ababa í Eþíópíu.
uppi með hægrisinnaðasta forsæt-
isráðherra aldarinnar." Annar
háttsettur forystumaður innan
Verkamannaflokksins lýsti því yf-
ir að baráttan yrði nú flutt utan
veggja þinghússins. „Ég trúi því
ekki,“ sagði hann, „að stjórn
Thatchers muni endast önnur
fimm ár.“
Ef miðað er við kosningaspár, er
byggjast á úrslitum úr meira en,
hundrað kjördæmum, er sigur
íhaldsflokksins sá stærsti síðan
Verkamannaflokkurinn undir for-
ystu Clement Attlee sigraði Wins-
ton Churchill, leiðtoga íhalds-
flokksins, með hundrað og fjörutíu
sæta meirihluta árið 1945. Ér talið
að íhaldsflokkurinn fái að
minnsta kosti 110 til 130 sæta
meirihluta sem er allstór viðbót
við þann 43 sæta meirihluta, sem
flokkurinn hlaut 1979.
POLLING
STATION
isea £ wesrmsm
imiTUTE
ENTRANCE
■msTEn cor ;e
Suður-Afríka hefur þráfaldlega
neitað því að hafa yfir kjarnorku-
vopnum að ráða.
Sjá frekar um S-Afríku á bls.
15 „Skæruliðar teknir af lífi“.
V erkamannaflokkurinn
Lifði 800
metra fall
Osló. 9. júní. Frá frcttaritara
Mbl., Jan-Erik Lauré
SVO ótrúlega vildi til í Noregi
fyrir nokkrum dögum að sautján
ára gamall unglingur, Kolf Erik-
sen, lifði af 800 metra fall úr
flugvél. Hvorki fallhlíf né neyð-
arfallhlíf opnuðust og Rolf féll til
jarðar og kom á bakið ofan í á.
Fólk þusti að ánni og dró Rolf,
sem allir héldu fyrst að væri lát-
inn, á þurrt en þá kom í Ijós að
hann andaði enn. Var þá ekki
beðið boðanna með að koma
honum á sjúkrahús þar sem
hann liggur nú og er ekki talinn
alvarlega slasaður.
1ENTRA JE
Sigurviss leiðtogi breska íhaldsflokksins, Margaret Thatcher, kemur út af
kjörstað í Lundúnum ásamt eiginmanni sínum, Dennis, á fimmtudag.
Gorbachev í
ritarasætið?
FARI svo að heilsu Andropovs
hraki og Sovétmönnum verði sá
kostur nauðugur að finna nýjan
eftirmann, er Mikhail Gorbachev
maður, sem vert er að hafa auga
með að sögn sérffóðra fréttaskýr-
enda. Gorbachev er 52 ára að
aldri og er hann yngsti meðlimur
miðstjórnar Kommúnistaflokks-
ins. Gorbachev hefur verið mjög
áberandi eftir að Andropov tók
við völdum.
er sterkari bandalaginu
Þrautseigur til síðustu stundar. Leiðtogi brezka Verkamannaflokksins,
Michael Foot, kemur af kjörstað ásamt eiginkonu sinni, Jill, í Tredegar á
fimmtudag.
London, 10. júní. AP, BBC.
LEIÐTOGI brezka Verkamannaflokksins, Michael Foot, vidurkenndi þegar
úrslit í meira en hundrað kjördæmum lágu fyrir, að Verkamannaflokkurinn
hefði farið mjög halloka í þingkosningunum i gær. Forystumaður Frjálslynda
flokksins, David Steel, lýsti því sömuleiðis yfír að vart yrði þaö flokkur hans
sem ráða myndi valdajafnvæginu á brezka þinginu næstu fímm árin. Þótti sýnt
akömmu eftir miðnætti að frjálslyndir fengju varla meira en 23 til 25 sæti en
Jafnaðarmannaflokkurinn einungis um 2 til 3 þingsæti.
Það vekur athygli að David Ow-
ens og Roy Jekins virðast einu for-
ystumenn Jafnaðarmannaflokksins
sem náðu kjöri, en Shirley Willi-
ams, einn aðalleiðtogi flokksins,
féll. Ber fréttaskýrendum saman
um að túlka megi væntanleg úrslit
kosninganna á þann veg að Verka-
mannaflokkurinn hafi tapað fylgi
til Frjálslynda flokksins frekar en
Jafnaðarmannaflokksins. Þrátt
fyrir þann tilflutning benda spár til
að Verkamannaflokkurinn haldi
stöðu sinni sem annað stærsta aflið
í brezkum stjórnmálum.
Einnig hefur vakið mikla athygli
að foringi hins róttæka arms
Verkamannaflokksins, Tony Benn,
náði ekki kjöri í Bristol og tapaði
hann nær tvö þúsund atkvæðum til
íhaldsflokksins.
Erfitt er að segja með vissu um
kosningaúrslitin, þar sem breyt-
ingar hafa orðið á kjördæmaskipan
síðan 1979. Hefur t.d. fimmtán sæt-
um verið bætt við í Westminster,
þannig að heildarfjöldi þingmanna
verður sex hundruð og fimmtíu.