Morgunblaðið - 10.06.1983, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1983
Hjúkninarheimilið Sunnuhlíð f Kðpavogí.
Óvænt svigrúm í kjallara
Mjúkrunarheimili aldraðra, Sunnu-
hlíð í Kópavogi, var tekið í notkun á
sl. ári. llpphaflega var aðeins gert ráð
fyrir að heimilið yrði á einni hæð, en
þegar grafið var fyrir húsinu kom (
ijós að hagkvæmast yrði að hafa einn-
ig kjallara undir jarðhæðinni. Þama
skapaðist því óvænt rými sem nemur
um 450 fermetrum.
Mbl. hafði samband við Ásgeir
Jóhannesson formann stjórnar
hjúkrunarheimilisins og sagði hann
að einungis væri lokaátakið eftir
við að fullklára húsið. Innrétta á
þetta óvænta kjallarapláss, en þar
eiga að vera vinnustofur fyrir allt
að 40 manns, félagsaðstaða og
sjúkraþjálfun auk bókasafns. Þessi
verndaði vinnustaður aldraðra og
öryrkja verður rekinn af Kópa-
vogsbæ, en önnur starfsemi verður
á vegum Sunnuhlíðar.
Um 150 manns hafa nú þegar
notið þjónustu hjúkrunarheimilis-
ins, sem rúmar 40 manns í senn, en
aðstandendur þess gera sér vonir
um að tvöfalda þann fjölda með til-
komu kjallarans.
Ásgeir sagði að Sunnuhlíð hefði
verið byggð að miklu leyti fyrir
fjárframlög bæjarbúa í Kópavogi,
en ríkið og Kópavogsbær hefðu
einnig styrkt byggingu heimilisins.
Vonaðist Ásgeir eftir áframhald-
andi stuðningi þessara aðila svo að
ljúka mætti þessum framkvæmdum
sem fyrst og hafa í því skyni verið
sendir gíróseðlar inn á heimili í
Kópavogi.
VILTU
ENDURNÝJA
GAMLA ELDHÚSIÐ?
Kalmar hefur þaö sem þarf
Sú mikla fjölbreytni sem er aö finna í útliti og skápageröum gerir okkur
kleift aö laga innréttingar aö hvaöa rými sem er.
Viö ráðleggjum, mælum og teiknum yöur aö kostnaðarlausu.
Sá sem eignast Kalmar-innréttingu, eignast vandaöa vöru á vægu verði.
Sérti/bod
tnV/s-ipum
w 14■ juní
Kalmar
SKEIFAN 8 - 108 REYKJAVÍK - SlMI 82011
Spænsk nú-
tímatónlist
Tónlist
Jón Ásgeirsson
José Ribera, spænskur pían-
isti, sem búsettur er í Svíþjóð,
hélt tónleika á vegum sendiherra
Spánar í Norræna húsinu og lék
eingöngu spænska nútímatón-
list. Fyrir utan þá frægu meist-
ara de Falla, Albeniz og Grana-
dos, er spænsk tónlist lítið þekkt
í Norður-Evrópu. Fyrsta verkið
á efnisskránni var Svíta eftir
Esplá (1886-1976). Esplá samdi
balletta, sinfónísk ljóð, fiðlusón-
ötu og mikið af píanótónlist.
Hann var búsettur í Belgíu frá
1936 til 1951, er hann sneri aftur
til Spánar.
Annað verkið á efnisskránni
var Preludía nr. 2, eftir Lamote
de Grignon.
Þriðji höfundurinn var svo
Robert Gerhard (1896—1970) en
hann var nemandi Petrells og
Schönbergs. Gerhard samdi fjór-
ar sinfóníur, fiðlukonsert, óperu
og raddsetti mikið af gamalli
spænskri alþýðutónlist. Frá 1934
var hann landflótta og starfaði
til æviloka í Englandi. Bæði
Esplá og Gerhard vinna mikið
með spænsk þjóðlög og í píanó-
verkum sínum eru þeir allir
mjög spænskir í stíl, skrúðmikl-
ir, hrynsterkir og svo á milli
uppfullir dapurleika.
Eiginlega nútímaverkið á tón-
leikunum er eftir Delfin Colomé,
en hann er fæddur 1946. Verk
hans er sambland nýrra og gam-
alla vinnubragða, en alvörulaus
tónsmíð, þar sem slegið er úr
einu í annað og vitnað til gam-
alla meistara. Fyrri hluta tón-
leikanna lauk með þremur lög-
um eftir meistara de Falla og
síðast þeirra var sá frægi Eld-
dans. Eftir hlé lék Ribera verk
eftir Mompou (1893), Albeniz og
Granados. Mompou samdi aðal-
lega verk fyrir píanó og einnig
sönglög. Frá 1921 hefur hann bú-
ið í París og þó hann kalli tónstíl
sinn „primitivista" er hann
sterklega tengdur frönskum
„impressionisma". Einn þáttur í
píanóverki Mompou, er hann
kallar Sú blinda, er einkar falleg
tónsmíð. Albeniz var mikill pí-
anóleikari, enda nemandi Liszts.
Sum verka hans, eins og t.d. Ley-
enda, eru orðin eins konar vöru-
merki Spænskrar menningar.
Síðastur á efnisskránni var
Granados. Hann er meðal mestu
tónskálda Spánverja en fórst á
besta aldri 1916. Hann var
ásamt konu sinni á leið til Eng-
lands frá Bandaríkjunum eftir
vel heppnaða tónleikaferð, er
þýskir kafbátar vörnuðu þeim
heimkomunnar. Ribera er góður
píanóleikari og lék á köflum
mjög vel. Spænsk píanótónlist er
á margan hátt skemmtileg og
glæsileg, en tæplega hægt að
kalla þá tónlist er Ribera lék,
nútímalega.
Jón Ásgeirsson.
Fiðlunámskeið John
Kendalls á
TÓNLISTARSKÓLINN á Akur-
eyri gengst fyrir námskeiði í
strengjahljóðfæraleik undir leið-
sögn John Kendalls prófessors
dagana 15.—19. júní nk.
I för með Kendall eru 14 banda-
rískir fiðlunemendur hans og fer
hópurinn til Svíþjóðar í þessari
viku, en á leið sinni þangað hefur
hann sólarhringsviðdvöl í Reykja-
vík, 8. júní, og verður þá haldin
Akureyri
opin æfing á sal Tónmenntaskól-
ans kl. 17.
f tengslum við námskeiðið á Ak-
ureyri fara þátttakendur 17. júní
til Mývatns og taka þátt í hátíða-
höldum þar með tónleikum. Nám-
skeiðinu lýkur með tónleikum í
íþróttaskemmunni á Akureyri 19.
júní þar sem nemendur Kendalls
og þátttakendur á námskeiðinu
koma fram.
T Lóðir
fyrir íbúðarhús
Hafnarfjaröarbær hefur til úthlutunar nokkrar lóöir
fyrir raöhús og parhús. Lóöirnar eru fljótlega bygg-
ingarhæfar.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræö-
ings, Strandgötu 6, þar meö taliö um gjöld og skil-
mála.
Umsóknum skal skila á sama staö eigi síöar en 21.
júní nk.
Bæjarverkfræöingur.
Metsölublaö á hverjum degi!
Happdrætti
Sjálfstæðisflokksins
Afgreiöslan í Valhöll. Háaleitisbraut 1,
er opin í dag kl. 9—22. ,
Sími 82900.
Sækjum greiöslu heim,
ef óskað er.
Vinsamlega geriö skil,
sem allra fyrst.