Morgunblaðið - 10.06.1983, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1983
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
AFINNLENDUM
VETTVANGI
Sextugföld krónutöluhækk-
un — en kaupmáttarrýrnun
en 1982, eftir efnahagsaðgerðirn-
ar, en hefði versnað að óbreyttu
um 11%. Aðgerðirnar sjálfar
kosta því 3% rýrnun miðað við ár-
ið í heild. Á síðari hluta ársins
valda aðgerðirnar 4% kaupmátt-
arrýrnun umfram „óbreytt
ástand“. Hinsvegar ná þær verð-
bólgustigi niður úr 134% í 82%,
miðað við árið í heild, og
verðbólgustigi september til des-
ember nk. niður í 27%. í þessum
samanburði er ekki haft í huga,
hver áhrif það hefði haft á kjara-
stöðu fólks almennt, ef óðaverð-
bólgan hefði, óáreitt, fengið að
loka fyrirtækjum og hrifsa at-
vinnuna úr höndum mikils fjölda
manna.
Mildandi aðgerðir eru: 1) sér-
stakur persónuafsláttur af tekju-
skatti verður kr. 1.400; 2) sérstak-
ar barnabætur verða greiddar, kr.
Launaþróun á áratug óða-
verðbólgu og viðbrögð
núverandi ríkisstjórnar
Ef vísitala kauptaxta, það er mælikvarði kauphækkunar í krónutölu, er
sett á 100 árið 1971, þegar óðaverðbólga hóf vegferð sína hérlendis, sýnir
mælikvarðinn 304 1975, 1804 1980, 2754 1981, 4107 1982 — og spár standa
til 6200 1983.
Ef vísitala — mælikvarði — kaupmáttar er á sama hátt sett á 100 1971,
sýnir kvarðinn 99,3 1975, 113,1 1978, 106,7 1980, 105,4 1981, 104,3 1982 og
80—85 1983 (spá).
Prátt fyrir það að kauptaxti hafi 60-faldast að krónutölu á þessu 12 ára
tímabili er kaupmáttur taxtakaups 1983 innan við 85% þess sem hann var
1971. Verðbólgan, hið vélgenga og sjálfvirka víxlhækkunarkern, hefur gert
gott betur en að brenna upp allar
„vísitölubætur" á þessu tímabili.
Atvinnuöryggi steytir á
skeri verðbólgu og
taprekstrar
Hér að framan er rakið, hvern
veg kaupmáttur taxtakaups hefur
í raun rýrnað, þrátt fyrir sextug-
falda hækkun að krónutölu á sl. 12
árum. Vísitalan, þetta vélgenga og
sjálfvirka víxlhækkunarkerfi, hef-
ur því engan veginn tryggt kjara-
stöðu launafólks. Það hefur þó
leikið efnahagslíf og atvinnuvegi
þjóðarinnar enn verr.
Mjög fáar þjóðir eru jafn háðar
milliríkjaverzlun og við íslend-
ingar. Við þurfum að selja stóran
hluta framleiðslu okkar erlendis
og flytja inn verulegt magn lífs-
nauðsynja.
Útflutningsframleiðsla okkar
hefur þurft að sæta tilkostnaði
60—100% verðbólgu næstliðin ár.
Jafnframt hefur hún staðið í
harðri sölusamkeppni við fram-
leiðslu þjóða, sem búa við stöðug-
leika í verðlagi, aðeins 5—10%
verðris.
Annarsvegar hefur þessari
uppákomu verið mætt með „geng-
isaðlögun" (stanzlitlu gengissigi
og nokkuð reglubundnum gengis-
lækkunum) til að breyta söluverði,
sem hækkað hefur óverulega í er-
lendri sölumynt, í fleiri en smærri
íslenzkar krónur. Hinsvegar með
erlendri skuldasöfnun. Nýkrónan
heldur í dag aðeins rúmlega 30%
af verðgildi sínu þá upp var tekin í
ársbyrjun 1981, miðað við skráð
meðalgengi erlendrar myntar.
Gengisþróunin hefur síðan þyngt
hina erlendu skuldabyrði, aukið
innfluttan kostnað og verðbólgu-
hraðann.
Þegar sýnt þótti að verðbólgan
stefndi vel yfir 100% vöxt 1983, að
nýrra samninga sem og
óbreyttu, var ekki lengur til set-
unnar boðið. Taprekstur undir-
stöðuatvinnuvega var þegar far-
inn að segja til sín í atvinnubresti.
Skráðir atvinnuleysisdagar vóru
tvöfalt fleiri hér á landi 1982 en
1981. Skráð atvinnuleysi í janú-
armánuði sl. samsvaraði rúmlega
2% landsmanna á starfsaldri.
Samtímis lá það fyrir að þjóðin
hafði sem heild eytt stórlega um
efni fram. Það kom fram í miklum
viðskiptahalla sl. tvö, þrjú ár og
verulega auknum skuldum erlend-
is. Þjóðarframleiðsla og þjóðar-
tekjur höfðu og minnkað. Staða
ríkissjóðs hafi snöggversnað, fjár-
festingarsjóðir tæmst og innlend-
ur sparnaður hrunið.
Miðstjórn ASÍ sendi frá sér
ályktun 10. maí sl. þar sem segir
m.a.: „Verulegar blikur eru nú á
lofti í atvinnumálum. Aflasam-
dráttur, stöðvun og frestun verk-
legra framkvæmda á vegum ein-
staklinga og opinberra aðila teikn-
ar til erfiðleika í atvinnumálum
nú og næstu mánuði. Gegn þessum
erfiðleikum verður að snúast.
Verkalýðshreyfingin lítur svo á að
frumskylda stjórnvalda á sviði
efnahagsstjórnunar sé að tryggja
fulla atvinnu ...“
Ekki er ágreiningur
um þann vanda sem
til staðar er
Við þær aðstæður grípur ný-
skipuð ríkisstjórn til harðra ráð-
stafana, sem ætlað er að hægja á
víxlhækkunum verðlags og launa.
Þessar aðgerðir skerða verðbætur
á laun, sem hækka áttu um 22% 1.
júní sl., en hækka aðeins um 8%.
Þó hækka lágmarkstekjur um
10%.
3412341234123412341
1978 1979 1980 1981 1982 1983
Tafla þessi sýnir kaupmáttarþróun kauptaxta ASl, BSRB, meóalkauptaxta í landinu og elli- og örorkulífeyris með og
án tekjutryggingar á stjórnarárum Alþýðubandalags 1978—1983.
Það er að vísu ekkert nýtt að
gripið sé inn í gerða kjarasamn-
inga með stjórnvaldsaðgerðum,
því miður. Verðbætur á laun vóru
skertar fjórtán sinnum á stjórn-
arferli Alþýðubandalagsins
1978—1983. Kaupmáttur launa
lækkaði á þessu tímabili svo sem
meðfylgjandi tafla sýnir, en hún
er byggð á heimildum Þjóðhags-
stofnunar.
Það er meginniðurstaða í úttekt
Þjóðhagsstofnunar að kaupmáttur
verði að meðaltali 14% lakari 1983
3.000 á árinu fyrir hvert barn inn-
an 7 ára; 3) bætur lífeyristrygg-
inga hækka eins og laun um 8% 1.
júní og 4% 1. október en jafn-
framt kemur sérstök 5% hækkun
á tekjutryggingu; 4) mæðralaun
með einu barni verða tvöfölduð en
hækka um 30% með börnum um-
fram eitt; 5) veitt er 150 m.kr. um-
fram fjárlagafé til Jöfnunar á
Leggjum áherslu á
samruna trúar og náms
— rætt við yfirmann menntamála SD aðventista
í heiminum, Charles Richard Taylor
Yfirmaóur menntamála Sjöunda
dags aðventista í heiminum, Charles
Kichard Taylor, var staddur hér á
landi fyrir nokkru og notaði m.a.
tækifærið til að skoða skóla SD að-
ventista í Ölfusi. Morgunblaðið átti
viðtal við Taylor og ræddi við hann
um menntamál aðventista og kirkju
SD aðventista almennt.
„Kirkja SD aðventista er í meg-
instraumi mótmælendatrúar.
Flestar helstu kenningar Lúters
eru hluti af okkar trú. En það er
kannski einkum tvennt sem greinir
okkur frá lútersku kirkjunni, það
er annars vegar trúin á endurkomu
Krists og hinsvegar sú inikla
áhersla sem við leggjum á líkam-
legt heilbrigði."
— Hvað kemur góð heilsa trú-
arbrögðum við?
„Mikið. Heilbrigð sál í hraustum
líkama. Við leggjum mikla áherslu
á að fólk stundi heilbrigt líferni,
því hraust og heilbrigt fólk geislar
frá sér orku og gleði.“
— Hvað eru aðventistar fjöl-
mennir?
„Það eru um 4 milljónir aðvent-
ista í heiminum í 196 löndum. Og
söfnuðurinn stækkar. Ég er fæddur
í Brasilíu og þar voru árið 1941 10
þúsund aðventistar, en eru nú um
300 þúsund, svo dæmi sé tekið.“
— Nú ert þú yfirmaður mennta-
mála SD aðventista í heiminum.
Charles Richard Taylor (t.v.), yfirmaóur menntamála SD aðventista í heimin-
um og Jón Hj. Jónsson prestur.