Morgunblaðið - 10.06.1983, Síða 17

Morgunblaðið - 10.06.1983, Síða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1983 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakið. HálfVelgja og stjórnmál Idag, fimmtudag, ganga Bretar að kjörborðinu og velja menn á þing eftir fjög- urra ára stjórn fhaldsflokks- ins undir forystu Margaret Thatchers. Þrátt fyrir öll harmkvælin í vinstrisinnum um að auðvitað myndu bæði íhaldsflokkurinn og breskt þjóðlíf lognast út af undir stjórn Thatchers bendir allt til þess á þeirri stundu, sem þetta er ritað, að íhaldsflokkurinn muni vinna góðan sigur. Margaret Thatcher er ótví- ræður leiðtogi flokksins og sigur hans yrði einhver mesti persónulegi sigur sem breskur stjórnmálaforingi hefur unnið á þessari öld og þótt yfir lengri tíma sé litið. Margaret Thatcher hefur þó ekki hagað sér þannig undan- farin ár eins og hún sé í ein- hverju vinsældakapphlaupi, að minnsta kosti ekki ef notuð er sú mælistika sem vinstri- sinnaðir fjölmiðlar og ríkis- fjölmiðlar beita jafnan þegar þeir meta gæði stjórnmála- manna. Thatcher hefur ráðist á ýmsar helgar kýr vinstri- sinna og ekki lofað öllum öllu fyrir ekki neitt — en þó á kostnað skattgreiðenda. Með fé skattborgaranna að vopni finnst vinstrisinnum best að afla sér fylgis og láta um leið í veðri vaka að besta vörn Vest- urlanda sé að friðmælast við Sovétríkin enda séu þau ívið skárra risaveldi en Bandarík- in. í því áróðursstríði sem nú er háð hér á landi vegna harka- legra efnahagsráðstafana nýrrar ríkisstjórnar hafa stjórnmálamenn gott af því að íhuga stjórnarferil Thatchers og sjá hvílíkri hörku hún hef- ur orðið að beita til að sann- færa þjóðina um að hún sé á réttri braut. Auðvitað eru þeir til innan bresku ríkisstjórnar- innar og meðal áhrifamanna í íhaldsflokknum sem telja að alltof harkalega hafi verið að málum staðið. En þessir menn eru ekki dómarar í máli Marg- aret Thatchers heldur kjós- endur og það hefur verið til þeirra sem hún hefur talað um leið og hún hefur séð til þess að samflokksmönnum hennar gæfist ekki færi á að veikja trú almennings á íhalds- flokknum. A erfiðleikatímum vaxa þeir stjórnmálamenn sem kikna ekki undan ábyrgðinni. Auð- vitað getur enginn sagt, að þeir hafi örugglega markað hina einu og réttu stefnu. Stjórnmál snúast ekki um það að finna töfralyf. En stjórn- málamönnum hlýtur að mis- takast ætlunarverk sitt ef þeir láta í veðri vaka þegar þeir kynna almenningi stefnu sína að þeir sjálfir hafi ekki trú á henni nema með vissum fyrir- vörum. Slík kynning er verri en engin. Annað hvort trúa stjórnmálamenn á það sem þeir eru að gera eða þeir gera það ekki. Hálfvelgja á síst af öllu við þegar á móti blæs því að hún leiðir til þess að and- stæðingurinn gengur á lagið. * Utreikningar birtir Ablaðamannafundi í fyrra- dag kynnti Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra, útreikninga Þjóðhags- stofnunar á efnahagsaðgerð- um ríkisstjórnarinnar. Þar Kemur fram eins og vitað var, að eftir vondan viðskilnað fráfarandi stjórnar voru engir |kostir góðir. Hvernig sem dæmið er reiknað hefðu tekjur manna minnkað. Hitt blasir þó við öllum sem viðurkenna vilja staðreyndir, að hefði ekk- ert verið gert stefndi jafn- framt í hrun atvinnuveganna en með ráðstöfunum stjórn- valda hefur því verið forðað að sinni að minnsta kosti. Alþýðusambandið hamast við að svara yfrirlýsingum ráðherra og skýra útreikninga Þjóðhagsstofnunar, er engu líkara en verkalýðsforingjar hafi ekki áttað sig á því að kosningarnar fóru fram 23. apríl síðastliðinn. Hefði verið æskilegt að fyrir þær hefðu fé- lagsmenn verkalýðsfélaganna átt eins greiðan aðgang að upplýsingum um herfilega stöðu efnahagsmála og nú. Heildardæmið liggur þó ekki fyrir enn og framsetning á útreikningum Þjóðhags- stofnunar er ekki með þeim hætti að nokkur von sé til þess að almenningur átti sig á meg- inatriðum þeirra. Steingrímur Hermannsson skýrði frá því á blaðamannafundinum, að nú væri unnið að nákvæmri út- tekt á stöðu ríkissjóðs. Því ber að fagna og niðurstöður út- tektarinnar þarf að birta opinberlega eins og upplýs- ingar um aðra þætti í viðskiln- aði fyrri stjórnar eftir 5 ára vinstri verðbólguveislu. Aðeins tvö blöð gegn Thatcher I<ondon, 9. júní. AP. ÖLL helztu dagblöð Bretlands að tveimur undanskildum skoruöu á kjósendur í dag að styðja íhaldsflokk- inn og endurkjósa Margaret Thatcher forsætisráðherra. „Kjósið Möggu og tryggið ykkur og börnum ykkar betra Bretland," sagði metsölublaðið The Sun, sem er gefið út í fjórum milljónum eintaka. „Nú er stundin runnin upp. Magga er TL. okkar maður," sagði The Daily Express. „Magga sigurviss, slegizt um ann- að sætið," segir The Daily Mail. Daily Telegraph og Daily Star styðja einnig frú Thatcher. öll þessi fimm blöð fylgja venjulega íhalds- flokknum að málum. The Daily Mirror styður hins veg- ar Verkamannaflokkinn að venju og frjálslynda blaðið The Guardian hvatti lesendur sína til að kjósa annaðhvort Verkamannaflokkinn eða bandalag frjálslyndra og sósíal- demókrata. The Financial Times, sem hefur ekki komið út vegna verkfalls prent- ara, dreifði ritstjórnargrein þeirri sem blaðið hefði birt ef allt hefði verið með felldu. Þar er væntanleg- um yfirburðasigri íhaldsflokksins fagnað og látin í ljós ánægja með að bandalagið komi fram í hlutverki stjórnarandstöðuflokks, sem geti komið í staðinn fyrir Verkamanna- flokkinn. The Times lýsti yfir stuðningi við frú Thatcher í leiðara í dag og sagði að hún byði beztu leiðina til að snúa við hnignunarþróuninni í Bretlandi frá stríðslokum. — sagði Margaret Thatcher þegar hún hafði greitt atkvæði Frá blaðamanni Morgunblaðsins, Magnúsi Sigurðssyni, London, í gær. „ÚRSLIT þessara kosninga eiga eftir að bergmála langt inn í framtíðina," sagði frú Margaret Thatcher forsætisráðherra þegar hún og Denis maður hennar höfðu greitt atkvæði í morgun. Þau mættu á kjörstað 20 mínút- um eftir að kosning hófst, kl. 7 í morgun. Þau greiddu atkvæði í miðkjördæmi London, þar sem íhaldsmaðurinn Peter Brooks hefur verið þingmaður og er nú enn í kjöri. Frú Thatcher kvaðst viðurkenna að hún byði úrslitanna með mikilli eftirvæntingu. Hún bað stuðnings- menn fhaldsflokksins að duga sem bezt í kosningastarfinu, því að þrátt fyrir hagstæðar kosningaspár gæti flokkurinn ekki verið öruggur um sigur. Mjög gott veður var hér í London í dag og víðast hvar annars staðar í Bretlandi. Þannig var hitinn hér í London 23 stig og léttskýjað. Þetta góða veður átti sinn þátt í góðri kjörsókn. 1 miðborg London var annars fremur fátt sem minnti á kosn- ingarnar og daglegt líf í milljóna- borginni virtist tiltölulega ósnortið af kosningunum. Skýringin á þessu er sú að mjög fáir búa í miðhluta London, heldur úti í úthverfunum og það er þar sem þeir kjósa. Af þessum sökum hefur mátt sjá miklu fleiri kosningaspjöld og önnur merki kosninganna úti í úthverfunum en í miðborginni. Kjördæmin í London eru 84 og úrslit voru mjög óviss fyrirfram í a.m.k. fjórðungi þeirra. Spenna í Ulster Mikil sprenging, sem varð á Norður-írlandi í dag, varð þó til þess að varpa skugga á kosninga- áhugann og þá spennu, sem ein- kennt hefur kosningabaráttuna, þrátt fyrir sigurlíkur íhaldsmanna. í vesturhluta Belfast sprengdu hryðjuverkamenn tank fullan af benzíni í loft upp rétt eftir að kjör- staðir voru opnaðir í morgun. f þessum borgarhluta búa einkum kaþólskir menn. Sem betur fór slasaðist enginn al- varlega í þessari sprengingu, sem var svo kröftug að nærliggjandi bygging stórskemmdist. Mikið, svart reykský grúfði yfir vestur- hluta Belfast lengi á eftir. í þessari viku hafði lögreglan í Belfast verið vöruð við því að atvik af þessu tagi gætu átt sér stað í borginni. Mikil spenna hefur ríkt þar að undanförnu. Tuttugu þúsund manna lið átti að fylgjast með því að kjósendur á Norður-írlandi gætu farið óhræddir á kjörstað, en þar var rúm ein millj- ón manna á kjörskrá. Sprengingin í dag varð í tæplega 300 metra fjarlægð frá næsta kjör- stað og talið er víst að hún muni hræða marga á Norður-írlandi frá því að fara og kjósa. Áhrifa kosninganna gætti annars víða í dag, t.d. í kauphöllinni hér í London. Þar fóru hlutabréf og verð- bréf almennt hækkandi er leið á daginn og var það þakkað sigurlík- um íhaldsmanna. Sterlingspundið hækkaði líka gagnvart Bandaríkjadollar. Drottningin situr heima London, 9. júní. AP. ELÍSABET drottning og flestir með- limir brezku konungsfjölskyldunnar sitja heima á kjördag. En I.inley vísi- greifi, sonur Margrétar prinsessu, rauf gamla hefð og neytti kosninga- réttar síns. Samkvæmt hefð kjósa drottning- in og nánustu ættingjar hennar ekki, þar sem þjóðhöfðinginn er tákn þjóðarinnar og höfuð ríkis- stjórnarinnar og hafinn yfir flokka- drætti. En Linley vísigreifi var ekki talinn í hópi nánustu skyldmenna drottningarinnar, að sögn tals- mannsins. Hertogar og aðrir fulltrúar í lá- varðadeildinni hafa ekki kosninga- rétt og sama gildir um prinsana Karl, Andrés og Játvarð og Filippus drottningarmann. En Linley hefur ekki tekið sæti i lávarðadeildinni. Lokaspá London, 9. júní. AP. BANDALAGI frjálslyndra og jafn- aðarmanna hafði ekki tekizt að fara fram úr Verkamannaflokkn- um samkvæmt síðustu skoðana- könnun BBC og ITV rétt fyrir lok- un kjörstaða. ITV spáði að íhaldsflokkurinn fengi 383 þingsæti, Verka- mannaflokkurinn 227, bandalag- ið 17 og aðrir 23. Spá BBC var sú að íhaldsmenn fengju 398 þingsæti, Verka- mannaflokkurinn 208, bandalag- ið 21 og aðrir 23. Margrét Thatcher forsætisráðherra og leiðtogi íhaidsflokksins sést hér bregða á leik með tíu mánaða gamalli dóttur eins frambjóðanda íhaldsflokksins í suðurhluta Lundúna meðan á kosningafundi stóð fyrr í vikunni. „Úrslit kosninganna eiga eftir að hafa mikil áhrif ‘ Lokakannanir spáðu stórsigri Thatchers londnn innf AP ^ Loodon, 6. júnf. AP. íhaldsflokki Margaret Thatcher for- sætisráðherra var spáð yfirburðasigri samkvæmt fjórum skoðanakönnunum á kjördag. Áð meðaltali var forskot flokks- ins á Verkamannaflokkinn 20% samkvæmt þessum skoðanakönnun- um. Flokknum nægði að fá 200 þing- sæta meirihluta og samkvæmt því var talið að flokkurinn ynni mesta sigur sinn síðan 1935. Ihaldsmenn höfðu 35 þingsæta meirihluta þegar þing var rofið 13. maí. Verkamannaflokkurinn hefur sagt að ekkert mark sé takandi á þeim 40 skoðanakönnunum, sem hafa verið gerðar síðan kosninga- baráttan hófst. Flokkurinn bendir á að sam- kvæmt öllum skoðanakönnunum nema einum 1970, hafi Verka- mannaflokknum verið ranglega spáð sigri. íhaldsmenn sigruðu þá undir forystu Edward Heath. Samkvæmt skoðanakönnun MORI í Daily Express og Daily Star var því spáð að íhaldsmenn fengju 47%, Verkamannaflokkurinn 26% og bandalagið 25%. Samkvæmt skoðanakönnun Gall- ups í Daily Telegraph fengi íhalds- flokkurinn 45,5%, Verkamanna- flokkurinn 26,5%, bandalagið 26%. Skv. skoðanakönnun Marplan í The Guardian áttu íhaldsmenn að fá 46%, Verkamannaflokkurinn 26% og bandalaghið 26%. Leiðtogar bandalags jafnaðarmanna og frjálslyndra settust á rökstóla á heimili David Steel, leiðtoga frjálslyndra, fyrr í vikunni og sjást hér nokkrir þeirra, talið frá vinstri: Roy Jenkins, leiðtogi jafnaðarmanna, dr. David Owen, David Steel, John Pardoe og Shirley Williams. Leynivopn Thatchers í kosningabaráttunni London, 9. júní. AP. SIGUR Breta í Falklandseyjastríóinu var „leynivopn" Margaret Thatcher í kosningabaráttunni í Bretlandi og hún færði sér það óspart í nyt á lokastigi baráttunnar þegar Denis Healey, varaleiðtogi Verkamannafiokksins, hafði sakað hana um að „hreykja sér af blóðsúthellingum.“ {haldsflokkurinn var í einhverri mestu lægð sem hann hefur komizt í þegar Falklandseyjastríðið hófst, en síðan hafa vinsældir Járnfrúar- innar“ aukizt. í kosningabaráttunni virtust allir stjórnmálaflokkarnir forðast að minnast á stríðið og aðalmálin voru atvinnuleysi, kjarnorkuvarnir og útgjöld til velferðarmála. Síðan gerðist það 2. júní að Heal- ey, sem er harður í horn að taka, setti fram ásökun sína um blóð- þorsta járnfrúarinnar. Að vísu dró hann seinna í land og sagði að hann hefði ekki átt að tala um „blóðbað" heldur „átök“, en aðrir stjórnmála- leiðtogar og blöðin, sem yfirleitt fylgja íhaldsmönnum að málum, hneyksluðust óspart á orðum vara- leiðtogans. Sjálf sagði frú Thatcher að Heal- ey hefði farið út fyrir öll mörk al- menns og pólitísks velsæmis með orðum sínum. Bandalag frjálslyndra og sósíal- demókrata jók eftir þetta fylgi sitt samkvæmt skoðanakönnunum, þeg- ar David Owen, varaleiðtogi banda- lagsins, tók undir hina hörðu gagn- rýni á Healey. „Að tala um það að frú Thatcher hreyki sér af blóðsút- hellingum er að færa stjórnmála- umræðuna frá göturæsunum inn í sláturhúsin,“ sagði hann. Fréttaskýrendur kölluðu ummæli Healey pólitískt glappaskot og sögðu að það gæti aðeins orðið vatn á myllu frú Thatcher að færa Falk- landseyjastríðið inn í stjórnmála- baráttuna. The Times hrósaði íhaldsmönnum fyrir að reyna ekki að gera sér mat úr stríðinu í pólitísku skyni og sagði að stríðið hefði verið heraflanum og ríkisstjórninni til sóma. Vinsældir frú Thatcher höfðu minnkað í 25% áður en stríðið hófst og enginn annar brezkur leiðtogi hafði notið eins lítilla vinsælda frá stríðslokum. Vinsældirnar jukust í 59% eftir stríðið og hafa síðan verið um 44%. Veidin í Elliða- ánum hefst í dag LAXVEIÐI í Elliðaánum hofst i morgun, en i gær var vitað að nokkrir laxar væru gengnir í árnar, þó ekki hafi teljarann í ánum í gær. I gær sáust laxar í Fossinum og í Holunni, þannig að allar líkur benda til að ekki sé lát á laxagöng- um í ána, en fyrstu laxarnir sáust í Holunni á sunnudagskvöld. Einnig má nefna að stórstreymt verður um helgina og örvast þá laxagöngur venjulega. Samkvæmt venju átti borgar- stjórinn í Reykjavík að renna fyrstur í árnar í morgun, en ásamt honum áttu að vera við veiðar neraa einn fiskur gengið í gegnum fyrir hádegi í dag þeir Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri og Jón G. Tómasson borgarritari. Eftir hádegi áttu síðan að veiða þeir Þórður Þ. Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur, Ragnar Júlíusson, formaður Veiði- og fiskiræktarráðs, Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Haukur Pálmason, yfirverkfræð- ingur Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. Minningarkapella sr. Jóns Steingrímssonar. Ljósm. Mbl./Gudjón. 200 ára af- mælis Skaft- árelda minnst Á MIÐVIKUDAGINN 8. júní voru nákvæmlega 200 ár liðin frá því að Skaftáreldar hófust, og safnaðist fólk saman á Klaustri til að minnast þess. Dagskráin hófst í Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar, en hann er sá maður sem tengdari er þessum atburðum en nokkur annar. Sr. Sigurjón Einarsson stað- arprestur hóf samkomuna á ávarpi þar sem þessa merka manns var minnst, en að því loknu opnaði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, sýningu þá sem standa mun í kapellunni í sumar og lýsir þróun og sögu gossins. Rut Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson léku á fiðlu og orgel. Þvínæst voru flutt ávörp. Dr. Þorleifur Einarsson jarð- fræðingur rakti sögu eldgossins, sem er mesta hraungos sem menn hafa orðið sjónarvottar að og mesta hraun sem runnið hefur frá því sögur hófust. Dr. Sveinbjörn Rafnsson sagnfræðingur rakti sögu fólksins sem ógnirnar lifði en á því dundu ólýsanlegar hörmung- ar. Sálmur Hallgríms Péturssonar „Son Guðs ertu með sanni“ var sunginn í lokin. Mikíll hátíðleiki ríkti í kapellunni þetta síðdegi. Þarna var samankomið margt manna á öllum aldri, bæði úr Eldplássinu eins og V-Skafta- fellssýsla hefur verið nefnd og víð- ar að. Meðal gesta voru biskupar íslands, Pétur Sigurgeirsson og Sigurbjörn Einarsson, ásamt kon- um sínum. Ferðaskrifstofa ríkisins bauð síðan fólki til kaffidrykkju að Kirkjubæjarskóla á Síðu. Undir borðum töluðu þeir Jón Helgason ráðherra og Þórður Tómasson safnvörður í Skógum. Eftir að veitingum höfðu verið gerð skil, var gestum að lokum boðið að skoða sýningu þá um Skaftárelda og afleiðingar þeirra sem nemend- ur skólans hafa unnið í samein- ingu í vetur. Margt var um manninn í kapellunni og hófst dagskráin á að sr. Sigurjón Einarsson staðarprestur flutti ávarp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.