Morgunblaðið - 10.06.1983, Síða 24

Morgunblaðið - 10.06.1983, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1983 STÁLFÉLAGIÐ hefur látið gera endanlega áætlun um stáliðjuvcr til nýtingar á innlendu brotajárni. IJnd- anfarna 12 mánuði hefur verið unnið að gerð þessarar áætlunar í sam- vinnu við tvö bresk fyrirtæki. Tæknilýsing verksmiðjunnar liggur nú fyrir í öllum smáatriðum og er hún miðuð við æskilegt framleiðsl- umagn 15—20.000 tonn á ári. Stofnkostnaöur er talinn nema 22 milljónum bandaríkjadala, eða um það bil 600 milljónum íslenskra króna. Framkvæmdir verða fjár- magnaðar með lánum (70%) og hlutafé (30%). Hönnunar- og byggingatími er áætlaður 18 mánuð- ir. Þessar upplýsingar komu fram m.a. á fundi sem forsvarsmenn Stálfélagsins efndu til með frétta- mönnum í gær. Á fundinum voru einnig fulltrúar þriggja erlendra fyrirtækja sem unnið hafa að at- hugunum og undirbúningi í sam- vinnu við Stálfélagið. Þegar að loknum stofnfundi 25. apríl í fyrra var hafist handa við gerð loka- áætlunar fyrir íslenskt stálver. í desember skipaði stjórn Stálfé- lagsins þriggja manna verkefna- nefnd til að hafa yfirumsjón er- lendra og innlendra aðila er unnið hafa að gerð hinnar endanlegu áætlunar. Formaður hennar var Jón Magnússon, en aðrir í nefnd- inni voru þeir Markús Sveinsson og Leifur Hannesson. Tæknilegur ráðgjafi nefndarinnar var Friðrik Daníelsson, verkfræðingur. Jón Magnússon sagði á fundin- um að í framtíðinni yrðu stálver sniðin eftir ákveðnum staðbundn- Teikning af fyrirhugaðri stálverksmiðju. Framleiðslan verður með nýtísku tækjum. Vinnslurásin hefst með því aö brotajárn, niðurskorið og flokkað í tilteknar stærðir, er þurrkað og síðan brætt í rafbræðsluofni. Bráðinn málmurinn er síðan hreinsaður með íblöndun ýmissa efna svo sem kalks og súrefnis. Þá er stálið steypt í stangir, um 10 cm í þvermál, í strengjasteypuvél og stangirnar síðan færðar inn í valsverkið með sem minnstu varmatapi. í valsverkinu eru pör af rafdrifnum rúllum, sem minnka þvermál staiiganna stig af stigi um leið og þær fara milli rúllanna. Vinnslurás þessi er tölvustýrð. Stálstangirnar eru loks kældar og klipptar niður í réttar stærðir. Tæknilýsing stáliðjuvers liggur nú fyrir: Starfræksla gæti hafist 1985 um markaði er nýtti brotajárn af sama svæði til framleiðslunnar. Ný tækni gerði lítil stálver mögu- leg með sömu eða meiri hag- kvæmni en risastálverin. tsienska stálverið yrði miðað við fram- leiðslu á stálvörum úr innlendu brotajárni. Útflutningur væri ekki talinn arðbær. Verksmiðjan yrði því smá í samanburði við flestar erlendar verksmiðjur. Jón sagði að með því að nota nútímatækni við stálbræðslu og völsun lækkaði rekstrarkostnaður þannig að verk- smiðjan yrði samkeppnishæf við stærri erlendar verksmiðjur, þó svo framleiðslan næmi aðeins 15—20.000 tonnum á ári. Verk- smiðjan mun mæta þörfum inn- lends markaðar fyrir steypu- styrktarstál og grannt smíðajárn, sem hefur verið á milli 10.300 og 15.200 tonn á ári síðasta áratug. Verksmiðjan verður hönnuð fyrir framleiðslu á 20.000 tonnum á ári miðað við 5 daga vinnuviku og möguleikar verða til frekari stækkunar. Jón Magnússon sagði að stofn- kostnaður væri áætlaður 22 millj- ónir Bandaríkjadala á núvirði að meðtöldum vöxtum á bygginga- tímanum. Hann sagði að frávik frá þessum áætlaða stofnkostnaði ætti ekki að vera meira en 5% til eða frá. Hönnunar- og bygginga- tími er áætlaður 18 mánuðir og ef ákvörðun um að hefja fram- kvæmdir yrði tekin fyrir 1. júlí 1983 gæti starfræksla verksmiðj- unnar hafist um áramótin 1984/1985. Áætlaðir afkastavextir af fjár- festingunni (eftir skatta) eru 15% miðað við meðalverð á innfluttu stáli nokkur undanfarin ár. Jón Magnússon sagði að ef heims- markaðsverð á stáli félli og yrði út öldina það lægsta sem orðið hefur á síðasta áratug, yrðu raunvextir af fjárfestingunni 1—2%. Hann sagði verð á stáli hafa verið lágt undanfarin ár vegna samkeppni verksmiðja sem nytu ríkisstyrkja. Áætlunin sem kynnt var á fundin- um í gær gerði þó ráð fyrir að verksmiðjan yrði rekstrarhæf þótt sú yrði raunin áfram. Þá kom það fram í máli Jóns Magnússonar að framkvæmdir verða fjármagnaðar með lánum (70%) og hlutafé (30%). Allur kostnaður vegna tækjakaupa er- lendis og verkfræðiþjónustu yrði fjármagnaður með láni, sem endurgreiðist á 7 árum eftir gangsetningu verksmiðjunnar. Ríkissjóður mun eiga 40% hluta- Ljósm. Kristján Einarsson. Frá blaðamannafundi Stálfélagsins. Á myndinni eru I.aurent Palmer (við borðsendann til vinstri) frá Ferrco Engineering, Dr. Peter Finlayson frá Babcock Contractor Ltd., Jón Magnússon, Jóhann Jakobsson, formaður Stálfélagsins, Friðrik Daníelsson og Ted Maclntyre frá Co-Steel í Kanada. Úr byggingavörudeild Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi. Borgarnes: Kaupfélagið opnar nýja byggingavörudeild Borgarnesi, 6. júní. FYRIR nokkru opnaði Kaupfélag Borgfirðinga nýja byggingavöru- deild í gamla mjólkursamlags- húsinu í Borgarnesi. Bygginga- vörudeildin er þar í 700 fermetra verslunarrými, auk þess sem ágætt útisvæði er við verslunina fyrir timbursölu og aðra útivöru- sölu. í fréttatilkynningu frá Kaup- félaginu segir að með tilkomu nýju byggingavörudeildarinnar hafi skapast grundvöllur fyrir mun víðtækari þjónustu, en verslunin sé sú eina sinnar teg- undar á stóru svæði og hún þjóni íbúum Borgarfjarðarhér- aðs og Snæfellsness. Deildar- stjóri byggingavörudeildar hef- ur verið ráðinn Sigurður Ei- ríksson en starfsmenn eru alls 11. HBj.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.