Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1983 61 ER FARIÐ AÐ RIGNA í PARADÍS? reiknað með að hafa örlítið meira fé handa á milli á efri árum. Aftur á móti hefur það verið þannig, að ef þessi sami einstakl- ingur verður það heilsuveill, að hann hafi þurft að fara á sjúkra- hús eða hjúkrunardeild elliheimil- is, greiða sjúkratryggingar fyrir hann. Fellur þá að vísu ellilífeyrir hans niður, en hann heldur eftir- launum sínum óskertum. Hann hefur því í slíku tilfelli meira fé handa á milli en áður. Þetta hefur verið mikið gagn- rýnt og hefur nú verið reynt að finna einhverja lausn á þessu með lögum um málefni aldraðra, sem samþykkt voru á Alþingi í lok sl. árs. Þar er m.a. gert ráð fyrir, að ráðstöfunarfé þessa hóps hækki í áföngum og breytingin miðast í þá átt að vistmenn á elliheimilum haldi eftir 25% allra sinna tekna, en á sjúkra- og hjúkrunardeildum 15%. Er það öfugt við það, sem verið hefur, þannig að nú er gert ráð fyrir að fólk hafi öllu meiri peningaráð, ef það dvelst ef til vill í fullu fjöri á elliheimilum, en þeg- ar það er orðið lasburða og dvelst á sjúkrastofnun. Fríðindi elli- lífeyrisþega Að lokum má geta ýmissa fríð- inda, sem ellilífeyrisþegar eiga rétt á: Sjúkrasamlög endurgreiða elli- lífeyrisþegum helming af tann- læknakostnaði og þrjá fjórðu þeim, sem hafa einhverja tekju- tryggingu. Kostnaður er greiddur að fullu fyrir þá, sem dveljast langdvölum á sjúkrastofnunum og hafa engar tekjur nema vasapeninga. Sömu reglur gilda um gervi- tennur. Aldrei er greitt fyrir gullfyllingar, krónur eða brýr. 1. apríl 1980 gengu í gildi lög um að ellilífeyrisþegar skyldu aðeins greiða hálft gjald af lyfjum, sér- fræðilæknishjálp, rannsóknum og röntgengreiningu. Reykjavíkurborg veitir ellilíf- eyrisþegum helmings afslátt af strætisvagnafargjöldum og sund- laugamiðum. Að vísu miðast af- slátturinn hjá strætisvögnum við 70 ára aldur, nema fólk hafi ein- hverja tekjutryggingu, þá miðast hann við 67 ára aldur. Flugleiðir veita þeim, sem eru 67 ára og eldri 50% afslátt í inn- anlandsflugi, en þetta gildir þó að- eins á miðvikudögum og laugar- dögum. Arnarflug veitir aftur á móti af- slátt alla daga, en þar er aðeins um 10% að ræða. Afsláttur er veittur í leikhúsun- um, en þar er miðað við 70 ára aldur. Einnig veitir Akraborg og Herj- ólfur ellilífeyrisþegum afslátt og gæti verið um fleiri fyrirtæki að ræða, sem okkur er ekki kunnugt um. Skattamál Sveitarfélögum er heimilt að lækka eða fella niður fasteigna- skatt hjá efnalitlum ellilífeyris- þegum. í Reykjavík er hann alveg felldur niður hjá þeim, sem hafa engar aðrar tekjur en trygginga- bætur, en síðan er ýmist veittur 80% eða 50% afsláttur að vissu tekjumarki. Þarf ekki að sækja um slíka lækkun í Reykjavík nema tekjur falli á miðju ári. Reykjavíkurborg leggur ekki út- svar á ellilífeyrinn. Á sl. þingi voru samþykkt lög um að tekjuskattstofn manns, sem látið hefur af störfum vegna ald- urs skuli lækkaður um helming við útreikning skatts af þeim tekj- um, sem aflað hefur verið síðustu 12 mánuði áður en látið var af störfum. Gildir þetta fyrir þá, sem orðnir eru 60 ára eða hafa öðlast rétt til eftirlauna eða ellilífeyris. Þarf að útfylla sérstök eyðublöð í þessu sambandi. Einnig er heim- ilt að lækka tekjuskattstofn elli- lífeyrisþega, ef ellihrörleiki, veik- indi, slys eða lát maka hafa skert gjaldþol hans. Ellilífeyrisþegar hafa ekki feng- ið tekjuskatt, ef þeir hafa ein- göngu tryggingabætur, en ef elli- lífeyririnn bætist ofan á aðrar tekjur, er hann ekki dreginn frá tekjuskattstofninum, eins og gild- ir um útsvar. Getur þó svo farið, að eftirlaun úr lífeyrissjóði, þó um smávægilega upphæð sé að ræða, valdi því að viðkomandi fái tekju- skatt. Veit ég dæmi þess hjá öldr- uðu fólki, að mikill hluti eftirlaun- anna fer í skattgreiðslur, þannig að það er lítið betur sett en þeir, sem ekki hafa greitt í lífeyrissjóð. Þessu þyrfti svo sannarlega að breyta, þannig að eftirlaunin yrðu að einhverju marki skattfrjáls. Mörgu gömlu fólki reynist mjög erfitt að reka íbúðir sínar og ann- ast viðhald þeirra. Það er vitan- lega hagsmunamál okkar allra, að húsnæði borga og sveita sé haldið íbúðarhæfu. Það er því algengara en æskilegt megi telja, að aldrað fólk gefist upp á að búa í húsum sinum eða íbúðum og sækist eftir að komast á stofnun, þar sem þessum áhyggjum er af því létt. Hægt er fyrir ellilífeyrisþega að fá lán til viðhalds húseigna hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, en þó vextirnir séu lágir, aðeins %%, eru lánin verðtryggð, svo mörgu öldruðu fólki hrýs hugur við að taka slík lán, því fæst af því hefur úr miklu að spila til að endur- greiða lánin. Það mætti tala miklu lengra mál um kjör aldraðra á íslandi, t.d. alla þá aðstoð, sem félags- málastofnanir, heilsugæslustöðv- ar og ýms félagssamtök veita. Þar á ég t.d. við heimilisþjónustu Reykjavíkurborgar, heimahjúkr- un Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur, heimsóknarþjónustu Rauða krossins og kirkjusafnaða og alls- konar fyrirgreiðslu og tómstunda- störf, sem ég vona að ykkur sé kunnugt um. Það yrði sjálfsagt efni í annað erindi og aðrir því kunnugri, sem hæfari væru til að fjalla um það. Ég hef í þessu spjalli aðallega reynt að halda mig við það, sem lýtur að almannatryggingum. Engum er jafnljóst og okkur, sem erum í daglegum tengslum við fólk á ellilífeyrisaldri, hve margt mætti betur fara. En þegar litið er yfir sögu almannatrygginga má þó segja, að þróunin hafi stöðugt miðað í þá átt að gera trygginga- kerfið fullkomnara og rétta hag aldraðra og sjúkra. En ég vil að lokum hvetja alla ellilífeyrisþega, ef þeir eru í minnsta vafa um rétt sinn, að snúa sér til Tryggingastofnunar eða umboða hennar og fá nánari upplýsingar. Það er skylda okkar, sem þar vinnum, að veíta allar þær upplýsingar, sem um er beðið og benda fólki á hvernig mál þess verði farsælust til lykta leidd. Margrét Thoroddsen er deildar- stjóri félags- og upplýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins. — eftir Ragnar Sverrisson Efnahagsaðgerðir nýmyndaðrar ríkisstjórnar eru enn eitt dæmið um það að líklega sé hið fyrir- heitna land neysluþjóðfélagsins enn langt undan og jafnvel ógern- ingur að komast þangað. Velferðar-neyslu-paradís Verðbólga og kjaraskerðingar síðastliðinna ára ásamt fiskleysi og erlendri skuldasöfnun hefur allt átt sinn þátt í því að fólk er farið að efast um vaxandi velmeg- un með ári hverju. Jafnvel þeir, sem staðfastlega hafa trúað á ágæti þessarar vel- ferðar-neyslu-paradísar eru farnir að efast, vegna þess að það virðist vera að óhjákvæmilegur fylgifisk- ur þessarar draumsýnar sé ákveð- inn hugsunarháttur eigingirni, ábyrgðar- og samskiptaleysis. Hugsunarháttur sem fyrr eða síð- ar leiðir af sér mikla þjóðfélags- erfiðleika, eins og þá sem við erum að fá smjörþefinn af nú, jafnvel efnahagslegt hrun. En verst er nú hversu leiðinlegt og tilgangslaust er í Paradís kerf- isins, ámóta leiðinlegt og þegar stanslaust rignir í sólarlandafrí- inu. Aðrar þjóðir eru þegar farnar að efast um ágæti ríkjandi þjóð- skipulags, „kerfisins". (Ég tala um „kerfið" sem alheimslegt fyrir- brigði vegna þess að þó á því sé einhver blæbrigðamunur eftir þjóðum ríkir ómennskan alls stað- ar.) Þetta eru þjóðir sem hafa orð- ið fyrir miklu efnahagslegu hnjaski, samdrætti og atvinnu- leysi eins og til dæmis vinir okkar og frændur í fyrirmyndarríkjum Norðurlanda, þá eru hin stór- skuldugu austantjaldslönd, svo ekki sé minnst á þriðjaheimsríkih sem eru á hvínandi kúpunni. Er þetta það sem við viljum? Auk mikils efnahagsvanda fyrirfinnast víðast hvar félagsleg vandamál í vaxandi mæli, svo sem æ meira ofbeldi milli einstaklinga og þjóða, tíðari sjálfsmorð og geðsjúkdómatilfelli, samfara auk- inni neyslu áfengis og eiturlyfja. Það er því ekki að undra að fleiri og fleiri taki að spyrja: „Er þetta „kerfi" svo sniðugt?" Reyndar hafa orðið miklar framfarir á sviði tækni og vísinda og margt fleira jákvætt mætti telja til. En jafnhliða þessari jákvæðu þróun og með bættum „En verst er hversu leiðinlegt og tilgangs- laust er í Paradís kerfis- ins, ámóta leiðinlegt og þegar stanslaust rignir í sólarlandafríinu.“ lífskjörum hefur mótast ákveðinn hugsunarháttur sem „leyfir" milljónum manna að svelta þótt engin ástæða sé til þess, hugsun- arháttur sem stuðlar að vígbúnað- arbrölti og eykur sundrung þjóða og einangrar mann frá manni. Er ekki til eitthvað betra? Því er ekki að neita að mikið hefur verið aðhafst á fslandi síð- astliðin 20—30 ár og mikil upp- bygging átt sér stað. Ég spyr þó: Hefði velmegun ekki getað aukist án allra þessara hliðarverkana? Án ábyrgðarleysisins sem leitt hefur til þess að hverju manns- barni hér á landi eru við fæðingu fengnar í hendur gífurlegar skuld- ir að greiða? Án eigingirninnar sem kemur einstaklingunum og félagsheildum til að hugsa um lít- ið annað en sjálf sig í stað þess að hugsa um hag heildarinnar og framkvæma í samræmi við það? Án sjálfsflóttans og þátttökuleys- isins sem leiðir til sambandsleysis og ofneyslu vímugjafa? Án til- gangsleysisins og lífsleiðans? Það hefur verið sagt að enginn breytti til nema hann þyrfti þess með. Það eru sjálfsagt orð að sönnu, og það jákvæða við núver- andi kreppu er að fólk fer hér eins og annars staðar að staldra við og spyrja sjálft sig: „Þarf þetta endi- lega að vera svona? Væri ekki mögulegt að hafa annars konar þjóðskipulag? Hvers konar lífi vil ég í raun og veru lifa? Til hvers get ég hlakkað í framtíðinni, þeg- ar farið er að rigna í Paradís neysluþjóðfélagsins?" Og hvað er það sem „kerfið" býður upp á? Jú, það býður upp á hlýja steinkassa, leikföng fyrir unga sem aldna og nokkrar neysluvörur þar að auki. Það býð- ur upp á úrelt skólakerfi þar sem lítið er lært og flestum nemendum leiðist, vinnu sem fáir hafa ánægju af, vaxandi ríkisbákn sem einstaklingurinn stendur magn- vana frammi fyrir og svokallaða skemmtistaði þar sem fáir skemmta sér. Heimskulegt „kerfí“ Burt séð frá ágætri heilbrigðis- þjónustu og mikilli tækniþróun er þetta „kerfi" heldur ómerkilegt. Það fyndist mér að minnsta kosti kæmi ég frá annarri „plánetu". Mér fyndist það jafnvel heimsku- legt því hverjir aðrir en heimsk- ingjar halda í kerfi sem virkar þveröfugt við það sem fólk vill? Vill fólk ekki alls staðar vera hamingjusamt? Er það ekki aðal- atriðið. Ég held að ósköp fáir verði hamingjusamir þótt þeir fái sér nýtt farartæki, nýjan steinkassa eða nýtt leikfang. Vissulega geta þeir orðið ánægðir í smátíma og jafnvel fundið til bráðabirgðatil- gangs í lífinu þar til settu marki er náð. En varla finna þeir ham- ingju daglega eða brennandi til- gang í lífinu, sem er jú það sem flestir vilja, ekki satt? Skrýtnast fyndist mér þó, væri ég frá annarri „plánetu", hvernig jarðarbúar, þar með taldir íslend- ingar, stunda leiðinlega vinnu alla vikuna, hafa léleg samskipti heima hjá sér og flýja svo sjálfa sig um helgar í ýmiss konar spennulosun til þess eins að byrja sömu rulluna upp á nýtt á mánu- degi. Mér myndi finnast fólkið helst líkjast nokkurs konar raf- hlöðu sem hleður sig og afhleður, en byggir ekkert upp. Hvað er mikilvægast? Mér finnst að kerfið ætti að stuðla að því sem er mikilvægast fyrir manninn, sem er að vera hamingjusamur, að hafa tilgang og vera frjáls. Allt annað er auka- atriði. Og allt sem kemur í veg fyrir þetta er siðlaust, því allt sið- ferði hlýtur að byggjast á því að ég komi fram við aðra eins og ég vil að þeir komi fram við mig. Ég vil ekki að neinn hefti frelsi mitt né hamingjuleit og þess vegna ætti ég ekki að gera öðrum það. Hvað vilt þú? Ef kerfið sem við búum við virk- ar ekki því þá að halda í það eins og gamla og ónýta druslu? Því ekki að horfast í augu við þá stað- reynd að við þurfum að breyta hugsunarhættinum? Því ekki að ræða um það hvers konar skipulag við viljum? Ég veit hvað ég vil. Ég vil þjóð- félag án þvingana, þar sem menn líta hverjir á aðra sem menn en ekki hluti, þar sem ég treysti þér og þú mér, þar sem við störfum saman að því að byggja upp betri heim fyrir okkur og fyrir komandi kynslóðir. Hvað vilt þú? Láttu í þér heyra! Kagnar Srerrisson er járnidnadar- madur, leiðbeinandi í „Samhygð". Þú svalar lestrarþörf dagsins ásídum Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.