Morgunblaðið - 29.06.1983, Side 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1983
Misnotkun áfeng-
is og þjóðarátaks
— eftir dr. Gunnlaug
Þórðarson hrl.
Það er óumdeilt, að vín og vín-
yrkja eru aflvakar menningar og
lista vestrænna þjóða. Áfengi er
líka eitt besta meðal til þess að
róa menn og vart getur betra
svefnlausu fólki en áfengur bjór.
Fátt er betra en áfengi til sátta
manna á milli. Hitt er og víst, að
sá, sem hefur Bakkus í þjónustu
sinni, getur opnað flestar dyr.
Margir hafa reynt mismun á því
að borga mönnum greiða með
þeirri fjárhæð, sem er jafnvirði
einnar flösku af áfengi — og svo
hins vegar að gefa flöskuna sjálfa.
í fyrra tilvikinu þykir mörgum lítt
til koma, en í hinu síðara faðma
menn gefandann að sér, líkt og
hann hafi með gjöf sinni á veigun-
um gefið hlutdeild í himnariki.
En þá er hins að gæta, að þeim,
sem ganga Bakkusi algjörlega á
hönd, verður fyrr eða síðar alls
staðar úthýst.
Hvergi minni áfengis-
neysia og áfengissýking
Hitt er og staðreynd, að sem
betur fer er áfengisneysla íslend-
inga minni en með öðrum vest-
rænum þjóðum og áfengisvanda-
málið ekki nærri eins alvarlegt og
gerist annars staðar. Um þetta
talar sínu máli' blað úr skýrslu
landlæknisembættisins um áfeng-
ismál frá 1982 og sýnir dauðsföil á
hverja 100.000 íbúa af völdum
skorpulifrar, sem er helsta við-
miðunin (algengust dánarorsök
drykkjusjúkra) og er hlutur okkar
hverfandi í samanburði við flestar
aðrar þjóðir. Þá er á sömu mynd
sýnd áfengisneysla þessara þjóða
á hverja 100.000 íbúa. Hlutur ís-
lendinga er þar miklu minni en
allra annarra menningarþjóða og
er það lofsvert.
Því hefur verið haldið fram, að
um tíundi hver maður kunni ekki
að umgangast vín á þann hátt,
sem sæmir í menningarþjóðfélagi.
Hjá okkur er jafnvel meira aðhald
í þessu efni vegna þess hve kunn-
ingsskaparböndin eru náin — þar
sem allir næstum þekkja alla og á
það sinn þátt í að við styrkjum
hvert annað í réttri meðferð
áfengis og að halda mönnum beint
á réttri braut og er það viss kostur
fámennisins.
Á sama hátt er talið, að 10% af
þjóðinni eigi á hættu að verða
geðsjúkir ofdrykkjumenn, enda er
langvarandi ofdrykkja áfengis af
mörgum læknum talin geðveiki.
Hitt er hugsanlegt, að í þessum
hluta þjóðarinnar séu einhverjir
þeir erfðagallar, eða hvað skal
kalla það, sem leitt gætu til þess,
að það fólk brygðist samfélaginu á
sinhvern annan hátt, þótt það yrði
ekki ofdrykkjusjúklingar. Þannig
að rúm 10% af fólki meðal Norð-
urlandaþjóða muni lenda í ein-
hverjum félagslegum vandræðum
hvort sem er.
Drykkjusiðir okkar eru líka all-
ólíkir því sem gerist með flestum
oðrum þjóðum. íslendingar drekka
/firleitt sjaldnar, en þegar þeir
neyta áfengis, er það oft gert all-
hömlulaust, birgðir helst klárað-
ar, áður en hætt er. Ýmsir virðast
drekka til þess að öðlast einhvers
konar algleymi. Þá höldum við
ukkur fremur að brenndum
irykkjum en léttum vínum, sem er
niklu óæskilegri áfengisneysla.
Útlendingum þykir það sæta
'urðu næst, að vínkjallarar slíkir
;em gerast með öðrum þjóðum
jekkjast varla hjá okkur.
Nú er aðferðin helst sú að dekra
/ið sjúklinga þessa líkt og þeir
/æru kornabörn, enda er það skoð-
an meðal geðlækna, að ein orsök
irykkjusýki sé þörf hinna sjúku
til þess að fá einhverja sérstaka
aðhlynningu.
Árum saman hafa góðtemplarar
barist gegn áfengisneyslu en án
árangurs, enda finnst mér oft
gæta hysteriu í þessu efni hjá
okkur, einkum í seinni tíð. Hins
vegar hefur það verið heilbrigt al-
menningsálit, sem átt hefur sinn
þátt í því að halda áfengisvandan-
um í skefjum hjá okkur, því það
hefur löngum þótt til vansa að
vera áfengissjúkur.
Merkilegt starf
AA-samtakanna
Samhjálp AA-samtakanna hef-
ur reynst gagnleg til innbyrðis
stuðnings áfengisgeðsjúkra og
hefur án efa hjálpað mörgum,
einkum vegna þess, að á þann hátt
hefur fólk, sem haldið er þessum
sjúkdómi, getað fengið stuðning af
þeim, sem sigrast hafa á vandan-
um oft af eigin rammleik og með
stuðningi annarra. Svo sem kunn-
ugt er, hafa læknar í þessu þjóðfé-
lagi hraðans nú, að því er virðist,
síður tíma til þess að hlusta á
vandræði fólks, en einmitt fólk,
sem þjáist af áfengisgeðsýki, þarf
öðrum fremur slíka aðhlynningu.
í seinni tíð hefur orðið nokkur
breyting á meðferð drykkjusjúkra
og eiga AA sinn beina og óbeina
þátt í því. Heilbrigðisstjórnin hef-
ur einnig látið þennan geðsjúkdóm
æ meir til sín taka og er það vel.
AA-samtökin hafa rekið hér
lækningastöð og unnið merkilegt
verk, þannig að vera má, að það
hafi dregið úr álagi því, sem hvílir
á heilbrigðisstjórninni. Sennilega
er það og skýring á því, að ekki
hefur verð tekin í notkun 20 rúma
sjúkradeild fyrir norðan, en fjár-
skorti er borið við.
Forustumenn AA-samtakanna
hafa fundið þann velvilja, sem
samtökin njóta hér á landi og hef-
ur það eflt þá til frekari aðgerða.
Þá hefur þeim og orðið ljóst, að
hér er um talsverða fjármuni að
ræða, sem eru daggjöld til stofn-
ana þeirra fyrir hvert sjúkrarúm.
Það er með öllu óskiljanlegt,
hvers vegna þess konar „sjúkra-
stöðvar", þar sem sjúklingarnir,
eða öllu fremur mætti kalla þá
vistmenn, eru yfirleitt hraustari
en allt annað sjúkt fólk (auk þess
með sjúkdóm, þar sem orsökin er
ánægjulegri en afleiðingin, eins og
einn slíkra orðaði það við mig), fá
hærri daggjöld en t.d. elliheimili.
Daggjöld vegna áfengisgeðsjúkra
á Silungapolli eru kr. 906.00 á
sjúkrarúm, eða t.d. nærri helm-
ingi hærri en daggjöld vistmanna
á Elliheimilinu Grund (á hjúkrun-
ardeild), þar sem obbinn af heim-
ilisfólkinu er meira og minna
rúmfastur, en eru kr. 539.00 pr.
sjúkrarúm á dag.
Einkarekstur
á ríkisframfæri
Auðvitað er jafnan hætt við því,
að þar sem um mikla fjármuni
getur verið að ræða, að það rugli
dómgreind manna. Því fór svo, að
í AA-samtökunum gengu þeir
menn fram fyrir skjöldu, er eink-
um höfðu einhverja fésýslu með
höndum og hugðust með því að
koma upp lækningastöð, ná enn
meira fé úr ríkissjóði með auknum
daggjöldum fyrir hvert nýtt
sjúkrarúm á vegum þeirra og
skorin var upp herör. Aðferðin var
einföld, komið skyldi upp lækn-
ingastöð, en rekstur hennar kost-
aður af almannafé. Það er allt gott
um það að segja, ef ekki átti að
leita eftir fé úr ríkissjóði í mjög
vaxandi mæli með daggjöldum
fyrir hvert sjúkrarúm, þar sem
sjúklingarnir eru sjaldnast rúm-
fastir.
Það er nefnilega hégómi kostn-
aðurinn við að koma slikri stoínun
á fót miðað við að reka hana. Þá
fyrst er vandi á höndum og þá
þyrfti e.t.v. öðru fremur fórnfúst
starf, sem væri til fyrirmyndar, en
ekki öðruvísi. Einkaframtakið er
oft miklu heilladrýgra en ríkis-
rekstur. Það undarlega við þessa
miklu fjáröflunarherferð var að
þar voru formælendur einkafram-
taksins fyrst og fremst að verki,
en tilgangurinn var að ná auknu fé
úr ríkissjóði.
Miðað við verðlag í maí fyrir
gjaldeyrisbreytinguna munu dag-
gjöld úr ríkissjóði vegna hinnar
nýju sjúkrastöðvar vera um 2,7
milljónir á mánuði eða um 35
milljónir á ári. Það er mikið fé og
meiri þörf fyrir það til annarra og
betri verka.
Til þess að koma málum af stað
söfnuðu þessir fjáraflamenn síðan
undirskriftum nokkurra þeirra
helstu manna, sem stjórna fjár-
málum þjóðarinnar, ráðherra,
þingmanna og bankamanna, auk
þess ýmissa annarra til að punta
upp á listann, forystumanna sveit-
arstjórna, formanna stéttarfélaga
og á sviði lista. Alls munu um 150
menn hafa skrifað undir áskorun-
ina.
Auðvitað treysti enginn sér til
þess að neita að skrifa undir slíka
áskorun. Menn eru umkringdir á
sinn hátt og enda þótt þeir vafa-
laust gerðu sér grein fyrir, að
„þjóðarátak" þyrfti til að leysa
mörg önnur og brýnni vandamál
þjóðarinnar, einkum á öðrum svið-
um heilbrigðismála, hafa þeir
vafalaust ekki talið sig geta kom-
ist hjá því að skrifa undir áskor-
unina. Hér var því um eins konar
nauðungaraðferð að ræða.
Einkafyrirtæki
makar krókinn
Nú mátti ætla, að þessir hug-
sjónamenn myndu sjálfir fórna
sér á einhvern hátt fyrir málstað-
inn og leggja fram ómælda sjálf-
boðavinnu.
Nei, hugsjónamennirnir í SÁÁ
nenntu ekki að standa í neinu
fórnfúsi starfi sjálfir, heldur réðu
þeir í þjónustu málsins einkafyr-
irtæki til þess að hafa fjársöfnun-
ina með höndum og mun það fá
8.000.000 af söfnuninni, ef ekki
meira. Átta milljónir eða meira af
söfnunarfé almennings til einka-
fyrirtækis — það er furðuleg stað-
reynd.
Nauðungaraðferðinni var haldið
áfram, þjóðinni var því næst stillt
upp við vegg og mönnum gert að
skuldbinda sig til þess að borga kr.
1.800 á tilteknum tíma. Flestum
fjölskyldueiningum í landinu var
skrifað eða 55.000 manns beðin um
að leggja fram fé. Dæmið var
klókindalega reiknað út, það
þurfti ekki nema að einn þriðji
þeirra, sem til var leitað, tæki á
sig okið til þess að safnast myndu
35.000.000,-, en stefnt var að því að
fá 25.000.000,- og þá myndi einka-
fyrirtækið, sem tók að sér verkið,
sem fyrr segir, fá a.m.k. 8.000.000.-
í sinn hlut, en því meira sem
meira safnaðist. — Þetta var ofur
einfalt dæmi og úthugsuð spekúl-
ation, þar sem litlu máli skipti,
hvort almenningi í landinu væri
sýndur yfirgangur eða tillitsleysi.
f því sambandi kæmi ekki að sök,
þótt einhverjum ofbyði, nógu
margir myndu láta blekkjast.
Hinir, sem ekki vildu leggja fram
fé til einhvers einkafyrirtækis,
voru líka á skrá. Slík aðferð er
brot á friðhelgi einkalífs manna.
Auk fjársöfnunarinnar innan-
lands, ku vera öflug fjárplógsher-
ferð í Bandaríkjunum — en hvort
nokkuð fréttist, hve mikið safnast
þar eða hvernig því fé verði ráð-
stafað, er ekki vitað.
Ætla mátti, að hinir sjálfsvor-
kunnarfullu alkóhólistar, sem
ganga um og berja sér á brjóst
segjandi: „ég er alkólisti" hefðu án
sérstakrar þóknunar gengið í hús
til þess að safna skuldabréfum, en
þeir nenntu ekki að rukka sjálfir,
heldur voru vildarvinir og vanda-
menn einkafyrirtækisins ráðnir
upp á hátt kaup til að hringja um
helgar í væntanlega skuldara og
höfðu sumir tugi þúsunda upp úr
slíkum símahringingum á einni
helgi.
Forkastanleg aðferð
Aðferðin við að stilla fólki á
þennan hátt upp við vegg var nán-
ast fjárkúgun og því að sama
skapi löglaus. Hver kærir sig um
að styðja mannúðarverk á þennan
hátt! Þá hitt, að láti menn ekki fé
af hendi rakna, sést það um
ókomna tima, að svo hafi verið.
Þetta er innrás í einkalíf manna
og þeim mun ámælisverðara, þar
sem þingmenn og ráðherrar eru
óbeinlínis að verki.
Því miður hafa önnur góðgerð-
arfélög misnotað aðstöðu sína á
allsvipaðan hátt til óbeinnar fjár-
kúgunar. Það er með því að gefa út
happdrættismiða með bílnúmer-
um eða símanúmerum. Þannig að
eigendum þessara númera er nán-
ast gert að kaupa þess háttar
happdrættismiða, því fæstir vilja
vera berir að þvi að hafa ekki vilj-
að styðja einhverja góðgerðar-
starfsemi, sem gæti og orðið fyrir
mistök. Slíkt nálgast fjárkúgun,
enda þótt tilgangurinn sé góður
hafa menn tæpast frjálst val.
Þetta er og brot gegn friðarhelgi
einkalífs manna og er undarlegt,
hve þetta hefur lengi verið látið
óátalið.
Alþingismenn og ráð-
herrar bregðast
Mér finnst það ábyrgðarhluti
hjá ráðamönnum þjóðarinnar,
eins og alþingismönnum og ráð-
herrum, að skrifa undir áskorun
um „þjóðarátak" til stofnunar
hælis, sem engin heimild er fyrir á
fjárlögum. Það verður að teljast
andstætt inntaki lýðræðis að
skuldbinda sig á einhvern hátt
fyrirfram að órannsökuðu máli.
Það er og umhugsunarefni, þeg-
ar svona heilagar kýr, eins og
SÁÁ-samtökin eru í þjóðfélaginu,
umkringja einn á fætur öðrum,
þingmenn sem aðra, til þess að fá
þá til að ljá málefni lið, sem fáir
treystist til að neita af ótta við að
vera stimplaðir mannúðarlausir
menn eða af hræðslu við tilekinn
hóp kjósenda.
Því miður er það svo, að í þessu
máli, sem flestu öðru, er snertir
áfengissjúka, er yfirborðsmennsk-
an ráðandi. Vitað er, að ríkið hef-
ur ekki treyst sér til að reka hæli
fyrir áfengissjúka með 20 sjúkra-
rúmum á Norðurlandi vegna fjár-
skorts, rúm munu vera laus á Víf-
ilsstöðum. Þetta vita ráðamenn
okkar á Alþingi og í bönkum, samt
leggja þeir nafn sitt við, vitandi að
vandinn er alls ekki sá, sem sagt
er. Það er t.d. einfalt mál fyrir
SÁÁ að reka svona lækningastöð,
þegar ríkið borgar brúsann.
Því trúa fáir, að SÁÁ hafi tekist
að lækna 6.600 áfengissjúklinga og
2.000 hafi læknast fyrir milli-
göngu þeirra í Freeport eða ann-
ars staðar í Ameríku eins og gefið
hefur verið í skyn. Svo undarlega
vill til, að SÁÁ-samtökin hafa
ekki viljað gefa upp til landlækn-
isembættisins nöfn þeirra manna,
sem læknast hafa, undir yfirskini
trúnaðar, samt eru þessir menn
alltaf að berja sér á brjóst og
segja, að þeir séu alkóhólistar.
Vafalaust er leyndin yfir þessu
vegna þess, að meginhluti þessara
manna hefur margsinnis fengið
„klössin" eða endurhæfingu til
þess að geta dottið í það aftur og
farið í þau miklu náttfatapartý,
sem ku vera aðal þessara lækn-
inga. Heilbrigðisstjórninni hafa
engar upplýsingar borist um
raunverulegan árangur þessarar
starfsemi SÁÁ. Það er ekki rétt að
gera eitthvert vandamál enn al-
varlegra en það er í augum al-
mennings og að reyna að láta það
fá forgang með þjóðinni, þegar
önnur miklu alvarlegri vandamál
eru óleyst.
Margir hinna raunverulegu
áfengisgeðsjúku eru menn, sem
ekki nenna að vinna eða eiga í geð-
rænum erfiðleikum, en þeir eru
sem betur fer fáir og eru tölur um
þetta án efa mjög ýktar.
Áfengisgeðsjúkir ætlast greini-
lega til forréttinda og hafa þegar
fengið ýmiss konar forréttindi, t.d.
með skattaívilnunum, hærri dag-
gjöldum. Auðvitað er sjálfsagt að
hjálpa, þegar nauðsyn krefur, en
þá eiga alvarlega sjúkir að ganga
fyrir. Misrétti varðandi stuðning
við fólk til þess að komast undir
læknishendur erlendis og forgang
áfengisgeðsjúkra i því éfni, er
atriði, sem þyrfti að rannsaka og
upplýsa almenning um.
Tilefni þessara skrifa er það, að
undirrituðum þykir of mikill fjár-
plógsblær á aðferðum SÁÁ og
treystir ekki þeim samtökum að
sama skapi, sem unnt væri að gera
betur grein fyrir, ef tilefni verður
til.
Spurning er, hvort unnt sé fyrir
hið opinbera að fylgjast með því,
að það séu raunverulegir áfengis-
geðsjúkir, sem fái meðferð og
daggjöld séu greidd með, og þá
ætti heilbrigðisstjórnin einnig að
hafa hönd í bagga með læknisað-
gerðum. En sem fyrr segir vill svo
ótrúlega til °ð ueilbrigðisstjórnin
Svo sem kunnugt mun vera hafði SÁÁ opið hús í tilefni af
sjónvarpsdagskrá, sem gerð var í tilefni „átaksins gegn áfengisböli"
og þótti greinarhöfundi rétt að fara þangað til þess að láta vita, að til
stæði að skrifa grein til að mótmæla þeirri aðferð, sem hér hefur
verið gagnrýnd. í þessu kaffiboði var kvikmyndaleikarinn Ken
Kercival, sem er óvirkur alkóhólisti, eins og hann kynnti sig, og var
fenginn til þess að koma fram í sjónvarpsþættinum. Áttum við spjall
saman og viðurkenndi hann, að það væri ekki rétt, að í slíkri söfnun
hefði sá aðili, sem leitaði eftir fjárframlögum, skrá yfir þá, sem ekki
hefðu sinnt beiðninni.