Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1983 A förnum vegi Mikið er ég fegin að vera ís- lendingur. Þrátt fyrir rigning- una, verðbólguna og vetrarraun- irnar. Síðast datt mér það í hug þegar allt í einu varð ekki þver- fótað i Þingholtunum fyrir ör- yggisvörðum, lögregluþjónum og brynvörðum farataekjum, daginn sem Bush kom til landsins. Það var jafnvel búið að loka Laufás- veginum fyrir venjulegri umferð. Hvað ætli gerist þegar Albert þarf að komast heim tii sín, hugsaði ég. Ætii þeir mæli hann út, tortryggnir á svipinn, og hleypi honum svo inn á svæðið fyrir náð? Nei, þeir sjá það nú líklega í hendi sér, mennirnir, að fjármálaráðherrann er engin ógnun við Bush og Co. Ég hélt áfram leiðar minnar og fannst það broslegt og fjarstæðukennt að láta sér til hugar koma að allt þetta umstang í kringum einn mann væri nauðsynlegt hér uppi á íslandi. Svo hitti ég mann sem var úr- illur út af þessu. Jú, hann skildi það svo sem að það þyrfti að gera vissar ráðstafanir til að tryggja öryggi manna eins og varafor- seta Bandaríkjanna, en fyrr mátti nú vera. Við nánari athug- un kom í ijós að það sem fór mest í taugarnar á honum voru hinar brynvörðu bifreiðir. „Ég skil ekki svona taugaveiklun," sagði hann. „Maður veit náttúrlega að svona kailar hreyfa sig ekki fótmál án þess að vera umkringdir vopnuð- um vörðum. En að koma hingað með heilan flota af brynvörðum bílum! Hingað þar sem yfirvöld vita um hverja einustu byssu af þeim örfáu sem til eru, — hingað þar sem fæstir hafa svo mikið sem séð byssu nema í bíó. Maður fær það á tilfinninguna að þeir séu að gruna okkur um ^græsku, að þeir séu hræddir um að ein- hverjir íslendingar kunni að sitja um líf mannsins.“ „Ég hugsa að þeir séu ekkert að spekúlera í því,“ sagði ég og skildi manninn vei af þvi að mig langar heldur ekkert til að láta halda það um okkur íslendinga að fóik geti ekki verið óhrætt um líf sitt hér hjá okkur, „þetta er bara fastur liður í einhverju öryggisgæzlukerfi sem „þeir“ eru búnir að koma sér upp. Eg hugsa að það sé föst regla hjá „þeim“ að víkja ekki frá einu einasta atriði i kerfinu.“ „Já,“ sagði maðurinn, „það getur vel verið, en mér finnst samt að.þeir ættu ekki að vera að vesenast hér með bryn- varðar bifreiðir. Maður kann ekki við svoleiðis." Og hann hafði síðasta orðið en ég hélt áfram að velta þessu fyrir mér og þakka mínum sæla fyrir að teljast tii þjóðar, sem er við- kvæm fyrir brynvögnum þá sjaidan atvikin haga því svo að við fáum léttan smjorþef af því sem er blákaldur og daglegur veruleiki úti í hinum stóra heimi. En hverjir eru svo þessir „þeir“? Eru það einhverjir byssuglaðir töffgæjar sem bíða spenntir eftir tækifæri til að láta til sín taka? Ætli það, þegar nánar er að gætt. „Þeir“ eru mennirnir sem hafa það hlutverk að draga úr og af- stýra þeirri stöðugu hættu, sem er og verður alltaf hluti af lífi manna eins og Jóhannesar Páls páfa og Reagans Bandarikjafor- seta, sem báðir hafa naumlega komizt lífs af eftir skotárás, og miklu fleiri. Eftir því sem ég nálgaðist miðbæinn þéttist öryggisnetið og maður mátti vara sig á að rekast ekki á einkennisklædda menn og óeinkennisklædda sem hvesstu á mann arnfránar sjónir. En enga sá ég byssuna fyrr en ég kom á móts við Borgarbókasafnið í Þingholtsstræti. Þar voru tveir litlir strákar í bófahazar, gráir fyrir járnum. „Þú ert dauður," æpti annar þegar lát varð á skothríðinni. „ókei,“ sagði hinn og fleygði sér flotum. Áslaug Kagnars. Lancia Kally sigraði í Nýja-Sjálandi og hefur nú forystu f heimsmeistara- keppninni í rallakstri. Mouton ók grimmt til að halda forystu eins og þessi mynd sýnir og sýndi bún körlunum f tvo heimana. Þjóðverjinn Röhrl sigraði á Nýja-Sjálandi (junnlaugur Kógnvald.Hson í London. LANCIA-bílaverksmiðjurnar endur- tóku hið ótrúlega í Nýsjálenska rall- inu, sem er liður i heimsmeistara- keppninni í rallakstri. Lancia Rally Þjóðverjans Walter Röhrl nældi f fyrsta sæti, en Audi Quattro-keppn- isbílarnir, sem taldir höfðu verið sig- urstranglegastir fyrir rallið, féllu all- ir úr keppni. Með þessum sigri hefur Röhrl náð 22 stiga forystu á Finnann Hannu Mikkola í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna, en Mikkola ekur Audi Quattro. 1 keppni bílaverksmiðja um heims- meistaratitilinn hefur Lancia 24 stiga forskot á Audi, nokkuð sem enginn hefði búist við í upphafi keppnistímabilsins. Meginástæð- an fyrir velgengni Lancia er sú að keppnislið verksmiðjunnar er mjög samhent og þrautþjálfað. í upphafi ársins var búist vð þvf að Audi yrði öllum framar f keppn- inni um heimsmeistaratitilinn, en útgerðin á fjórhjóladrifnum Quattro verksmiðjunnar hefur verið illa skipulögð af keppnis- deildinni í Þýskalandi. I Nýsjá- lenska rallinu náði franska stúlk- an Michele Mouton forystu á Audo Quattro sínum með grimmum akstri, á meðan ökumenn Lancia- Franska stúlkan Michele Mouton varð að láta kaffisopa nægja f bili eftir að bún féll úr keppni vegna bilunar. bílanna áttu í vandræðum með að stjórna sínum bílum vegna rangs dekkjabúnaðar. Hannu Mikkola lenti í sífelldum bilunum með sinn Quattro og datt út á 9 leið er inn- spýting vélarinnar eyðilagðist. It- alinn á Attilio Bettega varð fyrir því óhappi að aka á þrjár beljur, sem voru á einni leiðinni. Hann náði þó að halda áfram keppni og fryggði sér þriðja sæti. Á undan honum varð Timo Salonen á Niss- an 240 RS og var þetta í fyrsta skipti sem þessi bfll nær einhverj- um markverðum árangri í heims- meistarakeppninni. Félagi Salon- en hjá Nissan Shekar Mehta varð fjórði á 240 RS-bíl. En fyrsta sæt- ið féll í skaut Walter Röhrl á 27 leið er Michele Mouton varð að hætta keppni er drifskaft Qu- attro-bíls hennar brotnaði. Þurfti Röhrl aðeins að aka af öryggi síð- ustu 6 leiðir rallsins en hann hafði þá verið rúmum 4 mínútum á eftir Quattro Mouton. Þessi sigur Röhrl er hans þriðji á árinu og tólfti í heimsmeistarakeppninni frá upp- hafi ferils hans. Lokastaðan f Nýsjálenska rallinu: Fjallamaraþon hald- ið í þriðja skiptið .. i»' ' — Ollum félögum björgunar- og hjálparsveita heimil þátttaka LANDSSAMBAND hjálparsveita skáta gengst í samvinnu við Skáta- búðina fyrir svokallaðri Fjallamara- þonkeppni fyrir starfandi félaga í björgunarsveitum landsins. „Fjallamaraþon 1983“ fer að þessu sinni fram á sv-landi helg- ina 20,—21. ágúst næstkomandi. Þar gefst mönnum kostur á að reyna sig og útbúnað sinn við krefjandi aðstæður og undir eftir- liti. Þátttaka er heimil félögum í öll- um björgunarsveitum landsins og keppt verður í tveggja manna lið- um, bæði í karla- og kvennariðli á sömu vegaiengd. Hverju liði verð- ur skylt að hafa með sér ákveðinn lágmarksútbúnað eftir nánari skilgreindum lista, sem keppend- um verður afhentur. f keppninni verður sérstök áhersla lögð á röt- unarhæfileika þátttakenda. Nánari upplýsingar veita Landssamband hjálparsveita skáta og Skátabúðin, en innritun- arfrestur er til 15. júlí. 1. Walter Röhrl — Lancia Rally 12.10.13s 2. Timo Salonen — Nissan 240 RS 12.26.lls 3. Attilio Bettega — Lancia Rally 12.41.25s 4. Shekhar Mehta — Nissan 240RS 13.10.35s 5. Jim Donald — Datsun Bluebird Turbol3.20.50s Staðan í HM ökumanna: 1. Röhrl 87 stig, 2. Mikkola 65, 3. Alen 60, 4. Vatanen 44, 5. Blom- qvist 39, 6. Mouton 37. Staðan í HM bflaverksmiðja: Lancia 86 stig, Audi 62, Opel 61, Nissan 48. Texti og myndir: Martin Holm- es/Gunnlaugur Rögnvaldsson. fptl540 Einbýlishús í Seljahverfi 190 fm gotl tvilyfl einbýlishús. Bíl- skursplata. Frágengin lóð. Verö 3 mlllj. Einbýlishús við Grettisgötu 100 fm timburhus á steinkjallara. Verd 1100 þúa. Raðhús við Sæviðarsund 140 fm einlyft gott raöhús 20 fm. Bíl- skúr. Verö 3 millj. Á Högunum 5 herb. 125 fm góð íbúö á 3. hæö (efstu). Suöur svalir. Útsýni yfir sjóinn. Verö 2 millj. Viö Eyjabakka 4ra herb. 110 fm góö ibúö á 2. hæö. Þvottaherb og búr inn af eldhúsi. Veró 1450—1500 þúe. Viö Kríuhóla 4ra—5 herb. 136 fm góö ibúö á 4. hæö í lyftuhúsi. Útsýni. Verö 1450 þút. Við Reynimel 3ja herb. 90 fm glæsileg íbúö á 4. hæö. Nýlegar vandaöar innréttingar. Suöur svalir. Verö 1500 þúa. Viö Hraunbæ 3ja herb. 100 fm góö íbúö á 2. hæö. Tvennar svalir. Verð 1350 þús. ákv. sala. Við Fögrukinn Hf. 2ja—3ja herb. 75 fm góö Ibúö. Verö 1050 þút. í Kópavogi 2ja herb. 60 fm góö íbúó. Verð 1050—1100 þúe. f Grindavík 3ja herb 85 fm raóhús. Fæst í skiptum fyrir 2ja herb. tllbúlö á Sfór-Reykjavik- ursvaBðinu. j í Smáíbúðarhverfi 4ra herb. 100 fm góö íbúö á fyrstu hæö og íbúðarherb. í risi. Verð 1,8 millj. Vegna mikillar sölu undanfarið óskum við eftir öllum stæröum og gerðum eigna á sölu- skrá. Skoðum og verð- metum eignir samdæg- urs. FASTEIGNA J_!il MARKAÐURINN óömsgotu 4 Simar 11540 • 21700 Jón Guðmundsson. Leó E Love lóglf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.