Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 32
BILLINN BlLASALA SÍMI 79944 SMIOJUVEGI4 KÓFAVOGI iori0íW!mM®!Öííi> FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1983 Gæfir hreintarfar á Eskifirði Eskifírdi, 7. júlí. TVEIR hreindýrstarfar hafa verið & Eskifirði f sumar öllum til yndis og ánægju og hafa þeir þann háttinn á að koma í bæinn á kvöldin um klukkan 21.00, en fara á morgnana á milli klukkan 9.00 og 11.00, og halda þá upp í brekkurnar fyrir ofan bæinn og slappa af. Tarf- urinn á myndinni var að fá sér morgungöngu á Hátún- inu þegar myndin var tekin, en hreintarfarnir eru mjög gæfir. Ævar Bush trimmaði á Melavellinum GEORGE BUSH, varaforseti Bandaríkjanna, hóf síðasta dag íslands- heimsóknar sinnar með trimmi á Melavellinum. Klukkan sex mættu starfsmenn vallarins til að opna hann fyrir öryggisvörðum varafor- setans, sem grandskoðuðu völlinn og næsta umhverfi. Þegar klukkuna yantaði korter í sjö mættu varaforsetinn og sendiherra Bandaríkjanna á íslandi og skokkuðu þeir fram til klukkan átta. Bush heimsótti svo Árna- skorðaðist ekki við að frysta svo stofnun og hélt blaðamanna- fund, þar sem hann sagði m.a.: „Viðræður mínar við íslenska ráðamenn voru einstaklega ánægjulegar og gagnlegar fyrir okkur. Samskipti íslands og Bandaríkjanna sýna hvernig tvær þjóðir geta ræktað sam- band sem byggist á gagn- kvæmri virðingu og trausti." Varaforsetinn sagði, að Bandaríkjastjórn hefði fullan skilning á þeirri afstöðu is- lensku ríkisstjórnarinnar að leyfa ekki kjarnorkuvopn á ís- landi og virti hana. Hann ræddi um stefnu Bandaríkjastjórnar varðandi kjarnorkuvopn al- mennt og sagði, að hún ein- fjölda vopnanna heldur fækka þeim. Það væri markmiðið í við- ræðunum um Evrópueldflaug- arnar í Genf. Enginn bilbugur væri á Atlantshafsbandalags- ríkjunum í því máli og nú væri þess beðið að Sovétmenn létu eitthvað frá sér fara í Genf, gerðu þeir það, mætti ná sam- komulagi. Sjá í miðopnu frásagnir af blaðamannafundinum og síó- asta degi heimsóknarinnar. Helmingur minkaskinna lendir í undirflokkum ALLT að helmingur minkaskinnaframleiðslu íslenskra loðdýraræktenda frá síðastliðnu ári flokkaðist í lægstu gæðaflokka. Á uppboðum vetrarins seldust aðeins 2þ hlutar framleiðslunnar og fóru 15% hennar í undir- flokka. Þau skinn sem eru óseld eru yfírleitt lélegustu skinnin og seljast sennilega á lágu verði. Ástæða þessarar lélegu út- komu mun fyrst og fremst vera hinn slæmi veirusjúkdómur sem herjað hefur á minkastofninn hér með sívaxandi þunga undar; J farin ár og staðið minkarækt- inni verulega fyrir þrifum. Vegna þessa sjúkdóms var skipt um minka í minkabúinu á Sauð- árkróki í vetur og til stendur að skipta um minka á búunum á Dalvík og Grenivík þar sem dýr- Flugleiðir: Þotur úr þrotabúi Lakers skoðaðar in eru enn með sjúkdóminn. Rúmar 190 danskar krónur fengust að meðaltali fyrir þau íslensku minkaskinn sem seld voru á uppboðum í vetur og er það heldur lægra meðalverð en hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa fengið. Aftur á móti hafa hinar þjóðirnar þegar selt megnið af sinni framleiðslu og halda því þessu meðalverði þó eitthvað smávegis af undir- málsskinnum fari á september- uppboð í haust. En íslenska meðalverðið fellur væntanlega mikið í haust þegar þau lé- legustu sem eftir eru verða seld vegna þess hve þau eru stór hluti af heildarframleiðslu ís- lensku minkaskinnaframleiðsl- unnar. Eskifjörður: Rækjuveiðar ganga framar öllum vonum Eskirjördur, 7. júlí. NÚ FARA fram tilraunaveið- ar og leit að rækju hér úti fyrir Austurlandi og er það hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson sem er að veið- um ásamt vélbátnum Vota- bergi SU 14 frá Eskifirði. Votabergið hóf veiðar um seinustu helgi og má segja að veiðarnar hafi farið fram úr björtustu vonum. Fyrstu nótt- ina fengu þeir 700-800 kíló í Reyðarfirðinum, síðan fóru þeir um 65 mílur til hafs í svonefnda „Gullkistu" og þar hafa þeir fengið frá 600-900 kíló í hali af fallegri rækju. Virðist hún vera víða hér fyrir Austurlandi. Leiða menn nú hugann að því hversu mikil lyftistöng þessar veiðar geti orðið fyrir bátana sem margir hverjir eru í hálfgerðu reiðileysi yfir sumarið og skapast þarna nýr grundvöllur fyrir rekstri þeirra. Ævar „AUÐVITAÐ er það ekkert leynd- armál, að við höfum undanfarið ver- ið að kanna möguleika á kaupum á breiðþotum í Norður-Atlantshafsflug félagsins," sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir áætl- unum félagsins um breytingar á flugfíota á Atlantshafinu. „Margir möguleikar hafa verið kannaðir. Við höfum meðal ann- ars skoðað 5 DC-10-þotur, sem bandaríski Import-Export ríkis- bankinn tók til baka við gjaldþrot Laker-flugfélagsins á sínum tíma, en þeir höfðu fjármagnað vélarn- ar. Okkur hefur hins vegar þótt þeir verðleggja vélarnar heldur hátt,“ sagði Sigurður Helgason ennfremur. Sigurður Helgason sagði að- spurður, að skoðaðar hefðu verið vélar af gerðinni TriStar, en það mætti segja, að þessi mál væru almennt í athugun um þessar mundir. Án þess þó að ákvörðun hefði verið tekin. „Inn í dæmið koma síðan hávaðatakmarkanirn- ar í New York, þótt þær komi væntanlega ekki til framkvæmda fyrr enn 1. janúar 1985.“ Sigurður Helgason sagði enn- fremur aðspurður, að staða Flug- leiða væri auðvitað sterkari með breiðþotur í rekstri á Norður- Atlantshafinu, en það væri nauð- synlegt að kanna málið mjög ítar- lega áður en endanleg ákvörðun væri tekin. Áætlanir Flugleiða miðast við að taka tvær breiðþot- ur inn í áætlun þegar að því kem- ur. Árni Friðriksson í hvalamerkingar ÁÆTLAÐ er að hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson fari um helgina í hálfsmánaðar hvalamerkingaleiðangur. Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræð- ingur verður leiðangursstjóri, en Þórður Eyþórsson deildarstjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu verður skipstjóri og skytta á Árna Friðrikssyni. Þórður sagði í samtali við Mbl. að farið yrði á hin hefðbundnu langreyðarmið vestur af landinu og fyrri vikan yrði notuð til að merkja hval og telja. Seinni vikunni er áætlað að verja á Austur-Grænlandsmiðum, merkja þar hvali og telja. Sagði Þórður að það væri meðal annars gert til að athuga hvað mikill samgangur væri á milli þessara hvalastofna og hvað mikið af merktum hval frá Grænlandi skil- aði sér í afla hér á land. MorgunblaAiA/Þúrarinn Ragn&rmon Fínasti bíllinn í bænum „Það þýðir ekkert að láta reykvískt sumarveður trufla ökuferðina um hverfíð þegar raaður er á svona fínum bfl.“ Hjálmar Einarsson að spóka sig í Seljahverfí á „fínasta kassabflnum í bænum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.