Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1983 11 endanlegu gerð hans. Eigum við að bíða í önnur fjörutíu ár eftir að það verði gert? Um Guðmund Kamban hefur lítið eitt verið skrifað þar sem er ritgerð Helgu Kress um æsku- verk hans og ádeilur. í seinni tíð hefur einnig verið fjallað um feril Gunnars Gunnarssonar, þar sem eru athuganir Sveins Skorra Höskuldssonar í nokkr- um ritgerðum og síðast prýðilegt rit Matthíasar Viðars Sæmunds- sonar, Mynd nútímamanns, sem er greining á þremur skáldsög- um hans frá því fyrir 1920. Þannig eru bókmenntafræðingar teknir að sýna lit á að greiða skuld vora við þessa útverði ís- lenskrar skáldlistar á sinni tíð. En verkefnin blasa enn við mörg og merkileg. Það er fróðlegt að sjá hvernig þessir höfundar bregðast við þegar þeir koma með arf úthjar- ans inn í hinn stóra heim sem hér opnast þeim. Þeir hafa fund- ið það að hér var áhugi á hinu fjarlæga ættlandi þeirra, stór- brotinni náttúru þess og menn- ingararfleifð. Auðvitað gengu þeir á lagið til að ná athygli. Það á þó ekki við alla. Kamban hafði á sér einna mest heimsborgara- snið og samdi verk sem gerast meðal stórþjóða. En hann hvarf líka heim áður en lauk, í hinum stóru sögulegu ritum sínum um Brynjólf biskup og landnám ís- lendinga vestan hafs, Skálholt og Vítt sé ég land og fagurt. Allt rifjast þetta upp í Kaup- mannahöfn þegar snúið er af sólbjörtu stræti inn í hljóðlátan virðuleika bókasafnanna þar sem tíminn stendur kyrr, og maður flettir gömlum blöðum sem bera andblæ horfinnar ver- aldar. Hvar er mjöllin sem féll í fyrra? Þessi spurning leitar tíð- um á en andspænis listaverkinu verður hún marklaus. Það stend- ur þarna og bíður þín þegar þú vilt. Hvort fleiri eða færri hafa tekið ofan þegar listamaðurinn bar það fyrst fram, hvort margir eða bara fáir gefa því gaum þeg- ar frá líður, — það breytir engu, ef það á lífsneistann í sér fólg- inn. Kannski leitarðu aftur til þess þegar þú ert búinn að gleyma hvað það var sem menn voru að hrópa húrra fyrir í gær. líður höfundarrétti, trúartilfinn- ingu eða málkennd hvers og eins, spyr ég: Er það viðeigandi að breyta sálmum Hallgríms Pét- urssonar og öðrum, ámóta áhrifa- miklum og listrænum, að geðþótta sinum i þessu efni? Dæmi: „Son Guðs ertu með sanni/son- ur Guðs Jesús minn“. Má þetta? „Víst ertu, Jesús, kóngur klár“. Er ekkert athugavert við þetta? „Jesús, þú ert vort jólaljós". Allt í íagi? „0, Jesús, bróðir besti". Á þetta að vera svona? í einum fegursta sálmi Hall- gríms Péturssonar, Hugbót, er ávarpsfallið Jesú bundið rími: „Grátbæni eg nú, góði Jesú“. Á að breyta þessu í: Grátbæni eg nú, góði Jesús? Ég hef sérstaka ástæðu til þess að spyrja, því að í sálmabókinni frá 1972 er þessu er- indi sleppt, kannski til að snið- ganga þennan vanda. Að vísu er sálmurinn skaddaður að öðru leyti. Niðurstaða þessara hugleiðinga minna er sú, að kirkjuyfirvöld eigi ekki að breyta þeirri beygingu orðsins Jesús sem lengst hefur viðgengist hér á landi, og megi ekki breyta henni í sálmum lát- inna góðskálda. „Meira að segja prestar ruglast í þessu rími í seinni tíð,“ segir dr. Sigurbjörn Einarsson. Ef menn telja sig færa um að boða með- bræðrum sínum fagnaðarerindi kristinnar trúar, ætti þeim ekki að vera ofvaxið að læra beygingu eins orðs og festa sér i minni hvernig Hallgrímur Pétursson fór með heiti frelsara síns. Það ætti varla að taka langan tima né mikla krafta frá „sáluhjálplegri hlut- um“. 2.7.’83. Ný Shell-stöð í Borgarnesi: Stanslaus umferð síðan opnað var Borgarnesi, 5. júlí. „ÉG ER tnjög ánægður með þessa aðstöðu í alla staði. Þetta er gjörbreyting sem þolir engan samanburð við þá aðstöðu sem við höfðum fyrir,“ sgaði Björn Arason, umboðsmaður Olíufélagsins Skeljungs, í samtali við Mbl. í tilefni þess aö Skeljungur hefur opnað nýja Shell-stöð í Borgarnesi. Úr ferðamannaverslun Shell-stöðv arinnar. Shell-stöðin er í nýrri glæsi- legri byggingu á uppfyllingu við landtöku Borgarfjarðarbrúar- innar í Borgarnesi, við svokallað Brúartorg, enda hefur að sögn Björns verið stanslaus umferð síðan opnað var laugardaginn 25. júní síðastliðinn. í sumar vinna 8 manns í fullu starfi á Shell-stöðinni. Afgreiðsluhúsið sjálft er 190 fermetrar að flatarmáli. í því er auk bensínafgreiðslunnar rúm- góð ferðamannaverslun með margháttaðri þjónustu við ferðafólk og mjög þægileg hreinlætisaðstaða. Steypt plön með snjóbræðslukerfi eru allt í kringum afgreiðsluhúsið, þar á meðal rúmgóð þvottaplön, bæði fyrir smærri og stærri bíla auk sérstakra þurrkstæða. Meðal nýjunga má nefna að bensínið er afgreitt með nýrri og mjög full- kominni gerð af tölvudælum og lúga til afgreiðslu beint í bíla er á versluninni en það er nýjung í Borgarnesi. Arkitekt nýju Shell-stöðvar- innar í Borgarnesi er Ormar Þór Guðmundsson, verkfræðiteikn- ingar gerði Verkfræðistofan Ferill, en Verkfræðistofa Sig- urðar Thoroddsen í Borgarnesi hafði með höndum umsjón og eftirlit með byggingu hússins. Aðalverktaki við byggingu þess var Trésmiðja Þórðar í Vest- mannaeyjum, Borgarverk hf. í Borgarnesi var verktaki við upp- fyllingu og grunn en starfsmenn Skeljungs sáu um uppsetningu innréttinga og tækja. HBj. Friðarhópur kvenna heldur fund á Selfossi FRIÐARHÓPUR kvenna á Sel- fossi og nágrenni efnir til kynn- ingarfundar um friðarmál í Tryggvaskála mánudaginn 11. júní kl. 21.00. Á fundinum flytur Margrét Heinreksdóttir, fréttamaður, m.a. erindi um vígbúnaðarkapphlaupið og viðræður stórveldanna. Bryndisar Schram Einvika- 13. júlí. til Edinborgar kr.9.500/r- Farið með ms. Eddu frd Reykjavík d miðvikudagskvöldi. Lífsins notið um borð. Komið til Newcastle d laugardagsmorgni kl. 10. Þar íœr hópurinn rútur til umráða. Ekið til Eldon Square Center, einhverrar stœrstu verslanamiðstöðvar Evrópu. 300 verslanir undir sama þaki, þ.á.m. allar stóru verslanakeðjumar. Komið til Royal Scot Hotel í Edinborg kl. 18.30. Hótelið er í lúxusflokki. Öll herbergi með baði, litsjónvarpi og minibar. Þess utan em sundlaug og sauna í hótelinu auk fjölda bara og veitingasala. Kvöldverður á Royal Scot er inniíalinn, síðan er kvöldið frítt til eigin ráðstöíunar. Morgunverður inniíalinn á Royal Scot, sömu- leiðis íerð til Edinborgarkastala. Annars er morguninn frjáls til skoðunaríerða um þessa írœgu og íögm borg. Brottför frá Edinborg kl. 14.30. Ekið um þjóðgarðinn í Northumberland og Cheviot hœðir, rómað landsvœði fyrir náttúmfegurð og komið til Newcastle kl. 18.30. Dvalið á Holliday Inn Hotel Kvöldverður inniíalinn, sem og morgunverður á mánudagsmorgni. Kvöldið frítt til eigin ráðstöíunar. Holliday inn Hotel í Newcastle er hreinrœktað lúxushótel. Öll herbergi em með baði, litsjónvarpi, minibar og úrvali kvikmynda á lokuðu sjónvarpskeríi. Á mánudagsmorgni em rútumar að nýju við hóteldyrnar kl. 10 og ílytja þátttakendur um borð í ms Eddu þar sem þeir hreiðra um sig aítur í notalegum káetum skipsins. FARARSTJÓRI: BRYNDÍS SCHRAM I 3) Er þetta ekkí óskaferðín þín? “ FARSKIP Gengí 6/7 1983 AÐALSTRÆTI 7 REYKJAVÍK SÍMI 2 5166

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.