Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1983 15 Samantha litla Smith (11 ára) í Maine í Bandaríkjunum fór í gær í hálfs mánaðar ferð til Sovétríkjanna í boði Yuri Andropov forseta. Foreldrar hennar eru með í forinni. Fyrr á þessu ári sendi Samantha Andropov bréf þar sem hún spurði hann hvers vegna Rússar vildu leggja undir sig heim- inn. Hún fékk svar frá Andropov sem sagði að Rússar vildu frið og bauð henni og foreldrum hennar til Sovétríkjanna. Tugir Ijósmyndara og frétta- manna fylgdust með brottfbr þeirra frá Augusta í Maine. Samantha hefur fengið hundruð bréfa frá fólki sem biður hana að hjálpa ættingjum sínum í Sovétríkjunum. Samantha til Rússlands David Steel fer í orlof Orðrómur um, að hann fari frá sem leiðtogi frjálslyndra Edinborg, 7. júlí. AP. DAVID Steel, leiðtogi Frjálslynda flokksins í Bretlandi, sagði í gær, að hann hygðist taka sér frí frá störfum að mestu leyti það sem eftir er sumars. Undir forystu hans náði Frjálslyndi flokkurinn einum bezta árangri í þingkosning- unum í júní sl., sem sá flokkur hefur nokkru sinni náð í kosningum á þessari öld. „Eftir sjö ára feril sem leiðtogi flokksins, þá tel ég það skynsamlegt að taka mér hlé til þess að íhuga framtíðina," sagði Steel. Þá skýrði hann frá því, að Alan Beith, sem verið hefur einn helzti forystumaður flokksins á þingi, myndi koma í sinn stað, á meðan hann væri í leyfi. Tilkynning Steels nú hefur enn kynt undir þeim orðrómi, að Steel, sem er 45 ára að aldri, hyggist segja af sér sem flokksformaður í kjölfar stórsigurs þess, sem íhalds- flokkurinn undir forystu frú Marg- aret Thatchers vann í kosningun- um 9. júní. Þá hlaut kosninga- bandalag frjálslyndra og sosíal- demókrata 24,6% atkvæða, en fékk engu að síður aðeins 23 af þeim 650 þingsætum, sem kosið var um. Alan Beith skýrði frá því í Lond- on í dag, að ekki bæri að skilja orð Steels nú á þann veg, að sá síðar- nefndi hygðist láta af störfum sem flokksleiðtogi. Kvaðst Beith gera ráð fyrir, að Steel kæmi til fundar í brezka þinginu á mánudag, en þá ætti að fara þar fram atkvæða- greiðsla um dauðarefsingu. SAS stofnar olíu- félag og sparar 1% SAS-flugfélagið hefur ákveðið SAS hefur sótt um leyfi stjórn- að setja á fót olíufélag, sem verður valda til þess að setja slíkt dótt- dótturfyrirtæki flugfélagsins og urfyrirtæki á stofn, sem starfa er markmiðið með því að draga úr mun á Kastrup og annast sölu á eldsneytiskostnaði fyrirtækisins. eldsneyti til SAS og Scanair. Forráðamenn SAS áætla að Áformað er að setja dótturfyrir- sparnaður muni nema um 1% af tæki af þessu tagi upp bæði í Osló árlegum útgjöldum vegna eld- og Stokkhólmi. sneytis. OPmfKVDLD Sparið tíma og fyrirhöfn. Boröiö hjá okkur: Nýgrillaöir kjúklingar í eldhúsinu. fram hryggur og rif KINDA: buff-smásták á jrinnum. NAUTA: buff-framfiryggur OKRTDDAÐ GBilOHAGST/ÍV MATAKINNKAUP SALTKJÖT: 76 kr. kg NAUTAHAKK: 162 kr. kg Nýgrillaöir kjúklingar í eldhúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.