Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1983 Þjóðarframleiðsla jókst um 3,3% í Japan á síðasta ári ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLA Japana jókst á síðasta uppgjörsári, sem endaði 31. mars sl., um 3,3% samkvemt upplýsingum japanska efnahagsmála- ráðuneytisins, en talsmaður þess sagði aukninguna vera ívið meiri en stjórnvöld hefðu gert ráð fyrir. Spár efnahagssérfræðinga jap- anskra stjórnvalda gerðu ráð fyrir um 3,1% aukningu, en á ár- inu 1982 var aukningin um 3,2% í Japan, eða ívið minni en á því síðasta. Þjóðarframleiðsla Japana jókst um 0,6% á tímabilinu janúar-mars sl., sem er ennfrem- ur yfir spám stjórnvalda, sem gerðu ráð fyrir 0,5% aukningu. EFTA-ríkin: Atyinnuleysið er minnst í Sviss — íslendingar í 2. sæti, en voru jafnan í því fyrsta ATVINNULEYSI í EFTA-ríkjunum var um 4,4% af mannafla í marzmán- uði si., að meðaltali. Mest var atvinnuleysið í Portúgal, eða um 7,5%, en minnst var það í Sviss, eða um 0,8%. Það vekur athygli, að íslendingar eru ekki lengur í 1. sætinu með minnst atvinnuleysi, eins og um langt árabil. Á íslandi var atvinnuleysið um 1,3% í marzmánuði. Meðaltalsatvinnuleysið í Noregi og um 3,1% í Svíþjóð. At- EFTA-ríkjunum á síðasta ári var vinnuleysi var mest í Portúgal á um 4,1% og þá var atvinnuleysið minnst í Sviss, eða um 0,4%. At- vinnuleysið var um 0,7% á ís- landi. í marzmánuði sl. var atvinnu- leysið í Austurríki um 5,3%, í Finnlandi um 6,0%, í Noregi um 3,6%, og í Svíþjóð um 3,5%. Á síðasta ári var atvinnuleysið að meðaltali um 3,7% í Austurríki, um 6,2% í Finnlandi, um 2,5% í síðasta ári, eins og í marzmán- uði, eða um 8,0%. Þá má geta þess, að meðaltals- atvinnuleysi í EBE-ríkjunum var um 9,6% í febrúar sl., en að með- altali um 9,2% á síðasta ári. í ríkjum innan OECD var meðal- talsatvinnuleysið í febrúarmán- uði sl. um 8,9%, en meðaltalsat- vinnuleysi í þeim löndum var um 8,4% á síðasta ári. Stálframleiðsla dróst saman um 9,05% 1982 — Samdrátturinn mestur í Bandaríkjunum, eða 40,06% VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Heildarstálframleiðsla í heimin- um á síðasta ári dróst saman um 9,05%, þegar alls voru framleidd um 643,6 milljónir tonna, borið saman við 707,7 milljónir tonna á árinu 1981. Þessar upplýsingar koma fram í tímaritinu Metal Bull- etin. Sovétmenn eru stærstu fram- leiðendur stáls í heiminum, en á síðasta ári framleiddu þeir um 147,5 milljónir tonna, borið sam- an við 148,5 milljónir tonna á ár- inu 1981. Samdrátturinn milli ára er því 0,68%. Hlutur Sovét- manna í heildarframleiðslunni er um 22,92%. í 2. sæti framleiðenda voru Japanir á síðasta ári, en þeir framleiddu alls um 99,5 milljónir tonna, borið saman við 101,7 milljón tonn á árinu 1981. Sam- drátturinn milli ára er um 2,09%. Hlutur þeirra i heildar- framleiðslunni var á síðasta ári um 15,46%. Japanir voru í 3. sæti á eftir Bandaríkjamönnum á ár- inu 1981. Endurskoðuð þjóðhagsspá: Þorskafli ársins í nám- unda við 300 þúsund tonn — Var liðlega 382 þúsund tonn á sfðasta ári FISKAFLINN fyrstu fimm mánuði ársins var 12% minni en á sama tíma í fyrra. Sé gert ráð fyrir, að afli á síðari helmingi ársins verði svipaður og í fyrra, verður ársafli af þorski rúmlega 300 þúsund tonn, saman- borið við 382 þúsund tonn í fyrra. Þetta þýðir um 21,5% samdrátt. Þessar upplýsingar koma fram í endurskoðaðri þjóðhagsspá Þjóð- hagsstofnunar. Ennfremur segir, að afli af öðr- um botnfiski hafi verið til þessa heldur meiri en í fyrra, en þá var hann um 307 þúsund tonn. Miðað við þessar horfur og að afli af öðr- um tegundum verði nálægt afla- tölum fyrra árs, og með því að reikna með 250 þúsund tonna loðnuafla á síðustu mánuðum árs- ins, fæst spá um 4% samdrátt í verðmæti heildaraflans á árinu. Þetta felur í sér 8—9% samdrátt í öðrum afla en loðnu. í þjóðhagsspá segir, að spá þessi sé auðvitað óviss, og fremur þann- ig, að afturkippur í afla gæti orðið meiri, t.d. ef ekki verður úr loðnu- veiðum í þessum mæli. Á móti gæti þó vegið minni samdráttur í framleiðslu en afla vegna sam- setningarbreytinga. í 3. sæti framleiðenda á síðasta ári voru síðan Bandaríkjamenn. Heildarframleiðsla þeirra á síð- asta ári var um 65,6 milljónir tonna, borið saman við 109,6 milljónir tonna á árinu 1981. Samdrátturinn milli ára er um 40,06%. Hlutur þeirra í heildar- framleiðslunni á síðasta ári var um 10,21%, en var á árinu 1981 um 15,49%. í 4. sæti framleiðenda eru síð- an Kínverjar, en heildarfram- leiðsla þeirra á síðasta ári var 37,0 milljónir tonna, en var til samanburðar um 35,6 milljónir tonna á árinu 1981. Þar hefur því orðið framleiðsluaukning upp á 3,93% milli ára. Hlutur Kínverja í heildarframleiðslunni var á síð- asta ári um 5,75%. Loks má geta þess, að Vestur- Þjóðverjar eru í 5. sæti fram- leiðsluþjóða á síðasta ári, með 35,9 milljónir tonna, borið saman við 41,6 milljónir tonna á árinu 1981. Samdrátturinn milli ára er um 13,78%. Hlutur þeirra í heild- arframleiðslunni er um 5,58%. Aukin olíuframleiðsla Norðmanna Heildarframleiðsla Norð- manna á olíu og gasi fyrstu fjóra mánuði ársins jókst um 1,2% og var samtals um 18,7 milljónir tonna, samkvæmt upplýsingum norsku hagstofunnar. Talsmaður hagstofunnar sagði, að aðalaukningin kæmi fram í olíuframleiðslu á svo- kölluðu Statfjord-svæði, en þar jókst framleiðsla um 15,5%. Gasframleiðsla norsku fyrirtækjanna dróst hins veg- ar saman um 10,8% á fyrr- greindu tímabili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.