Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1983 13 Takmörkun kjarn- orkuvígbúnadar 11 eftir Niels P. Sigurðsson, sendiherra Viðræður æðstu manna Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna á árun- um 1972—1975 áttu verulegan þátt í að draga úr spennu og þegar litið er til baka verður ekki hjá því komist að meta til verðleika þau spor, sem stigin voru á þessum ár- um til varðveislu friðar í heimin- um. Spenna ríkir nú á ný milli Moskvu og Washington. f Afgan- istan beita Rússar hervaldi í fyrsta skipti frá lokum siðari heimsstyrjaldarinnar utan landa- mæra Varsjárbandalagsríkja. Telja ýmsir, að þessar aðgerðir séu hugsaðar sem mótleikur Sov- étmanna gegn auknum áhrifum Bandaríkjanna í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins og batn- andi sambúðar Egypta og ísra- elsmanna eftir Camp-David- samkomulagið 1979. Sovétmenn eru ekki heldur taldir ánægðir með „afskipti" Bandaríkjanna af friðarsamningum við Líbanon. Takmörkun kjarnorkuvígbúnað- ar stórveldanna er mikilvægasti þátturinn í að draga úr núverandi spennu milli þeirra, en um þessar mundir fara fram í Genf samn- ingaviðræður milli stórveldanna tveggja um takmörkun kjarnorku- vopna. Svonefndar INF-viðræður, er fjalla um meðaldrægar kjarn- orkuvopnaflaugar og START-við- ræður um langdræg kjarnorku- vopn. INF-viðræðurnar hófust í nóvember 1981 og START í júní 1982. Þótt viðræðunefndirnar starfi sjálfstætt eru þessir samn- ingar eðlilega mjög tengdir og reyndar óaðskiljanlegir frá örygg- issjónarmiði. Einnig er það jafn- vægi kjarnorkuvopna stórveld- anna, sem kemur inn í myndina. Þetta jafnvægi er breytingum háð og ráða þar ýmsar aðstæður ferð- inni. Auk þess eru skoðanir mjög skiptar milli stórveldanna í því efni, t.d. hvort jafnvægi ríki og hvernig eigi að meta það. Vígbúnaður stórveldanna Bandaríkjamenn hafa lagt áherslu á kafbáta og flugvélar búnum „strategískum" eða lang- drægum kjarnorkuvopnum. Mun um 60% af fjárveitingu til endur- nýjunar langdrægra kjarnorku- vopna á næstu árum ganga í þá átt. Hins vegar mun langdrægum kjarnorkuvopnaflaugum (ICBM) Bandaríkjanna skotið frá landi lítið hafa verið fjölgað sl. 15 ár, en í stað þess hafa ICBM-flugskeyti þeirra verið búin mörgum kjarn- orkuvopnaoddum, sem miða má á mismunandi skotmörk (MIRV). í undirbúningi er að koma fyrir 100 nýjum MX-flaugum í stað eldri Minuteman og Titan-flauga. Mun heildarburðargeta ICBM-flauga Bandaríkjanna samt verða svipuð og áður, þótt kjarnaoddum þeirra fjölgi. Sovétmenn hafa á sama tímabili endurnýjað langdræg kjarnorku- flugskeyti sín (ICBM) með SS-17, SS-18 og SS-19-eldflaugum með mikilli burðargetu. Auk þess er vitað, að Sovétríkin ráða yfir miklum fjölda nýtísku meðal- drægra flauga (IRBM) af SS-20- gerð, sem flestar eru búnar þrem- ur kjarnorkuvopnaoddum hver flaug og miðað á Vestur-Evrópu. Flaugar þessar hafa 4500—5000 km flugþol og er vikulega bætt við einni fullbúinni SS-20-flaug, sem ber 30 sinnum meiri sprengikraft en sprengjan, sem varpað var á Hiroshima forðum. Hafa Sovét- ríkin nú töluverða yfirburði, að því er slík meðaldræg vopn í Evr- ópu varðar. Hvorki Bandaríkja- menn, Bretar eða Frakkar ráða yf- ir sambærilegum meðaldrægum kjarnorkuvopnum skotið frá landi eins og er. Þess vegna ákvað NATO-ráðið í desember 1979, að 108 fullkomnum nýtísku kjarn- orkuvopnaflaugum af Pershing Il-gerð og 464 BGM-109G-stýri- flaugum búnum jafnmörgum kjarnaoddum skuli komið fyrir í nokkrum Vestur-Evrópuríkjum. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa í desember 1983 við að koma þessum nýju eldflaugum NATO fyrir, takist ekki samning- ar við Sovétmenn um takmörkun meðaldrægra kjarnorkuvopna- flauga. Er viðræður þessar hófust í Genf í nóvember 1981 (INF) lögðu Bandaríkjamenn til svonefnda núll-laus, þ.e.a.s., að hinum nýju vopnum NATO í Vestur-Evrópu verði ekki komið fyrir gegn því, að SS-20-eldflaugarnar verði eyði- lagðar ásamt SS-4 og SS-5-eld- flaugunum. Sovétmenn haida því fram, að INF-samningarnir taki einungis til Evrópusvæðisins, en Bandaríkjamenn telja, að INF- viðræðurnar séu á breiðari grundvelli og ekki sé hægt að leysa vandamálið með því að flytja SS-20-eldflaugarnar til Síb- eríu og beina þeim í auknum mæli gegn Kína og Japan. Þær þurfi því að eyðileggja. Bandaríkjamenn telja auk þess, að við mat á jafn- vægi meðaldrægra kjarnorku- vopna verði einnig að taka tillit til langdrægra kjarnorkuvopna ICBM og burðargetu eldflauga Sovétmanna. Sovétríkin eru á þeirri skoðun, að jafnvægi ríki nú milli stórveld- anna, að því er meðaldræg kjarn- orkuvopn varðar. Telja beri kjarn- orkuvopn Breta og Frakka með þeim bandarísku, þótt bresku og frönsku vopnin séu aðallega í kafbátum. Auk þess beri að reikna kjarnorkuvopnaeldflaugar Banda- ríkjanna í kafbátum og sprengju- flugvélum auk stýriflauga þeirra með í jafnvægisdæminu. Rétt er að geta þess hér, að Bandaríkin hafa miklu fleiri kjarnaodda á flugskeytum í kafbátum SLBM, eða um 5000 kjarnaodda á móti 2000 kjarnaoddum í kafbátum Sovétmanna. Kafbátar, sem bera þessi vopn í eigu Sovétmanna, eru hins vegar taldir vera nokkru fleiri og vegur það töluvert vegna hagstæðari staðsetningarmögu- leika þeirra. Gildi kjarnorkuvopna f sumar eru 38 ár frá því, að kjarnorkuvopnum var beitt til þess að knýja Japani til skilyrðis- lausrar uppgjafar í heimsstyrjöld- inni síðari. Kjarnorkuvopn eru í eðli sínu vopn, sem í fljótu bragði er aðallega litið á frá hernaðar- legu sjónarmiði. Auk þess gegna þau þrenns konar pólitísku hlut- verki. Þau eru í fyrsta lagi til varn- ar frá því sjónarmiði séð, að vitn- eskja um, að kjarnorkuvopn séu fyrir hendi og staðsetning þeirra getur komið í veg fyrir eða fælt annan aðila frá árás. f öðru lagi má nota kjarnorkuvopn til þess að knýja fram vilja þess sterkari með því að hafa yfirburði á sviði kjarn- orkuvígbúnaðar á svipaðan hátt og Kennedy forseti gerði í Kúbu- deilunni 1962 og Nixon í stríði ísraels og araba 1973. í þriðja lagi er hægt að beita kjarnorkuvopn- um eins og gert var gegn Japan 1945, og taka áhættuna í þeirri trú, að sá aðili, sem verður fyrir slíkri árás, sé ekki nægilega sterk- ur til þess að geta svarað í sömu mynt. Eftir heimsstyrjöldina síðari átti einhliða afvopnun venjulegs vopanbúnaðar og herliðs vest- rænna ríkja þátt í því, að varnir þeirra voru að verulegu leyti byggðar á yfirburða styrkleika Bandaríkjanna á sviði kjarnorku- vopna. Styrkleikahlutfallið hefur hins vegar breyst, því Sovétríkin munu nú hafa náð yfirburðum, að því er lang- og meðaldræg kjarn- orkuvopn staðsett á landi varðar. Hafa Sovétríkin markvisst unnið að því að ná þessu langþráða takmarki sl. 20 ár. Auk þess ræður Varsjárbandalagið yfir allmiklu fleiri flugvélum í Evrópu, sem flutt geta kjarnorkuvopn, en NATO-ríkin hafa til umráða í Evrópu. Bandaríkin hafa samt enn yfirhöndina á sviði kjarnorku- vopna í kafbátum, en bilið hefur minnkað á síðustu árum. Banda- ríkjamenn hafa einnig yfirburði að því er langdrægar sprengju- flugvélar varðar, er flogið geta milli heimsálfa. Samkvæmt Norður-Atlants- hafssamningnum er vopnuð árás á eitt aðildarríki talið árás á þau öll. Vöktu því ummæli Kissingers, fyrrverandi utanrikisráðherra Bandaríkjanna, fyrir nokkrum ár- um á þá leið, að stórveldi fremdu ekki sjálfsmorð vegna banda- manna sinna, kvíða í Vestur- Evrópu. Einn megin tilgangur utanríkisstefnu Sovétríkjanna er að ýta undir ágreining milli Bandaríkjanna og Vestur- Evrópuþjóðanna. Einnig vilja Sov- étríkin koma í veg fyrir endurnýj- un meðaldrægra kjarnorkuvopna í Vestur-Evrópu. Þessi markmið Sovétmanna liggja m.a. bak við uppbyggingu kjarnorkuvopna Sov- étríkjanna, eftir að Kruschev varð að láta í minni pokann fyrir Kennedy. Meðal ráðamanna í Moskvu mun litið á lyktir Kúbu- deildunnar 1962, sem niðurlæg- ingu, er átti aldrei að koma fyrir aftur. Nixon forseti gat þó notfært sér með góðum árangri yfirburð- ina á sviði kjarnorkuvopna, þó minni væri orðinn, er hætta var á beinum afskiptum Sovétmanna af stríði ísraels og araba 1973. Með yfirburðum á sviði meðal- drægra kjarnorkuvopnaeldflauga í Evrópu hafa Sovétmenn tryggt sér mjög sterka stöðu við samn- ingaborðið í Genf. Vilja Sovétríkin fá að halda þessum yfirburðum með því að koma í veg fyrir, að Pershing Il-flaugunum og nýju stýriflaugunum verið til mótvægis SS-20-flaugunum komið fyrir í Vestur-Evrópu. Þar sem ekki er vísL að þetta takist samningaleið- ina er reynt á ýmsan hátt að hafa áhrif á almenningsálitið í aðildar- ríkjum NATO með friðarsókn, friðargöngum og friðarumræðum þannig, að markmiðin náist hvort sem er, en í samningum við Sovét- menn hefur reynslan sýnt, að þeir slá yfirleitt ekki af kröfum, fyrr en aðrar leiðir hafa verið reyndar til þrautar. Gildi afvopnunar Öryggi Norður-Atlantshafs- svæðisins er hornsteinn utanríkis- stefnu aðildarríkja NATO. Samn- ingar um afvopnunarmál og tak- mörkun vígbúnaðar eru þýð- ingarmestu verkefni í öryggismál- um núverandi kynslóðar. Varða því INF- og START-viðræðurnar okkur íslendinga mjög. Rússar hafa hafnað núll-lausninni í Genf, en leiðtogi þeirra, Andropov, sagði nýlega, að Rússar væru nú reiðu- búnir að semja um hámark fjölda kjarnorkuvopnaodda meðal- drægra eldflauga Sovétmanna í Evrópu og kjarnaoddar verði jafn- margir og Bretar og Frakkar ráða yfir. Auk þess geri Sovétmenn hvorki kröfu til fleiri sprengju- flugvéla né kjarnaodda í flugvél- unum en NATO-ríkin hafa. Reag- an forseti sagði hinn 30. mars sl., að Bandaríkin væru reiðubúin að semja um að fækka fyrirhuguðum Pershing II-kjarnorkueldflaugum og stýrieldflaugum í Vestur- Evrópu gegn því, að Sovétríkin fækkuðu einnig kjarnorkuoddum og meðaldrægum eldflaugum þannig, að jöfnuður náist í heild- arfjölda kjarnaodda beggja aðila. Væri þetta skref í þá átt að skera verulega niður og afmá vopn af Níels P. Sigurðsson þessari gerð. Þessi tillaga Banda- ríkjanna er nú til umræðu á INF- fundunum í Genf, sem hófust aft- ur 17. maí sl. Einnig hefur Reagan nú greint frá því, að Bandaríkin séu reiðubúin að miða við há- marksfjölda kjarnorkuvopnaodda, sem hvor aðili hafi yfir að ráða engu síður en fjölda eldflauga í START-samningunum um lang- dræg kjarnorkuvopn, er hófust á ný í Genf 8. júní sl. Verði ekki samkomulag í Genf mun vígbúnaðarkapphlaupið taka nýjan sprett með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Hafa Sovétmenn sagt, að þeir muni svara hinum nýju meðaldrægu kjarnorkuvopn- um NATO á viðeigandi hátt verði þeim komið fyrir. Hvernig sem fer, er ljóst, að þar til samningar takast milli austurs og vesturs um gagnkvæma alhliða afvopnun og varanlegan frið, þurfa varnir Atl- antshafsbandalagsins að vera nægilega sterkar til þess að geta staðist hvers kyns vopnaða árás, en NATO er varnarbandalag og mundi samkæmt því einungis beita vopnum í varnarskyni og aldrei beita vopnum að fyrra bragði. Grundvöllur samninga um gagnkvæma afvopnun er jafnvægi og sambærilegur styrkleiki NATO og Varsjárbandalagsins, hvort sem um er að ræða kjarnorkuvopn eða venjulegan vopnabúnað. Ein- hliða afvopnun er ekki raunhæf, því hún tryggir hvorki öryggi né frið og frelsi. Takmörkun kjarn- orkuvígbúnaðar á gagnkvæmis- grundvelli er mál málanna í dag, því kjarnorkuvopn fara ekki í manngreinarálit, eins og Krusch- ev sagði réttilega. Niels P. Sigurdsson er fulltrúi ís- lands i Madrid-rádstefnunni um samrinnu og öryggi í Errópu. ITMYNDIR SAMDÆGURS! Filman inn fyrir kl. 11 — Myndirnar tilbúnar kl. 17. Verzlið hjá fagmanninum .11 I , t U 1 (jjíbjvJJT) LJOSMYNDAÞJONUSTAN H.F. LAUGAVEGI178 REYK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.