Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakið. Evrópuferð lokið George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, á blaðamannafimdi: „Meö samvinnu okka við verndað friðinn...“ — beðið stefnubreytingar Sovétmanna í Genf — ekki látið undan andlýðræðisöflum í Mið-Ameríku (Ljó«n. MbL ÖLK.M.) George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, lauk ferð sinni til 8 Vestur-Evrópu- landa þegar hann kvaddi ís- land í gær. Tilgangur ferðar- innar var að skýra stefnu Bandaríkjastjórnar til þeirra mála sem nú ber hæst á al- þjóðavettvangi og ræða við ríkisstjórnir gistilandanna um tvíhliða samskipti. Eins og fram kom á blaðamanna- fundi varaforsetans í Reykja- vík í gær lagði hann mesta áherslu á afvopnunarmál og málefni Mið-Ameríku. Bush lýsti ánægju með ferðalagið og taldi það hafa náð tilgangi sínum. Hann fagnaði sérstak- lega þeirri miklu einingu sem er innan Atlantshafsbanda- lagsins, en hún er forsenda þess að árangur náist í af- vopnunarviðræðunum í Genf, þar sem Bandaríkjamenn hafa sett sér það mark að all- ar meðaldrægar kjarnorku- eldflaugar í Evrópu verði fjar- lægðar. Því miður er enn allt í óvissu um niðurstöðu við- ræðnanna í Genf. Öll ríki Atl- antshafsbandalagsins standa að baki stefnu Bandaríkja- stjórnar í viðræðunum í Genf, þeirri stefnu að annað hvort rífi Sovétmenn SS-20 eld- flaugarnar eða þeim verði svarað í sömu mynt. Meta verður mikilvægi þessa máls út frá öðru en tölum um fjöida eldflauga. f raun er framtíð Atlantshafssamstarfsins í húfi. Enginn sem fylgist með þróun alþjóðamála getur efast um, að Sovétmenn reyna að nota eldflaugamálið til að reka fleyg á milli Vestur- Evrópu og Bandaríkjanna og ýta undir andstöðu gegn rétt- kjörnum ríkisstjórnum lýð- ræðislandanna. Næstu mán- uðir verða því mjög afdrifa- ríkir um þróun samskipta austurs og vesturs. Á það var bent hér á þess- um stað á sínum tíma, að kosningabaráttan í El Salva- dor hefði verið flutt inn fyrir veggi alþingishússins við Austurvöll. f tilefni af komu varaforsetans var efnt til mótmælafundar á Lækjar- torgi þar sem E1 Salvador bar hæst. George Bush skýrði stefnu Bandaríkjastjórnar í málefnum Mið-Ameríku með afdráttarlausum hætti á blaðamannafundinum í gær. Stjórnvöld í Washington þurfa að verja stefnu sína í þessum heimshluta bæði heima fyrir og erlendis. Upp- lausnin í Mið-Ameríku er hættuleg fyrir samstöðu lýð- ræðisríkjanna. Það á bæði við um eldlauga- málið og E1 Salvador að um- ræðurnar einkennast af heit- um tilfinningum þeirra sem halda uppi mótmælum. Lýð- ræðislegir stjórnarhættir byggjast á því að þessar til- finningar fái að njóta sín. En andmælendurnir verða að færa rök fyrir máli sínu. Augljóst er að rök afvopnun- arsinna í eldflaugamálinu hafa orðið undir á Vestur- löndum, enda hefur tekist að koma staðreyndum á fram- færi við allan þorra almenn- ings. Öðru máli gegnir um ástandið í Mið-Ameríku. Þar vantar mikið á að öll kurl séu komin til grafar. Enn er oft snemmt að segja til um árangur Evrópuferðar George Bush að þessu leyti. Hótanir Sovétmanna Morgunblaðið birti í gær árásargrein málgagns sovéska hersins, Rauðu stjörnunnar, á Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra. Stóð sovéska sendiráðið í Reykjavík fyrir dreifingu á þessari grein til íslenskra fjöl- miðla. Efni greinarinnar er í sama hótunarstílnum og áður. Þessi skrif Sovétmanna um ísland minna ekki á annað en hótanir nasista í garð íslend- inga á fjórða áratug aldarinn- ar. Þá urðu ýmsir til að falla fyrir þeim hótunum og notuðu þá röksemd sér til afsökunar, að annars væri viðskiptum ís- lands við Þýskaland stofnað í hættu. í forystugrein Tímans í gær er Morgunblaðið sakað um „æsingaskrif" í garð Sovét- ríkjanna „um að draga beri úr viðskiptum við Sovétríkin" og varar málgagn Framsóknar- flokksins við slíkum skrifum „á sama tíma og yfir standa viðræður um síldarsölu til Sovétríkjanna". Morgunblaðið hefur ekki verið með nein „æsingaskrif" um viðskiptin við Sovétríkin en hins vegar bent á að eðli- legt sé, að gefa olíuinnflutn- ing til íslands frjálsan og fela olíufélögunum að semja milli- liðalaust um hann. Þórarni Þórarinssyni, ritstjóra Tím- ans, er bent á að lesa bók dr. Þórs Whitehead, Ófriður í að- sigi, og rifja upp til hvers und- anslátturinn gagnvart nasist- um leiddi þá, áður en hann lætur frekar undan hótunum Sovétmanna — þó svo að ein- hverjir hagsmunir SÍS kunni að vera í húfi. „SÍÐUSTU daga höfum vid notið einstakrar og alkunnrar gestrisni ís- lendinga. Þetta hefur verið ánægju- leg heimsókn. Við höfum kynnst nýj- um vinum og endurnýjað gömul kynni. Lönd okkar standa saman f Atlantshafsbandalaginu, sem er nú jafnvel öflugra en nokkru sinni fyrr. Með samvinnu okkar getum við verndað friðinn og séð til þess að hugsjónir okkar og frelsi falli kom- andi kynslóðum í skaut. Vandamál verða aldrei leyst í eitt skipti fyrir öll en við höfum þrek til að sigrast á þeim vanda sem við stöndum nú frammi fyrir. Viðræður mínar við ís- lenska ráðamenn voru einstaklega ánægjulegar og gagnlegar fyrir okkur. Samskipti fslands og Banda- ríkjanna sýna hvernig tvær þjóðir geta ræktað samband sem byggist á gagnkvæmri virðingu og gagn- kvæmu trausti," sagði George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, í upphafí fundar með blaðamönnum sem efnt var til í Átthagasal Hótel Sögu í gærmorgun áður en varaforsetinn og fylgdarlið héldu til Kefíavíkurflug- vallar. Blaðamannafundurinn snerist að mestu um þau mál sem efst eru á baugi þessa stundina í samskipt- um austurs og vesturs og Evrópu og Bandaríkjanna. Varaforsetinn var þó beðinn að segja álit sitt á varnarsamstarfi Bandaríkjanna og íslands og herraðarlegu stöð- unni á Norður-Atlantshafi. Hann sagðist ekki vera sérfróður um hernaðarstöðuna og gæti því ekki rætt hana í smáa^riðum. Vísaði varaforsetinn til þess að hann ætti eftir að fara til Keflavíkurflug- vallar og kynnast starfsemi varn- arliðsins þar. „Varnarsamstarfið er mjög mikilvægt fyrir bæði löndin og Atlantshafsbandalagið og samvinnan er góð á öllum svið- um. Við virðum ýmis skýr viðhorf fslendinga en þeir eru sömu skoð- unar og við um mikilvægi Atl- antshafsbandalagsins til að tryggja frið.“ Undir lok fundarins var vikið að því að eftir viðræður varaforsetans við Steingrím Her- mannsson, forsætisráðherra, og mönnum í Atthagasal Hótel Sögu. Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, hefði komið fram að Banda- ríkjamenn hefðu „skilning" á þeirri afstöðu fslendinga að leyfa ekki kjarnorkuvopn í landi sfnu. Var George Bush spurður um það, hvað fælist í orðinu „skilningur" í þessu samhengi. Varaforsetinn sagðist ekki geta skilgreint það með neinum sérstökum hætti, Bandaríkjastjórn virti afstöðu ís- lensku ríkisstjórnarinnar og bætti við að um væri að ræða „total und- erstanding" — „fullkominn skiln- ing“ á afstöðu fslendinga — það er opinber stefna Bandaríkjastjórn- ar að játa hvorki né neita tilvist kjarnorkuvopna á tilteknum stöð- um. Evrópueidflaugarnar Varaforsetinn gerði grein fyrir áliti sínu í lok þessarar ferðar til Evrópu, þar sem hann heimsótti Bretland, Vestur-Þýskaland, Nor- eg, Svíþjóð. Finnland, Danmörku, írland og ísland. Allt væru þetta vinveitt ríki Bandarikjunum, sum hlutlaus og önnur í Atlantshafs- bandalaginu. Alls staðar hefði gefist færi á að ræða um Evrópu- eldflaugarnar og stöðuna í viðræð- unum í Genf um niðurskurð með- aldrægra kjarnorkueldflauga í Evrópu — INF-viðræðunum. En fyrir lægi að hafist yrði handa um að koma fyrir bandarískum Pershing II og stýriflaugum í Vestur-Evrópu fyrir árslok, ef ekki hefðu tekist samningar í Genf um að Sovétmenn fjárlægðu SS-20 eldflaugar sínar sem ógna Vestur-Evrópuríkjum. Það yrði ekki þolað að 1100 sovéskum kjarnaoddum í yfir 350 SS-20 eldflaugum væri beint gegn lýð- ræðisríkjunum andstöðulaust. George Bush sagðist þeirrar skoðunar að ástandið innan Atl- antshafsbandalagsins væri gott og samstaðan öflugri en áður. Ferða- lag sitt hefði vonandi stuðlað að því að bæði bandamenn og aðrir áttuðu sig betur á afstöðu Banda- ríkjastjórnar til Evrópueldflaug- anna og þeirri staðreynd, að fyrir forseta Bandaríkjanna vakir að vopnum verði fækkað og ný teg- und kjarnorkueldflauga alfarið bönnuð. Bandaríkjamenn væru þó tilbúnir að sýna sveigjanleika og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.