Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1983 26 Minning: Vigfús Sigurjóns- son skipstjóri Fæddur 19. nóvember 1920 Dáinn 1. júlí 1983 f dag verður til moldar borinn Vigfús Sigurjónsson fyrrverandi skipstjóri, Austurgötu 40, Hafnar- firði. Vigfús heitinn var sonur merkishjónanna frú Rannveigar Vigfúsdóttur og Sigurjóns Ein- arssonar hins þekkta aflaskip- stjóra. Hann var fæddur 19. nóv- ember 1920 í Hafnarfirði, þar sem hann ólst upp í hópi fjögurra systkina, þeirra Huldu, Báru, Sjafnar og Einars; Vigfús eða Bóbó, eins og hann var ávallt kall- aður gat fagnað þeirri farsæld að alast upp við einkar góðar aðstæð- ur. Húsmóðirin var ástrík móðir, en jafnframt stórmyndarleg hús- móðir er stjórnaði einu mesta fyrirmyndarheimili þessa lands á meðan hennar naut við. Faðirinn einn af beztu sonum þessa lands, ástríkur faðir, sérlega g óðum gáf- um gæddur, dugnaðarmaður er réði yfir ómetanlegri reynslu eftir ströng fangbrögð við ægi frá 9 ár aldri. Þessi lífsreynsla var ekki eingöngu í sambandi við starf hans sem skipstjóra, heldur var hún einnig almenns eðlis. Reynslu og þekkingu sinni miðlaði svo fað- irinn syninum, ekki aðeins á heim- ilinu heldur einnig í starfi til sjós; hann fór fyrstu ferðina til sjós með föður sínum er hann var að- eins 9 ára en byrjar alfarið störf, fyrst sem hálfur háseti, þá 14 ára gamall. Hugur hans stóð ávallt til starfa á sjónum. En ljóst var þá eins og nú að leita þurfti einnig eftir bók- legri þekkingu, stundaði hann nám í Flensborgarskóla, að Laug- arvatni og svo í Stýrimanna- skólanum í Reykjavík. Þann tíma er Bóbó var í landi var hann mjög virkur þátttakandi í íþróttum, og var mikill sundmað- ur, synti meðal annars Viðeyjar- sund, er þótti gott afrek á sinni tíð. En þekktastur var Bóbó á íþróttasviðinu fyrir þátttöku sína í íþróttum sjómannadagsins, en þar vann hann til flest allra verð- launa. Eftir að hafa verið um árabil 1. stýrimaður hjá föður sínum varð Bóbó skipstjóri á nýsköpunar- togaranum Elliða frá Siglufirði, og er þá um árabil búsettur á Siglufirði, sem er eina tímabilið er hann bjó utan Hafnarfjarðar. Á þessum togaraárum vorum við skipsfélagar á togaranum Faxa, er ég var þar loftskeytamað- ur en hann 1. stýrimaður. Það var eftirtakanlegt hve mikill og dug- legur verkmaður Bóbó var og reglusamur stjórnandi, enda var hann mikill að burðum, sem oft kom sér vel, því ekki svo ósjaldan þurfti að taka kraftalega til hendi þegar verið var að toga við erfiðar aðstæður á slæmum botni og troll- ið kom upp mikið til í henglum. Við slíkar aðstæður ræðst útkom- an af því hve verkdugnaður og kunnátta er mikil við að koma trollinu saman í fullkomið horf og á botninn aftur í tog. Það er á slíkum stundum sem harðast er unnið í íslenzku atvinnulífi. Bóbó var sérlega góður skipsfélagi og minnumst við allir gömlu skipsfé- lagarnir hans með virðingu og hlýhug. Hann átti með eiginleik- um sínum sinn stóra þátt í að skapa þá samheldni og félagsanda drengskapar sem er svo nauðsyn- legur hverju skipi og hverri skipshöfn. Sú stund kemur í lífi allra sjó- manna, að þeir gera sér ljósa þá staðreynd, að lífið er að renna frá þeim án þess að þeir hafi fengið að njóta raunverulegs fjölskyldulífs, samveru við ástvini sína, vegna hinna löngu fjarvista á sjónum. Bóbó ákvað því á miðjum aldri að binda endi á sjómennsku sína og tók upp störf í landi. Þó losnaði hann ekki alveg við sjóinn, því eft- ir að hann kom í land vann hann við netagerð. Síðustu störf Bóbós voru gæzlustörf í álverinu í Straumsvík. Hinn strangi skóli Ægis gerði Bóbó að miklum raunsæismanni. Hafði hann oft á orði hversu mörgum framámann- inum gengi illa að skilja einföld- ustu staðreyndir efnahagslífsins eins og að „það verður ekki fleiri fiskum skipt en upp koma“. Hann var mikill og einlægur áhugamað- ur um velferð Hafnarfjarðar og gerði sér vel ljóst vegna atvinnu sinnar og beinna samskipta, hve gífurleg lyftistöng álverið í Straumsvík hefur verið hans kæra fæðingarbæ. Hann vonaði að það stóra fyrirtæki og mörg ný ættu eftir að renna enn fleiri og styrk- ari stoðum undir efnahagsöryggi og hagsæld Hafnfirðinga. Bóbó kvæntist Sigríði Jóhönnu Andrésdóttur frá Siglufirði, en hún lifir nú ástkæran mann sinn ásamt fjórum börnum þeirra, Andrési, Sigurjóni, Rannveigu og Hinrik. Einnig átti Bóbó eina dóttur fyrir hjónaband sitt, Guð- leifu Hrefnu. Sex eru barnabörnin orðin. Eiginkona Bóbós, Sigríður Jóhanna, var dóttir hinna vel- þekktu siglfirsku hjóna, Ingi- bjargar og Andrésar Hafliðason- ar. Eiginkona mín, Bára, og ég, mágur Bóbós, sendum háaldraðri móður og öllum syrgjandi ættingj- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. En við minnumst jafn- framt með þakklæti alls þess er Bóbó var okkur öllum. Pétur Guðjónsson. Þegar síminn hringdi árla morguns föstudaginn 1. júlí og mér sagt, að hann Bóbó væri dá- inn, varð mér orðfall. Vigfús hét hann, en var af öllum kallaður Bóbó. Við sem vorum tengd honum vissum að hann gekk með illkynja sjúkdóm, en vonuðum að við fengjum að njóta samvistar við hann lengur en raun varð á. Með karlmennsku og á hljóðlátan hátt umbar hann sjúkdóm sinn sem að lokum yfirbugaði hann. Bóbó var fæddur í Hafnarfirði 19. nóvember 1920, sonur hjónanna Rannveigar Vigfúsdóttur og Sigurjóns Ein- arssonar skipstjóra. Hann var næstelstur 5 systkina sinna. Að- eins 9 ára að aldri hóf hann sjó- mennsku með föður sínum. Sjó- mennskan átti hug hans allan alla tíð og allt er að henni laut. Hann kom í land 1960, réði sig á neta- verkstæði og sl. 12 ár vann hann við hliðavörslu í Straumsvík. Með þessum fáu orðum mínum rek ég ekki ævistarf hans, ég vissi að allt slfkt var honum ekki að skapi. Bóbó kynntist ég er ég kaus mér konu úr systkinahóp hans. Hann hefir verið mér góður mág- ur og einn minn besti vinur. Hann var karlmannlegur og myndarlegur að vallarsýn, öll hans framkoma bar vitni um kurt- eisi og hógværð. Honum var í blóð borin snyrtimennska og reglu- semi. Hann var í augum barna minna „stóri — sterki frændi". Til hans leituðu þau oft með sín ýmsu vandamál og viðkvæðið var ef eitthvað þurfti að lagfæra, „hann Bóbó getur það“. Eins er þau voru lítil og einhver smá skeina kom á hendi eða kinn og talað var um að fara til læknis, „nei, ég fer bara til hans Bóbó“. Tillitssemi og hjálpsemi voru eitt af hans mannkostum og það fundu börnin ekki hvað síst, barngæskan skein úr glettnislegu brosinu hans. Nú er ég kveð hann er mér efst í huga að þakka góðum vini tryggð við mig, vináttu og góðum frænda fyrir allt sem hann var minni fjöl- skyldu. Seinasta samtal okkar sl. fimmtudag var einmitt þess eðlis að nú væri erfitt að geta ekki hjálpað mér við það er hann vissi að ég var með í huga, en bros hans og hvatning bættust við í safn minninganna. Hann var gæfumaður á ýmsum sviðum, virtur yfirmaður og fé- lagi, og bar gæfu til að bjarga mannslífum úr sjávarháska. Góð- ur eiginmaður, fjölskyldufaðir var hann með afbrigðum og góður sonur foreldrum sínum. Mesta gæfu taldi hann sér hafa hlotnast er hann kynntist sínum trygga förunaut, Sigríði Jóhönnu Andrésdóttur frá Siglufirði, sem reyndist honum mesta stoðin er veikindin herjuðu á hann. Hanna mín, ég og fjölskylda mín vottum þér og ástvinum þínum okkar innilegu samúð. Tengdamóður minni sem sér nú á bak elskulegum syni, bið ég Guðs blessunar. Vinur minn far þú í friði. Þakka honum allt og allt. Páll Guðjónsson Lát vina og kunningja ber ætíð óvænt að, jafnvel þótt viðkomandi hafi alllanga tíð eigi gengið heill til skógar. Þannig fór og er Jóhanna kona Vigfúsar tilkynnti mér lát hans að morgni 2. júlí sl. Ég vissi þó gjörla að hverju stefndi, því að síðustu átta mánuði hafði Vigfús átt í erfiðri baráttu við ólæknandi sjúkdóm, sem á skömmum tíma lagði hann að velli. Sú barátta var því ekki löng en ströng og leikur ójafn. Ríkarður Einarsson, húsvörður. Kristinn Þór húsasmiður — eigin- kona Erna Guðjónsdóttir. Inga Hólmfríður húsmóðir — eigin- maður Ásgeir Metúsalemsson, fulltrúi. Nína Guðmunda húsmóð- ir — eiginmaður Stefán Karlsson, vélvirki. Víðir ísfeld bifreiðar- stjóri — ókvæntur. Jenný Björg húsmóðir — eiginmaður Vilbergur Hjaltason, verkstjóri. Bryndís húsmóðir — eiginmaður Markús Guðbrandsson, húsvörður. ómar Sigurgeir vélstjóri — eiginkona Birna Björnsdóttir. Bjarney Linda húsmóðir — eiginmaður Baldvin Baldvinsson, sjómaður. Sigmar Atli verkamaður — eiginkona Þorbjörg Pétursdóttir og Lára Ingibjörg verzlunarmaður — ógift. Þrautir sínar bar Vigfús með karlmennsku og æðruleysi, eins og hann átti kyn til, kvartaði ekki. I raunum sínum naut Vigfús hugg- unar og aðstoðar Jóhönnu konu sinnar, sem hjúkraði honum og styrkti á þessum erfiðu stundum. Vigfús fæddist 19. nóvember 1920, en foreldrar hans voru þau hjónin Rannveig Vigfúsdóttir frá Búðum í Staðarsveit og Sigurjón Einarsson skipstjóri frá Gestshús- um í Hafnarfirði. Þau hjón voru annáluð fyrir dugnað, enda lands- þekkt hvort á sínu sviði, hún sem forustukona ýmissa félaga í Hafn- arfirði, svo sem slysavarnadeild- arinnar Hraunprýði og kvenfé- lagsins Hringsins, en hann sem annáluð aflakló togaraflotans og fyrirmaður ýmissa samtaka sjó- manna og síðan forstöðumaður dvalarheimilis aldraðra sjó- manna, Hrafnistu, hér í Reykja- vík. Sigurjón faðir Vigfúsar var þekkur um allt land undir nafninu „Sigurjón á Garðari", en togarinn Garðar úr Hafnarfirði var um all- langt skeið flaggskip íslenska tog- araflotans, enda glæstasta fley síns tíma og mikið aflaskip. Það rann því sjómannsblóð í æðum Vigfúsar og hneigðist því hugur hans snemma að sjó- mennsku og öllu því er að henni laut. Aðeins 9 ára gamall fór hann sumarlangt á síld á „Garðari" með föður sínum. Var svo mörg sumur í röð, fyrst sem vikapiltur og síðan sem háseti. Árið 1952 lauk Vigfús svonefndu meira fiskimannaprófi við Stýrimannaskóla íslands, þá yngstur nemenda, og hófst þá hinn eiginlegi sjómannsferill Öll búa þau systkinin á Reyðar- firði, nema Kristinn, sem býr í Neskaupstað og Nína sem býr á Akureyri. Þetta er fríður hópur og farsæll í hvívetna og barnabörnin eru 26. Ingvar var í einkalífi sínu ein- stakur gæfumaður. Kona hans Lára hefur mér alltaf þótt afbragð annarra kvenna, hin sanna hús- móðir, prýðisgreind og einkar fríð sýnum. Barnahópurinn þeirra stóri ber þeim hjónum og heimilislífi öllu fagurt vitni, og vart verður á betra kosið. Öll voru þau nemendur mín- ir. Þeim tíma fylgja mætar minn- ingar um góða og skynsama nem- endur, sem báru með sér heiman að hinn góða andblæ uppeldisins. Einum rómi mun samferðafólk Ingvars bera honum hugljúfa sögu, þeir því betur, sem þekktu hann betur, sögu hins einlæga drengskaparmanns, hins góða vinnufélaga, hins dagfarsþekka atorkumanns. Harmur er í huga þeirra nán- ustu, er svo alltof fljótt misstu svo mikils, en minnug mega þau þess, að slíka lífssögu er gott að eiga við hinztu ferðalok. Reyðfirzka moldin hefur tekið dyggan son í faðm sinn og vær mun hvíldin svo vammlausum hal. Ástvinum öllum sendum við í Sandhólum hlýjustu samúðar- kveðjur og þó fyrst og síðast til þín, Lára mín. Blessuð sé minning hins mæta drengs. Helgi Seljan. Ingvar Olafsson Holti — Minning Fæddur 13. nóvember 1918. Dáinn 22. júní 1983. Hugumprúður þegn er horfinn af sviði. Skír og tær er nú minn- ingin ein eftir um Ingvar ólason. Þar fór æðrulaus eljumaður, sem af einlægni og alúð lagði hönd að hverju verki, viðmót hans allt bar með sér hógláta hlýju og hýrt var brosið. Glettni hans var grómlaus og gerði engum miska. Hann var dulur að eðlisfari og flíkaði lítt tilfinningum sínum eða skoðun- um, en það duldist engum sem til þekktu, að hann var fastur fyrir og lét í engu sinn hlut, ef að var sótt um þau málefni, sem honum þóttu mikils verð. En hann var hreinskiptinn og einarður í allri sinni hógværð. Fyrst og síðast fór þar hinn verkhagi maður, sem lagði í það metnað sinn að vinna hvert verk svo, að ekki þyrfti um að bæta. Hann var einstaklega glöggur og laginn vélamaður, enda sögðu vinnufélagar hans, að allt léki í höndum hans. Ingvar var gerhugull greindar- maður og fylgdist mætavel með öllu, sem efst var á baugi hverju sinni, hafði sínar fastmótuðu skoðanir og var félagshyggjumað- ur í beztu merkingu þess orðs. Óvænt kom lokakallið, en þó hafði heilsa hans lengi verið slík, að i engu mátti út af bera. Hinn dag- farsprúði verkmaður lét lítt á slíku bera, hann bar ekki veikindi sín fremur en tilfinningar á torg og allt fram til þess síðasta var starfinu sinnt og ekkert gefið eft- ir. Með Ingvari er genginn einn hina trúu og hógværu manna, sem sagt var um að erfa ættu landið. Samferðafólkið, samfélagið hans stendur þar í þakkarskuld og kveður með söknuði kæran vin. Örfá æviatriði Ingvars skulu hér tilfærð. Fullu nafni hét hann Ingvar ísfeld og var fæddur 13. nóvember 1918 í Sjólyst á Reyð- arfirði. Foreldrar hans voru hjón- in Hólmfríður Nikulásdóttir og Óli Bjarnason, sem bæði voru Reyðfiriðingar og bjuggu þar ald- ur sinn allan. Ingvar var elztur 5 systkina og er hann var 12 ára lézt faðir hans á bezta aldri. Reiðar- slag var það fyrir fjölskylduna, en Hólmfríður var mikil atgervis- og atorkukona, börin bráðger og af einstökum dugnaði og með góðri aðstoð þeirra, sem réttu hjálpar- hönd kom hún upp sínum barna- hóp. En 16 ára gamall axlaði Ingv- ar þá ábyrgð og skyldu að verða fyrirvinna og forsjá heimilisins, en síðar komu yngri bræðurnir þar að einnig. Öll tiltæk vinna var stunduð, farið á vertíð, verið á síld og unnið í landi. En það voru krepputímar og óblíð var þá veröldin þeim, sem áfram börðust með tvær hendur tómar. Þar þurfti dugnað, áræði og útsjónarsemi ásamt ítrustu sparsemi, eiginleikar sem Ingvar átti í ríkum mæli og léttu honum lífsstarfið fyrr og síðar. Árið 1941 verða þáttaskil í lífi hans er þau Lára Ingibjörg Guð- mundsdóttir frá Teigagerðisklöpp hefja búskap. Lengst hafa þau bú- ið í Holti og á Reyðarfirði hefur lífsvettvangurinn verið. Lára var fóstruð upp af þeim sæmdarhjónum Ingu og Kristni Olsen, sem síðar fluttu til Norð- fjarðar, en foreldar voru Jónína Olsen og Guðmundur Jónsson síð- ast á Staðarhrauni. Áfram vann Ingvar alla þá vinnu er til féll og var m.a. mikið á sjó, en 1949 réðst hann til Vegagerðar ríkisins og þar starfaði hann til dauðadags, vann aðallega við bifreiðakstur og vélaviðgerðir og átti þar þrjátíu og fjögurra ára farsælan starfs- aldur að baki, er hann lézt, lengst- an allra starfsmanna VR á Aust- urlandi. Sú starfssaga er öll til fyrirmyndar, þar sem atorka og skyldurækni voru í öndvegi. Og ekki var vanþörf á að vinna hlífð- arlaust og afla þannig sér og sín- um lífsviðurværis, því börn þeirra Láru og Ingvars eru 11 og því ekk- ert smáheimili, sem sjá varð um. Því hlutverki sinntu þau hjón bæði með slíkum afbrigðum að óvenjulegt er. Börn þeirra eru: óla Björk húsmóðir — eiginmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.