Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1983 Uppreisnarmenn halda fast við fyrri kröfur Túnisborg, 7. júní. AP. SEX manna sendinefnd fri PLO sneri í dag aftur til Damaskus eftir viðrsð- ur við Yasser Arafat, formann sam- takanna, og nánustu aðstoðarmenn hans og ráðgjafa. Tilgangur nefndar- innar í Damaskus er sem fyrr að reyna að koma á sáttum við stjórn Sýrlands og ennfremur innan samtak- anna sjálfra. Ekki var frá því skýrt hvort nefndin hefði fram að færa ein- hverjar tilslakanir á stjórn Arafats innan PLO. Sendinefndin kom í gær til Tún- isborgar og hélt rakleiðis til fundar við Arafat. Var honum skýrt frá árangri viðræðna í Damaskus. Við- ræður nefndarinnar við Arafat Flak bifreiðarinnar sem sprakk ( loft upp eiuni mínútu eftir að Shafik Wazzan forsætisráðherra ók fram hjá benni. Jarðsprengju hafði verið komið fyrir í bifreiðinni. _____________ Wazzan slapp naum- lega frá morðárás Beirút.7. júlí. AP. SHAFIK Wazzan, forsætisráð- herra Líbanons, slapp naumlega úr moröárás, sem varö með þeim hætti, aö bifreið hlaöin sprengjum sprakk í loft upp rétt hjá skrifstofu hans, er hann kom til vinnu í stjórnarráðið í Beirút í morgun. Bílalest Wazzans, sem var vand- Barnamorðingi fær gálgafrest Parchman, Mississippi, 7. júlí. AP. DÆMDUR barnamorðingi, Jimmy Lee Gray, fékk í dag gálga- frest, er aftöku hans í gasklefan- um í Mississippiríki var frestað, þar sem dómstólar ákváðu að mál hans skyldi tekið upp að nýju. Gray var dæmdur árið 1974 fyrir morð á þriggja ára gamalli stúlku og sá dómur var síðar stað- festur árið 1976. Var hann sekur fundinn um að hafa kyrkt stúlk- una. lega gætt af lífvörðum, var nýkom- in inn fyrir ytra hliöiö á garði þeim, sem umlykur byggingu forsætis- ráðuneytisins, er sprengingin varð um 50 metra í burtu kl. tæplega hálf níu að staðartíma í morgun. Aðeins 5 kg sprungu af um 70 kg af sprengiefni, sem komið hafði verið fyrir í lítilli Honda-bifreið. „Hefði allt sprengiefnið sprungið, hefði sprengingin náð til svæðis umhverfis forsætisráðuneytið, sem er um 200 metrar í þvermál," var haft eftir talsmanni lögregl- unnar í Beirút. Wazzan, sem er 58 ára gamall og múhameðstrúar, hefur verið forsætisráðherra í Líbanon frá því í október 1980. Hann hefur komið fram sem eindreginn talsmaður samvinnu kristinna manna og mú- hameðstrúarmanna í landinu og er fylgjandi samkomulagi því, sem gert hefur verið við Israel um brottflutning allra erlendra herja frá Líbanon. Aðeins samkomulag um tvennt á milli stríð- andi afla innan PLO komu í kjölfar fjögurra daga strangra fundarhalda miðstjórnar Fatah, þess hluta PLO-samtakanna, sem sér um alla ákvarðanatöku inn- an þeirra. Á fundi miðstjómarinnar var ákveðið að stofna sérstakar nefndir til þess að fara með málefni samtakanna og binda þar með endi á allar sjálfstæða ákvarðanatöku af hendi Arafats sjálfs. Haft er eftir háttsettum embætt- ismanni innan PLO, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að Arafat muni stjórna fjármála- og hernað- arnefndum Fatah, sem telur um 80% meðlima PLO-samtakanna. Farouk Kaddoumi, sem til þessa hefur verið yfirmaður stjórnmála- deildar PLO, var skipaður yfirmað- ur nefndarinnar „Ytri samskipti", en Salah Khalef, nánasti aðstoðar- maður Arafats á stjórnmálasviðinu, var settur formaður nefndar, sem ber heitið „Sameiningaröryggis- nefndin". Þrjár aðrar, en ekki eins mikilvægar nefndir, voru einnig settar á laggirnar. Að því er best verður að komist voru báðir deiluaðilar innan sam- takanna sammála um að halda sett vopnahlé í Bekaa-dalnum í Líbanon með öllum tiltækum ráðum. Þá er einnig sagt, að báðir aðilar hafi ver- ið einhuga um að flýta fyrir mál- efnalegum viðræðum til lausnar deilu innbyrðis i samtökunum. Þetta munu hins vegar hafa verið tvö einustu atriðin, sem hin stríð- andi öfl voru sammála um. Að sögn heimildarmanns AP- fréttastofunnar halda uppreisnarm- en innan PLO fast við þá kröfu sína, sem sett var fram í upphafi déilunn- ar, að Fatah-hreyfingin eigi að hafna alfarið friðartillögum Reag- ans í Miðausturlöndum. Tillögurnar fela m.a. í sér, að Palestínumenn sameinist Jórdönum á Vesturbakk- anum og Gaza-svæðinu. Uppreisn- armenn krefjast eigin yfirráðasvæð- is Palestínumanna. Þá hafa þeir einnig farið fram á, að Arafat veiti Hussein Jórdaníukonungi ekki und- ir neinum kringumstæðum umboð til þess að ræða málefni Palestínu- Þá var skýrt frá því í Moskvu í dag, að Nayef Hawatmeh, leiðtogi einnar fylkingar innan PLO, væri kominn þangað til viðræðna við ráðamenn um hugsanlega lausn deilumála samtaknna. Hawatmeh kom til Moskvu í gær, en ekki er vitað hversu lengi hann dvelur, né við hverja hann ræðir. ERLENT Ristu þrjá skurði á 8 mán. gamla stúlku Lundúnum, 7. júlí. AP. TVEIK ræningjar réðust að konu á götu úti í Lundúnaborg um hádegis- bilið í dag. Höfðu þeir á brott með sér tvo hringa og armbandasúr, sem ekki er talið meira en 50 sterlings- punda virði. Það, sem hins vegar þótti öllu óhugnalegra við þessa áraás var að ræningjarnir skáru átta mánaða gamalt barn konunnar, sem hún ók í vagni á undan sér, á höfði og fæti með glerbroti. Ræningjar höföu andvirði 50 punda upp úr krafsinu Að sögn móðurinnar, sem er 21 árs gömul, reyndi annar ræninginn að ná af henni veskinu, en hún sló hann í andlitið með því. Hinn braut þá flösku, sem hann hafði í hendi, og hótaði að skera dóttur hennar í vagninum á háls. Hún grátbændi ræningjann um að snerta ekki barnið, en hann lét sér ekki segjast og risti það tvíveg- is í andlitið og einu sinni á fæti, áður en móðirin hafði ráðrúm til að leggja fram skartgripi sína. Hún var ekki með neina peninga á sér, að eigin sögn. Enginn skurðanna, sem litla barnið hlaut, reyndist vera djúpur þannig að ekki þurfti að flytja það til meðferðar á sjúkrahús. Guatemala: Systur forset- ans rænt (•uatemala ( ity, 7. júlí. AP. VOPNAÐIR mannræningjar rændu systur Efrain Rios, forseta Guatemala 29. júní sl. Enn er ekkert vitað um, hverjir mannræningjarnir eru né heldur, hver tilgangur þeirra með mannráninu er. Konan, Marta Elena Rios de Ri- vas, er 37 ára gömul og er þunguð. Af þeim sökum hafði hún viðhaft sérstakt mataræði og orðið að taka inn lyf reglulega. Mannránið átti sér stað sama dag og Efrain Rios forseti lýsti yfir „neyðarástandi" í landinu og afnam öll mannréttindi, sökum tilraunar til valdaráns í landinu, -em þá átti að hafa farið fram. Fyrirliggjandi í birgðastöð PLOTUR (ALMg3) Sæ- og seltuþolnar. Hálfhart efni í þykktum frá 0.8 mm - 6.0 mm. Plötustærðir 1250 mm x 2500 mm. SINDRA Víkjum aldrei af okkar braut — segir Walesa og boðar skipu- lagðar aðgerðir bráðlega V»rsjá, 7. júlí. AP. ÞRÁ7T fyrir það að því hafi verið lýst yfir af opinberri hálfu í Póllandi, að stjórnmálaferill Lech Walesa sé á enda og ýmsir telji hann þjóna málsstað pólskra verkamanna bezt sem þögult tákn, þá sýnir Walesa sjálfur þess engin merki, að hann hyggist hverfa inn ( skugga gleymskunnar. „Við munum aldrei víkja af þeirri braut, sem við erum á nú,“ sagði hann í viðtali við erlendan fréttamann í dag. „Ég mun halda áfram að berjast fyrir hugsjónum okkar og það verður hvergi gert betur en undir merki Samstöðu." Walesa sagði ennfremur, að ýms- hann, að Samstaða væri ekki á STALHF Ðorgartúni 31 sími 27222 ir hópar innan Samstöðu, sem nú er bönnuð, hygðust bráðlega efna til vel skipulagðra aðgerða í tilefni þess, að senn eru þrjú ár liðin frá stofnun samtakanna, en hinn 14. ágúst 1980 hófust verkföll þau, sem voru undanfari þess, að Samstaða, samtök hinna óháðu verkalýðsfé- laga f Póllandi, var stofnuð. Sjálfur kvaðst Walesa eiga eftir að gefa út sérstaka yfirlýsingu á næstunni og hann vildi ekki útiloka að koma kynni að nýju til verkfalla og mót- mælaaðgerða f Póllandi. Sagði undanhaldi, því að 90% pólsku þjóðarinnar styddu hana. Walesa vildi ekkert segja um fund þann, sem hann hafði átt með Jóhannesi Páli páfa II, er sá síðar- nefndi heimsótti Pólland fyrir skömmu. Hann dró ekki dul á, að framundan kynni að vera erfið bar- átta fyrir hugsjónum Samstöðu og sagði: „Sumar af aðgerðum okkar eiga eftir að bera árangur, en við megum eiga von á því að verða settir í fangelsi vegna baráttu okkar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.