Morgunblaðið - 22.07.1983, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 22.07.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLl 1983 3 MorKunblaöið/ól.K.M. Beinustu leið frá Bretagne Frönsk skonnorta kom í gær til Reykjavík- ur eftir 12 daga siglingu beint frá Bretagne í Frakklandi. Það þykja kannski ekki mikil tíðindi þó hingað komi erlend seglskip, en hitt þykir kannski forvitnilegar að skip- stjórinn er kona. Áhöfnin er 6 manns og þegar haldið verður héðan verður komið við í Færeyjum, Shetlandseyjum og Noregi og verður skipt um áhöfn á leiðinni. A myndinni má sjá skonnortuna sigla inn í Reykjavíkurhöfn og á hinni myndinni er áhöfnin, skipstjórinn 1 miðjunni. Friðrik Ólafsson um staðarval Campomanes fyrir áskorendaeinvígi: Ákvörðunin ekki í samræmi við reglur FIDE „EINS og málið kemur fyrir í blöðum virðist augljóst að Campomanes er að taka ákvarðanir sem ekki eru í samrsmi við óskir keppenda, en reglur FIDE segja að taka eigi tillit til óska keppenda um loftslag og aðstæður, þannig að keppnisskilyrði séu sem best,“ sagði Friðrik Ólafsson, fyrrvcrandi forseti Alþjóða skáksambandsins, FIDE, í samtali við Morgunblaðið. Friðrik var spurður álits á þeirri ákvörðun núverandi forseta FIDE að taka ekki tillit til óska þeirra Kortsnojs og Kasparovs um staðsetningu áskorendaeinvígis þeirra í skák, en Campomanes ákvað að einvígið skyldi haldið í Pasadena í Kaliforníu í Banda- ríkjunum, en báðir keppendur höfðu óskað eftir því að Holland yrði fyrir valinu, en að því frá- gengnu Spánn. Eins og fram kom í blaðinu í gær sendi Gunnar Gunnarsson, forseti Skáksambands Islands, skeyti til FIDE, þar sem mælst var til þess að FIDE færi að regl- um um val á keppnisstöðum fyrir áskorendaeinvígin í skák. Friðrik sagði ennfremur að í svona málum yrði að taka til greina hagsmuni keppenda, að þeir væru ekki fyrir borð bornir og keppendur væru ánægðir og yndu vel aðstæðum. Staðarval Camp- omanesar væri andstætt reglum FIDE að því leyti að Kalifornía var síðasti staðurinn á óskalista beggja keppenda. Friðrik kvaðst hafa heyrt að Kortsnoj hefði tekið undir gagnrýni Rússa á val Campomanes, en það væri óvenju- legt að hann tæki undir gagnrýni með Rússum. Fólksfækkun í Austur-Barðastrandarsýslu: Alvarleg áminning til þingmanna Mióhúsum, 21. júlí. í NÝÚTKOMNUM Hagtíðind- um stendur að íbúar Austur- Barðastrandarsýslu hafi verið árið 1930 922 talsins en 1980 voru íbúar aðeins 416 og 1982 voru þeir 406 talsins. Sam- kvæmt þessum tölum er um það mikla byggðaröskun að ræða að með sama áframhaldi verður hrun hér. Þrátt fyrir að á síðasta áratug hafi íbúum á Reykhólum fjölgað um 80 manns vegur sú fjölgun ekki upp á móti fólks- flóttanum úr sýslunni. Ef sýslan á að vera í byggð verður að taka hér fastar á málum og fyrst og fremst að auka aðstreymi fólks til Reykhóla. Þar er nægjanlegt heitt vatn og allgóð höfn. Þessar tölur eru alvarleg áminning til þingmanna Vest- fjarðakjördæmis og reyndar til allra þeirra sem vilja halda landinu í byggð að taka nú þegar raunhæft á málum. — Sveinn Tr\T%lf Íá3g!!ln *** I V^tClmog luskumar PQLFP-TOPK—.. = Polér-Tork er mjúkur og sterkur klútur, sem svo sannarlega hefur slegið í gegn hjá bílaeigendum. Þú losnar við tvistinn, tuskurnar, ló og trefjar - og bónar bílinn þinn á hreinlegan og snyrtilegan hátt. Með Polér-Tork bónarðu bílinn, strýkur óhreinindi af skónum, fægir silfrið og snýtir þér. Polér-Tork færðu í handhægri, 32 metra rúllu, sem samsvara u.þ.b. því magni af tvisti, sem sést á myndinni Polér-Tork fæst í öllum betri verslunum og á bensínstöðvum. Vesturgdtu 2. Slmi 26733. P 0 Box 826.101 Reykjavik

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.