Morgunblaðið - 22.07.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983
5
Ljósmyndari Mbl., RAX, tók þessa mynd af hinum fóngulega hópi flugfreyja
Arnarflugs, ásamt leiðbeinanda þeirra, Stefáni Halldórssyni.
Flugfreyjur Arnar-
flugs á námskeiði
„FLUGFREYJUR félagsins höfðu
óskað eftir því að fá frekari fræðslu
um ýmsa þætti, er varða áætlunar-
flugið, en flestar hafa þær mikla
reynzlu í flutningi á leiguflugsfar-
þegum og því var þetta námskeið
sett á laggirnar, þegar Boeing 737
þota félagsins fór í skoðun í vik-
unni,“ sagði Stefán Halldórsson hjá
Arnarflugi, er hann var inntur eftir
námskeiði er haldið var í vikunni
fyrir flugfreyjur félagsins.
„Flugfreyjurnar voru sérstak-
lega fræddar um farseðlaútgáfu
og ýmsa þætti er lúta að áætlun-
arflugi, en eins og kunnugt er hóf
félagið áætlunarflug á síðasta
sumri. Flugfreyjurnar höfðu lýst
áhuga sínum á því, að geta veitt
viðskiptavinum félagsins betri
upplýsingar og þjónustu varðandi
ýmsa þætti ferða þeirra áfram, er
ferðinni með félaginu lýkur,"
sagði Stefán ennfremur.
Stefán Halldórsson sagði enn-
fremur aðspurður, að haldið yrði
áfram á þessari braut og haldin
frekari námskeið og fræðsla fyrir
flugfreyjur og reyndar einnig
fyrir aðra starfsmenn félagsins.
Hinn nýi bfll lögreglunnar á Hvolsvelli við merki á leiðinni upp í Þórsmörk,
þar sem varað er við Krossá á íslensku og ensku.
Lögreglan á Hvolsvelli:
Leitar ölvaðra öku-
manna á hálendinu
„VIÐ ætlum að skera upp herör
gegn því að menn aki undir áhrifum
áfengis inn á hálendinu, en um það
hefur okkur borist talsvert af kvört-
unum að undanfórnu," sagði Valgeir
Guðmundsson, lögreglumaður á
Hvolsvelli, í samtali við Morgun-
blaðið.
Kaupmannahöfn;
íslending-
urinn á
batavegi
íslendingurinn sem varð fyrir
árás i Kaupmannahöfn um miðja
síðustu viku, og var sleginn illa í
höfuðið, er nú á góðum batavegi,
að sögn séra Ágústs Sigurðssonar,
prests fslendinga í Kaupmanna-
höfn, en ennþá hefur samt ekki
verið hægt að yfirheyra hann
vegna heilsu hans. Séra Ágúst
sagði að árásarmennirnir myndu
ekki hafa haft mikið upp úr krafs-
inu, því að flest verðmæti manns-
ins myndu hafa verið geymd í ör-
yggishólfi í hótelinu. Árásar-
mennirnir hafa ennþá ekki náðst.
„Við erum að taka í notkun nýj-
an lögreglubíl af Chevrolet-gerð
nú í vikunni og munum fara á
honum inn á hálendið nú um helg-
ina og stöðva bíla og athuga
ástand ökumanna. Læknir frá
heilsugæslustöðinni á Hellu verð-
ur með í förinni og getur tekið
blóðprufur af ökumönnum. Við
viljum segja frá þessu áður en við
framkvæmum þetta, svo að þeir
sem vilja geti varað sig á okkur og
látið áfengi eiga sig, ef þeir ætla
að aka bíl. Þeir vita þá að hverju
þeir ganga, ef þeir gera það,“ sagði
Valgeir.
Valgeir sagði að lögreglan vildi
einnig nota þetta tækifæri til þess
að vara fólk við þeim hættum sem
fyndust í óbyggðum, eins og t.a.m.
Krossá, en á svæði lögreglunnar á
Hvolsvelli er m.a. Þórsmörk,
Landmannalaugar, virkjana-
svæðin í Þjórsá og Veiðivötn.
„í bílnum er einnig fullkomið
radarmælingatæki sem við mun-
um nota á ferðum okkar um sýsl-
una. Við fórum síðast svona upp á
hálendið 1976 og þá voru fjöl-
margir teknir. Eftir það sló veru-
lega á þennan þátt afbrota, en
okkur grunar eftir kvörtunum að
dæma að ástandið hafi aftur
versnað í þessum efnum," sagði
Valgeir að lokum.
Umferðin í júnímánuði:
Færri hafa slasast nú en í fyrra
SLYS í júnímánuði urðu alls 49 og er
það fækkun frá júnímánuði 1982, en
Þ* urðu slys alls 67. Tvö dauðaslys
urðu í umferðinni í júnímánuði í ár
og er það sama tala og í fyrra.
Slys þar sem eignatjón varð ein-
ungis voru 488 en 487 í fyrra.
Flestir af þeim sem slösuðust voru
farþegar í ökutækjum eða 18 alls
og þar af voru flestir (6) í aldurs-
flokkunum 15—16 ára og 24—64.
Af þeim 47 sem slösuðust í júní-
mánuði í ár, hlutu 22 meiriháttar
meiðsl, á móti 27 af 65 slysum i
fyrra og 16 af 45 1981.
„Islensk spjör
betri kjör“
„með bros
a vor
Létt sportleg
sumarföt í úrvali
KARNABÆR
P ~ LAUGAVEGI 66 - GLÆSIBÆ - AUSTURSTRÆTI 22
V SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 85055
Og umboðsmenn um allt land
í Reykjavík: Austurstræti 22 — Laugavegi 20 — Laugavegi 66 — Glæsibæ.
Úti á landi: Epliö — ísafiröi, Eyjabær — Vestmannaeyjum, Fataval — Keflavík, Álfhóll — Siglufiröi,
Nína — Akranesi, Ram — Húsavík, Bakhúsiö — Hafnarfiröi, Austurbær — Reyöarfirði, Kaupfél.
Rangæinga — Hvolsvelli, Sparta — Sauöárkróki, Skógar — Egilsstöðum, ísbjörninn — Borgarnesi,
Lea — Ólafsvík, Lindin — Selfossi, Paloma — Vopnafirði, Patróna — Patreksfirði, Báran —
Grindavík, Þórshamar — Stykkishólmi, Hornabær — Höfn Hornafiröi, Aþena — Blönduósi, Nesbær
— Neskaupstaö, Pex — Akureyri.