Morgunblaðið - 22.07.1983, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JULÍ 1983
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir MILOVAN DJILAS
Milovan Djilas situr fyrir miðju á þessari mynd.
Nauðsyn vest-
rænnar varðstöðu
UmraKÍi sovéska andófsmannsins Andrei Sakharov um kjarnorku-
vopn vöktu mikia athygii á Vesturlöndum og reiði austan járntjalds.
Annar skörungur í ónáð í kommúnistaríki, Milovan Djilas, hefur kvatt
sér hljóðs um sama efni f breska blaðinu The Times. Djilas er frá
Júgóslavíu og barðist við hlið Títós í síðari heimsstyrjöldinni. Hann varð
varaforseti hjá Tító, en var síðan sviptur frelsi fyrir að gagnrýna einræð-
istilhneigingar júgóslavneskra kommúnista. Meðal bóka Milovan Djilas
er „Hin nýja stétt“ sem Almenna bókafélagiö gaf út á sínum tíma. Hér
er birt upphaf og niðurlag greinar Djilas í The Times frá 28. júní sl.
Nauðsynlegt er að endur-
taka ýmis gömul sann-
indi, sama hve margtuggin og
augljós þau kunna að vera. Þar
kemur ýmislegt varðandi víg-
búnað í hugann: ríki vígbúast
vegna þeirrar stefnu sem þau
fylgja en ekki vegna þess að
vopnin neyði þau til þess. Innri
skipan ríkis og metnaður stjórn-
enda þess móta vígbúnaðar-
stefnuna og hvernig að vopna-
búnaði er staðið, af þessu ræðst
fjöldi vopna og hermanna og að
verulegu leyti smíði nýrra víg-
tóla og mótun hernaðarstefnu.
óþarft ætti að vera að endur-
taka þetta en þrálátar rang-
hugmyndir á Vesturlöndum um
sovéska kerfið og öllu heldur um
eðlislæga tilhneigingu þess til
heimsyfirráða krefjast þessarar
áréttingar. Það yrði mjög erfitt
fyrir sovéska leiðtoga að hverfa
frá þessum tilhneigingum jafn-
vel þótt þeir vildu það.
Ranghugmyndir af þessu tagi
má oft rekja til friðsamlegs og
göfugs ásetnings þeirra sem
halda þeim fram. Svipaður mis-
skilningur hefur ávallt verið til
staðar. Og þakkarvert er að ætíð
skuli vera til fólk sem hryllir við
stríði og vonast til að geta bætt
mannkynið og gert byrðar
stjórnmálanna bærilegri. Stund-
um eru aðstæður þannig að þetta
velviljaða fólk nær góðum
árangri og stuðlar að friði.
Þessar aðstæður eru ekki fyrir
hendi nú á tímum. Djöfullinn er
jafnvel svartari en menn ímynda
sér hann.
Hræðilegar hörmungar kjarn-
orkustyrjaldar, sem gæti leitt til
dauða milljóna manna og hruns
siðmenningarinnar, ýta undir að
menn misskilji sovéska kerfið. f
samanburði við slíkan hildarleik
sýnist mönnum munurinn á
stjórnkerfi austurs og vesturs
lítilmótlegur. Kröfurnar um frið
og afvopnun, um samdrátt og
brottflutning kjarnorkuvopna
frá Evrópu endurspegla slíkar
hugmyndir um kjarnorkustríð,
og sovéska áróðursvélin notar
þær óspart til að koma ár Sov-
étríkjanna betur fyrir borð
hernaðarlega.
Hættan á kjarnorkustríði er
hryllileg staðreynd en sömu sögu
er að segja um Sovétríkin. Á
meðan sovéska stjórnkerfið
breytist ekki verða vestrænar
þjóðir að viðhalda kjarnorku-
jafnvæginu með því að framleiða
kjarnorkuvopn.
Sovétríkjunum er nú stjórnað
af flokksskrifræði sem svífst
einskis til að treysta einræðis-
vald sitt innan Sovétríkjanna.
Vegna þessara stjórnarhátta er
mun erfiðara að ræða við Sovét-
menn um afvopnun en þeir halda
sem krefjast friðar og lýsa Sov-
étríkjunum um leið eins og
hverju öðru ríki, þar sem stjórn-
völd eru bundin af alþjóðasamn-
ingum og verða að bregðast við
siðferðilegum þrýstingi frá borg-
urum eigin lands og heimsins
alls...
Sem fulltrúi andspyrnuhreyf-
ingarinnar í Júgóslavíu í síðari
heimsstyrjöldinni, og júgóslavn-
esku ríkisstjórnarinnar að henni
lokinni, hef ég oft hitt pólitíska
og hernaðarlega leiðtoga Sovét-
ríkjanna á lokuðum fundum og
átt við þá einkasamtöl, þeirra á
meðal Stalín og Molotov. Nær
undantekningarlaust lýstu þeir
megnri fyrirlitningu á umheim-
inum og einkum Vesturlönd-
um ...
Á því er enginn vafi að Sov-
étmenn eiga við alvarlega erfið-
leika að etja. Efnahagsstarfsem-
in skilar ekki viðunandi árangri
og þjóðirnar sem mynda ríkið
eru óánægðar og sundurlyndar,
svo að aðeins séu nefnd tvö sárs-
aukamestu vandamál sovéskra
ráðamanna.
En innan kerfisins eru engin
öfl — ekki einu sinni neinn vísir
að öflum — sem leiða hugann að
því hvort við vandanum megi
bregðast með breytingum og
umbótum. Sovéskir ráðamenn
verða að treysta á útþenslu og
einræði, aðeins með því móti
halda þeir lífi.
Sovéska kerfið er bæði spillt
og rotið. En hnignun og rotnun
tekur oft mjög langan tíma. Af
slíku ástandi getur stafað hætta,
þar sem óhjákvæmilegt er að hin
ráðandi stétt leiti lausna sem
eru hættuminnstar fyrir hana
sjálfa, en það er hernaðarút-
þensla. Þessi hernaðarútþensla
er stundum grímulaus — eins og
þegar ráðist var inn í Afganistan
— en stundum er hún fram-
kvæmd á bak við grímu eins og
þegar Kúbumenn eru sendir inn
í Angólu og Víetnamar ráðast
inn í ríki í Suðaustur-Asíu.
Sovéska öldungaveldið hefur
lengi gert sér grein fyrir van-
köntunum á eigin kerfi. Það er
jafnvel ekki unnt að bæta úr
þeim með hinum gífurlegu nátt-
úruauðlindum Sovétríkjanna.
Undirokun hins iðnvædda hluta
Evrópu væri í góðu samræmi við
skammtíma markmið Sovétríkj-
anna í átökunum við aðsteðjandi
erfiðleika og einnig við lang-
tímamarkmiðið um heimsyfir-
ráð.
Jafnvel þótt sovéskir leiðtogar
ákvæðu.að afvopnast gætu þeir
það ekki því að þau öfl í
flokksskrifræðinu — en til
þeirra heyrir herinn — sem þeir
sjálfir sækja vald sitt til risu
öndverð. Sovéskir leiðtogar
mundu auðvitað fagna því ef
vestræn rík afvopnuðust. En
þeir hafa alls ekki í huga að gera
það sjálfir eða stofna valdi sínu í
hættu.
Vesturlönd eiga mjög fárra
kosta völ. Þau verða að vera
sterk áfram. Ég get ekki annað
en endurtekið það sem ég skrif-
aði á sínum tíma þegar margir á
Vesturlöndum voru vongóðir og
fullir áhuga vegna Krútsjeffs:
þeir sem vilja ekki verða neyddir
til að sætta sig við að lifa sam-
kvæmt fyrirmælum útlendinga
og í hlekkjum verða að hafa afl
til að standa gegn því.
Það er
þarna enn
Tónlist
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Þeir voru margir sem ekki höfðu
látið hátt miðaverð aftra sér og voru
mættir á fyrri tónleika „soul“-goðs-
ins mikla, Ray Charles, í Broadway
þann sjöunda þessa mánaðar. Mið-
inn kostaði nærri sjöhundruð krón-
ur, en það er sjálfsagt ekki mikið
miðað við það sem gerist og gengur
þegar stórstjörnur eiga í hlut út um
heim. Tónleikarnir hófust klukkan
20, en aðrir tónleikar kappans áttu
síðan að hefjast klukkan 23.
Það var ljóst frá upphafi að hér
var heimsþekktur og þaulvanur
skemmtikraftur á ferð. Dagskráin
var þannig saman sett að strax í
byrjun var því lýst yfir að hér færi
snillingur, líkt og til að fyrir-
byggja allan hugsanlegan mis-
skilning, en síðan leitaðist hann
við að standa sig í því hlutverki.
Sennilega er Ray Charles snill-
ingur á sínu sviði. Honum hefur
alténd vegnað ótrúlega vel og tek-
ist að snerta hjörtu fólks um víða
veröld með söng sínum og tónlist,
svo fáir standa honum á sporði.
„Georgia on my Mind“ er eitt af
þekktustu lögum hans og hann
söng það snemma í Broadway
þetta kvöld og tókst vitaskuld vel.
Síðan fylgdu ýmis lög sem undir-
ritaður þekkti ekki, en voru prýði-
lega flutt. Það var svo á slaginu
klukkan níu sem lagið hans vin-
sæla, „I Can’t Stop Loving You“,
hljómaði um salinn við mikinn
fögnuð viðstaddra. Þetta tvítuga
lag býr líka yfir þeim eiginleika
þýðra dægurlaga að heyri maður
það einhvers staðar aftur eftir
langan tíma, finnst manni að það
hafi alltaf verið þarna, hafi hljóm-
að þarna einhvers staðar allan
tímann.
Áður en flutningur þessa lags
hófst sté hópur söngkvenna á svið,
aðalstjörnunni til aðstoðar. Hafa
svona sönghópar stundum verið
nefndir „úur“ eftir hlutverki sínu.
Þessar úur stóðu mjög vel fyrir
sínu, bæði í söngnum og í fimleg-
um og afarfáguðum samræmdum
hreyfingum. Sungu þær með til
loka hljómleikanna.
Eftir þetta flutti Ray Charles
tvö lög af nýlegri plötu og voru
það svokölluð „Country and
Western“-lög. Hvorki lög né text-
ar voru að nokkru marki öðruvísi
en önnur dægurlög af þessum
toga, en flutningurinn vitanlega
hnökralaus með öllu.
Loks var komið að lokanúmer-
inu, sem var rokklag, leikið og
sungið af miklum krafti, þar sem
Charles fékk áhorfendur til liðs
við sig í söngnum. Síðan fór
hljómsveitin beint út í „I Can’t
Stop Loving You“ á ný og eins og í
byrjun hljómleikanna heyrðist
rödd þular, sem margsagði áhorf-
endum að þessi stóri vinalegi við
píanóið væri „The genius of soul,
mister Ray Charles".
Ray Charles var leiddur af svið-
inu af aðstoðarmanni sínum og
Svartur hest-
ur rautt tungl
Leiklist
Jóhann Hjálmarsson
Stúdentaleikhúsiö:
KLÁRINN BLAKKUR,
TUNGLIÐ RAUTT
Dagskrá byggö á verkum Federico
García Lorca
Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir
Að túlka Federico García Lorca
á íslensku hefur reynst mönnum
ærinn vandi, sennilega vegna þess
að fólk vill hafa Lorca eins og
Magnús Ásgeirsson í Vögguþulu. I
þýðingu sinni á Blóðbrullaupi fer
Hannes Sigfússon bil beggja,
reynir að hafa Lorca hæfilega
gamaldags, en þó nútímalegan.
Þetta tekst bærilega hjá Hannesi.
Aftur á móti þótti mér þýðing
Karls Guðmundssonar á Yermu
hljómmikil og lifandi hjá
Stúdentaleikhúsinu. Þetta magn-
aða leikverk á alltaf erindi og er
því hér með komið á framfæri við
eitthvert hinna stærri leikhúsa að
flytja þýðingu Karls í heild sinni.
Það yrði áreiðanlega viðburður.
Þegar maður les um það í blöð-
unum að flytja eigi verk García
Lorca í minningu spænsku borg-
arastyrjaldarinnar fyrir fjörutíu
og sjö árum, verður maður eigin-
lega skelfingu lostinn. Maður
óttast að hið unga fólk, sem lætur
ljós sitt skína í Stúdentaleikhús-
inu, haldi að García Lorca sé full-
trúi pólitískrar einsýni og freisti
þess að kynna hann sem slíkan.
En raunin er sem betur fer önnur.
Kaflar úr Blóðbrullaupi og Yermu
og ljóð eftir Lorca nutu sín með
ágætum hjá Stúdentaleikhúsinu,
dagskráin var vönduð og fáguð.
Hvað var það í köflunum úr
Blóðbrullaupi og Yermu sem dreg-
ið var fram? Fyrst og fremst var
það ofsinn, hið ólgandi líf sem
undir býr. Tilfinningarnar eru
sterkar í verkum Lorca, en þó má
ekki oftúlka þær. I slíka algenga
gryfju féllu leikarar Stúdentaleik-
hússins ekki. Meðal þeirra sem
sýndu mikinn og góðan skilning á
verkunum voru Ragnheiður Arn-
ardóttir, Kristín Olafsdóttir og
Kristján Franklín Magnús. Einnig
nefni ég Aldísi Baldvinsdóttur og
Andrés Sigurvinsson. Leikur
Ragnheiðar Arnardóttur í Yermu
var frábær og það er ekki síst
hans vegna sem maður óskar þess
að fá Yermu alla á svið.
Eiginlega skilur maður ekki
hvers vegna García Lorca er svo
lítið leikinn á Islandi. Andrúms-
Joft verka hans höfðar beint til
okkar þótt framandlegt sé. Hið
þjóðsagnakennda ívaf verkanna er
skylt okkar eigin hugmyndaheimi.
Það sem helst skortir eru trúverð-
ugar þýðingar. García Lorca er
nefnilega á merkilegan hátt hálf-
ur í þjóðsagnaheimi og nútíma, en
málfar hans alltaf nútímalegt.
Það er jafn einfalt og hjá Jónasi
Hallgrímssyni og þess vegna svo