Morgunblaðið - 22.07.1983, Page 16

Morgunblaðið - 22.07.1983, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 18 kr. eintakiö. Árviss SÍS-vandræði Frá því var skýrt í Morg- unblaðinu í gær að þrjár SÍS-verksmiðjur á Akureyri hefðu verið auglýstar til sölu á nauðungaruppboði, það er að segja fataverksmiðjan Hekla, verksmiðjuhús Gefj- unar og skinnaverksmiðjan Iðunn. Var það Iðnlánasjóður sem krafðist uppboðsins. Jafnframt kom það fram í frétt Morgunblaðsins, að nú hefðu vanskilaskuldirnar, sem voru ástæðan fyrir kröf- unni um nauðungaruppboð, verið greiddar. SÍS-vandræðin á Akureyri hafa verið árviss um nokkurt skeið og mesta athygli vöktu þau í byrjun september 1981, þegar forráðamenn iðnaðar- deildar SÍS efndu til baráttu- fundar með starfsmönnum í Akureyrarverksmiðjunum til að knýja á um fyrirgreiðslu frá opinberum aðilum, þar sem verkafólkið yrði að öðr- um kosti atvinnulaust. Fyrirgreiðsla fékkst og starfseminni var haldið áfram, en reksturinn var á brauðfótum eins og hjá öðr- um eftir 10 ára stjórnarsetu framsóknarmanna og undir forystu kommúnista í iðnað- arráðuneytinu. En millifærsl- ur og þvílíkt kák, sem eru ær og kýr vinstrimennskunnar þegar atvinnufyrirtæki eru annars vegar, hafa síður en svo dugað til langframa eins og krafan um nauðungarsölu á SÍS-verksmiðjunum sýnir nú. Hafi SÍS-verksmiðjunum á Akureyri verið fleytt áfram með árvissri fyrirgreiðslu opinberra aðila ætti að vera óþarft að grípa til hennar í ár, því að samkvæmt nýend- urskoðaðri þjóðhagsspá fyrir 1983 hefur staða útflutnings- iðnaðar „sjaldan verið betri en nú“. Stafar þetta af þeirri stefnubreytingu sem varð með þátttöku Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórn, en ráðstafanirnar í maílok bættu stöðu útflutningsiðnað- ar til mikilla muna að sögn Þjóðhagsstofnunar. Sigurður Friðriksson, einn af fram- kvæmdastjórum iðnaðar- deildar SÍS, tekur undir þetta sjónarmið hér í blaðinu í gær, þegar hann segir að greiðslu- staða deildarinnar hafi batn- að að undanförnu með bættri afkomu. Æskilegt væri að forráða- menn iðnaðardeildar SÍS greindu almenningi rækilega frá því af hverju þessi árlegi vandi deildarinnar stafar, lýstu viðbrögðum við honum, mörkuðum deildarinnar, tengslum hennar við móð- urskipið SÍS og KEA og öðru er snertir afkomu deildarinn- ar. Ekki er vafi á því að síend- urteknar fréttir af bágborn- um rekstri iðnaðardeildarinn- ar án þess þó að hann stöðvist hafi ýtt undir þá skoðun að hið opinbera sjái deildinni farborða með einhverjum hætti. Hugmyndum af þessu tagi verður aðeins svarað með því að skýra ítarlega frá því í hverju vandi iðnaðardeildar- innar er fólginn. Eins og málum er komið í atvinnulífi Akureyringa hefði það hin verstu áhrif ef rekst- ur í sambandsverksmiðjunum legðist niður. Á hinn bóginn er ekki unnt að búast við því að þessi fyrirtæki sé hægt að reka endalaust með halla eða við þær aðstæður að þau séu undir hamrinum vegna van- skilaskulda. Kissinger og Mið-Ameríka Fréttir frá Bandaríkjunum benda til þess að fram- vinda mála í Mið-Ameríku kunni að verða á þann veg að aðilar hætti að hóta hverjir öðrum með vopnum og setjist að samningaborði. Banda- ríkjastjórn hefur ekki sent neina hermenn til bardaga í Mið-Ameríku en hún hefur látið vinveittum ríkisstjórn- um þar margvíslega aðstoð í té. í vikunni var sagt frá því að Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti, ætlaði að gera Henry Kissinger, fyrrum utanríkis- ráðherra og handhafa friðar- verðlauna Nóbels, að for- manni í ráðgjafanefnd um Mið-Ameríku. Kissinger hef- ur ekki gegnt neinum opin- berum trúnaðarstörfum síðan hann hætti sem utanríkisráð- herra 1976 og þykir það eitt tíðindum sæta að hann skuli kallaður til. Auglýsing í Herald Tríbune: Hvetja menn til að kaupa ekki fisk frá hvalveiðiþjóðunum UM SÍÐUSTTU helgi birtist auglýs- ing í International Herald Tribune þar sem lesendur blaðsins voru hvattir til að kaupa ekki fisk af þeim hvalveiðiþjóðum sem andvíg- ar eru hvalveiðibanni Alþjóða hval- veiöiráðsins, sem gengur í gildi í ársbyrjun 1986. Aðili sá sem stend- ur fyrir greindri auglýsingu er Ani- mal Welfare Institute í Washing- ton. Auglýsingin ber yfirskriftina: „Björgum hvölunum! — fjögur ríki hafna hvalveiðibanninu". í undirfyrirsögn segir síðan: „Forðumst fisk frá Japan, Noregi, Perú og Rússlandi". I auglýsing- unni segir að þessar fjórar þjóðir hafi lýst því yfir, að þær muni ekki virða hvalveiðibannið. Beðið er um stuðning við alþjóðleg friðunarsamtök „í baráttu þeirra gegn gráðugum fiskiðnaði sem stofnað hefur hvalastofnunum í hættu". Einnig segir í auglýsing- unni, að með því að forðast fisk frá þessum ríkjum sé unnt að kenna hvalveiðiþjóðunum verð- uga lexíu. „Biðjum veitingahúsin og verslanirnar að stöðva inn- Auglýsingin sem birtis í Internation- al Herald Tribune um síðustu helgi. kaup á ferskum, frosnum og niðursoðnum fiski frá þessum þjóðum," segir og í auglýsing- unni. Þá er bent á, að þegar hafi stærsta veitingahúsakeðja Bandaríkjanna, sem sérhæfir sig í sjávarréttum, Long John Silver, lýst því yfir, að hún muni ekki kaupa fisk frá þjóðum sem ekki virða hvalveiðibannið. Fyrirtæk- ið hafi af þeim sökum afturkallað stóra pöntun frá Norðmönnum að verðmæti 5 millj. Bandaríkja- dala. Enn er bent á þá ákvörðun bandarískra stjórnvalda, að takmarka fiskveiðikvóta jap- anskra fiskiskipa í bandarískri landhelgi, sem þegar hefur verið minnkaður um 100.000 lestir og búist er við enn frekari veiðitak- mörkunum, ef Japanir hætta ekki hvalveiðum. í auglýsingunni er vitnað til þekktra vísindamanna, þeirra Sir Peter Scott og Jacques Cousteau, sem andvígir eru hvalveiðum. Að auki eru menn hvattir til að biðja ráðamenn í heimalandi sínu um að beita pólitískum þrýstingi á viðkomandi hvalveiðiþjóðir. Sagt er frá því, að Animal Welfare Institute muni mótmæla hvala- drápi á fundi Alþjóða hvalveiði- ráðsins, sem fram fer í Brighton á Englandi, dagana 18.—23. júlí, og halda uppi baráttunni svo lengi sem þess gerist þörf. Bankastræti 2 og hluti gamla bakarísins eins og þau voru upphaflega. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri 1 aríið í Bernhöftstorfu. Uppbygging Bernhöftstorfunnar: Gamla bakaríið endu TORFUSAMTÖKIN hafa undanfarin ár gengist fyrir endurbyggingu húsanna á Bernhöftstorfu og nýverið var fullgert að utan gamla bakaríið við hliðina á veiting- húsinu Lækjarbrekku. Tillögur um byggingu bakhúsanna og nýtingu þeirra liggja nú fyrir byggingarnefnd. Mbl. ræddi fyrir skömmu við Þor- stein Bergsson, framkvæmdastjóra Torfusamtakanna, um fyrirhugaðar framkvæmdir á Bernhöftstorfunni og sagði hann að ekki væri endanlega ákveðið hvernig gamla bakaríið yrði endurgert að innan, en fyrirhugað væri að gera upp bakaraofninn, sem eitt sinn var notaður í húsinu. Þor- steinn sagði að reynt yrði að halda í horfi öllum þeim húsum sem ætlunin er að endurgera, fram að þeirri línu, þar sem menn væru farnir að skálda. Uppbygging Bernhöftstorfunnar hófst með viðgerð á Landlæknishús- inu í febrúar 1980, og er þar nú til húsa veitingastaðurinn Torfan auk skrifstofa ýmissa aðila. Næst tók við endurbygging Bankastrætis 2, þar sem veitingahúsið Lækjarbrekka er nú. Fyrir skömmu var svo lokið við uppbyggingu gamla bakarísins að utan og hafa verið gerðar tillögur um nýtingu þess og annarra húsa baka til, en þau hús ráðgera Torfusamtök- in að endurbyggja. Þorsteinn sagði að þær tillögur, sem nú lægju fyrir byggingarnefnd, væru á þá leið að gamla bakaríið yrði notað sem for- stofa en innan við hana yrði salur sem tæki milli 140 og 150 manns í sæti, leiksvið, búningsherbergi, versl- anir o.fl. Salurinn, sem reistur yrði á grunni gömlu kornhlöðunnar, yrði notaður undir ýmiss konar starfsemi, s.s. ráðstefnur, leiksýningar utan af landi eða erlendis frá, en ekkert hefur verið ákveðið ennþá. f tillögunum fel- ast m.a. hugmyndir um nýbyggingu á horni Bankastrætis, bak við Lækjar- brekku, en Þorsteinn kvað ekki víst að sú tillaga fengi hljómgrunn hjá þeim aðilum sem nú hafa málið til meðferðar, né heldur nýbygging nær Amtmannsstíg sem hefði að geyma búningsherbergi fyrir notendur húss- ins. Þorsteinn sagði einnig að húsin yrðu öll með svipuðu sniði að utan, en innra form færi eftir þeirri starfsemi sem þar færi fram. Ætlun Torfu- samtakanna með uppbyggingu þess- ara húsa er að sögn Þorsteins að sam- eina bæði líf og fegurð, en einnig að hafa starfsemi þeirra með þeim hætti að hún stæði undir sér og ekki þyrfti að borga með þeim. Nú eru liðin 4 ár síðan Bernhöfts- torfan var friðuð, og uppbygging hús- anna hófst að einhverju gagni, en fyrst um sinn var mikið verk unnið í sjálfboðavinnu, s.s. þegar húsin voru máluð að utan, eins og frægt varð á sínum tíma. Þorsteinn sagði að máln- ing húsanna hafi átt stóran þátt í því að unnt var að bjarga þeim frá niður- rifi. Arkitekt fyrstu húsanna sem gerð voru upp, þ.e. Landlæknishúss-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.