Morgunblaðið - 22.07.1983, Síða 24

Morgunblaðið - 22.07.1983, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983 Minning: Hallgrímur Jóns- son fv. húsvörður Fæddur 5. júlí 1900 Dáinn 13. júlí 1983 Hallgrímur Jónsson, fyrrver- andi húsvörður í Sláturfélagi Suð- urlands, lést í Borgarspítalanum 13. júlí sl. Hann var síðasta árið vistmaður á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund og naut þar góðr- ar umönnunar og líkaði vel, enda hress og fór daglega í gönguferðir. Hann lenti í umferðarslysi og fót- brotnaði nýlega og var lagður inn á Borgarspítalann, þar sem hann lést eftir stutta legu. Hallgrímur var fæddur 5. júlí 1900 í Prest- bakkakoti á Síðu. Foreldrar: Jón Einarsson og Halldóra Eiríks- dóttir frá Þverá á Síðu. Systkini hans voru: Eiríkur, f. 1891, Marg- rét, f. 1893, Elín, f. 1894 og Sveinn f. 1895. Hallgrímur dvaldist lengst af á Kirkjubæjarklaustri og giftist þar Þórönnu Magnúsdóttur frá Þykkvabæ árið 1927. Þau fóru til Reykjavíkur árið 1937, og gerist Hallgrímur þar húsvörður hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 1939 og var það svo lengi sem aldur leyfði. Sonur þeirra er Jónas Hall- grímsson læknir, nú prófessor í líffærameinafræði við Háskóla ís- lands. Hann er giftur Önnu Marg- réti Lárusdóttur, og eiga þau 4 börn. Ég kynntist Haila, eins og hann var oftast kallaður, skömmu eftir að fjölskylda mín fluttist til Reykjavíkur árið 1943, því kunn- ingsskapur var milli foreldra minna og Halla og Þórönnu. Var ég þá oft sendur niður í Sláturfé- lag til Halla að ná í kjöt, og varð mér strax einstaklega hlýtt til hans, enda kunni hann að um- gangast unglinga og lét þá ekki bíða að óþörfu, þó að mikið væri að gera við afgreiðslu. Síðar kynntist ég Þórönnu og Jónasi og var heimagangur í litla húsinu þeirra á Lindargötunni fram yfir stúdentspróf, sem við Jónas tókum sama vorið, 1951. Allar minningar mínar frá þess- um árum, af oft daglegum heim- sóknum í húsið hans Halla, eru ljúfar. Snyrtimennska og kurteisi í fyrirrúmi. Halli sívinnandi oft að nóttu sem degi, sérstaklega í slát- urtíðinni á haustin, þegar flutn- ingabílar komu á öllum tímum sólarhrings. Alltaf var hann jafn léttur á sér og kvikur í hreyfingum, fljótur til vinnu, og ekki man ég eftir honum öðruvísi en í góðu skapi. Á yngri árum fór orð af Halla sem léttleikamanni og munu fáir hafa verið hans jafnokar í smala- mennsku. Hann gerði sér lítið fyrir, sem ungur maður, að bregða sér til Reykjavíkur og keppa í víðavangshlaupi og vinna það með glæsibrag. Oft iðkuðum við strák- arnir, vinir Jónasar, íþróttir í portinu hjá Sláturfélaginu, og hafði Halli, held ég, gaman af, að minnsta kosti man ég ekki eftir því að hann amaðist við okkur, þó að fyrirferðin væri stundum mikil. Við skólafélagar Jónasar fundum ávallt þá hlýju, sem foreldrar hans sýndu okkur, og ekkert var of gott fyrir hans félaga, enda var hans velgengni þeirra aðalmál. Því trausti brást Jónas ekki og var ánægjulegt að fylgjast með því, hve mikla gleði hver áfangi í námi hans og starfi veitti þeim, en þar bar heldur engan skugga á. Eiginkona Hallgríms, Þóranna, hefur átt við erfið veikindi að stríða undanfarin ár, og dvelur nú að Hátúni 10, þrotin að kröftum. Ég og fjölskylda mín minnumst í dag góðs drengs og vottum Þór- önnu og Jónasi og hans fjölskyldu okkar virðingu og samúð. Guðmundur Snorrason og fjölskylda „Fótmál dauðans fljótt er stig- ið.“ Þannig hugsar maður oft, þeg- ar góðir vinir og samferðamenn verða fyrir slysum, sem leiða þá til dauða. „Enginn má sköpum renna" sannast svo oft í lífinu. Al- vara dauðans fylgir lífinu; söknuð- ur og tregi fylgir fráfalli góðra vina. Þannig hugsaði ég, þegar ég frétti, að Hallgrímur Jónsson, fyrrum húsvörður hjá Sláturfélagi Suðurlands, hefði orðið fyrir lífs- hættulegu slysi á annan í hvíta- sunnu, er leiddi hann til dauða 13. júlí sl. Með Hallgrími er fallinn frá drengur góður, sem margir minnast með hlýjum huga, þakk- læti og virðingu. Hallgrímur Jónsson var fæddur að Prestsbakkakoti á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu 5. júlí 1900 og var því rétt rúmra 83 ára, er hann lést. Foreldrar hans voru þau hjónin Jón Einarsson og Hall- dóra Eiríksdóttir, bæði Skaftfell- ingar í ættir fram, og höfðu alið aldur sinn á Síðunni, og áttu lengi heimili á Kirkjubæjarklaustri. Þar ólst Hallgrímur upp með for- eldrum sínum og húsbændur hans þar voru merkishjónin Lárus Helgason alþingismaður og Elín Sigurðardóttir, og ólst hann upp með sonum þeirra hjóna og er Hallgrímur varð fulltíða gerðist hann vinnumaður á Klaustri. Var því fyrri hluti ævi hans að mestu bundinn við Síðuna og Kirkjubæj- arklaustur, þar til hann fluttist alfarinn að austan og gerðist hús- vörður hjá Sláturfélagi Suður- lands á árunum 1936—1979, en það var ærið umfangsmikið og erilsamt starf. Ég kynntist Hallgrími og Þór- önnu, konu hans, er ég átti heima á Kirkjubæjarklaustri 1931—35. Hann vann þá á búi Lárusar Helgasonar alþm., þar var þá stórbú, einkum við fjármennsku og bústörf, og mörgu að sinna, gestakomur tíðar og mikil umsvif. Hallgrímur var mikill starfs- maður, árvakur og léttur í lund. Fáir voru kunnugri en hann á Síðuheiðum og afrétti Siðumanna. Var til þess tekið, hve frár hann var á fæti og lét sig ekki muna um að hlaupa uppi kindur, er þess gerðist þörf. Varð þetta til þess, að vinir hans hvöttu hann 1925 til að skreppa til Reykjavíkur og taka þátt í víðavangshlaupinu það ár og vann hann þar glæsilegan sigur, en æfingu hafði hann naumast aðra hlotið en við fjármennskuna. Er enginn vafi á því, að Hall- grímur hefði orðið mikill hlaupa- garpur, ef hann hefði hlotið þá þjálfun, sem íþróttamenn í dag telja sig þurfa í þessari íþrótta- grein. Eftir að Hallgrímur fluttist til Reykjavíkur og tók við húsvarð- arstarfinu hjá Sláturfélagi Suður- lands reyndi ekki síður á dugnað hans, hjálpsemi og lipurmennsku. f þessu starfi var ótrúlega mörgu að sinna og alltaf var Hallgrímur jafn fús og tilbúinn að veita mönnum aðstoð og fyrirgreiðslu og sinna margskonar kvabbi, bæði þörfu og óþörfu. Oft gat það komið sér vel að geta greitt fyrir mönnum, sem þuftu á fyrir- greiðslu að halda, jafnvel þótt í smáu væri og fyrir það voru marg- ir honum þakklátir, enda er það mála sannast, að hann naut mik- illa vinsælda í þessu starfi, bæði hjá almenningi og forsvars- mönnum fyrirtækisins, þeim Helga Bergs forstjóra og Jóni Bergs, syni hans, en báðir kunnu þeir vel að meta ósérhlífni hans, trúmennsku og lipurð, enda þekktu þeir vel mannkosti Hall- gríms frá fyrri árum. Hallgrímur kvæntist 16. des. 1927 Þórönnu Magnúsdóttur frá Þykkvabæ í Landbroti og er einka- sonur þeirra Jónas Hallgrímsson, prófessor í læknisfræði við Há- skóla íslands, kvæntur Önnu Minning: Guðfinna Guðmunda Arn- finnsdóttir frá Flateyri Fædd U.janúar 1899. Dáin 16. júlí 1983. Daginn tekið að lengja og landið springur út í vanræktu brjósti okkar og við hyggjum gott til að sleikja sólskin í bleikum sandi, tína nýútsprungin augu ungrar stúlku í fjörunni. — Og haf brosir, brosir við steinum. (Matthías Johannessen.) í dag fer fram frá Neskirkju út- för Guðfinnu Arnfinnsdóttur frá Flateyri við Önundarfjörð, sem lést 16. júlí sl. Hún var fædd 11. janúar 1899 að Lambadal í Dýrafirði, dóttir Arn- finns Jónssonar bónda þar og konu hans, Ingibjargar Sigurlína- dóttur, sem þar reistu myndarbú og eignuðust sextán börn og var Guðfinna heitin þriðja í röð þeirra systkinanna. Eru nú fjögur af þessum stóra barnahópi á lífi. Stuttu eftir að Guðfinna var komin á fullorðinsár fluttist hún til Flateyrar og gekk að eiga Stef- án Brynjólfsson frá Mosvöllum þar í firði, 11. n óv. 1922. En hann lést hér í borg fyrir fáum árum. Þau hjónin eignuðust fimm börn, Brynhildi, gifta Magnúsi bonda í Birkihlíð, Borgarfirði, Kjartan húsasmið, kvæntan Önnu Sig- mundsdóttur, Ingibjörgu, gifta undirrituðum, Hall kaupmann, kvæntan Fjólu Haraldsdóttur og Lóu, gifta Guðmundi H. Þórðar- syni lækni. Stefán var annálaður sjósóknari á sínum yngri árum, auk þess að vera þeim hæfileikum gæddur að kunna einstaklega vei til verka að hverju sem hann gekk, þegar gerð- ur var stuttur stans í landi og því oft leitað til hans. Og það dró sannar lega ekki úr björg í bú hjá þeim hjónum, þegar til heimilis skyldi stofnað, því Guðfinna heitin var orðlögð fyrir dugnað og ósérhlífni að hverju sem hún gekk; það geta þeir sem til hennar þekktu borið vitni um. Og í hámælum var hafður dugnað- ur hennar og vandvirkni í erfiði dagsins við vaskbalana, þegar fisktonnin vóru dregin á land til vöskunar eða á annan hátt með- höndluð sem best til útflutnings og verðmætis á fiskmörkuðum er- lendis. Þetta er ekki sagt til að auka eða ýkja vinnugleði Guðfinnu heitinnar meðan hún var ung að árum og allt til þess dags meðan kraftar leyfðu og langt framyfir það eftir að hjónin fluttu hingað suður. Hún tók upp þráðinn, sem hún sleit fyrir vestan og hnýtti aftur saman með nærveru sinni í Fiskiðjuverinu og ekkert fékk dregið þar úr nema fyrirbærið al- kunna, lasleiki og elli. Nú fer óðum að fækka þeim Flateyringum, sem lifðu lífinu í heimabyggð sinni með þrautseigju og ósérhlífni upp á gamla móðinn undir spili bárunnar við unnar- steina. Og þeir sem nú eru á svip- uðum aldri og Guðfinna, sem nú er kvödd hinsta sinni, munu minnast hennar og þess ávaxtar erfiðisins, sem skilaði sér inn fyrir dyr í litla húsinu, sem þau hjónin reistu með tvær hendur tómar. En áræði þeirra og kraftar urðu vel fengnir peningar og verða um ókomna tíð þeim sem mun hærri minnisvarði. Ég fer nú að fækka orðum mín- um um tengdamóður mína, Guð- finnu Arnfinnsdóttur. En ég get ekki frá minningunni vikið án þess að draga fram í dagsljósið þann áhuga, sem Guðfinna heitin hafði á hvers konar fróðleik og frábært minni hennar á góðar bókmenntir og þó sér í lagi allt sem að kveðskap laut og utanbók- arkunnáttu á því sviði. Sjálf var hún þeim hæfileikum gædd, að koma saman visu og vildi hafa hana rétt gerða upp á „gamla móðinn", og ekki þurfti nema í einn eða tvígang að fara með vísu fyrir hana, þá lygndi hún augun- um á meðan hún innsiglaði hana, þótt annað gleymdist fljótt. Mér finnst svo að lokum eiga best við að slá botn í þetta regist- ur mitt með ljóðlínum, svo sem í upphafi var byrjað á, því ljóðið lifir, ef það er vel skapað eins og manneskja sú, sem ég kveð með þakklæti, Guðfinna Arnfinnsdótt- ir. Senn kemur svartur bakki með él tveggja bakka veður og þú kveður augu þín. (Matthías Johannessen.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Kristinn Magnússon ó, Jesú, bróðir besti og barna vinur mesti æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Við minnumst þessara lína þeg- ar hún amma okkar er öll. Guð- finna Guðmunda hét hún fullu nafni, fædd 11. janúar 1899 í Lambadal í Dýrafirði. Var hún ein af 16 börnum þeirra hjóna Arn- finns Jónssonar og Ingibjargar Sigurlínadóttur, Kristjánssonar, bónda að Botni, Dýrafirði, og konu hans, Margrétar Magnúsdóttir. Arnfinnur faðir ömmu var sonur Jóns skipherra Arnfinnssonar frá Hallsteinsnesi, móðir Arnfinns hét Margrét, dóttir Kjartans ólafssonar bónda í Tröð í Önund- arfirði, ólafssonar á Eyri í Sköt- ufirði (f. 1785 að Núpi í Dýrafirði). Margrét og Jón skipherra fluttu frá Önundarfirði að Lambadal í Dýrafirði árið 1868. Amma fór ung að heiman. Vet- Margréti Lárusdóttur úr Reykja- vík og eiga þau fjögur mannvæn- leg börn. Frú Þóranna aðstoðaði mann sinn vel og dyggilega, ekki síst í húsvarðarstarfi hans og taldi aldrei eftir sér sporin, og greiddi götu margra, en nú hefur hún verið sjúklingur um nokkurt skeið, og því hugsa vinir þeirra til hennar í dag, bæði fast og kær- leiksríkt, þegar hún hefur orðið að kveðja mann sinn með svo svipleg- um hætti. Ég tel mér það ávinning að hafa átt vináttu Hallgríms og Tótu um rúmlega 50 ára skeið og þegar ég nú minnist Hallgríms með fáum fátæklegum orðum að leiðarlok- um, þá verður hann í huga mínum hinn hjálpsami, lífsglaði dreng- skaparmaður, sem aldrei taldi eft- ir sér neina fyrirhöfn, ef hann gat orðið öðrum til aðstoðar og lið- sinnis. Vissulega þarf þjóðfélagið á sem flestum slíkum þegnum að halda. Af systkinum Hallgríms er Sveinn, bróðir hans, nú einn á lífi, en Eiríkur frá Hruna, bróðir þeirra, lést í Hafnarfirði fyrir skömmu, svo að ekki varð langt á milli þeirra bræðra, en þeir voru líkir um margt, ekki síst um dugn- að og hressandi glaðlyndi. Ég var á ferð austur á Síðu fyrir nokkrum dögum og þótti ánægju- legt að koma á fornar slóðir, og hitta þar vini og kunningja. Margt hefur breyst þar eystra og ekki síst á Kirkjubæjarklaustri, síðan ég lék við Jónas, son Hallgríms og Þórönnu, og við önnur börn, sem þá voru að vaxa upp á Klaustri og naut þar vináttu húsbænda og heimilisfólks. Engum dylst, að framfarir hafa orðið þar miklar og í samræmi við þróun tímans. En þótt framfarir séu góðar og nauðsynlegar, þá er það þó vinátta fólksins sem lengst vermir hjörtun og björtustum geislum varpar yfir farinn veg, og maður hefur mesta ánægju af að rifja upp, þegar árin líða. Hallgrímur Jónsson er í hópi þessara góðu vina og því er líka gott að minnast hans og biðja honum blessunar Guðs í nýjum heimi og ástvinum hans, sem eftir lifa, verndar og styrks í störfum og lífi. Óskar J. Þorláksson urinn 1917—’18 var hún nemandi á Núpi og þótti henni mjög vænt um þann stað og mat hún séra Sigtrygg Guðlaugsson skólastjóra mikið. Ömmu langaði til að sjá sig um. Hún var kaupakona í Miðfirði og einnig var hún um tima i vist á Seltjarnarnesi og oft sagði hún okkur frá veru sinni þar þegar við fórum í bíltúr um Nesið. 1921 fór amma sem vinnukona til Snorra Sigfússonar skólastjóra á Flateyri. Þá voru þáttaskil í ævi hennar, því þar kynntist hún afa. Árið 1922 giftist amma Stefáni Guðmundi Brynjólfssyni frá Mosvöllum í Önundafirði, en hann lést fyrir tæpum þremur árum. Hófu þau búskap á Flateyri og eignuðust þau fimm börn. Árið 1967 fluttust þau til Reykjavíkur ásamt foreldrum okkar og þjuggju þau í húsi föður okkar allt til ævi- loka. I Reykjavík starfaði amma fyrst í Hraðfrystistöðinni og síðan hjá BÚR. Hún lét af störfum rúmlega 70 ára. Við systkinin ólumst upp frá fæðingu í sama húsi og amma bjó í og eigum við margar góðar minn- ingar um hana ömmu okkar, t.d. öll þau aðfangadagskvöld sem amma og afi voru hjá okkur. Einn- ig er okkur ofarlega í huga ofan- rituð bæn, sem hún fór svo oft með fyrir börn okkar systkinanna síðustu ár. Amma kunni mikið af ljóðum, enda var hún hagmælt mjög. Guð- finna amma var ætíð glaðleg, og það sem veitti henni mesta ánægju í þessu lífi var að geta glatt aðra. Þessi fáu orð eru rituð sem kveðjuorð frá okkur systkin- unum með þakklæti fyrir það, sem amma var okkur. Guð blessi hana. Helga Guðfinna, Margrét, Stef- án og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.