Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983
25
Ulrica Aminoff
— Minningarorð
Við íslendingar höfum margoft
átt því láni að fagna, að okkur
hafa tengst, einkanlega gegnum
hjúskap, listir og atvinnufyrir-
tæki, — ágætir útlendingar, sem
fest hafa hér rætur á eyjunni
köldu, flutt með sér nýja og ferska
menningarstrauma frá fjarlægum
jafnt sem nálægum löndum, — og
ósjaldan gefið okkur meira en við
gátum veitt þeim.
Oft hefur þetta leitt til heppi-
legrar blóðblöndunar, stuðlað að
því, að við, þessir „fáu, fátæku og
smáu“ — einangruðumst ekki um
of, — og af þessum hjónaböndum
hafa sprottið styrkir stofnar
góðra íslendinga, sem jafnvel oft
hafa skarað fram úr öðrum, og ég
nefni engin nöfn, en þau eru mý-
mörg dæmin, sem þetta sanna, og
óþarft að hafa fleiri orð um.
í dag kveðjum við einn slíkan
útlending, finnsku listakonuna
Ulricu Aminoff, sem lengst af
tíma sínum átti heima í Bolunga-
vík og á Sólheimum, eiginkona
Ingimundar Stefánssonar kennara
á þessum stöðum.
Ulrica Aminoff var á margan
hátt stórbrotinn persónuleiki og
bar með sér svipmót hins mikla
heimsborgara. Ekkert var smátt í
fari hennar. Það er ekki að efa, að
þurft héfur mikinn kjark fyrir
unga konu frá fjarlægu landi, og
jafnvel tungumálið varð fjötur um
fót í fyrstu, — til að setjast að á
jafn fámennum og afskekktum
stað á íslandi og Bolungavík var á
þeim tíma, koma þangað öllum
ókunnug, semja sig að siðum inn-
fæddra og lífsvenjum, — og þó
halda reisn sinni, hvar sem hún
fór, og sýna í dagfari sinu, hæg-
látu og hljóðu, en þó ákveðnu, það
sem engum duldist, að þar fór
óvenjulega vel gerð kona.
Við andlát Ulricu Aminoff
hrannast að mér margar góðar
minningar, því að um 10 ára skeið
voru þau hjón meðal nánustu vina
okkar þar vestur í Bolungavík við
Djúp, — og raunar allar götur síð-
an, þótt vinafundirnir hefðu
strjálast í lífsins önn og amstri,
eins og gengur. En vináttan var
söm við sig, þessi sjaldgæfa, ein-
læga og eilífa vinátta, sem nær út
yfir gröf og dauða. Held ég að
tæpast hafi sá dagur liðið þar
vestra, að við ættum ekki meiri og
minni samvistir, — og á þær féll
aldrei nokkur skuggi, hvort sem
það var í vinaheimsóknum, hvort
hjá öðru, í sambandi við sjálf-
stæðiskvenfélagið Þuríði Sunda-
fylli, í sambandi við leiklist í Fé-
lagsheimilinu, eða með þátttöku í
þessum einstæða músíklúbb í Bol-
ungavík, — alls staðar lögðu
Ulrica og Ingimundur hönd á
plóginn, — og það munaði sann-
arlega um þau handtök í öllu fé-
lagslífi þar vestra.
I Landnámu segir frá völvunni
Þuríði Sundafylli, sem nam land í
Vatnsnesi við Bolungavík. Sú
gæðakona var nú ekki aldeilis
ónýt sjómönnum þar vestra, því að
hún gaf þeim gjöful mið, þar sem
heitir Kvíarmið, og mælti svo um,
að þar skyldi aldrei þrjóta fisk.
Auðvitað vildi hún hafa eitthvað
fyrir snúð sinn, sem ekki er til-
tökumál. Þuríður kom frá Háloga-
landi norðarlega í Noregi, en
Ulrica kom frá Viborg sunnarlega
í Finnlandi, báðar komu þær aust-
an um haf, og hvor með sínum
hætti mörkuðu þær spor í sögu
Bolungavíkur til góðs, — og urðu
báðar víkinni kæru við yzta haf til
heilla.
Með Þuríði Sundafylli kom son-
ur hennar Völusteinn, sem sumir
telja að hafi ort eitthvert fræg-
asta og fegursta kvæði, sem á ís-
lenzkri tungu hefur verið ort;
Völuspá, — en þó eru auðvitað
fræðimenn ekki allir á eitt sáttir
um það atriði, — og má raunar
einu gilda, kvæðið er jafn heill-
andi fyrir það.
En næg ástæða er fyrir því, að
ég minnist Völusteins í sambandi
við Ulricu. Eftirlifandi eiginmað-
ur hennar, Ingimundur Stefáns-
son kennari er skáld gott, sem
máski fáir vita um, enda maður-
inn ekki slíkur að trana sér fram.
Eitt sinn orti hann kvæðaflokk
mikinn og góðan um Bolungavík.
Annar kafli kvæðisins ber heitið:
Harmur Völusteins. Þótt líklega
séu nærri 30 ár síðan kvæði þetta
var ort, finnst mér nú eins og
elskulegur vinur minn, Ingimund-
ur, hafi séð fram í tímann, og lýst
sínum harmi nú í þeim orðum,
sem hann þá orti í orðastað Völu-
steins.
„Brostin er gleði og gæfa
og gengið lífsyndi.
Horfinn er hjarta míns friður
og hugsvölun eina.
Kulnuð er lífsvonin ljúfa
og löngun til starfa.
Auðn er í harmþrungnu hjarta
og hugvana sinni.“
Þau höfðu verið gift í nærri
hálfa öld, deilt blíðu og stríðu,
skuggum og sól, — og líkt og völv-
an á fyrri tímum, sér Ingimundur
í skáldsinni sínu, löngu fyrr,
hvernig honum verði innan-
brjósts, þegar Ulrica er horfin.
Þannig verða oft tengslin við og
umhugsunin um fyrri tíma til þess
að varpa ljósi á atburði, sem síðar
gerast. Og þá leitar skáldið hugg-
unar við sorg sinni í dýrmætri
stuðlagjöf til að bugast ekki, en
svo segir síðar í kvæðinu:
„Birtir og opnast mér augu
og óma ég heyri.
Stuðlar frá skáldgyðjustrengjum
nú streyma um huga.
Ljómi frá ljóðarni helgum
nú leikur um hjarta.
Lít ég nú skapmætti ljóða
og leikandi stuðla."
Það er ekki einsdæmi, að íslenzk
skáld yrki ljóð til að sefa sorg
sína, og nærtækt er Sonatorrek
Egils á Borg.
Ulrica Margareta Aminoff,
finnska listakonan, sem við kveðj-
um í dag í Kópavogskirkju, var
fædd í Viborg í Finnlandi hinn 4.
ágúst 1906, og var því nærri 77 ára
að aldri, þegar hún lést í Land-
spítalanum að morgni fimmtu-
dagsins 14. júlí sl. eftir stutta
legu.
Móðir Ulricu var Ingrid Nyberg,
sem átti ættir að rekja til ein-
hverrar mestu myndlistarættar
Finnlands, einkanlega á sviði
„grafíkur".
Faðir hennar var járnbrautar-
stöðvarstjóri í Viborg, Brunó Am-
inoff, virtur maður, en Viborg var
þá, og er sjálfsagt einnig nú, mikil
tengslaborg við Rússland, í þá
daga við Rússland keisaratímans.
Til marks um það sá ég stól, einn
forláta hægindastól, vestur í Bol-
ungavík, úr búi Brúnós Aminoffs,
á heimili Ulricu og Ingimundar, —
og í þeim stól hafði, Pétur mikli
hvílt sín lúnu bein í eina tið, og
auðvitað þótti stóllinn betri eftir
— ég man mér þótti sérdeilis gam-
an að setjast í stólinn og hann er
enn til. Hver veit nema andi mik-
ilmenna geisli út frá þeirra sitj-
anda?
Ulrica ólst upp í Viborg, gekk
þar í menntaskóla, en hætti námi
í 5. bekk, en þá fannst henni loks
tími til kominn að yfirgefa hinn
hefðbundna skóla til að geta sinnt
alfarið áhugaefnum sínum á sviði
myndlistar, og hóf þá nám við
„Centralskolan för kunstflid" í
Helsinki.
Sannarlega átti Ulrica Aminoff
sér fleiri áhugamál en myndlist-
ina eina, því að heimspekileg og
dulspekileg efni sóttu að huga
hennar, og suður í Dornach í
Sviss, rak Rudolf Steinar heim-
spekingur, náttúrufræðingur og
einhver mesti Goethe-fræðingur
allra tíma, sinn skóla, — og þang-
að leitaði Ulrica til að svala
menntunarþorsta sínum. Það varð
fyrir ungu stúlkuna sannarlega
afdrifarík ákvörðun, — og
einkennilegt er að hugsa til þess,
að öll örlög hennar skyldu ráðin á
því augnabliki.
Víkur nú sögunni til Dornach á
norðvesturhorni Svisslands. Auð-
vitað voru þarna samankomnir
margir nemendur víðsvegar að úr
heiminum. Þetta er á miðjum
millistríðsárunum, árum upp-
lausnar og ruglings á marga vegu,
og leitandi nemendur fundu hjá
Rudolf Steiner, þeim mikla upp-
eldisfrömuði, eitthvert markmið
til að keppa að. Ulrica kom frá
Finnlandi til að læra að mála eftir
Steiners-línunni, — en ég er ekki
svo vel að mér, að ég geti útskýrt
hver sú lína raunverulega var, en
finnst einhvern veginn af kynnum
mínum af Sellu og Ulricu, að þessi
lína hafi boðað frelsi til orðs og
æðis í myndlist, laus við fordóma
alls kyns isma, — og leiðrétti þeir
nú, sem betur vita.
En með komunni til Dornach
voru örlög Ulricu ráðin, þótt henni
yrði það sjálfsagt ekki ljóst fyrr
en nokkrum árum síðar. Á skóla
Rudolfs Steiners í Dornach var
sumsé íslenzk kona, Sesselja Sig-
mundsdóttir, dóttir Kristínar og
Sigmunds Sveinssonar í Barna-
skólanum, og munu þá allir
Reykvikingar kenna, hver hún er.
Ulrica og Sella bundust í Dorn-
ach strax traustum vináttubönd-
um, — og nú upphefst semsagt ör-
lagasaga Ulricu og Ingimundar, —
og undarlegur sá örlagavefur.
Sesselja kom heim til íslands
alþingishátíðarárið 1930, og setti
þá strax á stofn barnaheimili sitt
austur í Grímsnesi, fyrst í Hvera-
koti, en gaf því svo hið fagra nafn,
Sólheimar. Þar var rekið barna-
heimili í senn fyrir heilbrigð börn
og vangefin, — og án þess að á
nokkurn sé hallað, fullyrði ég, að
heimilið á Sólheimum er ein með
merkari uppeldisstofnunum á
landi hér.
Þangað ræðst árið eftir, sem
kennari, ungur maður austan úr
Meðallandi, Ingimundur Stefáns-
son, svo að hann hefur eiginlega
verið með í uppbyggingu Sólheima
frá fyrstu byrjun. Ingimundur
fæddist að Rofabæ í Leiðvalla-
hreppi í Vestur-Skaftafellssýslu
22. des. 1907, og voru foreldrar
hans Stefán hreppstjóri þar Ing-
imundarson hreppstjóra Eiríks-
sonar og kona Stefáns, Margrét
Árnadóttir frá Undirhrauni í
sömu sveit. Ingimundur lauk
gagnfræðaprófi frá Flensborg
1929, og hugði á langskólanám í
Menntaskólanum á Akureyri, var
þar um hríð, en hugur hans var
snemma hneigður til raunvísinda,
einkum á sviði skordýrafræði, og
ferðaðist hann um ísland með dr.
Lindroth hinum sænska, sem
skrifaði bókina „Die Insekten-
fauna Islands", og átti Ingimund-
ur drjúgan þátt í henni.
En efnahagur alþýðufólks var
ekki upp á marga fiska á kreppu-
árunum, og skordýrin flugu sinn
veg, en Ingimundur stundaði fyrst
kennslu á Sólheimum og viðar og
lauk kennaraprófi 1938.
En Sólheimar urðu fyrir Ingi-
mund orð að sönnu, því að árið
1935 réðst Ulrica Aminoff til
starfa hjá vinkonu sinni, Sesselju,
— og sól var úti, sól var inni og sól
í sinni hjá unga fólkinu á Sólheim-
um, og á aðfangadag, 24. des. 1937
ganga Ulrica og Ingimundur í það
heilaga.
Svona eru vefir og voðir örlag-
anna undarlega spunnir á stund-
um, og lítt mun ungu fólki frá Vi-
borg og Meðallandinu hafa grunað
á árum fyrra heimsstríðs, að þetta
ætti eftir að gerast. Enginn ræður
sínum næturstað, stendur ein-
hvers staðar.
Og er nú ekki að orðlengja það,
að nú tók við alvara lífsins af full-
um krafti, og þau „Örkuðu saman
sinn æviveg" upp frá því, fyrst í
Reykjavík, þar sem m.a. Ulrica
vann hjá listamanninum Guð-
mundi frá Miðdal. Svo var það þá
á sjálfu lýðveldisárinu 1944, að
auglýst var laus staða barnakenn-
ara í Bolungavík, — og þangað
sótti Ingimundur, — og eftir sögu-
lega ferð, fyrst með strandferða-
skipi til ísafjarðar og þaðan með
báti til Bolungavíkur, — allir
stjórnendur bátsins við skál, —
varð að lokum að manna bát frá
Bolungavík til að ná kennarahjón-
unum að landi.
Þessi fyrstu kynni af bolvískum
sjómönnum lét Ingimundur sér að
kenningu verða og gerðist hinn
mesti forgöngumaður góðtempl-
ara þegar vestur var komið, en
umbar þó af vizku sinni og góð-
semi jafnan bresti samborgara
sinna, og varð aldrei að ásteyt-
ingarsteini.
Og í Bolungavík eignuðust þau
vinafjöld, — og marga nemendur
Ingimundar hef ég hitt, sem
blessa hann og þakka fyrir kennsl-
una.
Ulrica tók þátt í að búa til
leiktjöld fyrir leiksýningar, hjálpa
til við að farða leikendur og sýndi
á allan hátt kunnáttu sína á hinu
listræna sviði. Á Ingimund hlóð-
ust ýmis félagsmálastörf, svo sem
í verkalýðsfélagi, bókasafni,
hreppsnefnd og Lionsklúbbi, svo
að fátt eitt sé nefnt.
1965 halda þau hjónin loks aftur
að Sólheimum, og þar tók Ingi-
mundur aftur til við kennslu van-
gefinna, en Ulrica hjálpaði vin-
konu sinni Sesselju við allt, sem
til þurfti. Ég er viss um, að öll
störf þeirra Ulricu og Ingimundar
fyrir Sólheimaheimilið voru unnin
af góðum og einlægum hug, — og
veit, að Ulricu eru þaðan sendar í
dag hugheilar kveðjur, einkanlega
frá fjölskyldu Sellu, þótt Sesselja
vinkona hennar hafi fyrir nokkr-
um árum horfið yfir móðuna
miklu.
Það hvíldi strax í upphafi mikil
heiðríkja yfir starfinu á Sólheim-
um, bjartsýni Sellu og vina henn-
ar, var fljótlega hafin yfir allan
efa, — og þótt í fyrstu hafi sumir
svartsýnisvaldamenn viljað reka
hornin í þetta frjálshuga starf þar
eystra, hefur með tímanum vaxið
skilningur á þeim góðverkum, sem
þar hafa í gegnum tíðina verið
unnin, — og í því sambandi má
ekki gleyma, hve Sellu á Sólheim-
um munaði um hjálpina og hand-
takið frá Lionsklúbbnum Ægi, —
og hjálp Uiricu hinnar finnsku og
Ingimundar úr Meðallandinu mun
heldur ekki gleymast.
f löngu hjónabandi þessara öðl-
ingshjóna eignuðust þau 3 börn.
Elzt er Blanca, f. 1941. Hennar
maður er Vilhjálmur Guðmunds-
son, bóndi í Önundarholti í Vill-
ingaholtshreppi í Árnessýslu.
Börn Blöncu eru Ingimundur,
Gréta, sem gift er Norðmanni í
Noregi og á 2 börn, Guðmundur og
Elsa.
Næst í röðinni er Helga Sigur-
lín, f. 1943. Hennar maður er Árni
Jóhannesson frá Gröf í Skaftár-
tungum, nú verzlunarmaður í
Kópavogi, og börn Helgu eru Karl,
Jóhanna Margrét og Úlrikka.
Yngstur er svo Jan Agnar,
kennari vangefinna við Safamýr-
arskóla, jafnframt útlærður garð-
yrkjumaður, fæddur í Bolungavík
1946. Kona hans er Guðrún Elsa
Garðarsdóttir, og börnin tvö,
Garðar Hannes og Berta Margrét.
Það var svo sem ekki kynslóða-
bilið til staðar á heimili Ulricu og
Ingimundar vestur í Bolungavík,
hvort sem var á Þjóðólfsvegi eða
Hafnargötu, því að með þeim
hjónum og börnum þeirra fluttist
með þeim móðir Ingimundar,
Margrét, fædd 1878, og dvaldist
hjá þeim hjónum til æviloka, mjög
elskuleg kona, sem svo sannarlega
lagði sitt til heimilisbragsins, og
ég og mín fjölskylda minnumst
með hlýhug.
Þegar Bolungavíkurdvölinni
lauk, og þau fluttust aftur til Sól-
heima, tók Ulrica til við myndlist-
ina, sem aldrei hafði fallið niður,
því að á árunum vestra hafði hún
fengist nokkuð við málun á flauel,
og má heldur ekki gleyma hjálp
hennar við leiktjöld, sem ég get
bezt borið um, sem leikstjóri fjöl-
margra leikrita þar vestra.
En nú voru það harðari efni,
sem listamannshendur Ulricu fóru
um. Nú var það steinninn harði og
viðurinn, sem fékk sinn skammt
af fögrum litum, og hún hélt m.a.
sýningu á verkum sínum á Selfossi
í eina tíð. Á Sólheimum naut
Ulricu sannarlega við, því að hún
kenndi börnum handmennt ýmsa,
— og lagði loks á nýjan leik í för
aftur til Sviss til að fullkomna sig
í þeirri erfiðu kennslugrein: Málað
með sjúkum.
Hendur Ulricu voru bornar
víðsfjarri íslandi. Hvort þær voru
hrjúfar eða ekki, kann ég engin
skil á, hvort þær báru keim af
keisaratímum Rússlands, frels-
isstríði Finnlands, eða einhverju
öðru, — veit ég ekkert um, — en
um eitt veit ég, — að hendur henn-
ar voru kærleikshendur, — löngun
þessara handa var til að líkna,
löngun til að fræða og kenna,
þetta var fyrir Ulricu Aminoff
hugsjón, — og það er alltaf erfitt
að drepa hugsjón, enda lét Ulrica
ekki deigan síga fyrr en í rauðan
dauðann.
Hún ætti svo sannarlega skilið
af mér, að betur væri um hana
skrifað, en ég get ekki betur skrif-
að. Hún var í mínum augum heil-
steyptur persónuleiki, — og maður
fór í engar grafgötur um hvar
maður hafði hana. Það var
ánægjulegt að kynnast henni og ég
þakka henni hjartanlega samver-
una við mig og fjölskyldu mína.
Auðvitað er það Ingimundur,
vinur minn um tugi ára, Blanca,
Helga og Jan, sem mest hafa
misst og börnin þeirra. Við hér á
Harrastöðum samhryggjumst
ykkur af einlægum hug út af missi
Ulricu, en ég held ég gefi vini mín-
um mæta, Ingimundi, orðið aftur
til að enda þessa grein með síðasta
erindinu úr Harmi Völusteins,
sem svo hljóðar:
„Andinn, sem orð gefur skáldi
er eilífur máttur.
Upphaf og orka í sköpun
og ástin í hjarta.
Lífið í blórni og barmi
er bindur í eining,
alföður, orku og manninn
i eilífu lífi.“
Fari svo vel, mín kæra Ulrica,
og hafi beztu þakkir fyrir við-
kvnninguna, og vera okkur sérleg-
ur sendiherra hjá Sánkti Pétri við
Hið gullna hlið, þar í gegn við ein-
hverntímann göngum í fótspor
hennar.
Friðrik Sigurbjörnsson
t
Þökkum innilega auösynda samúö og vinarhug viö andlát og útför
eiginmanns míns, fööur okkar og afa,
JÓNS HELGASONAR,
vélvirkja,
Krókatúni 15, Akranesi.
Sigurlaug Sveinsdóttir,
Helgi Jónsson, Björg Karlsdóttir,
Sveinn Jónsson, María Ólafsdóttir,
Guórún Jónsdóttir, Vilhjélmur Þór Guömundsson,
Rósa Jónsdóttir
og barnabörn.