Morgunblaðið - 22.07.1983, Side 27

Morgunblaðið - 22.07.1983, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JtJLl 1983 27 ur, sem kvaddur er í dag hinstu kveðju. Hafi hann þökk fyrir hverja samverustund og öll kynni og fyrir að vera eins og hann var. Barði Friðriksson Ekki man ég lengur hvenær við Eðvarð hittumst í fyrsta sinn, sjálfsagt í einhverri kjaradeilu, en mér er enn minnisstætt með hve mikilli virðingu var talað um hann mín megin við borðið. En eftir því sem ég hitti hann oftar, já og samdi við hann oftar, fór ég að skilja betur hvað olli, því Eðvarð var einstakur maður, það þurfti í raun aldrei að gera skriflegan samning við hann, handsal frá honum var meira virði en nokkur skrifaður samningur getur nokk- urn tíma orðið. Eðvarð var hlýr maður, hygg- inn, traustur og heiðarlegur og trúr sínum hugsjónum, fastur fyrir og lagnasti samningamaður, sem ég hef kynnst. Nýjasta dæmið er kjarnasamningur frá 1981, mér er til efs að hann hefði nokkurn tíma náðst í gegn án hans atfylgis. Við hittumst í síðasta sinn í lok maí og ræddum þá einslega um erfitt mál og viðkvæmt, þó ekki í tengslum við kjarasamninga. Eð- varð var mikið kappsmál að leysa málið á þann hátt sem hann vildi, en ég var honum ósammála og sagði mundu beita mér sem ég mætti til að stöðva málið. Að venju fór svo að hann hafði fullan sigur í málinu, ég varð að láta í minni pokann og þótti súrt í broti. Þegar ég frétti lát hans voru fyrstu viðbrögðin hinsvegar þau að samgleðjast með að hafa komið þessu hjartans máli sínu farsæl- lega í höfn. Ég sakna trausts vinar og vona að fsland verði þeirrar gæfu að- njótandi að eignast syni slíka sem Eðvarð Sigurðsson var. Davíð Sch. Thorsteinsson. í dag er kvaddur merkur íslend- ingur, Eðvarð Sigurðsson, frá Litlu Brekku í Reykjavík. Ég átti því láni að fagna að kynnast Eðvarði fljótlega eftir að ég fluttist til Reykjavíkur upp úr 1950 og lágu leiðir okkar víða sam- an upp frá þeim tíma, þar til hann féll frá. Mig langar því á kveðjustund að votta virðingu mína og færa hon- um einlægar þakkir fyrir góða samfylgd og vinarþel á umliðnum árum. Segja má, að leiðir okkar Eðvarðs, á þeim starfsvettvangi innan verkalýðshreyfingarinnar sem leiddi til náinna kynna, hafi um margt verið gjörólíkar og lífsviðhorf til ýmissa hluta þar af leiðandi önnur. En hvað sem því leið, var það markmið sameigin- legt, að unnið skyldi að því eftir beztu getu og með tilliti til kring- umstæðna að bæta og efla lífskjör almennings í landinu. Á því sviði var Eðvarð Sigurðsson óumdeild- ur fremsti forustumaður íslenzkr- ar verkalýðshreyfingar í áratugi, ekki eingöngu vegna stöðu sinnar sem formaður Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar í Reykjavík, eða annarra samtaka sem hann var kjörinn til forustu í, heldur vegna óvenjulegra hæfileika til að móta og setja fram stefnumarkandi mál og leiða þau til farsælla lykta fyrir launafólk í landinu. í þeim efnum átti Eðvarð fáa sína líka. Er því mikið skarð fyrir skildi í þjóðlífinu við fráfall þessa mæta manns. Með stillingu og frábærri ró- semi gat Eðvarð Sigurðsson lægt öidurnar og leitt menn með gjör- ólíkar skoðanir til farsæls sam- starfs. En ef því var að skipta gat hann verið harður sem stál, en aldrei óvæginn. Eðvarð Sigurðsson var hógvær maður og lítillátur og lítið um það gefið að berast mikið á. Við nána kynningu frann maður, að þessi landsfrægi verkalýðsforingi hefði helzt kosið að geta komið velferð- armálum alþýðunnar áfram án mikils fyrirgangs eða frásagna í fjölmiðlum. En hann gerði sér góða grein fyrir mikilvægi þess, að fólkið væri vel upplýst um fram- gang mála og þau skýrð á þeim vettvangi. Vandaður og skýr málflutningur hans vakti traust og tiltrú. Orð Eðvarðs við lausn erfiðra vandamála í samskiptum ríkisvalds, verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda voru gulls ígildi. Það hafa íslendingar reynt. Þróun atvinnu-, ibúða- og lífeyr- ismála síðustu áratugi hefði ekki orðið með jafn jákvæðum hætti, launafólki í hag, og raun ber vitni, ef Eðvarðs hefði ekki notið við. Til eru þeir sem telja að í þess- um efnum hafi verið of langt gengið til móts við óskir og kröfur verkalýðshreyfingarinnar. Er það mat á miklum misskilningi byggt, sem byggist annað hvort á þekk- ingarleysi á högum launafólks eða afturhaldssemi, sem á enga sam- leið með sóknarhug dugnaðar- manna, sem takast á við viðfangs- efni framtíðarinnar í sókn þjóðar- innar til betri lífskjara. Baráttan fyrir betra þjóðfélagi heldur stöð- ugt áfram í síbreytilegum mynd- um. Þar er enginn lokapunktur, heldur stöðugt framhald. Fram- hald, sem verður að vinna að með festu og rósemi, þar sem yfirsýn yfir fjölbreytileik mannlegra sam- skipta er vegin og metin á grund- velli góðleika og velvilja í garð annarra. í lífi og starfi vann Eðvarð Sig- urðsson í þessum anda. Þrátt fyrir gjörólíkar skoðanir á ákveðnum viðkvæmum sviðum stjórnmála, þar sem skil geta orð- ið milli vina, varð ég þess aldrei var, að það hefði áhrif á trúnað okkar í milli eða samstarf að verkalýðsmálum. Þar sem við vor- um á sama tíma í forustu tveggja stórra verkalýðsfélaga i Reykjavík í rúma tvo áratugi, reyndi oft á þetta. í upphafi þessa samstarfs hafði hann þegar áratuga reynslu í þessum málum, en ég svo til enga. Eðvarð var þá, sem síðar, óum- deildur forustumaður íslenzkrar verkalýðshreyfingar, en aldrei varð ég þess var, að hann beitti þessum aðstöðumun sjálfum sér eða sínum félögum til framdrátt- ar. Heiðarlegt mat og drengileg afstaða til manna og málefna réði afstöðu hans. Með miklum söknuði kveð ég þennan góða mann, sem í sögu ís- lands mun verða talinn til lands- ins beztu sona. Ég votta eiginkonu hans og ástvinum innilega samúð. Guðmundur H. Garðarsson Hinn 9. júlí sl. lést Eðvarð Sig- urðsson skyndilega austur á Egils- stöðum, þar sem hann var í sumarfríi. Þótt við sem þekktum til og störfuðum með Eðvarð viss- um um sjúkleika hans, þá datt okkur fæstum eflaust til hugar að svo brátt bæri andlát hans að. Ég hafði talað við hann nokkr- um dögum áður til þess að til- kynna honum andlát vinar okkar og samstarsfélaga, Sigurðar Guð- geirssonar, og ræddi þá við hann um að gera ráðstafanir til þess að hann kæmist til að vera við jarð- arför Sigurðar og fara aftur aust- ur sama dag. En ekki fara allir hlutir eins og maður ætlar, því á sunnudag var mér tilkynnt andlát Eðvarðs. Og á mánudag var ég viðstaddur komu kistu með líki hans og skömmu síðar sama dag kistulagningu Sigurðar Guðgeirs- sonar. Ég kynntist Eðvarð fyrst er ég kom inn í stjórn Dagsbrúnar 1958. Ekki veit ég hvað olli því að ég tók sæti í stjórn félagsins, en ekki er mér grunlaust um að hann hafi átt sinn hlut í þeirri ákvörðun. Á milli okkar tókst strax góð vinátta og skilningur sem hélst alla tíð, eða þar til sá batt enda á, sem öll bönd slítur. Eðvarð Sigurðsson var einstök- um gáfur gæddur og gat tileinkað sér flóknustu mál, sem aðrir þurftu langskólanám til að nema. Hann naut ekki langs skólanáms í æsku en var þeim mun áhugasam- ari að fræðast um það sem hann hafði áhuga á. Eðvarð tileinkaði sér strax á unglingsárunum baráttuna fyrir bættum kjörum verkafólks og barðist ótrauður fyrir rétti þess alla tíð. Hann var einn þeirra fáu íslendinga sem settur var á bak við lás og slá fyrir þá sannfæringu sína. Þrátt fyrir það náði hann því að vera kjörinn á Alþingi íslend- inga og sitja þar í áratugi og njóta virðingar allra þeirra sem honum kynntust og vinna þar að mörgum hagsmunamálum íslenskrar al- þýðu. Ég held að enginn sem kemst í forystusveit íslenskrar verka- lýðshreyfingar geti óskað sér betri leiðbeinanda en Eðvarð Sigurðs- son, og hafi ég nemandinn ekki numið fræðin er það ekki læri- meistaranum að kenna heldur tor- næmi nemandans. í stjórn eins stórs félags og Dagsbrúnar getur ekki einn mað- ur farið með alla samningagerð, því höfum við skipt þeim á milli okkar. Ég neita því ekki að ég sakna þess innilega að geta ekki tekið upp símann og spurt vin minn Eðvarð ráða þegar mér hef- ur fundist ég einn og ráðalaus, nú er þetta samband rofið. Með Eðvarð hef ég misst góðan vin, ég sakna þeirra stunda er ég fór til hans í næsta herbergi til að ræða málin, bæði þau sem voru félagsleg og eins um lífið og tilver- una, sem við gerðum oft. Eg mun ekki rekja hér lífshlaup Eðvarðs, til þess verða aðrir, en ég verð að segja það að kynni mín af Eðvarð Sigurðssyni hafa auðgað líf mitt. Á stundum fannst mér hann um of íhaldssamur og þröngsýnn. Ég minnist þeirra stunda þegar ég, sem fannst ég ansi ungur, kom til hans og sagði: „Þetta gengur ekki lengur Eðvarð, við verðum að gera eitthvað í málinu". Þá svaraði hann: „Halldór minn, finnst þér þessi mynd á almanakinu ekki fal- leg?“ Hvað segja menn þegar svona er svarað, þeir verða orð- lausir og fara að hugsa málið bet- ur. En eitt kenndi Eðvarð mér og það var að gefast ekki upp heldur þrauka, en vera þó tilbúinn að víkja frá ýtrustu kröfum, og þrátt fyrir að ekki væru sett á blað öll þau mál, sem menn urðu sammála um, þá stæði það sem sagt hafði verið. Nú er Eðvarð Sigurðsson allur og við Dagsbrúnarmenn höfum á skömmum tíma séð á bak tveim af okkar ágætustu félögum. Þau eru þung sporin þessa dagana, en hvað um það við söknum og tregum góða félaga, en jafnframt erum við þakklátir fyrir að hafa kynnst slíkum mönnum, og fengið tæki- færi til að starfa með þeim. Guðrún mín, ég færi þér og öll- um aðstandendum Eðvarðs inni- legustu samúðarkveðjur mínar og konu minnar. Halldór Björnsson Þegar mér var tilkynnt að hann Eðvarð væri dáinn setti að mér hljóðan harm. Horfinn var einn af mínum mætustu vinum. Vinur sem alltaf átti hlýlegt bros og uppörvandi orð. Hann sem hafði svo ótal mörgu að sinna, að undur var hvernig einn maður gat af- kastað og afrekað svo miklu sem hann gerði, en átti samt alltaf tíma til að ræða við stelpugopa sem mig, þegar ég leitaði til hans og ætíð reyndist hann mér vel. Að eiga menn eins og Ebba að vini er mikil gæfa. Það er auðlind sem aldrei mun þverra. Fyrir það er ég ákaflega þakklát. Ekki ætla ég mér hér að tíunda öll störfin hans, en það ætla ég að öllu launafólki sé ljóst hve gífurlega miklu þrek- virki Ebbi áorkaði til hagsbóta og hagsældar fyrir alþýðu þessa lands. Fyrir 12 árum var Ebbi svo lánsamur að kynnast konu sinni, Guðrúnu Bjarnadóttur. Greinilega naut hann mjög þeirrar hamingju sem hún veitti honum þessi ár, því hann geislaði sem unglingur af gleði og stolti í návist hennar. Söknuður okkar allra er mikill, þó Guðrúnar mestur. Minningin um tryggan, trúfastan og góðan dreng mun ætíð lifa í hjörtum okkar, sem vorum svo giftusöm að fá að kynnast Eðvarði Sigurðssyni á lífsbraut okkar. Kristín Jóna Halldórsdóttir Við sósíalistar og verkalýðs- sinnar trúum því að mennirnir móti sína sögu sjálfir. Barátta okkar fyrir jafnrétti, bræðralagi og frelsi er háð í þessari trú. í dag kveðjum við einn virtasta forystumann íslensks verkafólks um áratuga skeið. Ef hægt er að segja að einn maður móti sögu samtiðar sinnar öðrum fremur, þá gildir það um Eðvarð Sigurðsson. Hinir miklu sigrar verkalýðs- hreyfingarinnar sem áunnist hafa hin síðari ár, náðust ekki síst fyrir tilstuðlan þeirra manna sem kunnu að setja hagsmuni fjöldans ofar eigin hag, manna eins og Eð- varðs. Svo samofin er saga verka- lýðshreyfingarinnar, sigrar henn- ar og saga Éðvarðs Sigurðssonar, að þar verður vart skilið í milli. Það þarf djörfung til þess að standa í eldlínu baráttunnar og hvika hvergi. Mótlæti, m.a. tugt- húsvist, haggaði hvergi óbifan- legri trú Eðvarðs á hugsjónum sínum, hagsmunum verkafólks. Það var hans líf. Ég átti því láni að fagna að fá að þekkja og starfa með Eðvarð Sigurðssyni frá haustmánuðum 1981. Ég kynntist djúpvitrum, nákvæmum raunsæismanni og einum heiðarlegasta verkalýðs- sinna sem ég hef hitt. Fyrir það og þann lærdóm sem hann gaf mér vil ég þakka. Eiginkonu hans og öðrum aðstandendum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Skúli Thoroddsen. Mánudaginn 11. þessa mánaðar var ég ásamt fjölskyldu minni staddur í húsi danska Verka- mannasambandsins í Kaup- mannahöfn. Vegna andláts vinar míns, Sigurðar Guðgeirssonar, þurfti ég að hafa símasamband við skrifstofu Verkamannasambands íslands í Reykjavík. Þegar ég hafði lokið erindi mínu sagði Kolbrún: „Ég segi þér slæmar fréttir, hann Eðvarð er dáinn." Tilfinningum mínum á þessari stundu reyni ég ekki að lýsa. Mað- urinn með ljáinn hafði gerst óvenju nærgöngull. Á aðeins viku hafði hann hrifið á brott tvo af mínum bestu vinum og helstu samverkamönnum allt frá því að við hjónin fluttum tl Reykjavíkur haustið 1964. Með Eðvarð Sigurðssyni er horfinn af vettvangi einn af áhrifamestu og sterkustu forystu- mönnum, sem samtök verka- manna hafa eignast, forystumað- ur, sem var hertur af fátækt og miskunnarleysi kreppuáranna, maður, sem aldrei eitt andartak missti sjónar á því, sem hann taldi verkafólki vera fyrir bestu hverju sinni, maður, sem hugsaði eins og verkamaður til hinnar hinstu stundar. Allt frá því að vinstri menn undir forystu þess mæta manns, Sigurðar heitins Guðnasonar, unnur sigur í stjórnarkjöri í Verkamannafélaginu Dagsbrún árið 1942 og til aðalfundar félags- ins 1982 átti Eðvarð sæti í stjórn félagsins, fyrri helming tímabils- ins sem ritari og síðar helminginn sem formaður, og starfsmaður Dagsbrúnar var hann frá 1944 til æviloka. Allan þennan tíma Tar hann helsti forystumaður félags- ins og raunar ekki aðeins forustu- maður verkamanna í Reykjavík, heldur og verkafólks á öllu land- inu og launþegahreyfingarinnar innan ASÍ, en í miðstjórn ASÍ átti hann sæti um langt skeið. Eðvarð átti stærstan hlut í samningum Dagsbrúnar og at- vinnurekenda, en þeir samningar urðu síðar fyrirmynd saminga annarra verkalýðsfélaga og eru meginstofn þess samnings Verka- mannasambandsins, sem í gildi er í dag. Hæfni Eðvarðs sem samninga- manns launþegasamtakanna var óumdeild jafnt af samherjum sem þeim er „sátu hinum megin við borðið" og þá ekki síður vand- virkni hans og heiðarleiki. Orð hans voru jafngild skriflegum samningi og virðing fyrir þeim samningum, sem gerðir voru, var hafin yfir allan efa. Þegar almennu verkalýðsfélögin tóku þá ákvörðun að stofna Verka- mannasamband íslands árið 1964, var Eðvarð kjörinn fyrsti formað- ur þess, og gegndi hann því starfi allt til haustsins 1975, eða sem næst í llVfe ár. Hann átti því manna mestan þátt í því að móta starf og stefnu sambandsins í upp- hafi og að þeim grunni mun það lengi búa. Hér verður engin tilraun gerð til þess að rekja störf Eðvarðs, en öll miðuðu þau að því að gera hlut þeirra, sem minnst máttu sín og versta aðstöðu höfðu til þess að koma ár sinni fyrir borð, betri, og sem bestan, ég minni aðeins í því sambandi á hlut hans í atvinnu- leysistryggingunum, og lífeyris- sjóðum, en þeim helgaði hann krafta sína mest síðustu árin. Þó að við Eðvarð Kristinn Sig- urðsson, eins og hann hét fullu nafni, hefðum þekkst um allnokk- urn tíma sem samherjar í verka- lýðsmálum og á pólitísku sviði, tókust ekki með okkur verulega náin kynni fyrr en ég gerðist starfsmaður Verkamannasam- bands íslands haustið 1964. Með Eðvarð var ákaflega gott að vinna, hann var ljúfmenni í umgengni, hjartahlýr og elskulegur og ávallt gott til hans að leita. Yrði manni eitthvað á í messunni eins og sagt er, var bent á það með hógværum orðum og alvöruþunga, en aldrei á særandi eða móðgandi hátt. Þessi fáu fátæklegu orð eiga ekki að vera nein tæmandi lýsing á störf- um hans eða honum sjálfum, held- ur persónuleg kveðja til hans sem vinar og félaga og ekki síst sem læriföður. Samstarfið við Eðvarð og minningin um hann er mér og okkur hjónunum dýrmætur fjár- sjóður, minning sem endist til æviloka. Um hann má segja, „að þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið". Ein minning um manninn Eð- varð Sigurðsson er mér ljóslifandi. Við hjónin voru stödd í nokkru fjölmenni, trúlega á einhverjum fundi, og svo stóð á, að María var nýstaðin upp úr nokkuð alvarleg- um veikindum. Á þessum fundi var Eðvarð einnig staddur og þeg- ar hann sér okkur, kom hann rak- leitt til okkar og heilsaði Maríu með sínu fágætlega hlýja hand- taki og þeim yl og ástúð í allri framkomu að yljaði til innstu hjartaróta. Slíkur var maðurinn Eðvarð Sigurðsson. Og þá er aðeins eftir að kveðja. Þá eru orð til lítils. Hinsta kveðja til vinar og félaga verður aldrei með orðum tjáð. Guðrúnu og öðrum vinum og ættingjum sendum við hjónin okkar einlægustu samúðar- kveðjur. Þórir Daníelsson. Kirkjur á iandsbyggdinni Messur á sunnudag SIGLUFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 i satnaö- arheimilinu. Nýtt messuform kynnt. Sr. Vigfús Þór Árnason. ST ADARBAKK AKIRKJA: Messa á sunnudaginn meö þáttöku prófasts og fleiri gesta í tilefni þess aö viögerö á kirkj- unni er lokiö. Sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.