Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 Fyrir rúmlega 20 árum: Með David Ben-Guríon á íslandi Gftir Fritz Naschitz, aðalræðismann íslands í ísrael Sjötta og sídasta bindi endurminninga sinna frá heimsstyrjöldinni síðari nefnir Winston Churchill „Triumph and Tragedy“. „Sigurhrós“ sem er lykil- orð að sigrinum yfir djöfulæði mannlegra fólsku- verka, og „harmleik“ sem tregasöng yfír þeim milljónum manna, sem urðu heimsyfírráðabrjálæð- inu að bráð. Og „tragedy“ einnig af því að þrátt fyrir yfírburðasigur bandamanna skyldi þó ekki takast að færa hinni hrjáðu og óttasiegnu heims- byggð frið. I eftirmála þessa 5000 blaðsíðna doðrants getur að líta eftirfarandi játningu: „Ég ætti ekki skilið mér auðsýnt traust og veglyndi, ef éjg léti undir höfuð leggjast að hrópa til ykkar: „Afram, mark- visst, þar til verkinu er að fullu iokið, og það stendur eftir fullmótað og meitlað!““ Stofnandi Ísraelsríkis ísrael átti einnig sinn „Church- ill“ með hugsjónir, sem voru mjög í sama anda og hugmyndir hins víðsýna brezka stjórnmálafor- ingja um skipan mála í framtíð- inni: Þessi maður var David Ben- Gurion. Honum tókst með óhagg- anlegri vissu um brennandi köllun sína að bera lífshugsjónina fram til sigurs: Stofnun og stjórn ríkis ísraels — en þann frið, sem allir þráðu, megnaði ekki heldur hann að tryggja. Ben-Gurion var það fullljóst, að ríkisvaldið rekur pólitík og mark- ar stefnuna, en þjóðin — sem byrðin er lögð á og verður að standast þolraunir — hún lifir og hrærist í heimi tilfinninganna. Auk þess sem hann hafði til að bera strangagað sjálfsmat, bjó hann einnig yfir nær óbrigðulu minni á einstök smáatriði, sem gerði honum kleift að greina vandamálin fljótt og taka ákvarð- anir. Það vildi svo vel til, að ég átti þess kost að sannreyna, hve glögg- an skiling á raunveruleikanum Ben-Gurion hafði í reynd til að bera. Það var í hans verkahring sem forsætisráðherra að sannfæra umheiminn um vilja hins forn- unga ríkis til friðsamlegrar upp- byggingar og auk þess að vinna til fylgis samherja, sem hefðu til að bera skiling á þörf ísraela fyrir öryggi, en megnuðu — með því þó að halda í hvívetna í heiðri ráð- stafanir til þjóðréttarlegrar verndar minnihlutans í landinu — gegnum samskipti á hinu andlega og efnahagslega sviði að leggja fram drjúgan skerf, viðkomandi ríkjum til gagnkvæmra hagsbóta. Undirbúningur hinnar opinberu heimsóknar Það var í alla staði eðlilegt, að með þeim efstu á heimsóknarlista Ben-Gurions væru Norðurlöndin fimm, byggð framfarasinnuðum frjálslyndum þjóðum, sem vísað höfðu hugmyndafræði alræðisins algjörlega á bug. Þegar mér hafði verið skýrt frá þessari fyrirætlun setti ég mig í samband við íslenzk stjórnvöld til að reifa þetta mál. Innan viku barst mér svo aftur orðsending frá utanríkisráðherra íslands með fyrirmælum um að bjóða David Ben-Gurion í heimsókn til hins sögufræga eylands með elzta þing- ræðislega lýðræði veraldar. Eins og mér bar, hafði ég þegar í stað samband við ritara forsætisráð- herra, hr. Itzhak Navon — núver- andi forseta ísraels — og það varð að samkomulagi milli okkar, að ég kæmi til viðtals við forsætisráð- herra hinn 14. ágúst 1962. Hinar fjörlegu og einkar alúð- legu viðræður okkar, sem stóðu reyndar mun lengur en ráð hafði verið fyrir gert, snerust aðallega um sögulegar hefðir þess þjóð- lands, sem gista átti, núverandi stefnu þess í alþjóðamálum, um áætlanir landsins á sviði fram- þróunar, svo og um menningarleg- ar og félagslegar framfarir, sem orðið hefðu í landinu að undan- förnu. — Ben-Gurion var kunnugt um sérstöðu íslenzkrar tungu meðal germanskra mála af við- ræðum sínum við þáverandi menntamálaráðherra Islands, Gylfa Þ. Gíslason prófessor, sem komið hafði í opinbera heimsókn til ísraels árið 1956. Við það tækifæri mælti hinn ísraelski gestgjafi þessi fleygu orð: „ísrael er land Bókarinnar og ísland er land bókanna" — og hafði þá hina bókhneigðu þjóð af víkingakyni í huga, sem árlega gefur út flestar bækur miðað við höfðatölu. — Eftir viðræður okkar séndi ég David Ben-Gurion allmörg fræði- rit, sem hentuðu einkar vel til þess að veita öllu nánari vitneskju um ýmsar hliðar á rúmlega ellefu hundruð ára sögu þessa nyrzta ríkis Evrópu. Koman til íslands Þegar David Ben-Gurion kom i hina opinberu heimsókn sína til Norðurlanda, var eiginkona hans, Paula, dóttir þeirra, Raanana, og ritari forsætisráðherra, Itzhak Navon, f fylgdarliði hans, en auk þess einnig Ben-David, hermála- fulltrúi (en hann varð síðar sendi- herra fsraels i Eþíópíu og fórst þar í flugslysi), Arie Aroch, sendi- herra, allmargir háttsettir emb- ættismenn ísraelska utanríkis- ráðuneytisins, öryggisverðir úr ísraelsku leyniþjónustunni, svo og fulltrúar úr blöðum og útvarpi. David Ben-Gurion Fyrsti viðkomustaðurinn á hinni tveggja vikna för hans um Norðurlönd var Stokkhólmur, því næst kom röðin að Noregi, Finn- landi og Danmörku, en þaðan flugu svo ísraelsku gestirnir til ís- lands. Á miðnætti hinn 12. september 1962 lenti svo flugvél þeirra í aus- andi rigningu á Reykjavíkurflug- velli, sem var fagurlega skreyttur í tilefni heimsóknarinnar. Gest- irnir voru kynntir íslenzkum frammámönnum undir heilu þaki af regnhlífum. Ég hafði komið til landsins viku áður ásamt konu minni til þess að fylgjast með öll- um undirbúningi heimsóknarinn- ar og til að útskýra allar aðstæður fyrir gestunum. Hinni nákvæmlega skipulögðu dagskrá heimsóknarinnar var fylgt út i æsar, og fannst ísraelsku gestunum greinilega mikið til um, hve vel tókst til um framkvæmd allra atriða dagskrárinnar. Á Þingvöllum Hápunktur hinnar prótokollískt þéttskipuðu stundaskrár heim- sóknarinnar var skoðunarferð, sem farin var til sléttra valla, um- girtum klettum, uppi í fjöllunum um 50 km frá höfuðborginni. Á þessum stað lýstu íslendingar yfir stofnun sjálfstæðis íslenzks ríkis árið 930. Fyrsta þjóðþing veraldar, kallað alþingi, kom hér saman ár- lega, allt þar til þjóðin glataði sjálfstæði sínu árið 1262. (Lýð- veldið ísland var svo ekki stofnað aftur fyrr en 1944.) Fundarstaður þessa löggefandi þjóðþings, sem stofnað hafði verið fyrir meira en þúsund árum, var auðkenndur með eirskildi, og sjálfur staðurinn hreif mjög hinn einlæga forvígismann ísraelska þjóðþingsins, Ben-Gurion. Yfir hinu töfrandi landslagi með sínum háu, þverhníptu basaltveggjum, sem myndast höfðu við eldgos fyrir 8000 árum, hvílir friðsæld og kyrrð, „og það getur ekki verið nein tilviljun sem réð því“, sagði ísraelski þjóðarleiðtoginn, „að fyrr á öldum skyldu hin örlagarík- ustu málefni þjóðarinnar, sprottin upp af ölduróti þeirra stormasömu tíma, vera leidd til lykta einmitt á þessum stað“. Þetta snjalla orðfæri Ben-Gur- ions minnti helzt á orðsnilld Churchills, enda var „sá gamli" — eins og Ben-Gurion oft var nefnd- ur — þrautþjálfaður og skólaður í umræðum á ísraelska þinginu. Fyrir þessi orð hans þökkuðu gestgjafarnir með dynjandi lófa- taki. Þessu næst fékk ísraelski þjóðarleiðtoginn íslenzka forsæt- isráðherrann, Ólaf Thors, til að útskýra nánar fyrir sér þingsköp, valdsvið og löggefandi hlutverk al- þingis til forna. Það má skjóta því hér inn í, að ég hafði að beiðni ólafs Thors skýrt fyrir honum stöðu mála í ísrael og einnig afhent honum ým- is fræðirit um land mitt og þjóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.