Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 ekki vilja hagnast á brennivíns- eða tóbakssölu eða einhverju því sem mér finnst vera neikvætt. Mér finnst aftur á móti ekkert neikvætt við það að selja fólki á öllum aldri fatnað. Ég held að föt geti haft mjög góð áhrif á fram- komu fólks, því líður betur ef það er vel klætt. Sömuleiðis hef ég selt hljómlist og skó og mér finnst þetta allt jákvætt og er stoltur af því. Við höfum einnig verið að framleiða vöru sem einhvern vantar og erum um leið að skapa vinnu fyrir fjölmarga svo að ég skammast mín ekkert fyrir þetta nema síður sé. Tískufyrirbrigði geta verið bæði jákvæð og nei- kvæð og ég held að fatatíska sé fremur af hinu góða. Aftur á móti fylgdi bítlatískunni á sínum tíma ýmislegt neikvætt, þar á meðal eiturlyfjaneysla, sem ég barðist á móti með oddi og egg á sínum tíma.“ Þetta minnir okkur á, að þú hefur stundum gengið fram fyrir skjöldu með ýmis málefni og talar þá gjarn- an eins og hugsjónamaður? „Já, það má kannski segja að ég hafi alltaf verið að burðast með einhverjar hugsjónir, sem sumir hafa misskilið vegna þess að ég stunda viðskipti og þeir telja að slíkur maður geti ekki haft hug- sjónir, hann hljóti alltaf að vera að hugsa um hvað hann geti grætt á þessu. Mér er það sérstaklega minnisstætt í sambandi við eitur- lyfjamálin, að ég lagði mikið á mig til að kynna mér þessi mál og fékk til liðs við mig ungt fólk, sem var áberandi í poppinu á þessum tíma. Við héldum blaðamannafund þar sem við kynntum þessi mál og vör- uðum við hættunni og um leið og ég hafði lokið forspjallinu gall við í einhverjum: Og hvað græðir Kamabær svo á þessu? Ég held ég hafi sjaldan orðið fyrir eins mikl- um vonbrigðum og með þennan fund og raunar allar undirtektir yfirvalda í þessu máli, sem voru vægast sagt niðurdrepandi, en það er önnur saga. En eins og ég sagði áðan finnst mér ekkert athugavert við það að græða um leið og aðrir hagnast á því líka og þessi gróða- komplex hlýtur einhvern tíma að fara af mannskapnum." En hvað er það sem fær menn eins og þig til að standa í þessum bransa, er það gróðavonin fyrst og fremst? „Ég hef oft verið spurður að því hvað það sé sem fái menn til að halda áfram að djöflast í þessu og hef alltaf svarað því að það er ör- ugglega ekki gróðavonin í fyllstu merkingu þess orðs; það að safna einhvérjum peningum í buddu. Fyrir mér eru peningar hreyfiafl til að framkvæma og ég hef mjög gaman af að framkvæma og sjá hlutina gerast. Ég hef staðið í viðskiptum frá því ég var tvítugur og veit að til eru margar einfald- ari og áhættuminni aðferðir til að græða peninga en að standa í því að selja og framleiða föt. Menn geta stundað verðbréfasölu og fasteignabrask með eina svarta bók og ekkert fólk í vinnu og haft miklu meira upp úr krafsinu. En slíkt myndi ekki gefa mér neina lífsfyllingu. Mín lífsfylling felst í því að framkvæma og ein af mínum hug- sjónum núna, sem ég vona að verði ekki misskilin í þetta skipti, er efl- ing íslensks iðnaðar. Ég framleiði tískuvörur og ég flyt inn tískuvör- ur og það er ánægjulegt að verða vitni að því, að sú vara sem ég framleiði selst betur en sú sem ég flyt inn, þótt sú vara komi frá mörgum bestu framleiðendum í Evrópu. Það þýðir, að við getum alveg eins gert þetta sjálfir og þurfum ekki að vera háðir inn- flutningi, bæði í þessu og mörgu öðru. Af hverju ekki að nýta þessa vinnu í landinu? Ég stend i raun- inni báðum megin við borðið sem innflytjandi og framleiðandi. En ég trúi því að efling íslensks ið- naðar sé framtíðin og að fólk muni brátt skilja, að með því að kaupa íslenska framleiðslu er það um leið að tryggja eigin framtíð. Og í þessari framtíð ætla ég að lifa og berjast sem slíkur, þangað til yfir lýkur." bransa og maður varð alltaf að finna upp á nýjum og nýjum atrið- um til að trekkja á böllin." Og þá hefurðu auðvitað brugðið þér í dansskóna og rokkað fyrir lið- ið? „Já, það kom stundum fyrir. Annars er dansinn eiginlega kapítuli út af fyrir sig. Við sem vorum að dansa þarna í gamla daga „tjúttuðum" mikið til að byrja með og höfðum gaman af, en samt vorum við afskaplega ánægð þegar rokkið kom og breytti takt- inum. Við héldum mikið hópinn, Sæmi, Blakki heitinn, og ég og fór- um saman á böll og höfðum gam- an af að dansa. Síðan þróaðist þetta upp í að við fórum að sýna rokk og á þessum sýningum dans- aði ég aðallega við Diddu, sem seinna sýndi mikið með Sæma, en hann dansaði aftur á móti aðal- lega við Lóu. Einu sinni kom það þó fyrir að ég hljóp í skarðið fyrir Lóu og dansaði sem dama á móti Sæma, en ég var nokkurn veginn jafnvígur á að dansa sem dama og herra, þar sem ég hafði gert mikið af því að kenna stelpum að rokka. Við Sæmi endurtókum þetta svo tuttugu árum seinna, á hátíð hjá Lionsklúbbi, og það vakti mikla kátínu þegar Sæmi var að kasta mér fram og tilbaka, en ég var þá kominn yfir hundrað kíló, senni- lega það þyngsta sem ég hef verið um æfina, og þá erum við kannski komnir að Scarsdale-málunum." Saga Karnabæjar er eins og lygasaga „Upphaflega ætlaði ég mér að vera sagnfræðingur," segir Guð- laugur, þegar ég spyr hann hvort hann hafi snemma tekið þá ákvörðun að hasla sér völl í við- skiptalífinu. „Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á sagnfræði og að loknu verslunarprófi settist ég í fimmta bekk Verslunarskólans og hugðist lesa undir stúdentspróf. En þetta voru erfiðir tímar og m.a. veiktist móðir mín, þannig að ég varð að hætta og ég tók próf- skírteinið mitt úr fjórða bekk og gekk á milli heildsölufyrirtækja og spurðist fyrir um sölumanns- starf. Ég þrammaði meðal annars inn á skrifstofu hjá heildsölufyr- irtækinu „íslensk erlenda", þar sem Friðrik Sigurbjörnsson var og honum fannst svo mikið um þessa atvinnuleit mína að hann ákvað að hringja í kunningja sína og at- huga málið. Og það varð úr að ég var sendur til Rolf Johansen, sem setti eitthvert drasl í tösku og sagði að ef ég gæti selt upp úr töskunni fyrir 15 þúsund kall myndi ég fá starfið. Þetta var kinnalitur, varalitur, einhver „frotte-efni“ og ótrúlegustu hlutir, en klukkan þrjú um daginn var ég búinn að selja fyrir 25 þúsund kall og fékk starfið. Ég vann hjá Rolf í eitt og hálft ár og ákvað síðan að fara í sjálf- stætt sölumannsstarf ásamt bróð- ur mínum. Þetta var á þeim tíma sem ég var umboðsmaður Lúdó, sem þá hét reyndar Plútó, og við byrjuðum á því að framleiða sér- stakar Plútó-peysur, sem ég hann- aði sjálfur. Strákarnir spiluðu í þessum peysum á böllunum og við seldum 2.500 Plútó-peysur. Nú, þetta var upphafið, við fengum þó nokkurn pening út úr þessu og stofnuðum heildverslunina G. Bergmann og við fluttum m.a. inn mikið af lífstykkjum og brjósta- höldum auk þess sem við fram- leiddum sjálfir og seldum peysur og skyrtur af ýmsum gerðum. Bróðir minn flutti síðan til út- landa og hætti, en Björn Péturs- son kom inn í fyrirtækið og síðar stofnuðum við saman Karnabæ, ásamt Jóni Baldurssyni." Nú fóruð þið inn á nýjar brautir með stofnun Karnabæjar og sjálf- sagt hefur ykkur ekki órað fyrir þeirri þróun sem varð á þessu sviði. Hvernig atvikaðist það að þið fóruð út í þennan rekstur? „Ef ég færi að segja sögu Karnabæjar þá hljómar það í rauninni eins og lygasaga. f stuttu máli var það þannig að góður vin- ur minn, Colin Porter, kom til mín Fyrsta twist-sýning á fslandi. Gulli og Didda á fullu í gamla Þórscafé í kringum 1960 með grein úr tímariti, þar sem sagt var frá því að John nokkur Stevens hefði opnað bítlaklæða- verslun í gömlum „pöb“ í Carnaby Street í London. Þetta varð til þess að ég skrifaði John Stevens bréf og spurði hvort hann hygðist hefja útflutning á þessu, sem hann svaraði játandi. Hann bað mig um að halda sambandi við sig og á milli okkar fóru nokkur bréf, en ég, sem var fyrst og fremst heild- sali, hugðist flytja inn þessa vöru til að selja íslenskum verslunum. Sá aðili sem var mest í sam- bandi við mig var Ari Jónsson í Faco, en hann var mjög opinn fyrir öllum nýjungum og fylgdist vel með. Um tíma hefur honum sjálfsagt fundist að þetta gengi ekki nógu fljótt fyrir sig hjá mér og ég komst að því, að einn góðan veðurdag voru þeir Faco-menn farnir af landi brott ásamt heild- sala nokkrum og kaupmanni norð- an frá Akureyri og voru þeir ber- sýnilega farnir að vitja John Stev- ens til að kanna hvað þarna væri á seiði. Daginn eftir var ég farinn af stað, með æskuvini mínum, Jóni Baldurssyni, til London og við fengum okkur herbergi á Regent Palace, sem var eina hótelið sem íslendingar þekktu í London. Morguninn eftir hitti ég þar son Ara í Faco, heildsalann og fleiri menn og þeir segja mér að það þýði ekkert að hugsa um þetta. Þeir séu búnir að taia við þá í Carnaby Street og að þetta sé allt of dýrt og ómögulegt. Ég bar mig mannalega og sagði að þeir réðu auðvitað hvort þeir yrðu með í þessu, en ég væri með allt á hreinu í þessu sambandi, sem var nú ekki alveg sannleikanum samkvæmt. En eftir þetta löbbuðum við Jón út og vissum ekkert hvert við áttum að fara enda óvanir í heimsborg- inni. Við göngum fyrst út á Regent Street og þegar við erum á leið upp götuna tek ég eftir skilti á húsi þar sem á stóð „Baker War- burg Division" og ég segi: Er þetta ekki nafn sem við höfum séð áður? Og við tvístígum þarna fyrir framan um stund en ákveðum síð- an að við höfum ekkert þarfara að gera en fara inn og kanna málið. Til að gera langa sögu stutta, þá var „Great Universal Stores", þessi stóra fyrirtækjasamsteypa, nýbúin að kaupa þetta fyrirtæki, og hafði það eina markmið að ..Ég er KR-ingur og er stoltur af því... “ Guðlaugur í keppni með meistara- flokksliði KR í handknattleik á sjötta áratugnum. flytja út þessa nýju tísku sem kölluð var „New London Look“. Við gerðum þarna stóra pöntun upp á 12 þúsund pund, sem var svo mikið að þeir sendu sérstakan mann hingað heim til að kanna aðstæður. Eg var þá bara með litla skrifstofu og var að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að setja eitthvað á svið til að sýnast stór karl, en ákvað svo að koma til dyr- anna eins og ég var klæddur, og manninum leist nógu vel á þetta til að samþykkja pöntunina. Síðan gerðist það að aðeins einn aðili, Faco, stóð við að kaupa af mér þessa vöru, þannig að við stóðum uppi með stóran lager af vörum sem við gátum ekki selt í verslan- ir. Við ákváðum því að setja upp þessa búð, Karnabæ, á horni Týs- götu og selja þetta sjálfir." Jákvæður og nei- kvæður hagnaður Gulli í Karnabæ hefur stundum verið gagnrýndur, einkum á fyrstu árum fyrirtækisins, fyrir að færa sér í nyt hégómagirni unglinga og græða á nýjungagirni þeirra. Ég spyr hann hvað hann hafi að segja um þetta atriði: „Já, ég hef svarað þessu áður og sagt, og stend við það, að til er bæði jákvæður hagnaður og nei- kvæður hagnaður. Þetta orð „gróði“ má helst ekki nefna upp- hátt á íslandi, en samt held ég að fáir hugsi meira um að græða en íslendingar, en það er eins og eng- inn vilji viðurkenna það. En eins og ég sagði getur hagnaður bæði verið af neikvæðum toga og já- kvæðum og ég myndi til dæmis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.