Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 + Maöurinn minn og faöir okkar, MARINÓ G. JÓNSSON, fyrrvsrandi yfirsímritari, Blönduhlíð 13, andaöist 22. júlí í Landakotsspítala. Hjördfs Ólafsdóttir, Siguröur E. Marinósson, Agnss Marinósdóttir, Valur Marinósson, Valgsröur Marinósdóttir, Evsrt Kr. Evsrtsson. t Móöir okkar, ÞORBJÖRG BLANDON andaöist 22. júlí aö hjúkrunarheimllinu Sunnuhlíö í Kópavogi. Dasturnar. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, HELGA JÓNSDÓTTIR, Miövangi 41, Hafnarliröi andaöist 16. júlí. Útförin hefur fariö fram / kyrrþey aö ósk hlnnar látnu. Sigríöur Jóhannssdóttir, Siguröur Jónsson, Guörún Reumert, Stefán Reumert og barnabörn. + Útför systur minnar, RAGNHILDAR BRIEM ÓLAFSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 26. júlí kl. 3.00. Fyrir hönd vandamanna, Haraldur Ólafsson. + EGGERT F. GUDMUNDSSON, listmálari, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 27. júli kl. 13.30. Elsa Jóhannesdóttir, Thor B. Eggertsson, Garöar Þorsteinsson, Ásta Gestsdóttir, Anna K. Þorsteinsdóttir, Guöbergur Rúnarsson, María Þorsteinsdóttir, Gestur Valgarösson og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faðir okkar og sonur minn PÉTUR AXEL JÓNSSON, háraösdómslögmaöur, Ægissíöu 103, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þrlöjudaginn 26. júlí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag islands. Rósa Ólafsdóttir, Ástríður Einarsdóttir, Jón Axel Pétursson, Jón Guómann Pétursson, Þóra Steinunn Pétursdóttir, Pétur Axel Pétursson. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og útför eiginmanns míns, sonar okkar, fööur, tengdafööur, afa og bróöur, SIGUROAR GUÐGEIRSSONAR, prentara, Háageröi 20, Reykjavík. Sérstaklega þökkum vlö öllum þeim mörgu er heiöruöu minnlngu hans meö gjöfum tll líknarfélaga. Innilegt þakklæti færum viö starfsfólki gjörgæsludeildar Land- sp/talans og Verkamannafélaginu Dagsbrún. Guörún R. Einarsdóttir, Guögeir Jónsson, Guörún Siguröardóttir, Einar Már Siguróarson, Helga M. Steinsson, Rúnar Geir Siguröarson, Siguröur örn Siguröarson, Sigrföur H. Bjarnadóttir, barnabörn og systkini. Jón Kr. Þorláksson rafvirki — Minning Þriðjudaginn 5. júlí sl. lést i sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn vin- ur minn og mágur Jón Kr. Þor- láksson rafvirki. Þegar fréttin barst um lát hans var sem brysti strengur. Þrátt fyrir að aðdrag- andi væri nokkur, var vonin öllu öðru sterkari um að hann kæmist yfir það áfall sem hann varð fyrir í byrjun ársins. En jafnvel hann, þessi stóri, sterki, stæðilegi maður mátti lúta í lægra haldi fyrir ofur- eflinu, aðeins fjörutíu og fjögurra ára gamall. Jón Þorláksson fæddist 28. maí 1939. Foreldrar hans voru hjónin Kristjana Örnólfsdóttir og Þor- lákur Jónsson rafvirkjameistari. Systkini Jóns voru: Páll, Gunn- ar og Auður, ásamt uppeldissyst- ur, Ríkey Einarsdóttur. Móður sína missti Jón 1969 og saknaði hann hennar mjög, þótt ekki bæri hann tilfinningar sínar á torg, þá frekar en endranær. Jón ólst upp og átti heima að Grettisgötu 6, hér í Reykjavík nær óslitið til 1975. Hann lærði rafvirkjun hjá föður sínum og unnu þeir feðgar saman þar til Jón fluttist búferlum til Danmerkur. Jón giftist eftirlifandi konu sinni Margot Holdt Þorláksson 20. apríl 1974. Hálfu öðru ári síðar fluttust þau til Kaupmannahafnar og bjuggu þar síðan. Jón hóf störf við iðn sína þar. Hann var heil- steyptur persónuleiki, gæddur yf- irvegun í daglegri umgengni, skapgóður og glaðlyndur. Jón var barngóður og vinum sínum trúr. Hann var starfsamur og handlag- inn og verk hans báru vott um nákvæmni og snyrtimennsku. Engum kom því á óvart er honum voru falin mannaforráð á hinum nýja vinnustað. Fyrstu árin bjuggu Jón og Margot saman með fósturmóður hennar, sem hann sýndi ávallt ást- úð og veitti aðhlynningu meðan hún lifði, þeim var kært hvoru til annars. Jón og Margot höfðu búið sér fagurt heimili í útjaðri Kaup- mannahafnar. Einbýlishús með fallegum trjá- og blómagarði í kring, sannkölluðum sælureit. Jón var natinn að prýða garðinn og hafði komið fyrir ljósum í runnum sem kveikt var á, á kvöldum þá von var á gestum. Vinskapur hafði myndast milli þeirra og nágrann- anna. Þannig var Jón, honum varð gott til vina. En nú er skarð fyrir skildi. Ef erfiðleikar sóttu að þá efldist Jón og hann ætlaðist til þess sama af öðrum, svo má enn vera. Það var árið 1957 sem leiðir okkar Jóns lágu saman í Knatt- spyrnufélaginu Fram. Hann hafði verið félagi í Fram frá unga aldri og hafði leikið handbolta og fót- bolta með félaginu í öllum flokk- um. Hann varð fslandsmeistari í báðum íþróttagreinum í mismun- andi aldursflokkum. 16 ára varð hann formaður knattspyrnu- nefndar. Það eitt sýnir það traust sem forráðamenn félagsins báru til svo ungs manns. Enda var áhuginn og starfsviljinn mikill. Það var haft í minnum, að til að spara útgjöld fyrir félagið, sendi hann ekki keppnispeysur eftir leiki í þvottahús, heldur fór heim með þær og þvoði þær sjálfur í „þvottavélinni hennar mömmu“. Aldrei taldi Jón eftir sér ef hann gat orðið Fram að liði. Það voru ófá handtök hans að dytta að og viðhalda gamla heimilinu við Skipholt. Oft mátti sjá Jón eftir vinnudag, við lagfæringu á húsinu eftir að aðrir voru farnir heim í háttinn. Ungur hóf Jón störf í stjórnum nefnda, deilda, ásamt aðalstjórn. Formaður Knattspyrnufélags- ins Fram var Jón frá 1965—1972. Á þessum tíma hófst undirbúning- ur að byrjunarframkvæmdum við -JAFN MIKILVÆGT OG VEGABRÉFIÐ ÞITT ORYGGISKORT SAMVINNUTRYGGINGA Á sama hátt og vegabréílð opnar þér leið tll annana landa, getur ÖRYGGISKORTID opnad pér dyr að sjúkrastoínun erlendls. el óvœnt slys eða sjúkdóma ber að höndum. Reikningarnir verða sendir beint til Samvlnnutrygginga. Með FERDASLYSATRYGGINGU Samvinnu- trygginga tœrðu auk Öryggiskortsins, litlu FERDA- HANDBÓKINA — hagnýta bók með upplýsingum ylir toUlrjálsan innílutning lerðamanna. aðsetur íslenskra sendiráða og rœðismanna erlendis, o.fl. o.íl. Hringdu eða líttu inn og láðu kynníngar- bœkling. Þú verður margs vísari eítir þann lestur. SAMVINNU TRYGGINGAR ARMÚLA3 SÍMI81411 UMBOÐSMENN UM LANDALLT ÖRYGGISKORT SAMVINNUTRYGGINGAVARDAR ÖRYGGI ÞITT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.