Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLl 1983 27 eins og ég hafði áður uppfrætt gest hans um ísland og íslenzk málefni. Á Þingvöllum lét Ben-Gurion þau orð falla, að hann hefði orðið fyrir varanlegum hughrifum á þessum stað. I því andrúmslofti, sem skapaðist i hinu heillandi um- hverfi, lagði ég hvíta pappírsörk fyrir David Ben-Gurion og fór þess á leit við hann, að hann ritaði fáein orð um hughrif sín á þeirri stundu. Og hér er ljósrit af hinum andríku, tilfinninganæmu um- mælum, sem hann hripaði niður i flýti: („Það var mér sérstakt gleðiefni að geta í boði íslenzka forsætis- ráðherrans komið til þessa fjalla- vangs, umkringdan vötnum og hraunbreiðum, þar sem hið ís- lenzka alþingi, fyrsta þjóðþing veraldar, kom saman til fundar árið 930.“) Gyðingar heim úr diaspora Auk þeirra skyldustarfa í heið- ursskyni, sem Ben-Gurion bar að rækja vegna embættis síns í sam- bandi við opinbera heimsókn sína til fslands og hann leysti af hendi með þjálfaðri kunnáttusemi og af fullkomlega agaðri skyldurækni, voru það tvö tilefni, sem gerðu heimsókn hans að sérlega eftir- minnilegum viðburði: A blaða- mannafundi, sem haldinn var í til- efni hinnar opinberu heimsóknar, vék Ben-Gurion að ýmsum atrið- um varðandi örlagasögu gyðinga, meðal annars að endurreisn must- erisins úr rústum, einnig að þrjú þúsund ára ferli gyðinga án föður- lands eða allt þar til hinu nýja ríki þeirra var komið á fót. Með snjöll- um en látlausum orðum gerði hann ennfremur grein fyrir hinni einstöku og áköfu þrá gyðinga til að lifa af allar þrengingar, drap á baráttuhug æskumanna gyðinga til varnar landi og þjóð, og vilja til að umbreyta eyðimörkinni í frjó- samt, gjöfult land. Enn rismeiri varð hugsun hans, orðuð sem boðskapur trúarlegs eðlis með ómi af duldum verald- legum undirtóni, er náði hámarki, þegar hann hyllti spámanninn Amos, sem reist hafði við sína af- siðuðu þjóð frá siðferðilegri niður- lægingu og trúarlegu fráfalli frá Guði, og hafði megnað að greipa í huga hennar og hjarta hið sér- staka hlutverk hennar sem verk- færi í hendi Guðs. í hópi vina Með lýsandi dæmum setti Ben- Gurion fram þessa kenningu sína á heimili forseta íslands, Asgeirs Ásgeirssonar, að lokinni kvöld- verðarveizlu, sem haldin var til heiðurs hinum ísraelsku gestum. íslenzkir virðingarmenn — með- limir ríkisstjórnar landsins, pró- fessorar og ýmsir aðrir af fremstu andans mönnum þjóðarinnar — hlustuðu fram yfir miðnætti með fyllstu athygli á hinar trúarlegu og stjórnvísindalegu orðræður Davids Ben-Gurions, en þær voru túlkaðar með hliðsjón af pólitfsk- um stormsveipum nútímans og f samhengi við sagnfræðilegan veruleika. Ásgeir Ásgeirsson, forseti Is- lands, — hinn holli vinur ísraels — kom árið 1964, fyrstur allra er- lendra þjóðhöfðingja, f opinbera heimsókn til ísraels og flutti við það tækifæri hátíðlegt ávarp í Knesset, israelska þinginu. Nú eru tíu ár liðin frá andláti Davids Ben-Gurions. Þakklátum huga heldur ísraelska þjóðin minningu hans f heiðri, en um hið yfirgripsmikla ævistarf hans ber ísrael í sjálfu sér og endurreisn gyðinga sem þjóðar gleggst vitni. í einlægri hrifningu sinni á menningu Austurlanda var hinum rómantískt þenkjandi víkinganiðj- um þetta einmitt vel ljóst, og Dav- id Ben-Gurion hafði með inn- blásnum spámannlegum sannfær- ingarkrafti sínum tekizt að styrkja enn vinarhug þeirra í garð lands og þjóðar ritningarinnar. Verkamannabústaóir í Reykjavík Lokað vegna sumarleyfa frá 25. júlí — 8. ágúst. Stjórn verkmannabústaöa. Innilegt þakklœti til allra þeirra sem glöddu mig á 75 ára afmæli mínu þann 11.7. meö heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll Marta Sreinbjörnsdóttir, Fáskrúösfirði. THORO UTANHÚSSFRÁGANGUR SPARNAÐUR..! Samkvæmt útreikningum Hagvangs er kostnaður við frágang með Thoro-efnum: Thoroseal: Sprautaö og pússaö. Quickseal: Kústaö. Thoroglaze: Akrýivökvi, úöaö. Kostnaöur, efni og vinna 133 kr. á hvern m2. Undirbúningsvinna, vírhögg og viðgeröir áætlaö 55 kr. á hvern m2. Heföbundin pússning og málning um 360 kr. á hvern m2. Thoro-efnin eru samsett úr fínmöluöum kvartzstein- efnum, sementi og akryl- efnum. Thoro-efnin eru m.a. notuö til frágangs á steyptum flötum utan- húss, þau fást í mismun- andi litum og grófleika. Thoro-efnin fylla í holur og sprungur, þau þekja mann- virkin og verja gegn veðrum. Thoro-efnin koma í staö pússningar og málningar. Þau hindra ekki nauösynlega útöndun flatarins. Thoro-frágangur er einfaldur, ódýr og endingargóður. Leitiö nánari upplýsinga og tilboða. Sérþjálfaöir fagmenn til þjónustu. IS steinprýói ■ ■ StÓltlÖfða 16 sfmi 83340-84780

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.