Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 6
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JtJLÍ 1983 Kristín Þorraldsdóttir í stofunni sinni, fyrir framan stórt Kjarrals- málverk úr Skagafirði. Bserinn fremst á myndinni er Hofdalir. Viötal Elín Pálmadóttir ishúsið. Páll Melsted var þá orð- inn blindur og var mest uppi á loftinu. En skemmtilegt þótti okkur þegar einhver kennari var veikur og hann kom til að fræða okkur. Þarna voru góðir kennarar, svo sem Þóra Friðriksson og Ingi- björg Bjarnason. Hún kenndi leikfimi og var minn fyrsti dans- kennari með Ingibjörgu Brands, þegar ég var 14 ára. En seinna átti ég svo eftir að kenna hjá henni, þegar hún var orðin skólastjóri Kvennaskólans. Veturinn eftir að Kvennaskóla- náminu lauk var Kristín ásamt önnu systur sinni í Flensborgar- skóla og þær leigðu saman her- bergi suður í Hafnarfirði, en um vorið lauk hún þaðan kennara- prófi. Ekki var það látið nægja, því veturinn 1907—8 var Kristín í Verslunarskólanum. — Kristínu frænku minni fannst ég ekki kunna tungumál, útskýrir Kristín. — Svo ég lærði ensku og þýsku í Verslunarskólanum. Þar kenndu Ágúst Bjarnason og Sigríður kona aldamótin 1900 var stemmning í bænum Við mikil — segir Kristín Þorvaldsdóttir kennari — Ég man vel eftir aldamótunum 1900. Allir bæjarbúar vöktu til miðnættis og stóðu við Alþing- ishúsið og hlustuðu á ÞórhalJ biskup halda hátíðar- ræðuna og lúðrasveit lék. Það var mikil stemmning í bænum. Fólk hafði skreytt eftir föngum gluggana í húsum sínum og gengið var á milli. Við fórum í heimsókn til Marenar Lárusdóttur, móður Johann- esar bæjarfógeta. Ég hefi verið 12 ára. Þetta eru ummæli Kristínar Þorvaldsdóttur Arason. Ekki að furða þótt hún muni merkisat- burði lengra aftur í tímann en flestir aðrir, því hún er fædd 1888 norður í Skagafirði. Kom til höf- uðborgarinnar á árinu 1896, til föðursystur sinnar, Kristínar Arason, sem kenndi íslensku í bamaskólanum, en önnur föður- systir, Anna Sigríður, hélt heimili fyrir þær. Barnaskólahúsið var f Pósthússtræti, þar sem síðar var lögreglustöð, en þær frænkurnar bjuggu fyrst á Suðurgötu 8, sem enn stendur og svo í Pósthússtræti 14, dökka húsinu sem nú tilheyrir Kirkjutorgi. — Autt var suður að Tjörninni og þar lékum við okkur, en um þetta leyti var verið var að byggja Iðnó og Búnaðarfélagshús- ið. I nágrenninu bjó Kristján ass- essor og dóttir hans, Elísabet seinna Foss, var besta vinkona mín, segir Kristín. Þess má geta til gamans og til að staðsetja tím- ann með öðru en ártölum, að þær Eiísabet og Kristín óku stundum Vilhjálmi Þ. Gíslasyni í barna- vagni kringum Tjörnina og gættu hans fyrir móður hans, sem bjó á Suðurgötunni. — Arið 1898 flutti barnaskól- inn í Miðbæjarskólahúsið. Suður- álman hafði verið byggð og leik- fimihúsið, en þar uppi bjó skóla- stjórinn Morten Hansen. Þegar Lækurinn var uppbólginn þurftum við að vaða hann til að komast í skólann. Við lékum okkur oft við Lækinn og veiddum hornsíli. Á Tjörninni var höggvinn ís. Þar var gott skautasvell á vetrum og börn og fullorðnir fóru á skauta. Ekki safnaðist ryk á svellið, enda bílar ekki komnir á göturnar. Margir voru góðir á skautúm og sumir dönsuðu á skautunum. Til dæmis var gaman að horfa á Sigurð Thoroddsen, föður Gunnars, sem var afbragðs skautamaður. Ég átti tréskauta, sem bundnir voru á mann með leðurólum og járn und- ir þeim miðjum. Við stelpurnar fórum oft á skauta í hóp. Við höfð- um líka sleða og þegar mikill snjór var gátum við rennt okkur niður brekkuna og út á Tjörn, því ekki var farið að byggja við Tjarnar- götuna. Konurnar fóru oft í hús og spiluðu hver við aðra vist eða jafn- vel lomber. Annars fór fólk al- mennt mikið í hús án þess að láta bjóða sér, sem er víst að hverfa núna. Kristín kvaðst hafa átt skemmtilega æsku og unglingsár. Á sumrin fór hún heim að Víði- mýri, venjulega með skipi norður. En faðir hennar fylgdi henni svo venjulega á hestum suður að haustinu. — Nema árið 1900. Þá kom pabbi og við leigðum bykkjur hér fyrir sunnan og riðum í hópi Skagfirðinga austur að Gullfossi og Geysi. Til baka vorum við þrjár saman, Kristín frænka, Elín Briem og ég, segir hún. — Ég var alltaf mikið fyrir að ferðast. Fór fjórum sinnum ríðandi yfir Kjöl og einnig yfir Arnarvatnsheiði og Grímstunguheiði. Ég veit ekkert skemmtilegra en þegar maður er kominn upp á fjöll. Við systkynin áttum hvert sinn hestinn. Og ég átti minn gæðing, Sóta minn. Kristín var fjóra vetur í Mið- bæjarbarnaskólanum, en fór svo í Kvennaskólann. — Við Laufey Valdimarsdóttir vorum saman í' bekk og hún vildi fá mig með sér í menntaskólann, en ég vildi ekki eða hafði ekki kjark. Það var ágætt í Kvennaskólanum. Þóra Melsted var ströng. Við máttum ekki fara út á götu og helst ekki líta út. Hún var hrædd um að menntaskóiapiltarnir færu hjá og kærði sig ekki um að við værum þá á ferli. Skólinn var við Austur- völl, þar sem síðar var Sjálfstæð- hans. Við vorum 5 stúlkur í bekkn- um. — Svo mikil skólaganga stúlku hefur ekki verið algeng á þeim tíma. Þú hefur líklega verið mjög sjálfstæð. Varstu kvenréttinda- kona? — Ég hefi aldrei verið sjálf- stæð. Alltaf viljað láta stjórna mér og engin kvenréttindakona. Eini félagsskapurinn sem ég hefi starfað í er Hringurinn. Þar hefi ég verið frá 1920 og er enn að nafninu til. Vann þar mikið um tíma, þegar við vorum að safna fyrir barnadeildinni í Landspital- anum. — Hvað gerðu ungar stúlkur Kristín Þorvaldsdóttir með einn bekkinn sinn í Kvennaskólanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.