Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 47 ans. Eins sannfrétti ég, að þeir hefðu veitt íslenzku glímusýning- unum athygli. Dag nokkurn kom svo einhver úr hópi japönsku glímumannanna til mín þeirra erinda að ergja mig. Hann sagði að íslenzka glíman væri ekki annað en stæling á þeirri japönsku. Ég bað þann mann fyrir skilaboð til Diabutso á þá lund, að ég hefði nú ranglað, í leiðindum mínum, handleggsbrot- inn, inn á nokkrar sýningar þeirra félaga, og aldrei hefði ég séð jafn ankannalega islenzka glímu og hjá þeim. Um þau orðaskipti hugsaði ég svo ekki meir í nokkur misseri, en seinna urðu þau mér átylla til mikilla þanka um það, hversu ein glíma getur átt sér langan aðdrag- anda. Undir lokin á Bretlandsverunni gat ég tekið þátt í nokkrum glímu- sýningum með félögum mínum og nógu mörgum til þess að fara úr liði um olnbogann á hægra hand- legg. Við glímdum þá saman við Jón Pálsson. Leiksviðið var hallandi svo að ég bar höndina skakka fyrir mig í fallinu. A því sumri hlaut ég flest meiðsli á glímumannsferli mínum. Við urðum samferða til Kaup- mannahafnar, Hallgímur, Sigur- jón og ég, áttum þar allir að rækja einhvers konar verzlunarerindi. Við urðum einnig samskipa heim og komum fyrst til Austurlands- ins, og var hvarvetna fagnað sem sigurvegurum. Þá var gott að koma heim með hönd í fetli. ★ ★ ★ Fyrsta árinu mínu hjá Zirkus Busch lauk svo með því að ég fór til St. Pétursborgar, sem nú heitir Leningrað. Það var þá ein af skrautlegustu og litríkustu borg- um álfunnar og þar var miðstöð íþróttalífsins í rússneska keisara- dæminu. Nú var ég þegar orðinn allvel þekktur í Þýzkalandi bæði sem glímumaður og fyrir sýningar i fjölleikahúsunum. Þýzku íþrótta- timaritin höfðu birt margar myndskreyttar greinar um ís- lenzku glímuna og sjálfsvarnar- kerfið, sem ég byggði upp á henni. Þegar til Pétursborgar kom hitti ég þvi fyrir allmarga glímumenn, sem höfðu orðið nasasjón af þjóð- aríþrótt íslendinga. Þá var íþróttaklúbburinn í St. Pétursborg heimsfræg stofnun, enda grundvöllur undir líkams- mennt rússneska aðalsins og yfir- stéttarinnar og þaðan komu flest- ir af frægustu íþróttamönnum keisaradæmisins. Þess varð ég fljótt áskynja, að meðal einvalaliðs íþróttaklúbbs- ins ríkti talsverður áhugi á því að afsanna í eitt skipti fyrir öll þá fullyrðingu mína, að sá maður fyndist ekki á allri jarðkringlunni, sem ég gæti ekki komið af fótun- um á þremur mínútum. Glímurn- ar voru sérgrein þessa klúbbs og stolt hans. Þar lærði Hacken- smith, sem síðar varð heimsmeist- ari í grísk-rómverskri glímu og í fjölbragðaglímu, og það vissi allur heimurinn, að sá maður, sem sigr- aði i meistarakeppni í íþrótta- klúbb Sankti Pétursborgar, hlaut að vera kræfur karl. Hér, sem annars staðar, bauð ég jafngiídi 100 sterlingspunda hverjum þeim, sem stæði fyrir mér í þrjár mínútur í íslenzkri glímu. Að hinu komst ég svo seinna, að þegar fyrir komu mína höfðu ýmsir auðugir glímuvinir lagt ríflegar fúlgur mér til höfuðs, þannig að til mikils var að vinna fyrir rússnesku glímumennina að lækka í mér rostann. Sá fyrsti sem gaf sig fram var Grómíkoff, Rússlandsmeistari í lyftingum í þungaflokki. Sjálfur var hann 320 pund að þyngd, óskaplega hár og gildur. Það var Cinsinelli, eigandi sam- nefnds fjölleikahúss, sem sagði mér frá æfingum Grómíkoffs. Hann sagði að garpurinn segði það hverjum sem heyra vildi, að hann ætlaði ekki aðeins að standa fyrir Jósefssyni þessar þrjár mín- útur og taka af honum 500 rúblur. heldur ætlaði hann að leggja hann hreinlega og vinna sér með því inn fimm þúsund rúblur. Það var hjá Cinsinelli sem ég var ráðinn til vinnu, og nú bað hann mig heitt og innilega að reyna að komast hjá þvi að glíma við risann Grómíkoff. Cinsinelli var Itali og grét af suðrænni ákefð og umhyggju fyrir velferð okkar beggja — líkamlegri velferð minni og fjárhagslegri velferð sinni. Ég fékk náttúrlega að líta inn í æfingasali klúbbsins, og þar var mér sýndur sjálfur stórgripurinn Grómíkoff. Hann stóð þar við þá iðju að kasta tvö hundruð punda sandpokum yfir hausinn á sér. Henti þeim eins og þetta væru heypokar, enda trúði fylgdarmað- ur minn mér fyrir því að hann væri búinn að æfa þetta bragð i tvo mánuði, eða allt frá því kunn- ugt varð í klúbbnum að mín væri von til borgarinnar og til fjár að vinna að leggja mig. Hyggnari hefðu Pétursborgarar verið ef þeir hefðu ekki sýnt mér aðfarir Grómíkoffs, því nú gafst mér nóg tóm til þess að íhuga krók á móti bragði. Svo var það eitt kvöldið í Cin- sinelli-leikhúsinu að Grómíkoff snarast upp á sviðið. Hér þurfti enga samninga, þvf allir máttu koma og reyna íslenzku glímuna. Salurinn glumdi af hlátri þegar við tókumst í hendur, því stærð- armunurinn var með ólíkindum, og það var ég sem þeir hlógu að. Svo tókumst við tökum og Grómí- koff hóf mig á loft í einum rykk, eins og ég væri ekki einu sinni heypoki, heldur dúnpoki. En hann kastaði mér ekki aftur yfir höfuð sér, því ég krækti tánni milli fóta honum og hékk þar fastur. Hann tók svo fast á að mig logverkjaði undan ólunum og ég var dauð- hræddur um að beltið myndi slitna. En svo þreyttist hann á hamaganginum á nokkrum andar- tökum og setti mig niður. Og þar með var sagan sögð, ég lagði á hann svo snarpan hælkrók að hann kom niður á herðarnar. Og enn hlógu áhorfendur, en í það skipti að Grómíkoff. ★ ★ ★ Ég veit ekki hvar ég ætti að byrja að segja frá fjölleikafólkinu, sem ég kynntist á þessum árum: Harry Houdini, óskari Anderson, Lillian Litzel, Jesus Mijares, Bird Millman og Hillary Long. Nöfnin eru óteljandi og eiga kannski sem slík lítið erindi til íslendinga, því fæst af þessu fólki hlaut neina frægð hér á landi. í hópnum voru náttúrlega ýmsir sem seinna kom- ust í kvikmyndirnar eins og Will Rogers, Joseph Howard og Evelyn Nesbit, — og svo náttúrlega Sophy Tucker sem syngur eins og brjáluð manneskja enn þann dag í dag og er þó komin vel á níræðisaldur. Svo voru söngvararnir Anna Held, Eva Tangué, A1 Jolson. Öll fræg. öll dauð. Með sumu af þessu fólki vann ég árum saman. Sennilega höfum við Houdini unnið á sama sviði af og á í tólf ár. Houdini var ekki aðeins snill- ingur tveggja alda á fjölleikasvið- inu, heldur auk þess hinn merki- legasti maður. Hann var þýzkur Gyðingur eins og fleiri afreks- menn og hét raunverulega Erich Weiss. Houdini var eitthvað eldri en ég, en var á bezta aldri þegar ég kynntist honum. Hann var ívið lægri en ég, en þrekinn og ótrú- lega rammur að afli, enda þurfti hann oft að neyta kraftanna. Eng- inn maður á vesturhveli jarðar mun hafa tamið líkama sinn eins og Houdini. Sérkenni hans voru annars, fyrir utan myndarlegt Gyðinga- nef, grannir úlnliðir og mjúkar hendur, sem hann gat lagt saman þegar hann vildi smjúga úr hand- járnum, — og svo mikið og hrokk- ið hár sem ég hafði hann grunað- an um að geyma i stálvirsbúta og annað það sem nytsamlegt er til þess að opna með lása. Snillingurinn Houdini var frábrugðinn flestu öðru fjölleika- fólki i því að hann átti önnur áhugamál en kúnst sína. Hann var lásasmiður að menntun, en hafði aflað sér mjög mikillar almennrar þekkingar, átti eitthvert stærsta bókasafn, sem ég hef séð og talaði fjölda tungumála. Við Houdini urðum góðir vinir og hann sagði mér margt, en bær- ist talið að leiksviðsframa hans eða töfrabrögðum, þá þagnaði hann. Einu sinni sagði ég honum frá því að ég þekkti lögregluþjón f Berlín sem tók þátt í því árið 1908 að handjárna hann, læsa ofan í kistu og kasta öllu saman í Spee- fljótið af brúnni við Friede- richsstrasse. Lögregluþjónninn sór mér að þannig hefði verið um hnútana búið að engu lifandi kvik- indi hefði átt að vera undankomu auðið. Þúsundir manna störðu ofan i kolmórautt fljótið á eftir kistunni. Átta mínútum seinna skýtur svo Houdini kollinum upp úr skólpinu fyrir ofan brúna og syndir að landi eins og ekkert sé. Houdini hló að sögunni, bað mig í herrans nafni að ræða ekki við sig um vinnuna og bætti því við að svo lengi væri ég nú búinn að vinna í fjölleikahúsum að ég mætti vita að það lítið af þessum uppátækjum hans, sem ekki væri einhvers konar blekking, væri at- vinnuleyndarmál. Svo sótti hann í skápinn sinn þýzka þýðingu á Snorraeddu og las fyrir mig kafla um viðureign Þórs og Útgarða- Loka, sem honum fannst vera merkileg frásögn af sjónhverfing- um aftan úr forneskju. Houdini tókst öllum fjölleika- mönnum betur að virkja frægð sína. Hann hafði tröllatrú á mætti sefjunarinnar og sagði að yfirleitt sæju menn það sem þeir byggjust við að sjá og heyrðu það, sem þeir kæmu til að heyra. Ef húsfyllir manna í stærsta fjölleikahúsi Bandaríkjanna kæmi þangað þeirra erinda að sjá sjónhverf- ingamann lyfta þúsund lesta bjargi með annarri hendi, þá mætti sá maður vera meira en meðal klaufi, sem ekki tækist að láta fólkið sjá þetta. Nokkrum árum eftir að hann þuldi mér í fyrsta sinn þessi fræði sín um mátt fjöldasefjunarinnar, sá ég hann leika bragð, sem vissu- lega jafnaðist á við það að lyfta þúsund tonna bjargi með annarri hendi: Það var í Hyppodrome-leikhús- inu í New York. Hann leiddi fimm fullvaxna fíla fram á leiksviðið, veifaði hendinni og lét þá hverfa. Ég sá það með mínum eigin aug- um. Fílarnir hurfu. Við sýndum þá saman og ég sá þetta kvöld eftir kvöld, hvernig hann lét fílana fimm hverfa. Mér var sannast sagna hætt að standa á sama. Ég gekk svo langt eitt kvöldið, að ég þuklaði fílana áður en þeir voru leiddir upp á baksvið- ið og aftur að lokinni sýningu, og áður en lauk mátti heita að þessi galdur Houdini væri farinn að halda fyrir mér vöku. En fyrr hefði ég látið hann standa mig að þvi að kíkja á baðgluggann hjá sér, heldur en vera gripinn í því að njósna um hann. Svo fórum við á flakk, — og á einni sýningunni í Colosseum- leikhúsinu i Chicago gafst mér tækifæri, sem mér var lífsins ómögulegt að stilla mig um að nota. Ég faldi mig á bak við spýtnarusl á baksviðinu og sá hvernig hann beitti kastljósunum til þess að blinda áhorfendur á meðan svörtu tjöldin féllu fyrir framan fílana. Ég hafði vit á því að segja eng- um af þessari könnunarferð minni á bak við sviðið hjá Houdini. Nokkrum vikum seinna óskaði ég þess innilega að ég hefði ekki upp- götvað bragðið, því þá komst fréttasnápur frá einu Chicagó- blaðanna inn á sviðið meðan á sýningu stóð og ljóstaði upp leynd- armálinu. Það gerði Houdini ekkert til. Hann hafði aldrei á ævi sinni haldið því fram að hann gæti gert neitt yfirnáttúrlegt, heldur þvert á móti staðhæft, hvenær sem hann gat þvi við komið, að hann væri aðeins sjónhverfingamaður. Bestu greiðslukjör í bænum. HÚS6AGNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK « 91-81199 og 81410 Það eru litlu hlutirnir sem gera húsgagna- verslun stóra Þess vegna er þér óhætt að líta inn til okkar, hvergi nokkurs staðar er meira úrval á einum stað. Hérna sérðu hluta af úrvalinu okkar af tækjaskápum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.