Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 53 Stórbændurnir.. .gera kotbændunum tvo kosti, annaöhvort skulu þeir selja skikann sinn fyrír smánarpening eöa hafa verra af ella — ofbeldi ■ Litblinda Hvítt getur enn verið svart í Louisiana Snemma í þessum mánuði voru felld úr gildi lög, sem giltu í Lou- isiana-ríki í Bandaríkjunum, og kváðu á um, að allir þeir, sem aðeins hefðu einn þrítugasta af negrablóði í æðum sínum, vsru svartir fyrir lög- unum og þess vegna dæmdir til að verða fyrir því kynþáttamisrétti, sem enn viðgengst í Suðurríkjunum. Afnám þessara laga breytir hins vegar engu um önnur lög, sem gera það að skyldu að skrá allar tiltækar upplýsingar um forfeður barna við fæðingu þeirra og þar á meðal hör- undslit foreldranna. Það er 49 ára gömul kona að nafni Susie Guillory Phipps, björt á brún og brá og gift efnuðum kaupsýslumanni, sem getur þakk- að sér að lögin um „svarta blóðið“ hafa verið afnumin. Á fæðingar- vottorðinu hennar stendur nefni- lega, að hún sé „dökkleit eða svört“ og Susie höfðaði mál þar sem hún krafðist þess, að vera kölluð „hvít“. Málaferlin vöktu mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar, yfirvöld- um í Louisiana til lítillar ánægju, en þótt umrædd lög hafi nú verið afnumin, breytir það engu um Susie sjálfa, sem lagt hefur í málareksturinn meira en 50.000 dollara á fjórum árum. Fyrr á þessu ári komst dómari nokkur í Louisiana ekki aðeins að þeirri niðurstöðu, að Susie hefði mistekist að sanna fyrir rétti, að hún væri hvít, heldur lagði hann einnig blessun sína yfir lögin um „svarta blóðið" og fæðingarvott- orðið, sem Susie sagði, að brytu í bága við stjórnarskrána vegna þess kynþáttamisréttis, sem í þeim fælist. Á sjöunda áratugnum voru sett ný lög í Bandaríkjunum um jafn- rétti kynþáttanna, en þrátt fyrir það skiptir uppruni manna enn öllu máli og sérstaklega í Suður- ríkjunum. Brian Begue, lögfræð- ingur Susiear, orðaði það þannig, að „i þessu landi er betra að vera hvítur en bandarískur borgari". Begue telur, að þótt lögin um „svarta blóðið", sem voru sett árið 1970, hafi nú verið afnumin, muni dómarar í Louisiana bara taka upp gömlu skilgreininguna, sem var viðhöfð áður en þrítugasti hlutinn var leiddur í lög. Þá var „minnsti vottur um svartan upp- runa nægur til að dæma mann negra“. „Þeir munu hafa skipti á fárán- legu brotabroti fyrir „minnsta vott“ án þess að blikna eða blána," sagði Begue. Þeir, sem mest börðust fyrir af- námi laganna um „svarta blóðið", eru á öndverðum meiði við Begue og segja, að þeir, sem vilji fá fæð- iMannamunur ingarvottorðinu sínu breytt, þurfi nú aðeins að sanna svo „ekki verði um villst", að það sé rangt. „En ef það stendur nú í fæðingarvottorð- inu, að viðkomandi sé svartur," spyr Begue á móti. „Þá kæmi það að engu haldi þótt hann hefði blá augu og bjart hörund, því að það er engin lagaleg skilgreining til á svörtum manni.“ í Louisiana eru yfirvöldin hins vegar hin ánægðustu með afnám laganna um „svarta blóðið". Þau þurfa þá ekki lengur að skera úr um kynþátt manna eftir einhverj- um hlægilegum reikningsaðferð- um og minni hætta er á að þau verði kennd við hið svartasta mið- aldamyrkur í jafnréttismálum. — MICHAEL ACOCA lAgi Kraftaverkinu byggd- ust á barsmíðum Masato Ogawa var 13 ára gam- all strákur. Hann var baldinn og átti við aðlögunarerfiðleika að stríða í skóla. Foreldrar höfðu áhyggjur af strák, og þegar þau lásu grein um kraftaverkalækn- ingar á innhverfum börnum og þeim sem ættu við tilfínningaleg vandamál að stríða, þóttust þau hafa himin höndum tekið. Þessar „lækningar" fóru fram í siglinga- skóla á suðausturströnd Japans og þangað sendu foreldrarnir son sinn í von um að hann fengi J>ar bót og betrun við harðan kost. Atta dögum síðar var drengurinn látinn. Hiroshi Totsuka, fyrrum sigl- ingakappi, stjórnaði skólanum, sem ber nafn hans. „Læknis- meðferðin" sem Masato naut þar byggðist á hrottafengnum bar- smíðum og ósviknum pynting- um, sem grundvölluðust á þeirri kenningu að menntun fælist í boðum og bönnum. Daginn sem Masato kom í skólann, var honum fleygt í sjó- inn og síðan var hann „þurrkað- ur“ við eld með þeim afleiðingum að hann hlaut brunasár og inn- vortis blæðingar. Er hann kvaðst vera of kvefaður til að geta stundað líkamsæfingar, var hann barinn með staf, þar til hann missti meðvitund. Þessari „þjálfun" var fram haldið, þar til hann hné niður örmagna og var fluttur í sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Totsuka og átta kennarar við skóla hans voru handteknir eftir að foreldrar drengsins báru fram kæru. Þeir eru nú í fangelsi fyrir þetta voðaverk og annan hrottaskap, sem þeir hafa orðið uppvísir að. En fyrir sjö árum veittu yfirvöld samþykki sitt fyrir skólanum í þeirri trú að að- ferðir Totsukas væru árangurs- ríkar. Þau skelltu skollaeyrum við fréttum af pyntingum og leiddu hjá sér myndir frá skól- anum, sem birtust í blöðum og sýndu áverka eftir misþyrming- ar á nemendum. Totsuka fór með sigur af hólmi í siglingakeppni yfir Kyrrahafið árið 1975. Þremur árum síðar stofnaði hann skóla sinn með leyfi frá ráðuneytum mennta- og heilbrigðismála. Áð- ur hafði hann reynt að starf- rækja siglingaskóla, en með þeim afleiðingum að hann varð gjaldþrota. Á fyrsta starfsári skólans lést þar 13 ára gamall drengur, Yuji Kenaku. Banamein hans var líf- himnubólga og líkami hans var alsettur merkjum eftir barsmíð- ar. Eigi að síður voru engar ákærur bornar fram vegna skorts á sönnunargögnum. Árið 1980 lést 21 árs gamall nemandi við skólann vegna lungnabólgu og innvortis blæðinga eftir að hafa hlotið 14 sár eftir barsmíð- ar. Fimmtán ára gömul stúlka hlaut alvarlega áverka eftir að hún reyndi að flýja frá skólan- um. Ekkert er vitað um afdrif tveggja pilta, sem steyptu sér út- byrðis af ferju til að freista þess að komast undan Totsuka. í april sl. töldu kennarar við skólann sig verða fyrir ónæði af skellinöðrupiltum. Fjórir úr hópnum voru teknir og bundnir og síðan barðir og smánaðir. Sex þjálfarar við skólann sem hand- teknir voru gáfu þá skýringu á þessum aðförum, að unglingun- um hefði ekki veitt af hirtingu. Þá hafa nokkrar stúlkur sem í skólanum voru og ein starfs- stúlkan skýrt frá því, að þær hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni frá þjálfurum stofnunar- innar. Eins og fyrr segir, hafði skól- inn starfsleyfi frá opinberum að- ilum og leitast hefur verið við að fá embættismenn til að segja sitt álit á því sem þar hefur gerst. En ekki er hlaupið að því. Viðkomandi embættismenn eru ekki viðlátnir þessa stundina. — PETER McGILL Þýskur klerkur kynnist kynþátta- misréttinu Vestur-þýska mótmælendaprestin- um Kurt Seemiiller og konu hans, Segred, óraði ekki fyrir þeim erfið- leikum, sem þau áttu eftir að mæta þegar þau gengu Dan litla í foreldra- stað aðeins vikugömlum. Dan er nefnilega dökkur á hörund og þótt þau hjónin hafi ekkert vitað um hina réttu foreldra hans töldu þau vfst, að hann væri sonur bandarísks her- manns, svertingja, og þýskrar konu. Séra Seemuller var siðar sendur á vegum kirkjunnar til Otjiwar- ongo, lítils bæjar í Namibíu áður Suðvestur-Afríku. „Kirkjudeildin mín á staðnum kannaði fyrst mál- ið vegna Dans og var fullvissuð um, að vegna breytinga í pólitík- inni væri nú ekkert því til fyrir- stöðu að Dan gæti gengið í skóla með hvítum börnum,“ sagði See- muller. Þegar þau hjónin ætluðu að láta skrá Dan í skólann var honum hins vegar hafnað vegna hör- undslitarins. „Mér var sagt, að vindáttin í pólitíkinni hefði breyst á nýjan leik,“ sagði Seemuller. „Það höfðu farið fram kosningar til þings hvítra manna og flokkur- inn, sem vann, hafði það stefnum- ál helst að „halda skólunum okkar hvítum“. Þótt vestur-þýska sendi- ráðið reyndi að hafa áhrif á yfir- völdin bar það engan árangur." Dan litli varð því að halda sig heima og fá kennslu hjá foreldrum sínum. Nágrannar fjölskyldunnar forðuðust hana að mestu, þótt sumir í söfnuði Seemúllers, sem aðallega voru Þjóðverjar, sendu að vísu börnin sín til að leika við Dan. Systir Dans og bróðir fengu hins vegar að sækja skólann með hvítu börnunum. „Við erum ósköp venjuleg fjölskylda," segir séra Seemúller, „og eldri sonur minn, Dirk, sem er 12 ára, er mjög reiður yfir meðferðinni á bróður sínum.“ Þegar Dan nálgaðist sex ára aldurinn reyndu þau hjónin aftur að fá inni fyrir hann í skólanum, en þá var þeim bara ráðlagt að senda hann í heimavist í þýskan skóla í Windhoek í 220 km fjar- lægð, einn af fáum skólum í Nami- bíu þar sem ekki er gert upp á milli barnanna eftir kynþætti. Að vísu voru tveir aðrir barnaskólar í Otjiwarongo en þeir voru fyrir börn af kynþætti Damara- og Herero-manna og auk þess talar Dan ekkert nema þýsku. Séra Seemúller heldur því fram, að yfirvöldin í Namibíu hafi gerst sek um lagabrot. „Samkvæmt lög- um á kynþáttur móðurinnar að ráða því í hvaða skóla barn geng- ur. Móðir Dans er hvít og auk þess hefur hann vestur-þýskt vegabréf. Dan skildi þetta ekki,“ segir fað- ir hans. „Svo kom að því, að við bjuggum til handa honum grímu, sem hann átti að bera á kjötkveðjuhátíðinni. Hann setti hana upp, leit í spegilinn og sagði: „Nú er ég hvítur, nú get ég leikið mér við hin börnin." Þá fannst okkur mælirinn vera fullur og við ákváðum að fara heim.“ Þau hjónin komu heim til Saulgau í Suðvestur-Þýskalandi fyrr í þessum mánuði og Dan er nú kominn í forskóla. „Hann nýtur þess að leika sér við börnin," segir faðir hans, sem bíður nú eftir brauði í landi sínu. — DENIS HERBSTEIN Furður Fórna lim fyrir lífið Finna kóngulær fyrir sársauka? Þessi spurning brennur nú á vör- um vísindamanna, eftir að þeim gafst kostur á að kanna viðbrögð kóngulóa við árás skordýrs. Við- brögðin komu mjög á óvart og hafa orðið tilefni til frekari rannsókna. Dr. Thomas Eisner og dr. Scott Camazine við Corneill-háskóla i New York-ríki voru í rannsókn- arferð úti i náttúrunni og skoð- uðu meðal annars atferli kóngu- lóar. Þeir tóku m.a. eftir því að broddfluga flaug inn í vef henn- ar. Flugan barðist um í vefnum, og þegar kóngulóin kom að henni, stakk hún hana í fót. Kóngulóin var hreyfingarlaus um hríð, en því næst féll fótur- inn af henni og hún hraðaði sér inn í miðjan vefinn. Flugan sat eftir með fótinn sem af var. Þetta atvik varð til þess að dr. Eisner og dr. Camazine hófu til- raunir á kóngulóm og broddflug- um. Þeir slepptu broddflugum í kóngulóarvefi og fylgdust með því, hvort flugunum tækist að stinga kóngulærnar. Það tókst í sjö skipti með þeim afleiðingum að sex kóngulær urðu einum fæti fátækari. Sjöunda kóngulóin drapst hins vegar nokkrum mín- útum eftir árásina. Henni tókst ekki að losa sig við fótinn, sem flugan stakk í. Dr. Eisner og dr. Camazine héldu nú áfram rannsóknum sín- um á rannsóknarstofu. Þar sýndu þeir fram á, að kónguló- arfótur losnar ekki af, þótt hann sé stunginn með nál. Hann losn- ar ekki að heldur, þó.t annað skordýr særi hann með biti. Til þess að kóngulóin gæti losað sig við fótinn, varð eitrið úr flug- unni að komast í hann. Ef því var hins vegar sprautað þannig að það bærist um kóngulóna alla, drapst hún fljótlega. - „NATIIRE"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.