Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 14
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLl 1983 í leit að „morðingjum“ sagt frá ungum homma, er þjáðist af Sarkmeini Kaposis (illkynjað bandvefs- æxli í húð). Dr. Jaffe var þá á ráðstefnu í Kaliforníu. „Við veittum því eftirtekt, hversu und- arlegt þetta var,“ segir dr. Jaffe. Skipaður var sérstakur starfshópur hjá CDC, sem vinna skyldi að rannsóknum á AIDS undir forystu dr. James Curran, sérfræðings í kynsjúkdómum (venereal disease). Vís- indamennirnir gátu skjótt skráð fimmtíu tilfelli í viðbót, er féllu undir þá skil- greiningu, sem heilsugæslustofnunin nefndi AIDS. f upphafi virtist svo vera, að skaðvaldurinn væri amýl-nítrat (amyl nitrate) eða butýl-nítrat (butyl nitrate), sem eru skammtímaverkandi vímugjafar. En við nánari skoðun mála og samanburð AIDS-sjúkra og heilbrigðra kynvillinga, kom í ljós, að lítil fylgni var milli sjúk- dómsins og neyslu fíkniefnanna. Hinn 20 blaðsíðna langi spurningalisti, sem lagður var fyrir fórnarlömbin, sýndi þó, að sjúkl- ingarnir höfðu sterka tilhneigingu til lauslætis. Auk þess voru þeir hinir „þiggj- andi“ aðilar í endaþarmssamförum. Síðan kom önnur vísbending: skýrslur um eiturlyfjaneytendur, flesta með eðli- legar kynhneigðir, sem haldnir voru AIDS. Þetta studdi þá kenningu, að veira, eða annar smitandi sjúkdómsvaldur, sem bær- ist með skítugum stungunálum og við kyn- ferðislega snertingu, væri valdur að sjúk- dómnum. Kenningin var einnig studd þeirri staðreynd, að kynlífsnautar eiturlyfjaneytenda og jafnvel nokkur börn sjúklinga, hefðu smitast af sjúkdómi, er sennilega væri AIDS. Sama var að segja um nokkra dreyrasjúklinga og blóðþega. Kornabarn í San Fransisco, sem hafði ein- kenni AIDS, hafði þegið blóð frá blóðgjafa, sem síðar var greindur sem AIDS-sjúkl- ingur. Bestu rökin fyrir því, að smitandi sjúk- dómsvaldur væri laus, komu frá Los Ang- eles. í samtölum sinum við fórnarlömb sjúkdómsins, hófu vísindamenn að taka saman skrá yfir nöfn þeirra, sem sjúkl- ingarnir höfðu haft mök við. Þrír karlar, sem ekkert þekktust, nefndu nafn manns í New York-borg. Við nánari athugun kom i ljós, að hann var fórnarlamb sjúkdómsins líka. Síðan hafa 40 tilfelli í tiu borgum verið tengd hverju öðru um kynferðislegt samband. Næstu upplýsingar gerðu málið rugl- ingslegra. Innflytjendur frá Haiti voru komnir með AIDS. Þetta var ekki aðeins ráðgáta (margir innflytjendanna kváðust hvorki vera hommar né neytendur eitur- lyfja) heldur varð sjúkdómsgreiningin til þess, að valda faraldursfræðingum erfið- leikum. Kynvilla er fyrirlitin á Haiti og fórnarlömbin voru treg til að tala um kynhneigðir sínar. Tungumálakunnátta innflytjendanna varð líka til að auka á erfiðleikana; það var erfitt fyrir vísinda- mennina að lýsa tilþrifum homma í spurn- ingum sínum á hverdagsmáli Haitibúa; sérstaklega var orsökin sú, að sama orðið er þar notað um kynvillu og kynskipti. Margir innflytjenda voru komnir til Bandaríkjanna á ólöglegan hátt og því skiljanlega ekkert áfjáðir í það, að ræða við starfsmenn hins opinbera. Orsakir AIDS í Haitibúum er enn ráð- gáta. Veikin braust sennilega út á hinni fátæku eyju í Karabíska hafinu árið 1981, um svipað leyti og hennar varð vart í Bandaríkjunum. Suma sérfræðinga grun- ar, að AIDS orsaki veira, er nýlega hefur Klasasýkillinn (staphylococcus bacteria), sem er gamall óvinur mannsins, er hann mikill skaðvaldur. Læknir og hjúkrunarkona athuga Ifðan komabarns á sjúkrahúsi í New Jersey, en barnið er sýkt af klasasýklinum. borist frá Afríku, þar sem sarkmein Kap- osis er algengt, og kunni að hafa borist með Haitibúum, er eitt sinn unnu í Zaire. I Port-au-Prince á Haiti eru margar vinsæl- ar veitingabúllur fyrir homma og veikin gæti hafa borist til Bandaríkjanna með bandarískum ferðamönnum eða upphaf- lega borist til Haiti með Bandaríkja- mönnum. Nýlegar niðurstöður benda til þess, að eins og í Bandaríkjunum smitist menn á Haiti við kynvillu eða notkun skit- ugra stungunála. Fórnarlömb eyjunnar hafa ekki frekari tilhneigingu til smitunar heldur en Bandaríkjamenn. Sem rannsóknir og vangaveltur héldu áfram, jukust upplýsingar vísindamanna á rannsóknarstofum í Bandaríkjunum um sjúkdóminn: óregla er á þeim frumum í blóði AIDS-sjúklinga, sem aðstoða við stjórnun á myndun mótefnis. I eðlilegu ónæmiskerfi eru helmingi fleiri T-hjálp- ar-lymfocytar (lymphocyte; eitilfrumur), sem örva myndun mótefnis (antibody), heldur en T-bæli-lymfocytar, sem hafa letjandi áhrif. Þessu kann að vera öfugt farið í AIDS-sjúklingi. Oft eru þó færri frumur af hvorri gerð. Tvæf kenningar eru nú uppi um AIDS- sjúkdóminn, byggðar á þeirri vitneskju sem aflað hefur verið. Hin fyrri er á þann veg, að AIDS orsaki sérstakur sjúkdóms- valdur, sem sennilega er veira. „Kenningin um smitandi sjúkdómsvald er orðin trú- verðugri en hún var fyrir nokkrum mánuð- um,“ segir dr. James Curran og endur- speglar það ríkjandi skoðun starfsmanna CDC. Dr. Anthony Fauci vísindamaður Þjóðarstofnunarinnar fyrir heilbrigði, NIH, telur, að skaðvaldurinn sé veira og hefur safnað T-hjálpar-lymfocytum. Hann hefur leitað að veirubrotum í litningum (genetic code) T-frumnanna. Enn sem komið er, hafa þó slíkar og aðrar álíka flóknar rannsóknir ekki gefið afgerandi niðurstöður. Grunur beinist að tveimur veirum; annars vegar þeirri T-frumuveiru, er veldur hvítblæði (human T-cell leuk- emia virus, eða HTLV) og hins vegar veiru, sem tilheyrir herpes-fjölskyldunni og nefnist CMV (cytomegalo virus). T-frumu- Reyrhúsgögn njóta aukinna vinsælda! Ekki aðeins hjá ungu fólki heldur einnig hjá þeim sem áður keyptu sér hefðbundin húsgögn. Vinsældir reyrhúsgagna eiga sér margar skýringar. Mjúkar línur, létt yfirbragð, vandað handverk. Og svo eru reyrhúsgögnin létt og taka lítið pláss. Athyglisverðir eiginleikar ekki satt? KRISTJflf) SIGGEIRSSOfl HF LAUGAVEG113, SMIÐJUSTÍG 6. SIMI 25870 ("Ig óska eftir að fá sent KOSUGA litmyndablaðið | Nafn:_______________________________________________________ Heimili:______________________________________________________ Staður:_______________________________________________________ Sendistti! Kristján Siggeirsson h f Laugavegi 13 101 Reykjavík Til sölu seglbáturinn Albatross 67 S. Gerð „Boheme 630“, 6.3x2.5x1.1 m. Svefn- pláss fyrir 4 og eldunar- aöstaða. 5 segl, veg-, hraöa- og dýptarmælar og utanborösmótor. Bát- urinn er samþykktur af Siglingamálastofnun ríkisins og er í mjög góöu standi. Myndin sýnir systurskip. Upplýsingar í síma 91-34001. Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.