Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLl 1983 75 Punktar úr heimi kvikmyndanna Return of the Jedi (Star Wars 3) nýtur mikilla vinsælda vest- anhafs í sumar, og þar með er miðþætti flokksins lokið (Star Wars, The Empire Strikes Back, Jedi, eru númer 4, 5 og 6). Ákveðið er að ástralski leikstjór- inn George „Mad Max“ Miller leikstýri næstu mynd, upphaf- inu. ★ ★ ★ — Hver leikur Evitu í stór- myndinni sem nú er á undirbúningstigi? Leitin að leikkonunni er farin að líkjast leitinni að Scarlett O’Hara. Barbra Streisand vildi hlutverk- ið, en framleiðandinn Robert Stigwood vísaði henni á dyr. Hann vill helst fá Meryl Streep. Bara að hún gæti sungið. ★ ★ ★ — Dallas-kvikmyndin hefur lengi verið í fæðingu. Myndin kemur til með að kosta mikla peninga, 27 milljónir dala. Philip Capice, framleiðandinn, segir að í myndinni sé Ewing-fjölskyldan sameinuð, en ætli menn verði ekki að sjá það áður en þeir trúa því. Allir aðalleikararnir úr þáttunum verða í myndinni, nema hún Victoria Pam Princip- al, því hún neitar að striplast. ★ ★ ★ — Stayin’ Alive heitir nýjasta mynd John Travolta og er hún framhald af Saturday Night Fever. Bee Gees sér um tónlist- ina, en leikstjóri er enginn annar en Sylvester Stallone. ★ ★ ★ — Robert Redford hefur loks gert upp hug sinn. Hann ætlar ekki, eins og flestir gerðu ráð fyrir, að leikstýra næstu mynd, heldur að leika aðalhlutverkið í „The Natural" sem Barry Lev- inson leikstýrir. Robert lék síð- ast I „Brubaker" árið 1980 og leikstýrði Ordinary People árið eftir og fékk óskarinn. — Jeremy Irons er ekki að- gerðarlaus. Hann lauk nýlega við mynd Harolds Pinter, „Be- trayal“ og lék þar á móti Ben Kingsley. Þá flaug hann til Þýskalands og lék í The Cap- tain’s Doll“. I Astralíu lék hann í „Villiöndinni" á móti Liv Ull- mann. Nú er hann í Frakklandi og leikur í „Swann In Love“, sem er byggð á seinni hluta bókar eftir Marcel Proust, „Remem- brances of Things Past“. Fransk- ir gagnrýnendur eru æfir yfir því að breskur maður skyldi leika hetju eftir Proust og að þýskur maður, Volker Schlön- dorff, leikstýri. Það er kannski dálítil huggun harmi gegn að handritshöfundurinn er fransk- ur. ★ ★ ★ — Gamla kempan Martin Ritt hefur orðið að hætta við gerð kvikmynda að undanförnu vegna veikinda. Nú hafa læknarnir ráðlagt honum að hvíla sig, sem þýðir að hann leikstýrir ekki Jack Nicholson og Tim Hutton í Roadshow. Ofurmanninum fatast ekki flugið frekar en fyrri daginn. Öðru nær, þriðju myndinni skaut upp á him- inhvolfið rétt í þessu og hefur hún skotið hinum myndunum tveimur langt aftur fyrir sig. Merkilegt hvað þessi persóna fellur vel í kramið hjá almenningi. Superman og Superman II kost- uðu um 100 milljón dali í fram- leiðslu en hafa þegar dregið 600 milljónir dala í kassann um heim alian. Nú er sú þriðja komin og verða víst ekki fleiri. Christopher Reeve er orðinn leiður á þessu sí- fellda flugi heimsálfa á milli, svo Alexander Salkind (le poete de l’argent), sonur hans Ilya, og fé- lagi Pierre Spengler, peninga- mennirnir að baki myndanna, hafa afráðið að gera næst Super- girl! Á meðan flestir framleiðendur neyðast til að fara á knjánum milli banka, eru Salkind-feðgarnir ekki í neinum vandræðum með að fá peninga í sínar Superman- myndir. En þeir voru staðráðnir í að þriðja myndin yrði svolítið öðruvísi en hinar tvær fyrri. Það er ekki hægt að koma sér upp öruggri formúlu, er haft eftir Ilya Salkind, og að sjálfsánægja sé hættulegri Ofurmanninum heldur en „kryptonite". Hann segir að þeir hafi tekið allt það besta úr gömlu Superman-sögunum og kryddað með nýju og fersku. En, segir hann, við vissum frá upp- hafi, að við yrðum að hafa skemmtunina að leiðarljósi, ef við Clark Kent breytir sér í einn Iftinn ofurmmnn. Ovinur númer eitt I SUPERMAN (númer þrjú): tölvusérfræðingurinn (Rich- mrd Pryor) og eigmndinn (Robert Vmughn). ætluðum að gera þrjár vinsælar myndir um sama manninn. Um það verður ekki deilt að myndirnar um Ofurmanninn eru skemmtilegar, og það er einmitt það sem hinn almenni bíógestur sækist eftir. Þeir sem sáu mynd númer tvö, muna sjálfsagt að Superman kom í veg fyrir að Lex Luther eignaði sér vesturströnd Bandaríkjanna. En í nýju myndinni berst hann gegn auðjöfri nokkrum sem hefur komist að því hvernig stjórna má umhverfinu. Richard Pryor leikur manninn, sem kann á tölvuna miklu, sem verður versti óvinur Ofurmannsins. Pryor segir að hann hafi tekið að sér hlutverkið vegna þess að í einu atriði dulbýr hann sig sem herforingi „og gat notið þeirrar virðingar í hernum sem hann átti skilið, en naut aldrei". Þegar hann gekk úr hernum gortaði hann af því að hann hefði verið fallhlífa- stökkvari, en var í raun pípulagn- ingamaður. Hann viðurkennir þó nú að hann hefði aldrei náð langt í hernum því hann var svo loft- hræddur. „Kannski að fólk trúi því að maður geti flogið... en ég er enn að grufla i því hvernig vélar geta hangið svona lengi þarna uppi.“ I myndinni þurfti hann að „fljúga" nokkrum sinnum og það fór næstum með hann, að sögn. Þriðja myndin er ekki beint framhald af númer tvö, að minnsta kosti er jarðneski partur- inn af Ofurmanninum, Clark Kent, hættur að dufla við Lois Lane, fréttamanninn. I þessari mynd lendir hann í brauki með annarri skvísu, Lönu löngu (Ann- ette O’Toole). Þau eru sögn gamlir skólafélagar og hittast aftur þegar bekkurinn kemur saman eftir langan aðskilnað. Maðurinn sem leikstýrði fyrstu myndinni, Richard Donner, var látinn víkja fyrir Richard Lester. Sá síðarnefndi er titlaður leik- stjóri myndarinnar númer tvö, þótt Donner hafi leikstýrt flestum atriðunum. En framleiðendunum leist betur á Lester, sem er hinn ánægðasti með hlutskipti sitt. Lester er annars þekktastur fyrir Bítla-myndirnar. Margir nýir leikarar koma fram í þessari mynd, Richard Pryor leikur hér annað stærsta hlut- verkið, Robert Vaughn leikur auð- jöfurinn valdagráðuga sem ræður yfir tölvunni, Annette O’Toole leikur nýju kærustu Clarks, Pam- ela Stephenson leikur aðstoðar- mann vondu kallanna, en einnig eru persónur úr hinum myndun- um tveimur, meðal annarra Jackie Cooper sem leikur ritstjórann og Margot Kidder leikur Lois Lane, gömlu kærustu Clarks. — HJÓ Komið við í kvikmyndahúsunum Pryor og félagar í myndlnni Þjófur é lausu í Laugarásbíói. Sama kvikmyndaval er í dag, (19.), í Bíóhöllinní og um síðustu helgi. Sama máli gegnir um Regnbogann utan aö þar eru hafnar endursýningar á drama er geröist í Berlín þriöja áratugar- ins, Hlaupið í skarðið — Just a Gigolo. Meö aöalhlutverkin fara David Bowie, Kim Novak, Maria Schell og David Hemmings, sem jafn- framt leikstýrir. Þá bregöur fyrir Marlene gömlu Dietrich. Þetta er merkilegur hræringur sem ætti aö hvetja sjálfan mig á staö, og fleiri sem til þessa hafa látiö hjá líöa aö sjá myndina. Bíóbær hefur dustaö rykiö af Endurkomunni, bandarískri hrollvekju, og Austurbæjarbíó leggur til atlögu í annaö skipti á þessu sumri meö Ég, dómarinn aö vopni. Satt best aö segja þótti mér Mike karlinn Hammer heldur lítill fyrir mann aö sjá í höndum Armandes Assante, en Hammer var nefnilega hvaö kaldrifjaöast- ur haröjaxla í lögreglu- og skúrkabókmenntum minna ungl- ingsára. Má vera aö mór hafi þótt lítiö til myndarinnar koma af þessum sökum. I Nýja bíói ríkir mikil slagsmálastemmning enda segir i auglýsingunni um Karatemeist- arann, sem frumsýnd var í vik- unni, aö hér séu engir viövan- ingar á ferö... I Laugarásbíói er hinsvegar Þjóf- ur á lausu — Bustin Loose, ein af þessum fjölmörgu meöal- myndum sem ætlaö er aö hala inn fé á geysivinsældum Richard Pryors í Vesturheimi. Vissulega heldur Pryor þjófn- um á loft, hann er skemmtilegur og einkar fyndinn í allri fram- komu. En brandararnir eru frekar viö hæfi litaðra í Bandaríkjum Noröur-Ameriku en regnbaröra Mörlanda. Þó held ég aö ætti aö fæöast bros á fölum andlitum okkar af uppákomum einsog þegar Pryor fær hjálp frá Ku- Kux-Klan viö aö ná úr festu í for- arvilpu faratæki sínu! Efnisþráöurinn er í lóttari kant- inum. Pryor fer meö hlutverk smáglæpamanns sem er fenginn til aö flytja hóp munaöarlausra vandræöabarna ásamt kennara þeirra (Cicely Tyson) þvert milli stranda Bandaríkjanna. Er skemmst frá því aö segja aö þeg- ar á leiðarenda er komiö er smá- krimminn næstum í helgra manna tölu, alsæll meö kennslu- konuna í faömi og hornrekurnar litlu englar í mannsmynd! STJÖRNUGJÖF: The Stunt Man ★ ★ ★ Atlantic City ★ ★ ★ W Hver er morðinginn? ★ ★ í greipum dauðans ★ ★ ★ Tootsie ★ ★ ★ Rocky III ★ ★ ★ Rocky II ★ ★ Mjúkar hvílur mikiö stríö ★ Starfsbræður ★ ★ 'A Þjófur á lausu ★ 'h Ég, dómarinn ★ Sæbjörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.