Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983
51
sér til skemmtunar á þessum ár-
um?
— Nú, við löbbuðum stundum í
glöðum hópi suður í Hafnarfjörð.
Og þegar lúðrasveitin spilaði á
Austurvelli, þá labbaði fólk rúnt-
inn.
Kennari í hálfa öld
Þeir eru ekki fáir Reykvík-
ingarnir sem hafa átt samleið með
Kristínu Þorvaldsdóttur sem
skólafélagar hennar í barna- eða
framhaldsskólum eða sem nem-
endur hennar á hálfrar aldar
kennaraferli. Fyrstu nemendurnir
voru í smábarnaskóla, sem hún
hafði heima hjá sér veturinn
1906—7, en það voru þau Helgi P.
Briem, síðar sendiherra, Haraldur
Á. Sigurðsson, gamanleikari, Ein-
ar Nielsen, bróðir Hjartar, Sigríð-
ur, móðir Erlings Blöndal Bengt-
son, David östlund og Anna Ein-
arsdóttir, dóttir Einars Gunnars-
sonar, stofnanda Vísis. — Þessir
fyrstu nemendur mínir voru 5—6
ára og að byrja að draga til stafs
og lesa og bráðduglegir, segir hún.
Veturinn 1908—9 hafði Kristín
stundakennslu i barnaskólanum,
en fór veturinn eftir vestur á
Hesteyri. Þar kenndi hún í fjóra
vetur, fyrsta veturinn bæði á
Hesteyri og í Aðalvík. Gekk á milli
á skíðum. 25 börn voru í skólanum
á Hesteyri en eitthvað færri í Að-
alvíkinni og hún kenndi f hálfan
mánuð á hvorum stað. Bjó hjá
læknishjónunum Jóni Þorvalds-
syni og Mörtu Bachman, en þar
var menningarheimili mikið. Það
fór því vel um Kristínu á Strönd-
um, og á þessum árum gekk hún á
skíðum um Hornstrandir. — En
hvers vegna var hún þar þá aðeins
í fjögur ár?
— Þá stóð fyrir dyrum að
kenna matreiðslu í barnaskólum
og Anna systir mín skrifaði mér
og stakk upp á að ég legði þá
kennslu fyrir mig. Engir kennarar
voru til með matreiðslu sem sér-
grein. Ég sótti um í Statens Lær-
erhojskole í Kaupmannahöfn og
fór utan og varð víst fyrsti kenn-
arinn, sem bæði hafði kennara-
próf og próf í matreiðslu. En með-
an ég var í Höfn hófst stríðið, svo
ég var úti öll fyrri stríðsárin. Not-
aði timann til að æfa mig í að búa
til diet-fæði og fínni mat í Pro-
fessors Jacobsens Clinik, sem kom
sér vel því oft leysti ég síðar af
ráðskonurnar á Kleppi og Vífils-
stöðum á sumrin. í Kaupmanna-
höfn leigði ég alltaf á sama stað
og fór mikið í leikhús, því við feng-
um miða á hálfvirði í Konungiega,
af því þetta var rikisskóli.
Bæði matreiðslu- og
kennararéttindi
Eftir að Kristin kom heim og
hafði dvalið einn vetur á heima-
slóðum norður i Skagafirði við
kennslu, var hún beðin um að taka
við hússtjórnardeildinni f
Kristín Þorvaldsdóttir Arason.
Kvennaskólanum og var þar í 5
vetur.
— En af hverju ekki lengur?
— Þetta var þrotlaust púl,
svarar hún um hæl. Maður átti
aldrei stund lausa, ekki einu sinni
á aðfangadagskvöld og gamlárs-
kvöld til að fara í kirkju, eins og
ég hafði þó alltaf gert. Þá hætti
ég. Ég kenndi stúlkunum mat-
reiðslu og þurfti að hafa þær í
fæði. f heimavistinni voru 30
stúlkur. Mér var sagt að ég væri
jafn mikil forstöðukona fyrir hús-
stjórnardeildinni og Ingibjörg
fyrir almennu deildinni. Þannig
þurftu stúlkurnar mínar að biðja
mig um útivistarleyfi og fá hjá
mér lykil, ef þær vildu fá að vera
úti eftir kl. 10 að kvöldi, en þá var
skólahúsinu lokað. Hinar skóla-
stúlkurnar fóru svo að bera sig
saman við mínar, en þær voru
hálfhræddar við að skrifta fyrir
Ingibjörgu. Og henni þótti ég veita
of mörg leyfi, einkum einni stúlku,
sem var trúlofuð. Nei, það breytt-
ist ekkert eftir að hún talaði um
það við mig, svarar Kristín. Og
bætir við: — Þegar Soffía Claes-
sen, sem kenndi ein matreiðslu í
Miðbæjarbarnaskólanum, gifti sig
og starfið losnaði, þá sótti ég um
og byrjaði að kenna þar 1924 og
svo í Áusturbæjarskólanum eftir
að hann var byggður 1930, fyrsta
veturinn í báðum skólunum.
— Nú er Austurbæjarskólinn
enn einn best búni barnaskólinn í
Reykjavík, með leikfimihús,
sundlaug, samkomusal og sérstakt
kennslueldhús. Var haft samráð
við þig áður en gengið var frá því?
— Sigurður Guðmundsson
arkitekt kom oft að tala við mig
áður en eldhúsið var innréttað. Ég
kenndi fyrsta veturinn í Miðbæj-
arskólanum líka og þótti eldhúsið
þar miklu betra. Hitt var svo stórt
og mikil hlaup þar. Ekki að furða
þótt fæturnir séu farnir að láta
sig eftir öll þessi hlaup og stöður á
steingólfum um ævina. En það er
nú það eina sem hrjáir mig.
Búin að reykja í
60 ár og geri enn
Kristín hefur boðið upp á sherry
og hellir í glösin styrkri hendi.
Einnig býður hún sígarettur og
fær sér sjálf úr pakka af Craven A.
— Ég er búin að reykja í 60 ár,
segir hún. — 95 ára og bæði reyki
og fæ mér í staupinu ef svo ber
undir og verð ekki vör við að það
sé óhollt. Var orðin 70 ára þegar
ég fór fyrst á spítala. Fékk víst
nokkurs konar slag og hætti þá að
kenna. En ég hafði haldið áfram
þó ég mætti hætta, af því að það
vantaði svo matreiðslukennara.
— Til að fá ofurlitla hugmynd
um hvernig ungar konur bjuggu í
þá daga, langar mig til að biðja
þig að segja mér, Kristín, hvernig
bjóstu sjálf?
— Ég leigði íbúð í Tjarnargötu
4, þar sem hús Steindórsprents
var síðar byggt. Þarna stóð þá
lágt, langt hús, sem Steingrímur
Thorsteinsson hafði víst byggt.
Þar hafði ég litla íbúð með sér-
inngangi. Thoroddseri-systur voru
vinkonur mínar, allar 4, Maria,
Kristín, Ragnhildur og ekki síst
Katrín. Hún kom alltaf við hjá
mér á daginn þegar hún kom af
klínikinni og drakk hjá mér kaffi.
Sagði að það væri svo notalegt og
afslappandi eftir að hafa verið á
lækningastofunni. Um það leyti
fylltist allt oft af gestum. Elísabet
Foss og Lára Páls komu gjarnan.
Þá var gött og glatt í litlu íbúð-
inni, þótt húsakynnin væru smá.
Oft tókum við líka í spil saman á
kvöldin. Og þarna bjó ég þangað
til ég gifti mig 1938. Maðurinn
minn, Helgi Guðmundsson, átti
íbúð sem hann seldi og við keypt-
um þessa íbúð hér á Seljaveginum.
í fyrstu fannst mér þetta langt út
úr eftir að hafa alltaf búið í mið-
bænum, en það vandist fljótt.
Héðan er svo fagurt útsýni. Snæ-
fellsjökull blasti við þar til Vita-
málastjórnin byggði hinum megin
við götuna. Enn sér út á sjóinn og
vorkvöldin eru svo fögur. Kvöld-
sólina sé ég setjast á kvöldin og á
vetrum blasa við ljósin á Akra-
nesi.
— Og hér býrðu ein?
— Já, hér hefi ég búið ein síðan
maðurinn minn dó 1943. Hingað
kemur tvisvar í viku stúlka, sem
fer í sendiferðir fyrir mig og
hjálpar mér. Og bróðurdætur mín-
ar, Gulla og Helga Arason, gætu
ekki verið betri við mig þótt ég
væri móðir þeirra. Og það sama
gildir um menn þeirra, Gunnar
Éyjólfsson leikara og dr. Eggert
Jóhannsson. Ég er svo heppin að
geta lesið, geri kannski full mikið
af því, og hefi þar fyrir utan nóg
við að dunda. Bý ein og leiðist
aldrei, segir Kristín, þegar hún
fylgir gesti sínum fram á stiga-
pallinn og kveður. — E.Pá.
Við Tjörnina 1898. Kristín stendur á bakkanum til vinstri, og Elfsabet Foss, en í bátnum eru Ólafur Þorsteinsson og
Ragnheiður systir hans að þvf er Kristfn heldur. Árni Thorsteinsson tók myndina.
Lokað
vegna sumarleyfa
Bifreiöaeigendur athugið
Höfum lokað vegna sumarleyfa frá 1. ágúst til 5.
september.
Bón- og þvottastöðin hf.
Sigtúni 3.
Wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmrnm
Aðeins það
besta er nógu
gott fyrir gesti
okkar
Við bjóðum alla sælkera
velkomna um borö.
Sýnishorn af
matseðli kvöldsins:
Hvítlauksristaöir sniglar gljáöir meö gráöosti.
— oOo —
Pönnusteikt heilagfiski meö ristuöum rækjum
soðnum kartöflum og sítrónu.
— oOo —
Ofnsteikt önd meö steinseljukartöflum,
frönskum ertum og appelsínusósu
— oOo —
Fylltur grísahryggur meö eplum,
sveskjum,
boriö fram meö Róbertssósu.
, — oOo —
Vallilluís meö perum og súkkulaöisósu.
Jón Möller leikur á
píanóið af sinni
kunnu snilld.
SkólavörduHtíg 12, sími 10848
—*1 — - ^ -
„F0RMULA 0NE“
Keppnisbátur fullhugans
s_______J
„Formula One“ er 22 feta skúta, hröð og lífleg
þegar öllum seglum er tjaldað og vindur er
liöugur. Nú þegar er fyrsta íslenska „Formula
One“ farin að safna vinningum sumarsins, en
keppnin eykst þegar önnur „Formula One“
bætist í hóp keppenda hérlendis. Þriðja
„Formula One“ er tilbúin til afgreiðslu fyrir
kaupanda nú þegar.