Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JULI 1983
59
Starfsmenn Heilsugæslustofnunarinnar f Atlanta rannsaka banvæna sýkla á vel einangraðri
rannsóknarstofu stofnunarinnar. Vfsindamennirnir eru klæddir sérstökum búningum við
rannsóknir sínar.
veiran er einnig tengd krabbameini í eitla-
vef (lymphoma).
Hin kenningin er á þann veg, að ónæm-
iskerfi AIDS-sjúklinga sé hreinlega borið
ofurliði af mýmörgum smitsjúkdómum.
Bæði eiturlyfjaneytendur og hommar, sem
lifa fjörugu kynlífi, verða sífellt fyrir árás-
um alls kyns veikinda. Sífelld snerting við
herpes-veirurnar eða sæði, sem fer í blóð
eftir endaþarmssamfarir, getur leitt til
fjölgunar T-bæli-lymfocyta. Að lokum
verður ónæmiskerfið svo breytt, að „allt
kerfið springur", eins og einn vísinda-
mannanna orðaði það. Aðrir sérfræðingar
tengja báðar kenningarnar saman og velta
því fyrir sér, hvort ekki sé um nýja veiru
að ræða, en hún geri aðeins usla við vissar
aðstæður, s.s. þegar ónæmiskerfi einstakl-
ings er óstöðugt, eða gen litninga frumna
hans eru ákveðinnar gerðar.
Hvor heldur kenningin er rétt, hefur
rannsóknin verið lærdómsrík fyrir farald-
ursfræðinga. Magn T-lymfocyta, tilvist
HTLV og CMV veira og bólgur í eitlum
(lymph glands) eru álitin fyrstu merki
Aii)S. I blóðbanka New York-borgar (New
York Blood Center) rannsaka dr. Cladd
Stevens og dr. Friedman-Kien blóð kyn-
villtra karlmanna, sem ekki hafa AIDS, til
þess að reyna að finna eitthvað, sem er
sérstakt við blóð þeirra, samanborið við
blóð þeirra homma, sem fá sjúkdóminn.
Þeir hafa fyrir tilviljun til rannsóknar
blóð þúsunda manna, sem safnað var árið
1979 vegna rannsókna á lifrarbólgu af B-
gerð (hepatitis B). Meðal þessara blóðsýna,
eru 1.500 sýni úr hommum, sem nú er verið
að athuga. 18 þeirra hafa fengið AIDS.
Engin lækning er í sjónmáli. En rann-
sóknin hefur nú þegar komið nokkrum
sjúklingum til góða. Nýjar upplýsingar um
ónæmiskerfi líkamans hafa leitt til þess,
að læknar eru varfærnari við val á með-
ferð Sarkmeins Kaposis og þá á þann hátt,
að þeir haga meðferð þannig að hún orsaki
ekki frekari bælingu ónæmiskerfisins. Dr.
Fauci við Þjóðarstofnun fyrir heilbrigði,
NIH, hefur stjórnað ígræðslu beinmergs,
sem styrkir ónæmiskerfi sjúklinga. Hann,
ásamt fleiri vísindamönnum, reynir nú
nýjar gerðir interferóns við meðferð
AIDS-sjúklinga, en interferón er hluti
ónæmiskerfis líkamans, sem nú er unnt að
framleiða með genaverkfræði.
Þrátt fyrir áhyggjur manna af dauða og
þjáningu AIDS-sjúklinga og þrátt fyrir
það, að enn sé engin lækning í sjónmáli,
eru váindamenn bjartsýnir á það, að vís-
indunum muni að lokum takast að ná
stjórn á sjúkdómnum. „Okkur hefur tekist
að ná taumhaldi á öðrum sjúkdómum og
við erum staðráðin í, að ná tökum á þess-
um líka,“ segir Margaret Heckler-heil-
brigðismálaráðherra Bandaríkjanna.
Ummæli bandaríska heilbrigðismála-
ráðherrans, og margir vísindamenn eru
þeim sammála, eiga rætur sínar að rekja
til allra þeirra nýlegu sigra yfir sjúkdóm-
um, sem eitt sinn mótuðu mannkyns-
söguna. Það eru ekki nema nokkrir áratug-
ir síðan óttinn við lömunarveiki gat orðið
til þess, að skólar tæmdust; fórnarlömb í
járnlungum voru höfð til sýnis til að safna
peningum þeim til hjálpar. Allt tilheyrir
þetta nú fortíðinni.
Bjartsýnin í umræðunni um AIDS hefur
að bakhjarli ný vopn, sem bæst hafa í
vopnabúr læknavísindanna. Reynslan af
notkun interferóns hefur leitt í ljós, að
lyfið getur haldið aftur af vexti krabba-
meinsfrumna. Eins öflugt er framleiðslu-
ferli það, sem framleiðir nýjar frumur,
sem nefnast blendingsfrumur (hybridom-
as). Frumur, sem mynda mótefni gegn
ákveðnum sjúkdómum, eru sameinaðar
krabbameinsfrumum til myndunar af-
brigða, er búa yfir þeim eiginleikum að
geta myndað mótefni, en eru einnig eins
þrautseigar og æxli. Þessar nýju þlend-
ingsfrumur má sennilega nota til myndun-
ar bóluefna, sem geta verndað mannfólkið
fyrir nýjum sjúkdómum og hjálpað líkam-
anum í baráttunni gegn krabbameini.
En bjartsýnin er þó takmörkuð vegna
þeirrar vitneskju, að baraítunni við sjúk-
dóma er aldrei lokið. Dr. Foege segir um
hina banvænu, afrísku Ebola-veiru: „Hvað
veldur því, að hún breiðist ekki út hérlend-
is? Ekki veit ég það.“ Rannsóknir á
Ebola-veirunni halda því áfram í hinni vel
einangruðu rannsóknarstofu Heilsugæslu-
stofnunarinnar, sem fyrr var getið. Enn
fremur má nefna veiruafbrigði, sem
manninum stafar mikil hætta af. Veiru-
afbrigði þetta tengist lifrarbólguveirunni
og veldur alvarlegri sýkingu og lifrar-
krabbameini. Þessi svonefndi Delta-sjúk-
dómsvaldur (Delta agent) er farinn að
skjóta upp kollinum í áhættuhópum, m.a.
þeim hinum sömu og eiga á hættu að fá
AIDS. Veirustofninn var uppgötvaður árið
1977. Jafnvel sigurinn yfir bólusótt leyfir
ekki, að honum sé sérstaklega fagnað. í
hennar stað hefur nýs sjúkdóms orðið vart
í Afríku, sem unnt væri að nefna „apasótt"
(monkeypox). „Þetta er sennilega sjúk-
dómur, sem hefur lengi verið til, en fallið í
skuggann af bólusótt," segir Dr. Foege.
„Jafnskjótt og maður hefur losnað við einn
sjúkdóm, kemur annar í ljós.“
Svo eru það þeir sjúkdómsvaldar, sem
hafa alltaf fylgt okkur eins og hermanna-
veikisýkillinn, sem skyndilega getur fund-
ið sér ákjósanlegt umhverfi til að lifa í, eða
inflúensuveiran, sem stökkbreytist smá-
vægilega og ryðst fram á sjónarsviðið til-
búin til nýrra átaka. Það er reyndar inflú-
ensuveiran, sem veldur dr. Foege mestum
áhyggjum af öllum þeim mýgrút örvera,
sem liggur í dvala og getur skyndilega
vaknað og hervæðst. „Ég viðurkenni það
fúslega, að það er mögulegt að við munum
á næstu árum upplifa eins skæðan inflú-
ensufaraldur og þann, sem gekk hér í
Bandaríkjunum 1918. Við vitum ekki enn,
hvernig á að bregðast við slíku.“ Það sama
gildir um flesta algenga sýkla, s.s. klasa-
sýkilinn, sem hefur tilhneigingu til
stökkbreytingar.
„Það var aðeins fyrir nokkrum árum í
miklu hrokakasti, að ég spáði því, að mað-
urinn væri að losna við vanda smitsjúk-
dóma,“ sagði dr. Lewis Thomas, velþekkt-
ur líffræðingur og verðlaunarithöfundur
(The Lives of a Cell), fyrir skömmu. „Ég
tek orð mín aftur." Vegna hetjulegrar bar-
áttu vísindamanna, er unnt í dag að ná
tökum á flestum sjúkdómum nútímalifs og
það mun einnig gilda einhvern tíma um
AIDS. En örverur, sem hafa verið lengur
manninum á þessari plánetu, sýna engin
merki skilyrðislausrar uppgjafar fyrir
tækni og þekkingu mannsins. Meðal þeirra
milljarða, sem eru alls staðar í kringum
okkur og í raun margar í okkur, munu
alltaf einhverjar verða óútskýranlega
vígdjarfar. Dr. Thomas hefur eftirfarandi
að segja: „Það er mikið vísindastarf eftir,
ekki aðeins rannsóknir á AIDS, heldur á
smitsjúkdómum almennt. Okkur skortir
ekki óvinina í þessum efnum og ekki er
líklegt að við munum geta vingast við þá í
nánustu framtíð." Vegna þessa verður vís-
indalögreglan að halda áfram varðstöðu
sinni, mæna í smásjá, spyrja spurninga.
Þýtt og endursagt úr TIME.
Hejst d morgun mánudag