Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLl 1983
63
Gagnrýni um tónleika Mezzoforte í Dominion:
„Varð vitni að einhverjum fær-
ustu hljóðfæraleikurum Evrópu“
— segir gagnrýnandi blaösins Blues and Soul
Jolli & Kóla brosandi í sumarhúsi tíó Ægissióuna. Morgunblaðið/EBB.
Tómasson og Pétur Hjaltested.
Ekkert smáraeöis liö.
Söngurinn é plötunni skiptist á
milli nokkurra aöila. Eggert syngur
þrjú laganna (þau eru alls 12), Gylfi
og Egill sömuleiðis þrjú hvor. Val-
geir á tvö og Siguröur Bjóla eitt í
sameigningu meö Valgeiri. Þá
kemur kvikmyndastjórinn Ágúst
Guömundsson viö sögu í laginu
Upp og niöur.
.Viö reyndum að láta stemning-
una ráöa feröinni hverju sinni og
þaö höldum viö aö hafi tekist bæri-
lega víöast hvar," sögöu þeir Val-
geir og Siguröur Bjóla og undir
þaö er hægt aö taka því víöa á
plötunni eru frábærlega skemmti-
legir sprettir þótt hún detti stund-
um niöur á milli.
Þaö má í raun segja meö Upp
og niöur þeirra Jolla & Kóla, aö
tónlistin ber eölilega keim af þeirra
eigin bakgrunni. Þótt oftast séu
lögin aggressívari en á tímum Spil-
verksins og Stuömanna er ekki
hægt aö sniöganga þá staöreynd
aö mörg hver eru þau í dæmigerö-
um anda þeirra sveita — sórstak-
lega þó Stuömanna. Þessu neita
þeir félagar ekki en árétta, aö
reynt hafi veriö aö foröast troönar
slóöir af alefli.
Og þaö er einmitt bakgrunnur
Jolla & Kóla, sem skilur tónlist
þeirra frá flestri annarri tónlist í
dag.
.Viö frömdum alla okkar tónlist
á handknúin hljóöfæri í þá tíö og
komum svo aö segja bakdyrameg-
in inn í bransann," sagöi Valgeir.
Bætti svo viö, aö þvi heföi ekki
veriö jafnvel tekiö af öllum, enda
heföi Spilverkiö sér í lagi veriö
mjög pótlitiskt þenkjandi flokkur.
„Viö komum eiginlega inní
bransann, sem hálgeröir stofubítl-
ar,“ sagöi Valgeir og brosti. „Ann-
ars var Spilverkiö barn síns tíma,"
bætti hann viö.
Börn sinna tíma er einmitt sam-
nefnari þessara verka Stuömanna,
Spilverksins og nú Joila og Kóla.
Þetta er tónlist, sem mótast af
þjóöfélagsaöstæöum hverju sinni,
en rauöi þráöurinn er alltaf sá
sami. Húmor í textagerö og sviös-
framkomu. Hvort mönnum likar aö
hlusta á plötu Jolla & Kóla eftir
áratug getur tíminn einn leitt í Ijós,
en sem stendur er þessi tónlist
rökrétt framhald — hliöarspor
kannski öllu heldur — á frama-
braut áöurnefndra flokka. Skrambi
skondiö hliöarspor aö auki.
— SSv.
Eins og fram hefur komiö í
Morgunblaöinu er tónleikaferö
Mezzoforte um Bretlandseyjar
nýveriö lokið. Kom hljómsveitin
fram á alls 47 stööum viö mjög
góöar undirtektir víöast hvar.
Járnsíöunni hafa nú í vikunni bor-
ist fjórar umsagnir um hljóm-
sveitina úr breskum poppritum
og er vægast sagt athyglisvert aö
lesa þær. Úrdráttur úr þeim fer
hár á eftir.
Fred Wiliiams skrifar í Melody
Maker, 25. júní: „Ekki frá því á
dögum Carmel hefur veriö uppi
hljómsveit hverrar tónlist er hægt
aö treysta jafn blindandi, nema ef
vera skyldi Sky. Menn geta treyst
því, aö tónlistin er melódísk og hún
er jafnframt án söngs... Þeir eru
hin „instrúmental" Abba. Þaö er
mín skoöun, aö tónlist Mezzoforte
sé nánast leiöinleg jafnvel þótt hún
hljómi þægilega og hljómsveitin sé
snyrtilega klædd."
Kathy Lyon skrifar í Music &
Video Week þann 16. júlí: „Eftir
„hit“-lag sitt „Garden Party" leiddu
tónleikar Mezzoforte í Dominion í
Ijós, aö hljómsveitin býr yfir næg-
um hæfiieikum til þess aö ná frek-
ari vinsældum. Hinir fimm meölim-
ir sveitarinnar léku saman af
óvenjulegum „þéttleika" alian tím-
ann og lítinn mun var aö heyra á
lögum þeirra á tónleikunum og á
plötunni. Þessi tegund tónlistar
krefst mikillar samæfingar
hljómsveitar og ef tekiö er tillit til
þess aö strákarnir í Mezzoforte eru
allir rétt rúmlega tvítugir kemur
þaö á óvart hversu færir þeir eru á
hljóöfæri sín.“
Angela Thomas skrifar í The
Stage and Television Today þann
7. júlí: „Þaö er sjaldgæft aö
popphljómsveit takist aö halda
uppi merkinu heila tónleika án
söngs. Mezzoforte fór létt meö þaö
og gott betur. Strákarnir frá Islandi
hreinlega bræddu aödáendur sína
í Dominion, sem voru framan af
frekar forvitnir en áhugasamir.
Þetta er sveit jafnra tónlistar-
manna og enginn þeirra er öörum
fremur í sviösljósinu. Þaö er helst
aö hinn reyndi Kristinn Svavarsson
steli senunni af og til. Gulli Briem
náöi einnig aö vekja rækilega á sér
athygli meö maraþontrommusólói,
sem fékk áhorfendurna á göngun-
um til aö reka upp fagnaöarhróp.
Það er annars synd, aö lagaval
þeirra á litlu plötunum skuli ekki
gefa betri mynd af hinum sönnu
hæfileikum hljómsveitarinnar."
David Pape skrifar í Blues and
Soul: „Þulurinn tilkynnti, aö viö
værum um þaö bil aö veröa vitni
aö leik einnar bestu hljómsveitar í
Evrópu. Ég sat makindalega í stól
mínum fullur efasemda, en þær
runnu fljótt út í sandinn. Hljóm-
sveitin var „þéttari" annd allt sem
„þétt“ getur talist."
Pape fer síðan nokkrum vel
völdum oröum um hvern og einn
meðlima hljómsveitarinnar, en
segir svo: „Sennilega vakti
trommuleikur Guiia Briem mesta
athygli mína. Hann er aöeins tvi-
tugur aö aldri. Trommuleikur hans
vakti strax athygli mína og síöar á
tónleikunum varö trommusóló
hans til þess aö staöfesta þaö enn
frekar, aö hann er einn af bestu
trommuleikurum Evrópu."
Og áfram heldur Pape:
„Hljómsveitin var klöppuð upp og
þá gafst okkur tækifæri til aö
heyra Garden Party á ný. Eftir
þann flutning var ég ekki lengur í
neinum vafa, aö ég hafði orðiö
vitni aö einhverjum færustu hljóö-
færaleikurum Evrópu á sviöi.“
Þar hafa menn þaö og getur
hver og einn dæmt fyrir sig út frá
þessum glefsum. Ekki ber á öóru
en tónlistin falli gagnrýnendum al-
mennt vel í geö þótt vissulega séu
dómarnir misjafnir. Umsögnin í
Blues and Soul er vafalaust sú
allra jákvæöasta, sem birt hefur
veriö um Mezzo í Bretlandi til
þessa.
Einar örn Bmwdiktsaon er einn
þmrra aem veröur f beinni út-
sendingu.
Bein ptsending í
loka-Aföngum
Síöasti þáttur Áfanga veröur sendur út é miönætti á föstudag. Þaö
eru þeir félagar Ásmundur Jónsson og Guöni Rúnar Agnarsson, sem
sáö hafa um þáttinn allt frá því hann hóf göngu sína 18. ágúst 1974.
Taldist Guöna Rúnari til, er Járnsíðan ræddi viö hann, aö sendir heföu
verið út um eöa yfir 400 þættir á þessum tíma.
Áfangar, sem aö undanförnu Mogensen, Einari Melax
hafa veriö á miðvikudögum, verða
meö allt ööru sniöi en venjulega
þetta síöasta sinn. Veröur nefni-
lega boóió upp á tónleika í út-
varpssal í beinni útsendingu.
Veröa þar á feröinni þeir bræöur
Bubbi Morthens og Þorlákur Krist-
insson, auk þess sem Megas kem-
ur fram í þættinum.
Þá er ónefnd sérstaklega sam-
ansett sveit, sem kemur fram i
þetta eina skipti. Er hún skipuö
þeim Guölaugi Óttarssyni og Sig-
tryggi Baldurssyni úr Þey, Birgi
ur
Medúsa-hópnum, Einari Erni
Benediktssyni úr iss! og Björk
Guömundsdóttur úr Tappa Tíkar-
rassi.
Aö sögn Guöna Rúnars var
ákveöiö aö veija menn úr ýmsum
áttum í staö þess aö láta eina
hljómsveit leika. Heföi þá orðiö
erfitt aö gera upp á milli sveita.
Þátturinn á föstudag veröur 50
mínútna langur og í beinni útsend-
ingu sem fyrr segir. Auk þeirra
Guöna Rúnars og Ásmundar mun
Stefán Jón Hafstein veröa tii staö-
ar.
Morgunblaöiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Mezzoforte-strákarnir gera aö gamni aínu. Myndin ar tekin á meöan
tónleikaferöalagí þeirra atóö.
wm /