Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 Or heimi kvikmyndanna■■■■■■■■■■■■ BROOKE SHIELDS í karlmannsgervi Góðar hugmyndir hafa alltaf mátt þola eftirhermur. Það nýjasta, sem þó er ekki svo nýtt, er að karlmenn klæðast gervum kvenna og konur gervum karlmanna. Við höfum undanfarnar vikur fylgst með Dustin Tootsie Hoff- man. Barbra Streisand hefur eytt tveimur árum í að kvikmynda „Yentl“, byggð á sögu eftir Nóbelsverðlaunahöfundinn Isaac Bashevis Singer. Sagan fjallar um konu sem verður að klæðast rabbiTötum til að komast í rabbí- skóla. Og nú hefur Brooke Shields fengið sitt tækifæri. Hún lauk nýlega við myndina „Sahara", en í þeirri mynd leikur hún dóttur kappaksturshetju sem ætlar að taka þátt í aksturskeppni í eyðimörkinni. Pabbinn veikist skyndilega og til að bjarga honum dulbýr stúlkan sig sem ungan mann og keppir í hans stað. Það er fsraelinn Menahem Gol- an sem framleiðir myndina. Hann hefur lent í miklum erfiðleikum því ekki færri en þrír leikstjórar hafa gefist upp, Robert Wise, Guy Hamilton og John Guillermin, en Andrew McLaglen er leikstjóri þegar þetta er skrifað. Dulargervi Brooke Shields þykir ágætt. Þegar hún spígsporaði um kvikmyndaverið í karlmannsgerv- inu snerust hausar og allir spurðu forviða: „Hver er þessi náungi?" Menahem segir að í myndinni sé koss kossa, koss sem fær alla til að hætta að kyssa; hvern Brúkkí kyssti er ekki vitað enn, — en í karlsmannsgervinu var hún. Anthony Perkins úr Psyco og Psycho II: „Tekur mig hálft ár að komast inn í hlutverk“ Á sínum tíraa var geðsjúklingur- inn Norman Bates settur í spenni- treyju og lokaður inni á geðsjúkra- húsi eftir að hann hafði framið nokkur hræðileg morð, m.a. á ungri stúlku í sturtu. Það gerðist í mynd Alfreðs Hitchcock, „Psycho", frá ár- inu 1960, mynd sem nú er talið vera klassískt meistaraverk. Svo er það 22 árum seinna í nýrri mynd, „Psycho II“, sem Norman Bates er úrskurðaður heilbrigður í sálarkytr- unni og honum er leyft að fara til síns heima, í mótelið gamla þar sem hann áður framdi glæpi sína. En það líður ekki á löngu þar til dularfullir atburðir fara að gerast Núna heitir leikstjórinn Rich- ard Franklin og hann vill meina að hans mynd sé ekki ódýr endur- gerð Hitchcock-myndarinnar, heldur frumleg og vellukkuð hryll- ingsmynd. Það sama segir Nor- man Bates, eða Anthony Perkins sem leikur sjúklinginn í báðum myndunum. „Þessi nýja mynd leggur ekki aðaláhersluna á ofbeldi því það hefði ekki verið í anda fyrstu myndarinnar ef þessi síðari hefði verið yfirfull af blóði," segir Perkins. „Leikstjóri og fram- leiðandi „Psycho 11“ voru ekki að sækjast eftir að endurgera fyrstu myndina, heldur gera sjálfstæða mynd í sama anda og með sama húmor og Hitchcock. Og mér finnst persónulega að það hafi tekist hjá þeim og ég held að gæðamunurinn á þessum tveimur myndum sé ekki mikill. Norman Bates er að mínu áliti Hamlet hryllingsmyndanna, flókinn per- sónuleiki, sem í fyrstu myndinni var gersamlega bilaður, en í þess- ari nýju mynd er hann sér með- vitaður um andfélagslegar tilhnei- ingar sínar. Anthony Perkins, hár, grannur, óformlega klæddur með kurteis- islegt yfirbragð, kippir sér ekki upp við það þegar skotið er að honum þeirri athugasemd að eins og í „Psycho" og öðrum myndum virðist hann vera sérfræðingur í að leika taugaveiklaðar persónur. Hann segir: „Þegar persónan, sem maður leikur, fer að angra einka- lífið getur maður sagt að maður hafi fest sig í sama hlutverkinu of lengi. Mér finnst ég ekki eiga nokkurn skapaðan hlut sameigin- legan með Norman Bates, og nú, þegar ég á konu og börn til að sanna það, finnst mér ég vera enn ólíkari honum en áður. Ég er í rauninni afskaplega afslappaður maður, og það er hreint ekki margt í lífinu og tilverunni sem ég þarf að kvarta'yfir.“ Perkins hefur ekki sést í mörg- um myndum hin síðari ár. Hann hefur verið að vinna eftir eigin handriti sem hann kallar líf barn- anna minna, og meinar þá að hann sé í fullu starfi við að ala upp börnin sín og þykist ekki geta gert mikið meira i bili. En það er annað sem hefur haldið honum frá hvíta tjaldinu. „Ég hef mikið verið að leika á Broadway og þá í leikritum sem hafa gengið lengi og það er gott, því það tekur mig venjulega ekki minna en hálft ár að komast almennilega inn í hlutverk. Ég hef mikla ánægju af að leika í verkum, sem eru minnst ár í gangi, tala nú ekki um ef þau eru tvö eins og „Equus“ þar sem ég lék sálfræð- ingjnn. Ófugt við leikritin verður leikari í kvikmynd að finna sig í hlutverk- inu á mettíma og undir vökulum augum leikstjórans," segir Perkins. Þjóðsagan segir að leik- stjórinn Hitchcock hafi farið með leikara undir sinni stjórn eins og þeir væru aular. „Hitchcock bar þvert á móti hina mestu virðingu fyrir mér, hann sýndi hugmyndum mínum og athugasemdum áhuga, veitti mér frjálsræði og sýndi mér tillitssemi. Hann var allt öðruvísi en menn vilja vera láta og vin- semd hans var langt frá því að vera tilbúningur.“ Þrátt fyrir drengjalegt útlit er Anthony Perkins 51 árs, en hann tekur aldrinum vel „Þegar ungir blaðamenn eru að taka við mig viðtal, segi ég stund- um um eina eða aðra mynd að hún hafi verið „mín fyrsta talmynd". Og þeir segja bara já og halda áfrám að skrifa í blokkina sína. Síðan setja þeir í blöðin að ég hafi verið í þöglu myndunum svo ég er eiginlega hættur þessari stríðni." Anthony Perkins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.