Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 12
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 57 Tíminn er ávallt óvinurinn — skelfileg áminning þeirrar þján- ingar sem hlotist getur af því, að vera einu skrefi á eftir morð- ingja. Við upphaf nýrrar rann- sóknar er útlit óvinarins oftast óþekkt, en kraftur hans og ógn er allt of vel þekkt. Auk gamaldags aðferða og eðlislægs innsæis nota nútímavís- indamenn nýjustu tækni til að safna upplýs- ingum um hina ógnvekjandi ráðgátu, sem náttúran er. Þetta er starf, þetta er hlutverk vísindalegra „leynilögreglumanna" (disease detectives) í Bandaríkjunum. Köilun þeirra er að leita uppi ósýnilega „morðingja", skilgreina leyndardómsfulla sjúkdóma, sem skjóta allt í einu upp kollinum — enginn veit hvaðan þeir koma, en tilvera þeirra ógnar lífi og heilsu mannsins. Nú sameinar úrvalslið sérfræðinga, meinafræðinga (pathologists), faraldursfræðinga (epidemiologists) og heilt herlið rannsóknarstofufólks og lækna krafta sína gegn nýrri hættu: áunninni ónæmisbækl- un (Acquired Immune Deficiency Syndrome), „morðingjanum", er ber heitið AIDS. í júnílok var tala fórnarlamba „morð- ingjans" í Bandaríkjunum 1.641, þar af voru 644 dauðatilfelli frá því AIDS var fyrst skilgreindur sem sjúkdómur fyrir tveimur árum. Mánaðarlega eru að meðal- tali skráð 165 ný tilfelli vestan hafs. Flest fórnarlömbin hafa verið íbúar New York- borgar (732 tilfelli, 284 andlát). Næst í röð- inni er San Fransisco (160 tilfelli, 54 and- lát). Sjúkdómurinn AIDS er einnig farinn að breiðast út til annarra landa, enda þótt útbreiðslan sé hæg; tilkynnt hefur verið um 122 tilfelli í 17 löndum. Sjúkdómsvaldurinn ræðst á fórnarlömb sín með því að eyðileggja ónæmiskerfi þeirra og gerir þau því varnarlaus gegn „tækifærissinnuðum" smitsjúkdómum. Sjaldgæft krabbamein eða lungnabólga (fyrst og fremst pneumocystis carinii lungnabólga) verður dauöadómur, en einn- ig sveppa- (fungus) eða veirusýking. Enn sem komið er, er ekki til nein lækning við AIDS og orsakir sjúkdómsins eru ókunnar. „Við höfum athugað fjölda grunaðra sjúk- dómsvalda," segir dr. Anthony Fauci, tals- maður Þjóðarstofnunar fyrir heilbrigði (National Institutes of Health, NIH). „Enn höfum við ekki nægar sannanir til að stað- hæfa neitt.“ Spyrja spurninga. Vera á höttunum eft- ir vísbendingum. Reyna tilgátur. Stöðvast á blindgötu. Spyrja enn frekari spurninga. Hin víðtæka leit að AIDS-„morðingjan- um“ er gott dæmi um það, hvernig vísinda- legur „leynilögregluleikur" fer fram. Grunnurinn er lagður af faraldursfræð- ingum, sem rannsakað hafa útbreiðslu sjúkdómsins. Nú hafa 75,9% fórnarlamba í Bandaríkjunum verið kynvilltir karlmenn, sem hafa iifað virku kynlífi; 16% hafa ver- ið eiturlyfjaneytendur, sem hafa fengið eiturlyf í æð; 5% hafa verið innflytjendur frá Haiti og 1% hafa verið dreyrasjúkl- ingar (hemophiliacs). Enn sem komið er hafa aðeins 96 fórnarlömb verið utan þess- ara áhættuhópa. Yfir 90% fórnarlamb- anna eru karlmenn á aldrinum milli 20 og 49 ára. Yngra fólk er aðeins 1,3% fórnar- lamba. Áhyggjuefni er, að sá tími er líður frá smitun til einkenna kann að vera allt frá sex mánuðum til þriggja ára. Margir eru því haldnir sjúkdómnum án þess að vita af því. Útbreiðsla sjúkdómsfaraldurs getur vakið mikinn ugg meðal fólks (sígild skilgreining sjúkdómsfaraldurs er á þann veg, að um faraldur sé að ræða, ef sjúk- dómur tekur skyndilega að breiðast út og nær að hrjá yfir 1% þjóðar, en flestir læknar líta nú svo á, að endurskoða beri þessa skilgreiningu; um faraldur sé að ræða, ef tíðni ákveðins sjúkdóms eykst skyndilega). Alvarlegasta aukaverkun AIDS er sennilega hinn ástæðulausi ótti, sem fylgt hefur í kjölfar sjúkdómsins. Tií að reyna að sefa fólk, heimsótti Margaret Heckler, heilbrigðismálaráðherra Banda- ríkjanna, Warren Magnuson-læknamið- stöðina í Bethesda í Maryland og heilsaði AIDS-sjúklingum með handabandi og sat á rúmi þeirra. „óttinn við sjúkdóminn er jafnslæmur og sjúkdómurinn sjálfur. óttinn er orðinn óskynsamlega mikill," segir Margaret Heckler. Dr. James Curr- an, yfirmaður AIDS-rannsóknarhópsins við heilsugæslustofnunina í Atlanta fCent- ers for Disease Control, CDC), hefur eftir- farandi að segja: „Einstaklingur, sem ekki getur talist til áhættuhópanna, er í lág- markshættu. Hann er ekki aðeins í lág- markshættu, heldur mun hann sennilega halda áfram að vera einungis í lágmarks- hættu. Sjúkdómurinn berst sennilega ekki um venjulega leið sjúkdóma eins og t.d. inflúensu, þ.e. með hversdagslegri snert- ingu eða við öndun." Og ekki hefur nokkur starfsmaður heilbrigðisstéttanna, sem annast hefur AIDS-sjúkling, smitast. En samt lagði Margaret Heckler, heil- brigðismálaráðherra, áherslu á það í sam- tölum sínum við AIDS- sjúklingana, að „AIDS nýtur algjörs forgangs hvað varðar rannsóknir og fjárframlög innan heil- brigðiskerfisins". Ráðuneyti hennar, sem NIH og CDC heyra undir, eyðir nú 14 milljónum Bandaríkjadala (um 386,3 milljónum íslenskra króna) í rannsóknir á sjúkdómnum og hafa farið fram á frekari 12 milljónir dala í stuðning (um 331,1 milljón íslenskra króna). Sumir leiðtogar kynvilltra karla hafa ásakað ráðuneyti Reagans forseta um að vanrækja AIDS vegna þess, að hann hrjái mest kynvillta karlmenn. í raun er fjárstuðningur til rannsókna á AIDS meiri en þær 20 millj- ónir Bandaríkjadala (um 551,8 milljónir íslenskra króna), sem eytt hefur verið í rannsóknir á eiturlosti af völdum klasa- sýkla (toxic shock syndrome — klasasýkl- ar gefa frá sér eitrið toxín) og hermanna- veikinni (Legionnaire’s disease). Heil- brigðismálaráðuneyti Margaret Heckler gefur út bækling, þar sem greint er frá niðurstöðum vísindamanna. Þá hefur ráð- uneytið einnig látið koma fyrir sérstakri beinni línu, þar sem spurningum um AIDS verður svarað (800-342-AIDS, toll free hotline). Áður fyrr dreymdi starfsmenn heil- brigðisstéttanna í Bandaríkjunum um að einangra smitsjúkdóma í landinu. Sá metnaður hefur orðið að engu vegna hreyfanleika bandarísks þjóðfélags, áhrifa ferðamanna og innflytjenda (bæði ólög- legra og löglegra), breytinga á tækni (er skapað hafa nýtt, ákjósanlegt umhverfi fyrir lífefni) og síðast en ekki síst, hinna ópersónulegu kynna, er kynlífsbyltingin hefur leitt til. Svo margar sem 20 milljónir Bandaríkjamanna þjást nú sennilega af herpes (einkum herpes genitialis), ólækn- andi en skaðlausum sjúkdómi. Áuk þess er árlega tilkynnt um milljón ný tilfelli af lekanda (gonorrhea) og 100 þúsund tilfelli af sýfilis (syphillis). „Það sem er hins veg- ar öðruvísi við AIDS, er hinn mikli fjöldi, sem kann að sýkjast á tiltölulega skömm- um tíma,“ segir Dr. William Foege, fram- kvæmdastjóri CDC. „AIDS-sjúklingur hef- ur að meðaltali haft mök við 60 mismun- andi kynlífsnauta sl. tólf mánuði." Baráttan við slíkan faraldur sem AIDS er, og þann ótta sem siglir í kjölfarið, er verk sérmenntaðra manna. Þeir eru and- legir niðjar dr. John Snow (1813-1858), sem komst að orsökum kóleru (cholera), er sjúkdómsins varð vart í Lundúnum árið 1831. Dr. Snow lét loka einni af vatnsdæl- um borgarinnar og kom þannig í veg fyrir frekari hörmungar. Á síðustu áratugum hafa eftirmenn hans stórlega bætt lífsskil- yrði mikils hluta jarðarbúa. í stórum hluta heims hafa þeir nánast ráðið bug á eitt sinn hryllilegum skaðvöldum eins og lömunarveiki (polio), bólusótt (smallpox), kóleru (cholera) og barnaveiki (diptheria). Á meðal þessara vísindalegu „leynilög- reglumanna" eru læknar og sérfræðingar, sem hafa flækst inn í rannsóknir ákveð- inna sjúkdóma, þar sem einn sjúklinga þeirra hefur þjáðst af þeim. Aðrir eru úr röðum starfsmanna ríkja- og borgar- heilbrigðisyfirvalda. Vísindamenn við NIH afla vísindalegrar þekkingar. Hinir 4.030 starfsmenn heilsugæslustofnunar- innar i Atlanta, CDC, sérhæfa aðgerðir og gegna hlutverki alríkislögreglu og Interpol í sjúkdómaleit fyrir vísindamenn um allan heim. Stafnbúar stofnunarinnar eru starfsmenn Sjúkraþjónustunnar (Epidem- ic Intelligtnce Service, EIS), sem sendir út sveitir sínar til staða víðs vegar í Banda- ríkjunum og í heiminum. Er hér um að ræða 120 unga, vel menntaða og ákveðna rannsóknarmenn. „Við lítum á CDC sem stóra bróður okkar," segir dr. Otto Rav- enholt hjá heilbrigðisyfirvöldum Nev- ada-ríkis. Heilsugæslustofnunin í Atlanta, CDC, ber ekki mikilvægi sitt utan á sér. Aðal- stöðvarnar eru til húsa í múrsteinshúsi, sem ber þess merki, að það er í úthverfi. Fyrir framan bygginguna er stytta af Hygeiju, grísku gyðjurmi, sem hafði heil- brigðismál á sinni könnu. Sumar deildir stofnunarinnar eru í trébröggum, sem eru umhverfis fyrrverandi hersjúkrahús. Heilsugæslustofnunin var stofnsett árið 1942 til að finna aðferðir til verndar bandarískum hermönnum gegn malaríu (malaria) og nefndist þá Stofnun fyrir malaríustjórn á hernámssvæðum (Malaria Control in War Areas, MCWA). Stofnunin hefur síðan verið þátttakandi í vel heppn- aðri herferð gegn lömunarveiki (fyrst til notkunar Salk-bóluefnis) og dregið úr ógn hundaæðis (rabies), er stofnunin sýndi fram á, að sjúkdómurinn gæti borist með leðurblökum. CDC stjórnaði einnig ónæm- isaðgerðum á börnumí Bandaríkjunum gegn mislingum (measles), hettusótt (mumps) og rauðum hundum (rubella). Dr. William Foege framkvæmdastjóri segir: „Nú eru um 5.000 börn að leika sér, sem væru ekki lifandi, ef ónæmisaðgerðirnar hefðu ekki verið framkvæmdar." Þrátt fyrir mikla velgengni, hefur heilsugæslustofnunin þurft að berjast fyrir því, að fá nægilegt rekstrarfé, einnig er stofnunin stofnsetti Sjúkraþjónustuna árið 1951. Hvíta húsið íhugaði árið 1981 23% niðurskurð fjárframlaga til heilsu- gæslustofnunarinnar. Richard Schweiker, þáverandi heilbrigðismálaráðherra, barð- ist gegn hugmyndinni og var rekstrarfé CDC ekki skert. Nú sem stendur virðist stofnunin ekki þurfa að kvíða fjárskorti vegna vaxandi áhyggja ráðamanna í Bandaríkjunum af ÁIDS. Fjárframlög til stofnunarinnar 1983 nema 261 milljón Bandaríkjadala (um 7,.2 milljörðum ís- lenskra króna), sem er minna en 1% þeirr- ar upphæðar, sem eytt er í opinberar heil- brigðistryggingar (Medicare og Medicaid). Árlega tekur heilsugæslustofnunin við um 60 starfsmönnum heilbrigðisstéttanna, sem starfa í tvö ár við Sjúkraþjónustuna, EIS. „Við viljum fá fólk, sem er greint, en einnig ákveðið og sjálfstætt í hugsun. Þetta verða að vera góðir hausar,“ segir dr. Lyle Conrad, yfirmaður vettvangs- rannsóknardeildar CDC. Helmingur starfsmanna hennar er staðsettur í Atl- anta, afgangurinn er ráðinn til starfa hjá heilbrigðisyfirvöldum víðs vegar um Bandaríkin, sem CDC vinnur náið með. Allir eru starfsmennirnir á vakt 24 klukkustundir á sólarhring, reiðubúnir að fara hvert þangað, sem sjúkdóms verður skyndilega vart, hvort heldur það er mat- areitrun eða upphaf lungnabólgufarald- urs, eins og varð 1980 í Kaliforníu (þeir 185 einstaklingar, sem umgengist höfðu fórn- arlambið, höfðu verið settir í einangrun aðeins sex klukkustundum eftir að sjúk- dómurinn var staðfestur). Eftir að hafa lokið tveggja ára störfum hjá heilsugæslu- stofnuninni, eru ElS-nemarnir útskrifaðir og veitt viðurkenning fyrir störf þeirra; keðja, sem á hangir bjórkrús, sem Watn- ey’s Red Barrel-bjórinn er borinn fram í á John Snow-kránni, sem er staðsett hjá hinni alræmdu vatnsdælu í Lundúnum. Auk hinna árlegu þúsund hjálparbeiðna frá heilbrigðisyfirvöldum ríkis og bæja í Bandaríkjunum sinnir CDC um 50 verk- efnum erlendis. Nýleg dæmi: lömunar- veikifaraldur í Indónesíu, heilahimnu- bólgufaraldur (meningitis) á Efri Volta, malaríufaraldur í Zanzíbar, eiturverkanir mengaðrar matarolíu á Spáni og eftirlit með ónæmisaðgerðum á börnum í Kína. Dr. Bess Miller var örmagna eftir að hafa unnið við AIDS-sjúkdóminn í fyrra, er heimasíminn hringdi eitt kvöldið. „Mér datt fyrst í hug, að stofnunin vildi senda mig eitthvert," segir hún. Og sú varð raun- in. Brátt var hún komin á hernámssvæði ísraelsmanna á vestur-bakka Jórdanár til að rannsaka leyndardómsfullan krank- leika, er hrjáði ungar, palestínskar skóla- stúlkur. Dr. Miller og starfsmenn ísra- elskra heilbrigðisyfirvalda komust að þeirri niðurstöðu, að sjúkdómurinn orsak- aðist af móðursýki; hann hvarf skjótt. Mesta tækniundur heilsugæslustofnun- arinnar, er sérstaklega einangruð rann- sóknarstofa (Maximum Containment Lab- oratory), þar sem fengist er við banvæna sjúkdómsvalda, sem lítil vörn er til gegn. Baráttan við sjúkdóm hefst með skráningu tilfella og útreikningi á fylgni fjölmargra þátta. Grady Waters tölfræðingur hjá Heilsu- gæslustofnuninni í AtlanU, CDC, nýtir tölvur til samanburðar gagna frá mismunandi ár- um. Starfsmenn stofunnar, sem aliir eru sjálfboðaliðar, verða að styðja á rétta talnasamstæðu hurðar rannsóknarstof- unnar svo hún opnist, en við tekur efna- klefi, þar sem starfsmennirnir fara í efna- fræðilega „sturtu". Síðan þarf rétt per- sónunúmer til að fá aðgang að því allra heilagasta, en rannsóknarstofan er undir þrýstingi. Þar klæðast vísindamennirnir samfelldum, bláum geimfarabúningum. Þeir ganga um með sitt eigið súrefnissíun- arkerfi. Svona útbúnir starfa vísinda- mennirnir innan um sumar hættulegustu örverur heimsins, s.s. sjúkdómsvald Lassa-hitasóttar (Lassa fever) og Ebola- veiruna, en þetta eru tveir sjúkdómasvald- ar, sem orsaka heiftarlegar innri blæð- ingar og eiga sér heimkynni í Afríku. Eng- in slys hafa orðið á rannsóknarstofunni. Ef einhver starfsmaður hennar sýkist, er samstundis flogið með hann til Smitsjúk- dómarannsóknarstofnunar bandaríska hersins (Army’s Medical Research Insti- tute of Infectious Diseases) í Frederick, Maryland. Aðrir sérfræðingar CDC vinna m.a. með starfsmönnum bandaríska útlendingaeft- irlitsins til að koma í veg fyrir, að fram- andi sjúkdómar berist til landsins. Joseph McCormick, framkvæmdastjóri á rann- Hvar borðuðu þau og drukku? Var gluggi hótelherbergis þeirra opinn? Hvert fóru þau? Ýtarlegur spurningalisti var sendur til allra þeirra um 4.400 fyrrverandi her- manna, sem setið höfðu ráðstefnuna og 3.500 þeirra svöruðu innan þriggja daga. Aðrir starfsmenn EIS athuguðu mikilvægi upplýsinga sem rannsóknarhópnum barst, s.s. símtal frá töframanni, sem viður- kenndi að hafa kveikt á úðara í úðunar- kerfi Bellevue Stratford-hótelsins. I Atl- anta tóku vísindamenn eftir hinu mikla magni hvítra blóðkorna í sýnum úr fórn- arlömbunum og hófu leit að sýklum (Sig- urður B. Þorsteinsson sýklafræðingur á Landspítalanum vill nefna bakteríur - bacteria - sýkla, enda þótt hann hafi sagt orðið e.t.v. vera of yfirgripsmikið) í smá- sjám sínum. í fyrstu grunaði vísindamenn CDC að um svínaveiki (swine flue) væri að ræða, sem heilbrigðisyfirvöld höfðu óttast það árið. En rannsóknarniðurstöður renndu ekki stoðum undir þá kenningu. Veikin var ekki smitandi, enginn smitaðist af hinum upphaflegu 182 fórnarlömbum, en 29 þeirra létust. Enginn sýkill fannst. „Smám saman komumst við að því, að við höfðum ekki hugmynd um, við hvað væri að etja,“ segir dr. Tsai. Faraldurinn stöðvaðist eins skyndilega og hann hófst, en vísindamenn CDC héldu áfram rannsókn á sýnum úr fórnarlömb- um veikinnar. Einn þeirra var Joseph McCade, örverulíffræðingur (microbiolog- ist). Fimm mánuðum eftir ráðstefnuna at- Helstu „leynilögreglumennirnir": Dr. James Curran umsjónarmaður AIDS-rannsóknarhópsins (til vinstri) og dr. William Foege framkvemdastjóri CDC. sóknarstofu heilsugæslustofnunarinnar, sem rannsakaði Lassa-hitasótt í Sierra Leone, ók í janúar sl. á jeppa með öllum drifum í snjóstormi til Atlanta-flugvallar til að ná í farþega frá Nígeríu, sem þjáðist af undarlegum sjúkdómi. Maðurinn var settur í einangrun þar til gengið hafði ver- ið úr skugga um, að hann gengi ekki með eina hinna banvænu veira. Það sem gerði heilsugæslustofnunina í Atlanta fræga er sígilt dæmi um læknis- fræðilega „leynilögreglustarfsemi". Penn- sylvaniuútibú Samtaka fyrrverandi her- manna (American Legion) hélt ráðstefnu á Bellevue Stratford-hótelinu í Fíladelfíu í júlí 1976. Næstu daga létust ellefu Penn- sylvaníubúar, að því er virtist úr lungna- bólgu; starfsmaður samtakanna gerði heil- brigðisyfirvöldum viðvart, að öll hefðu fórnarlömbin verið á áðurnefndri ráð- stefnu. Hringt var til Atlanta til að biðja um hjálp. Um nóttina kom dr. Theodore Tsai frá Sjúkraþjónustunni, EIS, á skrif- stofu heilbrigðisyfirvalda ríkisins með kælitæki til að setja í blóð- og öndunar- sýni. Hann var fyrstur 32 CDC-starfs- manna, sem áttu eftir að koma við sögu við rannsókn málsins. Þegar um óþekktan sjúkdóm er að ræða, þá er byrjað á því að ákveða, hvernig eigi að skilgreina hann. „Við vildum að skil- greiningin væri nægjanlega sveigjanleg til að ná yfir sem flest tilfelli, en þó ekki svo, að allir sem væru haldnir kvefi flokkuðust með sjúkdóminn," segir dr. Tsai. Sex starfsmenn EIS þutu út um allt Pennsyl- vaníuríki til að spyrja grunuð fórnarlömb. hugaði hann enn frekar einhverja rauð- leita ílanga sýkla og dró þá ályktun af niðurstöðum sínum, að þeir væru skað- valdurinn. Þeir höfðu tekið sér bólfestu í vatni kælikerfis hótelsins og borist um loft þess, er vatnið gufaði upp. Fúkalyfið er- ythromycin (C37H67NOis) reyndist áhrifaríkt við meðferð sjúklinganna. Nú er settur klór í kælikerfi í Bandaríkjunum, sem svipuð eru kælikerfi Bellevue Strat- ford-hótelsins, til að hindra það, að her- mannaveiki verði aftur vart. Önnur fræg ráðgáta var að mestu leyti leyst af faraldursfræðingum, fremur en vísindamönnum rannsóknarstofa CDC. í janúar 1980 tóku læknar í Wisconsin- og Minnesota-ríki eftir því, að óeðlilegur fjöldi ungra kvenna var allt í einu farinn að þjást af háum hita og lágum blóðþrýst- ingi, sem hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér; af þeim 55 sjúklingum, sem CDC rannsakaði í upphafi, höfðu sjö látist í maílok. Dr. Kathryn Shands hjá EIS stjórnaði rannsókninni, sem fram fór á vegum CDC. Rannsóknin leiddi til ágætrar skilgreiningar á því, sem brátt var farið að nefna eitrun af völdum klasasýkla (toxic shock syndrome). Niðurstöður urðu til þess, að öll sjúkdómstilfelli voru greind. Klasasýkillinn (staphylococcus bacteria) var greinilega orsök sjúkdómsins, en hin læknisfræðilega spurning var „hvers vegna?" Með frekari faraldursfræðilegum rannsóknum komust vísindamennirnir að því, að flest nýgreind tilfelli, sem til rann- sóknar voru, voru konur með tíðir, er not- að höfðu tíðatappa (tampons). Meirihluti þeirra hafði notað Rely-tíðatappa frá Procter & Gamble, sem auglýstir voru sem sérstaklega notagóðir. Þeir kunna að hafa myndað ákjósanlegt umhverfi fyrir sýkla- gróður. Er þeir höfðu verið fjarlægðir af markaðnum, stórfækkaði sjúkdómstilfell- um. Heilsugæslustofnuninni í Atlanta hafa ekki orðið á mörg mistök. En þó verður að telja skráningu faraldurs, sem aldrei varð vart, mistök. Það var árið 1976, að svína- veiki varð vart í Dix-virkinu (Fort Dix) í New Jersey og varð hún einum hermanni að bana. Heilbrigðisyfirvöld óttuðust, að veiran líktist veiru, sem valdið hafði hin- um banvæna inflúensufaraldri, er gekk um Bandaríkin 1918 og orsakaði dauða yfir 500 þúsund Bandaríkjamanna. Vegna áskorana Geralds Fords, þáverandi for- seta, var um 100 milljónum Bandaríkja- dala (um 2.8 milljörðum íslenskra króna) veitt til bólusetningar Bandaríkjamanna. Það var ekki aðeins, að enginn faraldur breiddist út, heldur urðu um 100 manns fyrir fötlun, er sennilega orsakaðist af bóluefninu. Afgangs bóluefni var um 90 milljón skammtar. Opinberar fregnir her- ma, að svínaveikin hafi orðið til þess, að ráðuneyti Carters forseta ákvað að endur- skipa ekki dr. David Sencer, þáverandi framkvæmdastjóra CDC. Dr. Sencer er nú formaður heilbrigðisráðs New York- borgar (New York City Board of Health). í stöðu hans var skipaður William Foege, heilbrigðisstarfsmaður frá Washington, sem stjórnaði herferðinni gegn bólusótt í heiminum. Stundum er það heppni, sem ræður úr- slitum í baráttunni við nýjan sjúkdóm. í fyrrasumar var komið með 42 ára eitur- lyfjaneytanda í Santa Clara Valley-lækna- miðstöðina. Hann var ófær um að tala, var krepptur saman og gat vart hreyft sig. Einkenni hans voru svipuð einkennum Parkinsonsveikinnar (Parkinson’s dis- ease), sem hrjáir venjulega gamalt fólk. Dr. William Langston datt í hug, að þessu kynni eitthvað að valda, er leyndist í heró- íni því, sem sjúklingurinn neytti. Dr. Langston og starfsfólk hans fann eitur- lyfjaneytendur, er notað höfðu sams konar heróín og þjáðust af sams konar sjúkdómi. Vegna tilviljanakennds samtals við annan lækni, hjálpar frá lögreglunni og ábend- inga, sem komu í kjölfar dagblaðsgreinar, tókst dr. Langston að bera kennsl á önnur tilfelli sama eðlis og fá sýni af hinu illa eiturlyfi. Nokkrum mánuðum síðar las dr. Lang- ston grein í læknablaði um efnafræðing, sem hafði svipt sig lífi, er hann hafði feng- ið einkenni svipuð Parkinsons-veikinni úr skammti af tilbúnu heróíni. Af lestri krufningsskýrslu, þar sem gerð var grein fyrir heila efnafræðingsins, komst dr. Langston að því, að heróín hins látna hafði að geyma aukaefni, svipað því, sem var í hinu mengaða heróíni eiturlyfjaneytand- ans. Hið leyndardómsfulla aukaefni, sem nefnt er MPTP, hafði farið úr blóði inn í heila og skemmt sama svæði og Parkin- sons-veikin hefur áhrif á. Ekkert annað efni er talið gera þetta. í apríl sl. tilkynnti dr. Irwin Kopin hjá Þjóðarstofnun fyrir geðheilsu (National Institutes of Mental Health), einn af höfundum áðurnefndrar læknagreinar, að hann hefði kallað fram einkenni Parkinsons-veiki með því að gefa öpum MPTP-efnið. Niðurstöður þessara tveggja manna gáfu í skyn, að áður óskýrð einkenni Parkinsons-veiki gætu hlotist af snertingu við MPTP-efnið og sjálfur sjúkdómurinn jafnvel orsakast af um- hverfisþáttum. Ekkert atvik í sögu sjukdómaleitar hef- ur valdið jafnmiklum úlfaþyt og jafnmik- illi athygli og sá eltingaleikur, sem nú fer fram; leitin að sjúkdómsvaldi ÁIDS. Leitin hófst snemma árs 1981, er dr. Michael Gottlieb við UCLA-háskólann skýrði heil- brigðisyfirvöldum í Los Angeles frá því, að hann væri læknir fimm sjúklinga, sem all- ir væru kynvilltir karlmenn og lifðu fjör- ugu kynlífi og væru allir haldnir óvenju- legri, en jafnframt banvænni lungnabólgu (pneumocystis carinii pneumonia). Það sem var enn meira ógnvekjandi var það, að ónæmiskerfi þeirra virtist hafa farið úr sambandi. Dr. Gottlieb og ElS-starfsmað- ur, sem staðsettur er í Los Angeles, skýrðu frá málinu í vikuriti CDC. A sama tíma veitti dr. Alvin Friedman-Kien við New York-háskólann því eftirtekt, að nokkrir kynvilltra sjúklinga hans þjáðust af óreglu ónæmiskerfis og sjaldgæfu húðkrabba- meini, Kaposis (Kaposiá sarcoma), sem sést venjulega ekki nema hjá öldruðum körlum. Seinna um sumarið var dr. Harold Jaffe við heilsugæslustofnunina í Atlanta SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.