Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 49 Skrúðganga bískupa og presta í Skálholtskirkju á vígsludaginn 21. júlí 1963. lagshugsjónir kristindómsins verði öllum öflum ófriðar og ger- eyðingar yfirsterkari..." Lýðháskólinn 20 ára saga hinnar endurreistnu kirkju ber vitni um blómlega starfsemi á Skálholtsstað, sem þjónað hefur sem miðstöð kirkju- og menningarlífs. Þar hafa t.d. auk messugjörða verið allmargar prestvígslur og öflugt hljómleika- hald. En, það sem ber einna hæst eftir vígslu Skálholtskirkju, er stofnun Lýðháskólans í Skálholti 1972. Hann var að mestum hluta reistur fyrir söfnunarfé, sem barst víða að. Ári eftir stofnunina var tekin upp full kennsla við skólann. Starfa þar nú tveir fastráðnir menn, rektor og kennari auk lausakennara og er nú pláss fyrir 20 nemendur í heimavistinni. Lýð- háskólanum voru snemma sett lög og er skipulag hans, sem er utan skólakerfis, mjög frjálslegt og engin prófskylda. Markmið skól- ans, sem er sá eini sinnar tegund- ar hér á landi, er fyrst og fremst að vekja almennan menningar- áhuga og persónurækt. Einnig má geta þess að skólinn er gjörnýttur til ýmiss konar fundarhalda utan starfstíma. Þvi má segja að sú ósk, sem kom fram í ályktun Kirkjuráðs 19. júlí 1963, að Skálholtsstaður yrði al- hliða menningarmiðstöð og afl- vaki í kristnilífi þjóðarinnar, hafi að mörgu leyti ræst, en því má ekki gleyma að viðreisn staðarins stendur enn. Skálholtsnefnd eða byggingarnefnd Skálholtakirkju. Frá vinstri: sr. Sveinbjörn Högnason, Hilmar Stefánsson, bankastjóri, dr. Ásmundur biskup Guðmundaaon og Magnús Már Lárusson, prófessor. Vígsluathöfnin í Skálholtskirkju. Fyrir altari er hr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Prédikunarstóllinn er úr dómkirkju Brynjólfs biskups Sveinssonar. Þar fluttu m.a. ræður Brynjólfur biskup og Jón biskup Vídalin, sem var frægur fyrir orðkynngi sfna og mælsku. A- EICENDUR MITSUBISHI BIFREIÐA vegna hagstæðra innkaupa hefur okkur tekist að ná verulegri verðlækkun á vara- hlutum í Mitsublshi bíla. Við bjóðum aðeins gæðavöru, viöurkennda af m.m.C. verksmiðjunum, með ábyrgð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.