Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 28
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 __________________ _______________z±____ ^ þetta. ef ekJci óioglegl \JerkfcxLL • \Jib f erum -^'klLuJckOS-turd^ rmtorMéí. ást er... .. .ad taka á móti honum með brennandi kossi. TM Rec U.S. Pal 0».—all rtflhts reserved 61983 Loe Angetoe Times Syndicate Þú hlýtur að vera nýr járningamað- ur? HÖGNI HREKKVÍSI ,HVAP EG S\JO ANJNAP í méTTUtA?" Lýsandi vitar Sigurður Þorkelsson skrifar: „Spegilsléttur Pollurinn skildi á milli okkar og Akureyrar, en fyrir ofan í hlíðinni, sem við sigldum meðfram, blasti við Vaðlaskógur. Úr fjörunni var gengið upp í brekkurnar og á melbrún í skógin- um, þar sem ekki hafði verið plantað, var kastað mæðinni. Við litum til Akureyrar. Bát- arnir, sem höfðu flutt okkur, gár- uðu hafflötinn á leið heim og skildu eftir óvænta og ánægjulega endurminningu í upphafi ferðar. Þeir sem stóðu hér fyrir áratug- um og plöntuðu þessum trjám, hafa sjálfsagt getað séð í hugan- um hvernig það væri að líta að heiman og til Vaðlaheiðar og gleðjast yfir græna skógarband- inu, sem mildaði landslagið fyrir ofan hafflötinn, en í dag njótum við öll í veruleikanum þessarar draumsýnar. Theodore Roosevelt, Banda- ríkjaforseti, sem var einn af upp- hafsmönnum að þjóðgörðum og náttúruverndarsvæðum Banda- ríkjanna, átti sér einkunnarorð: Qui Plantavit Curabit — „Sá sem plantar, hann mun hlúa að.“ Þegar við lítum yfir pollinn til skógarins, koma þeir í hugann, sem plöntuðu og hlúðu að. Það hafði verið grisjað í lerki- reitnum, sem óx við melbrúnina, og trén sem felld voru, höfðu legið vetrarlangt þar sem við stóðum. Fræ höfðu fallið af þessum stofn- um og ný kynslóð var að leggja undir sig melinn. Á þessum bjarta haustdegi liðna ársins varð Vaðlaskógur okkur skógræktarmönnum eins og lýsandi viti. Einn ljósgjafinn í viðbót til hvatningar og þeirrar vissu að best hlúum við að landinu okkar og komandi kynslóðum með því að klæða það í græna kápu skógarins. Og í skjóli skógarins finnum við, hvað hann er okkur jákvæður — jákvæður eins og sól- Við munum koma aftur KJS. skrifar 18. júlí: „Velvakandi! Við brugðum okkur upp í Ár- bæjarsafn sl. sunnudag og áttum þar góðan dag. Þegar við komum (kl. 14) var gönguferð um Elliðaárdalinn að hefjast og skelltum við okkur með. Leiðsögumaðurinn benti okkur á markverða staði á leiðinni og allir sýndust skemmta sér vel, einnig 3ja ára stúlka sem var með í för. Þessar gönguferðir á vegum safns- ins og umhverfismálaráðs er þarft framtak, því þrátt fyrir áralanga búsetu okkar hér í Reykjavík höfðum við aldrei farið þarna um fyrr. Þegar við komum til baka var blásaraoktett að hefja leik sinn og hinkruðum við því við. Fannst okkur mjög gaman, en verst var, að þeir þurftu að flytja sig inn vegna kulda og fóru þá í Eimreið- arskemmuna. Þar hefur verið komið fyrir kaffisölu og létum við freistast. Á eftir skoðuðum við safnið og fórum í ansi skemmti- legan (en kannski helst til langan) ratleik. Fyrr en varði var klukkan orðin 8 og við fórum heim, ánægðar með góðan og ódýran dag (aðgöngu- miði í safnið kostar 40 kr. og var innifalið gönguferðin og tónleik- arnir. Kaffið og tertusneið kost- uðu 55 krónur fyrir manninn.) Við munum koma aftur, þótt ekki væri nema til að hlusta á Kolbein Bjarnason flautuleikara, sem okkur var sagt að mundi spila nk. sunnudag."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.