Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983
67
Menntaskólinn viö Sund:
Þrjár stúlkur
með
hæstu einkunn
VIÐ SKÓLASLIT Menntaskólans við Sund á liðnu vori gerðist það einsdæmi
að þrjár stúlkur deildu hæstu einkunn. Voru það systurnar Ingibjörg og
Hólmfríður Guðmundsdætur ásamt Kristjönu Hlöðversdóttur. Var stúd-
entsprófseinkunn stúlknanna 9,3 og útskrifuðust þær systur úr eðlisfræði-
deild en Kristjana úr náttúrufræðideild. Ekki reyndist unnt að ná tali af
Kristjönu þar sem hún starfar nú erlendis en Mbl. ræddi við þær systur fyrir
nokkru á heimili þeirra í Garðabæ.
Aðspurðar sögðust þær ekki
vera samrýndari en gengur og ger-
ist, en þó alltaf náð svipuðum
árangri og því ekki orðið undrandi
þegar stúdentsprófseinkunn
beggja reyndist vera sú sama. Til-
viljunin hefði samt verið nokkuð
skemmtileg. „Við höfum verið í
sama bekk frá níu ára aldri," sagði
Ingibjörg, „og þó við lærum ekki
saman höfum við alla tíð fylgst að
í námi. Við leggjum báðar ríka
áherslu á heimalærdóm, enda
hefst námið ekki á annan hátt en
að lært sé jafnt og þétt.“
Ekki sögðust þær systur hafa
starfað mikið að félagsmálum í
MS, allar frístundir færu í að
sinna hestum fjölskyldunnar. Báð-
ar hyggja þær Ingibjörg og Hólm-
fríður á frekara nám, sagðist
Hólmfríður búast við að byrja í
læknisfræði eða tannlæknanámi í
haust en Ingibjörg í stærðfræði.
m
F.v. Ingibjörg Guðmundsdóttir og Hólmfriður Guðmundsdóttir.
Til Asíu í
námsferðalag
AÐ HALDA utan til náms er algengt
nú sem fyrr en námsferöalög til
Asíulanda eru hinsvegar fátíð. Blm.
„Á fórnum vegi“ hitti um daginn
ungan mann, Hannes Heimisson,
sem stundar nám í alþjóðastjórn-
málafræði við Bandaríska alþjóða-
háskólann í San Diego. Ná í ágúst
Hannes Heimisson
fer hann ásamt 26 öðrum nemend-
um skólans í námsferðalag til Japan
og Kína, og er hann eini nemendinn
frá Evrópu sem verður í förinni.
Ástæðan fyrir því mun vera sú að
Hannes hefur eins og hann sagði
sjálfur staðið sig allsæmilega í nám-
inu. — Og hvað er svo ætlunin að
gera í þessari ferð?
„Okkur gefst með þessu einstakt
tækifæri til að kynnast þessum
tveim leiðandi Asíulöndum og
fræðast um menningararfleifð,
þjóðskipulag, efnahagskerfi og
stjórnkerfi þeirra milliliðalaust,"
sagði Hannes. „Yfirkennari okkar,
dr. Kim, fer með okkur í þessa
ferð, hann er frá Kóreu, mikill
fræðimaður, og er það sambönd-
um hans við þessi lönd og þekk-
ingu hans á þeim að þakka að af
þessari ferð verður. Við munum
fara víða, skoða ótal margt og
funda með japönskum og kín-
verskum nemendum. Að ferðinni
lokinni skrifum við ritgerð um
hana og verður hún metin sem
hluti af námi, okkar um leið og
hún verður ómetanleg i starfi
okkar í þessari grein í framtíðinni.
Georg Þór bæjarfulltrúi apyrair sér frá
bjarginu.
Bæjarfulltrúinn
í spröngunni
Á UPPHAFSDEGI goslokahátíðarhaldanna í Vestmannaeyj-
um 3. júlí sl., var margt forvitnilegt á dagskrá, bæði til gagns
og gamans. Meðal annars sýndu börn og unglingar sprang í
Spröngunni undir stjórn Hlöðvers Johnsen og Haraldar Geirs
Hlöðverssonar. Innlendir og erlendir gestir fylgdust með í
Spröngunni sem er rómaður staður unglinga.
Einn bæjarfulltrúanna, Georg Þór Kristjánsson, gat ekki á
sér setið þegar hann var kominn á fornar slóðir og tók eina
ærlega rispu í bjarginu á ballskóm, í jakkafötum og með
gullúr á maganum. Tók Georg Þór rennilega rispu og dansaði
í bjarginu áður en hann tók riðið út aftur.
Komið til baka á fimlegan hátt bjargmannsins. — á.j.
Miriam Öskaradóttir
„Ég mun starfa
í þágu barna“
ÍSLENSK kona, Miriam Óskarsdóttir, er nú á förum til Suður-Ameríku á
vegum Hjálpræðishersins. Mbl. átti stutt spjall við Miriam, sem verið hefur
foringi innan Hjálpræðishersins í tvö ár. Var hún fyrst spurð um tilefni
fararinnar. „Þannig er,“ sagði Miriam, „að Hjálpræðishernum er skipt á
landsvæði en aðalstöðvar hersins, sem eru í Lundúnum, hafa síðan umsjón
með svæðunum og fylgjast grannt með því hvers kyns sUrf og aðstoð vanUr
á hvern sUð. f Suður-Ameríku er það helst sUrf í þágu aldraðra og barna
sem Hjálpræðisherinn sér um.“
Aðspurð um eigið starf sagði
Miriam: „Enn sem komið er veit
ég mjög lítið um starfið, nema
hvað ég kem til með að starfa í
þágu barna. Fer ég fyrst til Nor-
egs og fæ þar undirbúning á
barnaheimili. Hvaða Suður-
Ameríku land verður fyrir valinu
er óvíst en hitt er aftur á móti víst
að löndin eru mörg í þessari
heimsálfu þar sem börn þurfa
hjálpar. Margir Norðurlandabúar
vinna þarna á vegum Hjálpræð-
ishersins, en engir Islendingar enn
sem komið er.“
Á sólardegi f Bolungavík smellti Gunnar Hallsson, frétUriUri Mbl., þessari mynd af Jóni F. Einarssyni,
byggingameisUra (til hægri), þar sem hann situr á spjalli við tvo sUrfsmenn sína og lætur fara vel um sig í
sumarhúsgögnunum sem voru til sýnis fyrir uUn verslunina.