Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 10
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR í dag er það litli bróðir laxins, sem er hugað að. Silungur, hvort sem er urriði eða bleikja, er slíkt ljúfmeti, að sjálfsagt er að huga nokkuð að matseldinni. Þessir fiskar hafa auk þess þann góða kost að vera ekki nærri eins dýr og laxinn, ekki eins feitur, held- ur fíngerðir og bragðgóðir, já einkar bragðgóðir, og fólk þreyt- ist ógjarnan á þeim. Og hvað matreiðsluna varðar, eru mögu- leikarnir mýmargir... Það er hægt að sjóða silung rétt eins og annan fisk, og þá ekki í bullsjóðandi vatni, heldur rétt undir suðumarki og ekki of lengi, nema hvað... Svo er sil- ungur oft soðinn í vatni með ediki, fær þá á sig bláa slikju, svo Frakkar kalla hann truite au bleu og Þjóðverjar Forellen Blau. Það er ljómandi að steikja silung í smjöri, þá minnstu í heilu lagi. Og roðið er svo gott, að það er bæði synd og skömm að roðfletta fiskinn fyrir mat- seld. Spánverjar veiða silung í ám og lækjum og steikja hann auðvitað gjarnan með möndlum, því þar í landi vaxa möndlur og eru notaðar oft og víða. Og svo er hægt að steikja eða öllu heldur baka silung í ofni og bera fram, t.d. með smjöri, e.t.v. bræddu smjöri með ristuðum möndlum í. Eða þá að í smjörinu geta verið margvíslegar jurtir, e.t.v. saxað- ar hundasúrur þar í bland. Þeir sem eru svo lánsamir að vera sjálfbjarga við silungsút- gerðina geta auðvitað brugðið á það ráð að bregða nýveiddum silungnum á glóðir. Nýveiddur, glóðarsteikur silungur hlýtur að vera handan og ofan við flest annað. Og svo er tilvalið að reyksjóða silung í reykpotti eins og þeim sem ég nefndi um dag- inn og fæst í Veiðimanninum. En möguleikarnir við silungs- eldamennskuna eru langt frá því að vera taldir upp, sbr. hér á eftir... Góða skemmtun! Silungur bakaður í pappír (Handa fjórum) Það er hefðbundin aðferð víða um lönd að baka mat einhvern veginn innpakkaðan. Það nátt- úrlegasta er að nota laufblöð, Grikkir nota t.d. vínviðarlauf. Svo er hægt að nota deig, það þykir t.d. mjög álitlegt og siðfág- að að nota smjördeig. Það er frumstætt og fornlegt að baka mat í leirílátum. Nú er hægt að fá sérstaka potta til þess arna, gjarnan kallaða á þýzku Röm- ertopf, sem bendir aftur til rómverskrar menningar. Nú- tíma innpökkunarefni er svo smjörpappír eða álpappír, og það eru þær handhægu umbúðir sem hafa orðið fyrir valinu hér. Frakkar eiga sér orð um slíka matreiðslu og kalla aðferðina en papillote, svo að á frönsku, þessu alþjóðlega matarmáli, kallast rétturinn væntanlega truite en papillote. Með fiskinum er bakað eitt- hvað sem gefur honum gott bragð, gjarnan bragðgott grænmeti og kryddjurtir. Hér er auðvitað af nægu að taka, og hver velur það sem hann nær auðveldlega í, ekki satt. Hér fylgja þó uppástungur, fyrir þá sem viíja þiggja ráð. En af hverju er verið að stúss- ast í að pakka matnum inn? Jú, hugmyndin er, að þegar fiskur- inn bakaður svona í umbúðum, sleppi ekki snefill af bragðefn- um burt úr honum, hvorki í soð- ana, hreinsal vel innan úr hon- um og skafið roðið. Jafnið gras- lauknum og anísnum einnig inn- an í hann. Setjið sítrónusneið inn í hvern fiskbita. Pakkið fiskinum inn. Vefjið kantana tryggilega saman, svo hvorki ilmur né soð nái að leka út. Þið getið geymt tilbúna pakkana í allt að hálfan sólarhing, ef það hentar ykkur. 4. Bakið nú pakkana í fullheit- um ofninum, látið þá ekki liggja hvern ofan á öðrum. Þykkt fisk- bitanna ræður bökunartíman- um, en 10 mín. eru nokkuð hæfi- legar fyrir miðlungs stóran fisk. Berið pakkana fram á disk fyrir hvern og einn, það þykir reyndar góð lenzka að bera heitan mat fram á heitum diskum þegar mikið er haft við. Nýjar, soðnar kartöflur fara vel með þessum rétti, eins og oftast með silungi. Annars er Silungur ið né andrúmsloftið, þannig verði hann bragðmeiri. Það sem er bakað með gefi einnig meira bragð, því allt fari í fiskinn, en ekki áðurnefnda tvo staði, í soðið eða loftið. Og það er sérstaklega ljúft að fá pakkann á diskinn, opna hann og finna höfugan ilm- inn svífa á bragð- og ilmlaukana. Þá skilst hvað glatast við annars konar matreiðslu... Ef þið eruð með lítinn silung, þá hæfir að setja einn silung í pakka handa hverjum og einum, með vel skafið roð, hreinsaðan að innan og aðgerðan að öðru leyti. Stærri silung er hægt að skera í hæfilega bita fyrir hvern og einn, eða flaka og setja hæfi- leg stykki í pakka fyrir hvern og einn. Brjótið gjarnan flökin saman, þá eru þau þykkari og þorna síður. Vindum okkur í uppskriftina, hún er einföld, þrátt fyrir lang- an inngang. Ég er einfaldlega að reyna að sjá við sem flestum hugsanlegum erfiðleikum, eða öllu heldur spurningum ... Ura 1 kg silungur 60 gr smjör 1 knippi graslaukur, fínsaxaður 1 tsk steytt eða möluð anísfræ 4 sítrónusneiðar, börkurinn skor- inn af 1. Setjið ofninn á 225°. 2. Ef þið notið álpappír, þá smyrjið 4 blöð af honum, í pakka utan um fiskinn. Smjörpappír þarf ekki að smyrja. 3. Skiptið smjörinu í fjóra bita og setjið inn í fiskinn, eftir að hafa skorið hausinn af og ugg- gott brauð ekki síður vel til fundið. Eins og sjá má er það einfalt verk að útbúa þennan rétt fyrir fleiri en fjóra, eða út- búa aukapakka, ef ykkur finnst skammturinn of knappur. En ef þið eruð með forrétt og eftirrétt, þá er pakki á mann ósköp hæfi- legur skammtur. Um kryddjurtir Um daginn, Mbl. 25. júní, benti Axel Magnússon ráðunaut- ur hjá Búnaðarfélagi íslands mér á, að nokkur þekkingar- gloppa væri í vitneskju minni um kryddjurtaræktun, sem ég hef oft verið að nefna. Hjón í Stafholtstungum í Borgarfirði hafi nefnilega reynt slíka rækt- un fyrir allnokkrum árum, og þó allt hefði verið eins og bezt var á kosið, hefðu kaupendur látið á sér standa. Nei, ég vissi ekki um þessa ræktun. Hins vegar hef ég bent á kryddjurtir, og hvar þær mætti fá, þegar þær hafa orðið á vegi mínum eða mér bent á þær, þau 5 vor sem ég hef pottarímað. Ég veit ekki hvað þessi allnokk- ur ár Axels eru mörg. Þessar tilraunir til kryddjurt- aræktunar, svo kærkomnar sem þær eru, leiða hugann að einni staðreynd, sem því miður er ekki hægt að leiða hjá sér. Það dugir nefnilega ekki að paufast við að rækta eða framleiða vöru, sama hversu góð hún er, ef ekki er hugað að því að það þarf að selja hana. Það var áreiðanlega ekki skjóttekinn gróðinn hjá þeim sem reyndu fyrst að rækta t.d. papriku hér. Við vorum lengi að taka við okkur, áður en við fór- um að kaupa papriku að nokkru ráði. Og þannig mætti nefna fleiri tegundir. Garðyrkjubænd- ur hafa með sér samtök og þau verða þeir að nýta sér til að kynna afurðir sínar, bæði þær velþekktu og þær framandlegu. Ég hef reynt að minna á notkun nýrra kryddjurta, en það hrekk- ur auðvitað skammt. Framleið- endurnir sjálfir verða að sjá um rækilega kynningu á kryddjurt- um, rétt eins og á öðrum afurð- um. Þá gengur þetta nokk. En það tekur tíma. Auðvitað er þægilegast að rækta bara alltaf það sama, en sumir hafa sem betur fer áhuga og þor til að reyna eitthvað nýtt. Það er sorglegt að sjá þær tilraunir verða að engu, vegna þess að það er ekki hugsað fyrir sölunni eða ekki til peningar til að fjár- magna kynninguna. Sölusamtök bænda, Mjólkursamsalan og Osta- og smjörsala, hafa fyrir löngu séð að svona verður að standa að sölu, og þeir senda ekki nýjar vörur á markaðinn nema þær séu rækilega kynntar. Garðyrkjubændur, notið sam- tökin til að kynna afurðir ykkar, þannig getið þið væntanlega bæði aukið sölu og spreytt ykkur á nýjum tegundum. Það má ætla að nú sé lag, því að kryddjurta- ræktun er orðin töluvert vinsæl í nágrannalöndunum, og þar er fólk óðum að læra að nota nýjar kryddjurtir auk þeirra þurrk- uðu. Slíkt berst oft hingaö áður en varir. Þar sem ég vissi ekki að hjón í Borgarfirði hefðu gert tilraun til kryddjurtaræktunar fyrir all- nokkrum árum, kemur Axel í hug að þekking mín á garðaúðun geti varla rist mjög djúpt held- ur. Þetta er slæm lógík, og það ættu allir að temja sér að varast að nota svona röksemdir, sem eru engar röksemdir. En annars legg ég til að kvenfrelsis- og kvenréttindakonur og allir unn- endur blæbrigðaríks máls húgi að því, hvort til er eitthvert heiti á karlmönnum, sem svarar til titilsins frú, einkum í sambönd- um eins og „ég vil benda frúnni á“, sem Axel beinir til Katrínar Fjeldsted læknis, í áðurnefndir grein sinni, eða „þá vitnar frúin í hin hjartnæmu orð..." sem hann beinir til mín í sömu grein. Ef eitthvert slíkt orð finnst, ber þó að varast að nota það, því svona orðalag lítur kurteislega út, en bara á yfirborðinu... 100% bómullarkvenfatnaður Línelk Laugavegi 28, aími 23577. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.