Morgunblaðið - 05.08.1983, Side 2

Morgunblaðið - 05.08.1983, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983 Arnarflug beðið að flytja flótta- menn á Sri Lanka „ÞAÐ VAR óskað eftir því viö okkur, að við tækjum aö okkur flutninga á um 10 þúsund flóttamönnum milli svæða á Sri Lanka, en það er norsku samtök- in „Children Organisation of Norway“ sem hafa haft milligöngu um málið,“ sagði Halldór Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri Arnarflugs, í samtali við Mbl. Halldór sagði að til stæði að flytja um 10 þúsund flóttamenn af indversku bergi brotnu milli svæða á Sri Lanka, en þeim hefði verið úthlutað ákveðnu svæði til búsetu. Hins vegar hefði ekki ver- ið talið nægilega öruggt vegna hins ótrygga ástands í landinu, að flytja fólkið Iandleiðina. „Astandið í landinu hefur á síð- ustu sólarhringum færst til betri vegar og því hefur flutningunum verið frestað um stundarsakir. Við munum því bíða og sjá til,“ sagði Halldór Sigurðsson ennfremur. Gert er ráð fyrir, að flutningarnir fari fram með Boeing 737 farþega- þotu, sem er sömu tegundar og vél félagsins í áætlunarfluginu milli landa. „Geri það sem mögulegt er“ -segir Jón Helgason um ræktun Galloway „ÉG SKIL mæta vel þörfina fyrir gott búfé, því á því veltur hvort arður verö- ur af búrekstri eða ekki. Því tel ég nauösynlegt að gera það sem menn telja mögulegt til að stuðla að slíku. Það hlýtur auðvitað að vera grundvall- arsjónarmiðið aö gera það,“ sagði Jón Helgason landbúnaðarráðherra, er álits hans var leitað á ummælum Olafs E. Stefánssonar nautgriparækt- arráðunauts Búnaðarfélags íslands Handteknir með 600 gr af hassi TVEIR menn voru handteknir af starfsmönnum fíkniefnadeildar lög- reglunnar í Reykjavík á mánudags- kvöld með 600 grömm af hassi undir höndum. Efnið hafði komið sama dag til landsins með skipi og var verið að flytja það frá borði með bíl. Mennirnir játuðu á sig verknaðinn við yfirheyrslur, annar að hafa smyglað því og hinn að hafa ætlað að sjá um sölu þess hér á landi. Á öðr- um manninum fannst einnig kókaín og amfetamín. Mennirnir sem eru rúmlega tvítugir að aldri, hafa báðir komið við sögu samskonar mála. Þriðji maðurinn var handtekinn á miðvikudagskvöld í Keflavík, en hann reyndist við yfirheyrslur ekki viðriðinn málið. Efnið var keypt í Kaupmanna- höfn. 400 krónur fást fyrir grammið af hassi hér á landi, svo þarna er um að ræða magn að söluandvirði 240 þúsund króna. Hass er þrefalt dýrara hér á landi en í Kaupmannahöfn. þess efnis, að landbúnaðarráöuneytið hefði brugöist í því að koma upp að- stöðu í landi til ræktunar á Gallo- way-holdanautastofninum í Hrísey. „Það er auðvitað með þessa gripi eins og aðra að gott búfé er grund- vallaratriði í búrekstri," sagði Jón einnig. Hann sagði þegar hann var spurður að því hvernig hann hygð- ist beita sér í þessu máli: „Ef þarna er einhver hindrun í vegi mun ég vitanlega reyna að skoða það hvað hægt er að fá fram um aðgerðir til að bæta þar úr. Ég veit að um það hefur verið rætt að láta þessa stofnræktun fara fram á ríkisbúun- um, en mér er ekki kunnugt um á hverju hefur strandað. En þetta er til skoðunar í ráðuneytinu og það er minn vilji að reyna að ná sem best- um árangri á þessu sviði." Morgunblaðið Guðjón. Skaðbitið lamb við Sandskeið Dýrbitið lamb fannst á Vatnavöllum við Sandskeiðið á laugardag og var það tilkynnt til lögreglunnar í Árbæ. Lambið var lifandi en reyndist vera skaðbitið á snoppunni og alveg ósjálfbjarga. Aflífuðu lögreglumenn það þegar. Ljóst er að refur hefur verið þar að verki og hafði étið úr höfðinu á því alveg inn að tanngarði. Á meðfylgj- andi mynd sést Bjarni Bjarnason lögregluþjónn með lambið. Þrír gera tilkall til arfs EINN lögerfingi og tveir aðrir aðilar hafa gert tilkall I arf eftir hjónin Sólveigu Jónsdóttur og Sigurjón Jónsson, sem meðal annars er hús- eignin Bollagata 12, en þau arf- leiddu þau samtök, sem gætu sýnt fram á að þau störfuðu í anda Marx og Leníns, að húseign sinni. Frestur til að gera tilkall í arf- inn rann út 30. júlí. Að sögn Mark- úsar Sigurbjörnssonar, fulltrúa yfirborgarfógetans í Reykjavík er ekki hægt að gefa upp nöfn kröfu- hafa fyrr en þau hafa verið lögð fram formlega í réttarhaldi, sem verða mun að öllum líkindum seinna í þessum mánuði. Helgarveðrið Á VEÐURSTOFUNNI var þær frétt- ir að hafa að veður héldist svipað um helgina og verið hefur. Á þetta við um landið allt. Má því búast við suð- austanátt og suðvestan á Suður- og Vesturlandi og væntanlega rign- ingarskúrum. Þeir Norðlendingar eru öllu heppnari með veður, því þurrt verður á þeim slóðum, hlýtt og sól- skin. Sömu sögu er að segja um Austurland. Aðstoðarmað- ur félagsmála- ráðherra JÓHANN Einvarösson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður félagsmála- ráðherra, Alexanders Stefánssonar. Jóhann var þingmaður Fram- sóknarflokksins I Reykjaneskjör- dæmi frá 1979 og fram að kosning- unum í vor. Hann var áður bæjar- stjóri í Keflavík og þar áður bæj- arstjóri á ísafirði. Stjórn Útgerðarfélags Akureyringa: Þegar gengið til samn- inga við Slippstöðina — Ekki sammála þessari ákvörðun sejgir Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri UA Á stjórnarfundi Útgerðarfélags Akureyringa hf. þann 4. þessa mán- aðar var eftirfarandi tillaga sam- þykkt með 4 atkvæðum, einn stjórnarmanna sat hjá: „Vegna synj- unar ríkisstjórnarinnar við þeirri ósk félagsins að fá leyfi til að smíða nýjan togara, þar sem það telur hag- kvæmast miðað við tilboð, sem bor- izt hafa, samþykkir stjórn Útgerðar- Sat sem fastast á grunninum Morgunblaðið/Július. í GÆRKVÖLDI átti að flytja húsið frá Suðurgötu 7 upp í Árbæ. Ráðgert var að flutningarnir byrjuðu um klukkan 21, en er Mbl. hafði síðast fregnir af undir miðnætti hafði ekki tekist að ná sjálfu húsinu af grunninum. Hins vegar gekk sæmilega að ná viðbyggingu hússins og var hún flutt á stórum vörubíl í Árbæjarsafn. Margt fólk fylgdist með framvindu mála og er meðfylgjandi mynd tekin er viðbyggingin var hífð af grunni sínum. félags Akureyringa hf. að ganga nú þegar til samninga við Slippstöðina hf. um smíði nýs togara fyrir félagið samkvæmt teikningum og smíðalýs- ingu, sem fylgdu nýlegu útboði." Vegna þessa ræddi Morgunblað- ið við Gísla Konráðsson, annan af framkvæmdastjórum félagsins og innti hann álits á þessari ákvörð- un stjórnarinnar. Sagði hann, að sér væri engin launung á því, að hann væri ekki sammála þessari samþykkt. Hann teldi að fyrirtæk- ið ætti að leita fyrir sér á grund- velli þeirra tilboða, sem fengizt höfðu, það væri að semja alls ekki um smíði fyrir hærra verð en hægt er að ná annars staðar, jafn- vel þó bíða þyrfti eitthvað eftir því að banni á innflutning fiskiskipa yrði aflétt. Það væri réttara en að semja um smíði fyrir verð, sem væri verulega hærra en það, sem unnt væri að fá annars staðar. Taldi hann, að líklega væri það verkefnaskortur Slippstöðvarinn- ar, sem réði mestu um þessa ákvörðun. Sér litist engan veginn á að reka svona dýran togara og segja mætti fyrir fram að það væri ekki hægt, þess vegna fyndist þeim framkvæmdastjórunum full ástæða til þess, að semja ekki um smíði fyrir hærra verð en hægt væri að fá annars staðar. Þar sem skreiðar- og saltfiskvinnsla væru nú í verulegri lægð lægi ekki eins mikið á því að fá fimmta togar- ann, þó vissulega væri rétt að stefna að því síðar. Með tilliti til þess, meðal annars, fyndist honum þessi ákvörðun stjórnar félagsins ekki rétt. Skákmótið í Gausdal: Hilmar og Margeir með IV2 vinning NÚ HAFA verið tefldar þrjár umferðir á alþjóðlega skákmót- inu í Gausdal í Noregi. Þar tefla íslendingamir Margeir Péturs- iwn, Hilmar Karlsson og Árni A. Árnason. Þeir Margeir og Hilm- ar hafa nú IV2 vinning og Árni 1. Margeir hefur gert jafntefli í öllum sínum skákum, Hilmar hefur unnið eina og gert eitt jafntefli og Árni hefur gert tvö jafntefli. Efst á mótinu, að óloknum biðskákum, eftir þrjár umferðir eru sænska stúlkan Pia Crambing og Norð- maðurinn Kristiansen með 2‘A vinning.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.