Morgunblaðið - 05.08.1983, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 05.08.1983, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983 13 því stungið undir stól, enda kosn- ingar fyrir dyrum. Nýjar forsendur Hann fór þess því á leit við Orkustofnun að hún gerði nýja at- hugun, og nú á forsendum sem hann sjálfur lagði til. Allir vita, að niðurstöður slíka útreikninga ráð- ast að miklu leyti af þeim forsend- um sem menn gefa sér, og Hjör- leifur vildi að Orkustofnun gæfi sér forsendur, sem hentuðu hug- myndum hans um niðurstöður. Stofnunin hóf því að reikna að nýju og nú út frá forsendum Hjörleifs. Niðurstaða þessara at- hugana birtust síðan í skýrslu frá Orkustofnun, sem send var núver- andi iðnaðarráðherra þann 14. júní sl. Hefur þessarar skýrslu nokkuð verið getið í fjölmiðlum, en þó án þess að þessar skýringar um forsögu málsins fylgdu með. Vinnubrögð Hjörleifs Þessi vinnubrögð fyrrverandi iðnaðarráðherra eru ekkert eins- dæmi. í málflutningi beitti hann mjög fyrir sig niðurstöðum „virtra og óvilhallra" stofnana, en þegar betur var að gáð, voru „niðurstöð- urnar" rígnegldar við forsendur, sem hann sjálfur og fylgilið hans hafði búið til og fyrirskipað að byggt yrði á. Þessi vinnubrögð eru æ betur að koma í ljós. Þau sýna að því fer fjarri að reynt hafi verið að nálgast niður- stöður í ýmsum erfiðum vanda- málum með hlutlægum hætti. Vonandi eiga þessi vinnubrögð ekki eftir að spilla málstað okkar. f athugun Orkustofnunar er gert ráð fyrir því að Búrfellsvirkj- un hafi verið byggð í áföngum fyrir almenningsmarkað, þannig að virkjunin hefði tekið til starfa á sama tíma og raun varð á, en frestað hefði verið að setja upp þrjár síðari vélarnar (105 MW), til ársins 1976. Þá er gert ráð fyrir að Þórisvatnsmiðlun hefði verið Skýrsla Orkustofnunar um hag- kvæmni ÍSAL-samninganna sýnir ótvírætt ávinning fyrir almenning. Hjörleifur Guttormsson stakk fyrri skýrslu Orkustofnunar undir stól og krafðist nýrrar, sem byggð væri á forsendum, sem hann legði til. frestað til 1976, gufuaflstöðin í Straumsvík hefði aldrei verið byggð og Sigölduvirkjun ekki tek- in í notkun fyrr en 1982. Þá er gengið út frá því, að orkusala til Járnblendiverksmiðjunnar hefði hafist á sama tíma og raun varð á. Vafasamar niðurstöður Þetta er sú meginforsenda sem Orkustofnun byggir á, en síðan er beitt þremur aðferðum við út- reikning á því, hvað almenningur hefði þurft að greiða fyrir orkuna með framangreindri uppbyggingu orkukerfisins, og það síðan borið saman við það sem almennings- veiturnar raunverulega greiddu. Fjallað verður nánar um þessar reikningsaðferðir síðar, en mjög er vafasamt, að sú aðalforsenda Orkustofnunar fái staðist, að Búr- fellsvirkjun hefði verið byggð með þessum hætti ef stóriðjusamn- ingur á borð við ÍSAL samninginn hefði ekki fylgt með. Strax af þeirri ástæðu eru allar niðurstöð- ur Orkustofnunar um mál þetta mjög vafasamar, eins og reyndar má sjá af þéim fyrirvara, sem orkumálastjóri gerir í bréfi því, sem hann skrifaði iðnaðarráð- herra, og fylgir skýrslunni. í annarri grein verður fjallað nánar um sjálfa skýrslu Orku- stofnunar og reikningsaðferðir hennar. Samband Alþýðu- flokkskvenna: Ráðstefna vegna launa- mála kvenna SAMBAND alþýöuflokkskvenna hefur ákveðið að boða til ráðstefnu laugar- daginn 24. september nk. þar sem sér- staklega verða kvaddir til fulltrúar kvennasamtaka og stjórnmálaflokka til að ræða launamál kvenna á vinnu- markaðnum. Ráðstefna þessi verður öllum opin og verður haldin á Hótel Heklu við Rauðarárstíg í Reykjavík. I framhaldi af ráðstefnunni verð- ur síðan skipuð framkvæmdanefnd sem mun hafa það verkefni að skipu- leggja aðgerðir og leita leiða til úr- bóta til að uppræta það misrétti sem ríkir í launamálum kvenna og karla á fslandi, segir í fréttatilkynningu Sambands Alþýðuflokkskvenna. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Skordýraskoðun- arferð um Reykja- vík og nágrenni Ný stjórn hjá NAN Á AÐALFUNDI Neytendafélags Akur- eyrar og nágrennis (NAN) í vor var kjörin ný stjórn, sem er þannig skipuð: Arnheiður Eyþórsdóttir formaður, Margrét Ragúels varaformaður, Sig- ríður Jóhannesdóttir gjaldkeri, Una Sigurliðadóttir ritari, Stefán Vil- hjálmsson meðstjórnandi. Vara- stjórn skipa Inga Einarsdóttir, Jón Árnason, Kolbeinn Sigurbjörnsson og Steinar Þorsteinsson. í sumar hefur skrifstofa NAN að Eiðsvallagötu 6 verið opin og hefur þó nokkuð verið leitað þangað um ráð og upplýsingar. Nýtt tölublað NAN-frétta kemur væntanlega út innan tíðar. Athygli skal vakin á því að blaðið er eingöngu sent félags- mönnum. Sími NAN er 22506 og skrifstofan er opin þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 16 til 18. Fréttatilkynning. f fimmtu laugardagsferðinni á morgun 6. ágúst, kynnum við skor- dýr í fyrirhuguðu Náttúru- gripasafni íslands, dýrasal, en til þess verðum við að fara út í nátt- úruna. Við vitum ekki annað en að þetta sé fyrsta skordýraskoðunar- ferð fyrir almenning sem farin hefur verið hér á landi undir leið- sögn dýrafræðings. Farið verður frá Norræna hús- inu kl. 13,30 ekið þaðan að Náttúrufræðistofnun íslands. Þar er skoðuð smásýning á skordýrum sem sett hefur verið upp í tilefni ferðarinnar. Fargjald verður 150 kr. og frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Leiðsögumaður verður Erling Ólafsson dýrafræðingur. íslensk skordýr Fræðsluferð Náttúruverndarfé- lags Suðvesturlands laugardaginn 6. ágúst verður helguð skordýrum og öðrum smádýrum á landi. Eins og allir vita, sem lagt hafa leið sína í sýningarsal Náttúrugripa- safnsins, er þessum dýrahópi þar engin skil gerð. Bækur um þessi smádýr hér á landi eru heldur ekki fyrir hendi. Það er því eðli- legt, að almenningur sé ófróður á þessu sviði. Víða leynist þó áhuga- neisti, sem á bara erfitt uppdrátt- ar vegna aðstöðuleysis. Þær fræðsluferðir, sem farnar hafa verið, hefur verið reynt að tengja sýningarsal Náttúrugripa- safnsins. Þótt smádýrum á landi séu þar engin skil gerð nú er ljóst, að það verður gert í „sýningarsal framtíðarinnar". Næsta fræðsluferð hefst á heimsókn á Náttúrufræðistofnun íslands. Verður þar gerð grein fyrir hinum ýmsu flokkum smá- dýra á landi og sýnd eintök úr safni stofnunarinnar. Síðan verð- ur farið út og þess freistað að finna dýrin í sínu rétta umhverfi. Ræðst það af veðri, hvernig ferð verður háttað, en dýraskoðun af þessu tagi er mjög háð veðri. Sér- staklega er erfitt um vik í rign- ingu, því að þá verður helsta hjálpartækið, háfurinn, ónothæft. Ástæðulaust er að leita langt eftir smádýrunum, sem eru venjulega allt í kringum okkur. Farið verður upp í Öskjuhlíð og hugað að gildr- um, sem þar hefur verið komið fyrir, og síðan svipast um eftir smádýrum. Ef veður leyfir verður hugsanlega einnig farið í Heið- mörkina og dýralífið skoðað í mýrlendi og kjarrlendi við Millu- tjörn. Þeir sem hug hafa á að safna dýrum og hafa með sér heim til nánari skoðunar skulu hafa með sér dósir. Flísatengur eru einnig mjög gagnlegar. í ferðinni verða helstu söfnunaraðferðir kynntar og einnig hvernig dýrin verða best varðveitt. Þótt smádýralíf hér sé fáskrúð- ugt í samanburði við nágranna- löndin, þá leynist hér furðu margt. Er því ekki ólíklegt, að eitthvað muni koma flestum þátttakenda á óvart í þessari ferð. E.Ó. 60.000 verðlækkun a F0RD ESC0RT Nú er tækifæri til aö tryggja sér Ford Escort, mest selda bíl í heimi árin 1981 og 1982, á ótrúlega hagstæöu veröi. Hafiö samband viö sölumenn okkar eöa söluumboð okkar strax, því aöeins fáir bílar eru í boöi. Sveirrn Egilsson hf, SKEIFUNNI 17 — SÍMI 85100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.