Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983 21 kjarnyrtur í predikunum og allir vita út á hvað ræðan gengur, sem ekki er nú hægt að segja um alla presta, því miður. Hæfni mína til að meta prests- störf þín má að vísu draga í efa, þar sem ég er ekki ýkja kirkju- rækinn maður og þú prestur í ann- arri sókn, en ég hef orð annarra til að staðfesta mitt mál. Síðan hlaust þú það virðingar- og sæmd- arembætti innan kirkjunnar að vera kosinn prófastur í Húna- vatnsprófastsdæmi. Fyrir fáum árum var ég kosinn í stjórn Sjúkrahúss Hvammstanga. Þá hófst okkar vinskapur, þó við höfum vitað hvor af öðrum í tæp- lega 30 ár, því þar varst þú fyrir og þar höfum við starfað saman síðan. í þeirri stjórn gætir oft nokkurrar óþolinmæði, enda oft erfitt að skilja tómlæti ráða- manna gagnvart litlu sjúkrahús- unum og elliheimilunum úti á landi, sem á allan hátt eru miklu ódýrari og manneskjulegri rekstr- areiningar en stóru stofnanirnar fyrir sunnan. Vonandi eigum við enn eftir að þoka heilbrigðismálunum áfram og helst með betri árangri en hingað til, og hver veit nema þá gefist líka tími til að taka upp léttara hjal. Að lokum óska ég og mín fjöl- skylda þér innilega til hamingju með daginn og alls hins besta í framtíðinni og Vígdísi og allri fjölskyldunni óskum við til ham- ingju með afmælisbarnið. Þórður Skúlason, Hvammstanga Það er merkisdagur hjá vini okkar á Tjörn á Vatnsnesi. Hann fyllir nú sjöunda tuginn í landi fjær fæðingarstað sínum, landi sem hann hefur tekið slíku ást- fóstri við, að hann hefur kallað föðurland sitt. Engan hefur órað fyrir því, þegar ungur maður kom frá Skotlandi til íslands árið 1936 til þess að þjálfa knattspyrnu, að þjálfarinn myndi setjast hér að og gerast þjónandi prestur. Honum þótti landið sérstakt fyrir margra hluta sakir og fólkið fremur lokað. Margt var öðruvísi en í Skotlandi og hér sá hann karlmenn kyssast í fyrsta skipti. Þetta stakk hann í augun við fyrstu kynni, en er hon- um, sem og öðrum Vatnsnesing- um, nú eðlilegur hluti tilverunnar. Matarvenjur voru honum fram- andi og veit ég að það er nýtilkom- ið sé honum farið að líka við lambakjötið, nema þá sem hangi- kjöt. Engum manni sem ég þekki fykir eins gott að fá það sem við slendingar köllum „snarl". Hann segir gjarnan þegar hann kemur í heimsókn, að hann vilji ekkert til- stand og bras, heldur hafa þetta létt og þægilegt og gjarnan vill hann fylgjast með matseldinni. Enda þótt margt sé í fari okkar íslendinga sem honum hefur þótt framandi í fyrstu, þá hefur honum farnast vel okkar á meðal. Með frjálslegri og glaðlegri framkomu hefur hann átt létt með að um- gangast fólk og eignast fjölda vina. Það eru margir sem hafa sótt hann heim og gestrisni þeirra Vigdísar á sér fáar hliðstæður. Þegar við gerðumst nágrannar þeirra fyrir nokkrum árum þekkt- umst við ekki, en margar smellnar sögur höfðum við heyrt af honum. Ekki þurftum við lengi að bíða hans, því á fysta kvöldi okkar á nýjum stað kom hann til okkar færandi hendi, eins og alla tíð síð- an. Aldrei fór hann svo út fyrir landsteina að hann kæmi ekki með litla vinarkveðju frá því landi er hann hafði heimsótt. Ef til vill lýsir þessi siður hans betur þeirri vináttu sem skapast hafði en mörg orð, því það mátti finna að hvar sem hann fór, voru vinir hans honum ofarlega í huga. Sr. Róbert er einlægur trúmað- ur og boðberi kristinnar trúar. Þetta kemur ekki sist fram á erf- iðum stundum, þegar starf hans er að flytja syrgjendum huggunarorð kristinnar trúar. Honum tekst í einfaldleika orða sinna, að benda mönnum á það ljós sem eilíft er, og hrífa þá með. Þetta veitist mörgum erfitt, en sr. Róbert segir sjálfur að þetta sé ekki hann, heldur máttur trúarinnar sem honum er falið að boða. Prédikun hans er með þeim hætti að hún gleymist seint. Hann flytur boð- skap sinn með myndrænni frásögri og oft svo sterkum dæmum að mönnum hnykkir við þegar þau eru sögð. En þegar frá líður, finn- ur maður að það er ekki aðeins dæmið eitt sem situr eftir í hugan- um, heldur sá boðskapur sem hann vildi að næði til þín. Með sama myndræna málinu er honum lagið að ná til barna, enda barn- elskur og ósjaldan bregður hann á leik með börnum í knattspyrnu. Sr. Róbert er gamansamur í meira lagi og hefur yndi af því að segja smellnar sögur, og þá ekki hvað síst af sjálfum sér. Hann hefur frá mörgu að segja og það þreytist enginn sem tekur sér ævisögu hans í hönd, en hún kom út fyrir nokkrum árum. Við sem hann þekkjum vitum að það er ekki í anda hans að tíunda lífshlaup hans í afmælisgrein. Hann hefur gjarnan talað um kollega okkar sem minnst hefur verið á merkisdegi, sem „heitinn“ og talað um skemmtilegar minn- ingagreinar. Þarna kemur kímni hans vel í ljós, enda er það eigin- leiki hans að hafa yndi og ánægju af tilverunni allri. Við biðjum hann því að sjá í gegnum fingur við okkur þegar hann les þessar línur. Vinarkveðjur frá Akureyri. Unnur, Pálmi og Hanna María. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vélamaður og verkamenn óskast strax. Upplýsingar í síma 50877. Loftorka. Trésmiður Keflavík Blaöbera vantar í vesturbæ. Upplýsingar í síma 1164. íþróttakennarar íþróttakennara vantar að grunnskólanum Blönduósi. Umsóknarfrestur til 10. ágúst. Upplýsingar gefur Björn Sigurbjörnsson skólastjóri í síma 95-4114. Skólanefnd. Kennarar Vanur trésmiöur óskast strax. Upplýsingar í síma 44846 eftir kl. 7 á kvöldin. Kennari í rafeindavirkjun Viö Iðnskólann í Hafnarfiröi vantar kennara til að kenna verklegt og bóklegt í rafeindavirkj- un. Upplýsingar í síma 51490 eöa 40692. Konur í Garðabæ sem hugsa sér aö taka börn í heimagæslu eru vinsamlega beönar aö hafa samband sem fyrst viö skrifstofu félagsmálaráös Garðabæjar í Sveinatungu, sími 45022. Félagsmálafulltrúi. Hjúkrunar- fræðingar Staöa hjúkrunarforstjóra viö Heilsugæslu- stööina á Sauðárkróki er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. október 1983. Eftirtaldar stööur eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. 50% staöa hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina í Asparfelli 12, Reykjavík. 2. 60% staöa hjúkrunarfræðings viö Heilsu- gæslustööina í Árbæ, Reykjavík. 3. 50% staöa hjúkrunarfræðings viö Heilsu- gæslustöö Miöbæjar, Reykjavík. 4. 50% staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina á Seltjarnarnesi. 5. 50% staða hjúkrunarfræðings viö Heilsu- gæslustööina í Vík í Mýrdal. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf viö hjúkrun, sendist heilbrigöis- og tryggingamálaráöuneytinu fyrir 1. sept- ember 1983. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2. ágúst 1983. Kennara vantar að grunnskóla Hvamms- tanga. Aðalkennslugreinar: íslenska og raun- greinar eldri bekkja. Gott húsnæöi. Uppl. gefa Flemming í síma 95-1440 og 95- 1367, Guörún í síma 95-1441 og Egill í síma 95-1358. Pípulagninga- meistari óskast Þarf aö geta hafið störf eigi síöar en 1. sept. 1983. Upplýsingar í síma 95-1593. Atvinna Okkur vantar 2—3 duglega og reglusama menn í hreinlega vinnu. Góö laun í boöi fyrir réttu mennina. Æskilegur aldur 20—30 ár. Þeir sem hafa áhuga sendi umsókn er greini nafn, aldur og fyrri störf til afgreiðslu blaðs- ins fyrir 6. ágúst merkt: „Reglusemi — 8179“. 8179“. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar FREEPORT KLÚBBURINN Freeport-klúbburinn minnir á Þórsmerkurterölna 12.—14. ágúst nk. Þeir sem enn hafa ekki tilkynnt þátttöku, þurfa aö gera þaö fyrir mánudags- kvöld 8. þ.m. í síma 26088. Nefndin FERÐAFELAG ÍSLANpS ÖLDUGÓTU 3 SÍMAR 11796 og 19533. Helgarferöir 5.-7. ágúst: V Alftavatn — Hólmsárbotnar. Gist í sæluhúsi vlö Alftavatn. 2. Þórsmörk. Glst í Skagfjörös- skála i Langadal. 3. Landmannalaugar — Eldgjá Gist í húsi. 4. Hveravellir — Þjófadalir. Gist i húsi. Brottför I allar feröirnar kl. 20. föstudag. Farmiöasala og allar upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Feröafélag Islands. ÚTIVISTARFERÐIR Dagsferðir Laugardagur 6. ágúat kl. 09.00: Vigsluhátíó i Básum. 5—6 tima stans í Þórsmörkinni. Verö kr. 400. Sunnudagur 7. ágúst Kl. 08.00 Þórsmörk. Verö kr. 400. Papahellar aö Ægissíöu skoöaöir á heimlelö. Kl. 13:00 Húsltólmi — Gamla Krisuvík. Verö kr. 250. Frítt f. börn. Brottför frá bensínsölu BSÍ. SJáumstl Útlvlst ÚTIVISTARFERÐIR Vígsluhátíð í Básum 6.—7. ágúst Útivistarskálinn formlega opn- aóur. Nú mætir allt Útivlstarfólk. Brottför kl. 09.00 á laugar- dagsmorgun Ath. verð aöeins kr. 450. Kaffiveitingar innifaldar. Ekta Utivistardagskrá. Þetta er einmitt líka ferö fyrir þig. sem ekki hefur feröast meö Útivist fyrr. Bjar*- tramundan. Sjáumst öll. Upplysingar og farmiöar á skrifstofunni Lækjargötu 6a, sími 14606. (Simsvari). Sjáumst. Útivist. ÚTIVISTARFERÐIR Helgarferð 5.—7. ágúst Eldgjá — Landmannalaugar (hringferö). Gist í húsi. Sumarleyfisferðir: 1. Vatnajökull — Kverkfjöll. Ævintýraleg snjóbílaferð fyrir alla. Elnnig fariö i Mávabyggöir (Öræfajökull ef veöur leyfir). Þrír dagar á jökli. Gist í Kverkfjalla- skála. Hægt aö hafa skiöi. Jökla- ferðir 7.—9. ágsut og 14.—16. ágúst. Aöeins 12 sæti. 2. Lakagígar 5.—7. ágúst. Skatt- áreldar 200 ára Brottför kl. 08 00. Svefnpokagisting aö Klaustri. 3. Eldgjá — Strútslaug — Þórsmörk 8. —11. ágúst. 7 dag- ar. Skemmtileg bakpokaferö. 4. Þjórsárver — Arnartell hiö miklaÆ —14 ágúst. Góö bak- pokaferö. Fararstj. Höröur Krist- insson, grasafræöingur. 5. Þórsmörk. Vikudvöl eöa Ví vika í góöum skála í Básum. Upplýsingar og farmiöar á skrifstofunni, Lækjargötu 6a, simi 14606. (Simsvari). Sjáumst. Utivist FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsterðir Ferðafélagsins. Laugardaginn 6. ágúst kl. 08. Söguferö austur undir Eyjafjöll. J Verö kr. 500. Sunnudaginn 7. ágúst. 1. kl. 08 Bláfell — Bláfellsháls. Verö kr. 400. Hveravellir. Verö kr. 600. 2 kl. 13. Tröllafoss — Hauka- fjöll. Verö kr. 200. Brottför frá Umferöarmiöstöö- inni, austanmegin. Farmiöar viö bíl. Fritt fyrir börn i fylgd tullorö- inna Feröafólag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.