Morgunblaðið - 05.08.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983
27
\
Konráð Gíslason
Minningarorð
Fæddur 26. desember 1904.
Dáinn 26. júlí 1983.
Síðsumars 1929 ferðaðist flokk-
ur frá Glímufélaginu Ármanni í
Reykjavík undir stjórn Jóns
Þorsteinssonar um Þýskaland og
sýndi glímu og leikfimi í 29 borg-
um. Þá hlutaði landræma Pólverja
til sjávar við Eystrasalt, Þýska-
land í tvo hluta. Eftir sýningar í
fríríkinu Danzig var haldið inn í
austurhluta Þýskalands en þaðan
skyldi svo haldið yfir Pólland til
Berlínar. Við landamærin kom í
ljós að vegabréfsáritun fyrir Pól-
land hafði flokkurinn ekki. Eftir
mikið þras og þref var flokknum
leyfð yfirferðin, með því að hafast
við í herflutningavagni, dregið
fyrir glugga og hermenn með
brugðna byssustingi á gangi og við
útgöngur. Mátti enginn færa sig
úr stað nema í fylgd með her-
manni. Veitingar voru engar fáan-
legar. Öllum þóttu þessar ráðstaf-
anir fáránlegar og óskiljanlegar.
Konráð Gíslason, sem var einn
íþróttamannanna, gat ekki þolað
þvílíka kúgun. Rauk á fætur og
skundaði fram á gang, svipti upp
gluggahlíf og niður rúðu og hallaði
sér út. Hlupu hermenn til og gripu
Konráð og fluttu í geymslu. Þaðan
var honum sleppt að loknu mála-
þrasi er til Berlínar var komið.
Konráð hafði næma tilfinningu
fyrir réttlæti og frjálsræði. Var
harður andstæðingur áþjánar. Því
var það eftir að Frjálsíþróttasam-
band íslands hafði verið stofnað
1947, en Konráð var fyrsti formað-
ur þess og hlaut því að sækja árs-
þing IAAF (Alþjóðasamband
frjálsíþróttamanna). Sérsam-
bandið er eitt elst slíkra eða frá
1912. Mörg mál frjálsíþrótta höfðu
farið úrskeiðis og nýjum vanda-
málum skotið upp. Eitt hið helsta
og viðkvæmasta var hvort Austur-
og Vestur-Þýskaland skyldu keppa
sem ein þjóð eða aðskilin sem
tvær þjóðir. Á Ólympíuleikunum
1952 tóku aðeins íþróttamenn
V-Þýskalands þátt og undir nafni
Þýskalands. í leikunum 1956, 1960
og 1964 voru bæði þjóðarbrotin
sett í einn flokk, sem bar nafnið
Þýskaland, og er heiðra skyldi
íþróttamann hans var leikinn lof-
söngur þýsks tónskálds og dreginn
að húni fáni hvorugu þjóðabrotinu
viðkomandi. Þessum hætti undu
Þjóðverjarnir illa og loks varð af
því á Ólympíuleikunum 1968 að
fram komu tvær þjóðir og hefur
svo verið síðan. Á ársþingum
IAAF um 1950 brann þetta mál
mjög heitt á fulltrúum þinganna.
Á einu þessara þinga, sem Konráð
sat, tók hann skelegga afstöðu til
beiðninnar um full réttindi til
tveggja þýskra þjóða. Þessi rödd
Konráðs stakk í stúf við afstöðu
flesta fulltrúa Vestur-Evrópu og
var framkoma Konráðs færð til
verri vegar, en hér réð réttlætis-
kennd hans, og 15 árum síðar urðu
málalok þau sem hann hafði mælt
með.
í þrjú ár frá 15 ára aldri vann
Konráð við verslunarstörf á Eyr-
arbakka. Kynntist hann þar fjöl-
þættu félagsstarfi og íþróttaiðk-
un. Frá Eyrarbakka lá leið Kon-
ráðs til Reykjavíkur, þar sem
hann sest í Verslunarskkola fs-
lands og lýkur þaðan verslunar-
prófi 1924. Þeir Konráð og Einar
Sigurðsson, athafnamaður í Vest-
mannaeyjum, voru bekkjarfélag-
ar. Sjá má af því sem Einar
minntist á Konráð í ævisögu sinni
að Konráð hefur verið áberandi í
félagslífi skólans. Á skólaárunum
hefur Konráð að iðka íþróttir inn-
an Glímufélagsins Ármanns, enda
sumir skólafélagar hans þegar
tengdir félaginu. Konráð er 1926
kominn í fremstu röð frjáls-
íþróttamanna og á hann næstu ár
góðan árangur í öllum greinum
stökka og spretthlaupa. Leikfimi
var aðalíþrótt þessara ára. Vorið
1927 var Konráð það fær leikfimi-
maður, að hann er vaiinn í meist-
araflokk Ármanns til keppni í
leikfimi gegn meistaraflokki ÍR.
Næstu þrjú ár skipar Konráð rúm
í þessum flokki og er valinn 1929
til farar um Þýskaland, til þess að
sýna glímu og leikfimi. Stóð sú
ferð í tvo mánuði. Auk þess að
vera vel fær í þessum íþróttum, þá
var fengur fyrir flokkinn að njóta
málakunnáttu Konráðs, söngfærni
hans og taflmennsku.
fþróttamál lætur Konráð taka
til sín um 1927 er hann var kosinn
í varastjórn félagsins Ármanns og
í tennisnefnd þess 1928, til þess að
starfrækja tvo tennisvelli.
Tímabilið 1924—1942 vinnur
Konráð verslunarstörf, meðal
annars hjá Vélsmiðjunni Héðni og
Fiskimjöl hf. Útgáfa Konráðs á ís-
lenskum verslunarbréfum 1936
sýnir færni hans og áhuga á mál-
efnum verslunarinnar, og þá er
hann 1926—1929 í stjórn verslun-
arfélagsins Merkúrs og þar for-
maður um skeið.
Miklum erfiðleikum var bundið
að útvega góð og hentug tæki til
íþróttaiðkana fyrir skóla, félög og
einstaklinga, þar til Konráð réði
bót á þessu með stofnun sport-
vöruverslunarinnar Hellas 1942.
Konráð og kona hans, Anna,
leystu vel þarfir íþróttaiðkenda í
dreifbýlinu. Hagkvæmt var að fá
forstöðumann að slíkri sérverslun,
sem þekkti þarfirnar og kunni að
dæma um gæði varningsins.
í árslok 1929 gafst stjórn ÍSÍ
upp á útgáfu íþróttablaðsins. Mik-
ill bagi var að málgagnsleysi ÍSf.
Á kreppuárunum var ekki álitlegt
að ráðast í útgáfu blaðs, en þann
kjark hafði Konráð 1935 að hann
ræðst í útgáfu íþróttablaðsins á
eigin kostnað og ábyrgð. Tekst
honum að halda blaðinu reglulega
úti til haustsins 1942, að hann
bauð ÍSÍ að taka við útgáfunni.
Meðan Konráð Gislason átti
sæti í frjálsíþróttaráði Reykjavík-
ur 1935—’38 mæddi mjög á ýmis-
konar þjónustu við dreifbýlið, því
að enn var ekki stofnað sérsam-
band í greininni. Á þessum árum
hófst keppni í frjálsum íþróttum
milli kaupstaða (bæjakeppni) og
eins leitaðist Konráð við að inn-
leiða ýmis atriði, sem hann kynnt-
ist í framkvæmd Ólympíuleika
1936 í Berlín en þá sótti hann í
hópi íþróttafrömuða og kennara.
T.d. var komið á tímasetningu
íþróttagreina á mótum.
Samkvæmt nýjum lögum ÍSÍ
var upp úr 1943 gerð skipulags-
breyting á sambandinu og urðu þá
til sérsambönd eða ákvæði um
þau. Árið 1947 er FRÍ stofnað og
Konráð kosinn í stjórn þess og
fyrsti formaður. f stjórn ÍSÍ á
Konráð sæti 1939—1941 og svo
aftur 1953—1954. Framkvæmda-
stjórn ÍSf leitaðist við að hafa
opna skrifstofu áður en samband-
ið hafði efni á ráðningu fram-
kvæmdastjóra og skiptu áhuga-
menn á sig þessari þjónustu. Nær
allt árið 1941 annaðist Konráð
þessi skrifstofustörf.
Fyrir öil þessi fjölþættu störf að
íþróttum, sem sum voru braut-
ryðjendastörf, hlaut Konráð við-
urkenningar, t.d. sæti í fulltrúa-
ráði Ármanns 1959, gullmerki FRf
1951 og heiðursmerki ÍSÍ 1962.
Konráð Gíslason var einn þeirra
íþróttamanna, sem aldrei hætta
iðkun íþrótta heldur breyta þeim í
samræmi við aldur og líkamsfar.
Mörg hin síðari ár lagði hann
stund á sund og var sókn hans
slík, að íþróttaráð Reykjavíkur sá
ástæðu til að veita honum sæmd-
argjöf fyrir þetta fordæmi.
Foreldrar Konráðs voru hjónin
Ásta Guðmundsdóttir og Gísli
Jónsson, verslunarstjóri í Vík í
Mýrdal, Borgarnesi og kaupmaður
í Reykjavík.
Fyrri kona Konráðs var Hulda,
f. 27. júní 1911, Bjarnadóttir
ívarssonar, bókbindara og konu
Kirkjur á landsbyggdinni:
hans, Ragnheiðar Magnúsdóttur.
Skildu. Sonur Ómar tannlæknir,
kvæntur Eddu Eyfeld. Börn þeirra
fjögur.
Þann 27. mars 1943 kvæntist
Konráð Önnu Maríu, f. 25. október
1916, Helgadóttur cand. phil. og
bónda Herriðarhóli, Ásahreppi,
Rangárvallasýslu, síðar skrif-
stofumaður í Reykjavík, Skúlason-
ar. Börn þeirra Inga Dóra, maður
Valur Sigurðsson. Slitu samvist-
um, 3 börn. Ásta, skrifstofumaður,
ógift. Elín Sigríður, maður Gunn-
ar Guðmundsson, verkfræðingur.
Eiga 2 börn. Helga Soffía, guð-
fræðinemi á þriðja ári, ógift.
f sinni þungu banalegu naut
Konráð lengst af hjúkrunar konu
sinnar á heimili þeirra að
Hringbraut 118, Reykjavík.
Anna stóð dyggilega við hlið
manns síns. Þolinmæði og um-
burðarlyndi þurfa þær konur að
ráða yfir sem giftar eru mönnum
sem leggja sig fram við áhuga-
störf. Uppbygging nýrrar verslun-
ar mun hafa reynt á framtak
Önnu. Oft var hana að hitta í
versluninni Hellas.
Við, sem fengum notið sam-
starfs við Konráð, hljótum að
þakka Önnu og dætrunum fyrir
umburðarlyndi þeirra, um leið og
við tjáum þeim samúð við fráfall
tryggs vinar og ágæts íþrótta-
manns.
Þorsteinn Einarsson
Messur á
EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa á
sunnudaginn kemur kl. 11.
Fermd veröur Caroline C. Geld-
zahler, Selási 3, Egilsstööum. Sr.
Magnús Björnsson.
HÚSAFELLSKIRKJA: Messað á
sunnudagskvöldiö kl. 21.30.
Sóknarprestur.
sunnudag
REYKHOLTSKIRKJA: Messa á
sunnudaginn kl. 14. Sóknar-
prestur.
SEYÐISFJARDARKIRKJA:
Messa kl. 14. Sr. Magnús
Björnsson.
VIKURKIRKJA: Guösþjónusta á
sunnudaginn kemur kl. 14. Sókn-
arprestur.
SVAR MITT
eftir Billy Graham
Nýtt hjarta
Eg skil ekki orð Jesú í Matt. 18, 8—9, þar sem hann talar um
að höggva af höndina, sem hneykslar, og rífa augað úr, ef það
hneykslar. Vinsamlegast útskýrið þessi orð.
Drottinn notaði ýmsar aðferðir, þegar hann kenndi.
Stundum talaði hann í líkingum. Stundum beitti hann
rökfimi, og fyrir kom, að hann ræddi um sannindi með
því að tala um hið ómögulega.
Allir gerðu sér ljóst, er þeir hlýddu á orð eins og þau,
sem þér vitnið til, að maður með syndsamlegar til-
hneigingar mundi aldrei vinna bug á þeim, þó að hann
svipti sjálfan sig einhverjum líkamshlutanum. Sú að-
ferð væri raunar ágæt, ef syndin væri á tilteknum
stöðum.
En syndin er ástand hjartans. Maður getur jafnvel
haft vont hjarta, þó að enginn sjái merki þess. Langan-
ir hans geta verið gjörspilltar, en þær kom ekki fram í
siðleysi, kannski af því að hann er huglaus eða honum
gefst ekki tækifæri til að svala þeim í verki.
Biblían segir: „Svikult er hjartað fremur öllu öðru og
spillt er það“ (Jer. 17, 9). Því er það, að Guð verður að
gefa spilltum manni nýtt hjarta og veita honum þannig
vilja til að gera gott og forðast illt. Guð sagði: „Eg mun
taka steinhjartað úr líkama þeirra og gefa þeim hjarta
af holdi til þess að þeir hlýði boðorðum mínum“ (Esekí-
el 11,19-20).
SÆTAAKLÆÐI
NÝ GERÐ
vönduö og
falleg
„ATLANTIC“
Litir: Brúnt, blátt og rautt.
»»
EXPRESS"
Litir: Brúnt, blátt og grátt.