Morgunblaðið - 05.08.1983, Page 32
BÍLLINN
BlLASALA SlMI 79944 SMIÐJUVEGI4 KÓPAVO"'
^^Vskriftar-
síminn er 830 33
FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983
60 tonn af
gabbrói
BÍJIí) er að sprengja um 60 tonn af
gabbrói í Geitafelli í Hoffellslandi á
Hornafjarðarsvæðinu, en gabbróið á
að rista í flögur sem settar verða utan á
nýja Seðlabankahúsið við Arnarhól.
Það er Steinsmiðja Sigurðar Helgason-
ar sem vinnur verkið.
Gabbróið er sprengt þannig að
5—15 tonna björg liggi laus. Búið er
að flytja 30 tonn til Reykjavíkur og
önnur 30 verða flutt í næstu viku.
Auðvelt er að komast að Geitafelli
til grjótnáms, en nokkuð hefur verið
tekið þar af gabbrói í legsteina og til
dæmis var gabbróið í skákborði
Fichers og Spasskys sótt í Geitafell.
Arnarflug
segir upp
flugmönnum
ARNARFLUG hefur sagt upp 13
fluginönnuni frá og með 1. nóv-
ember nk., að sögn Agnars Frið-
rikssonar, framkvæmdastjóra fé
lagsins, sem sagði uppsagnirnar
nauðsynlegar með hliðsjón af verk-
efnum félagsins um þessar mund-
Auðþekktur á vaxtarlaginu
„ÞEIR komu allir fjórir í sama halinu, með
karfa. Ég hef verið til sjós f átján ár, en aldrei
fyrr séð þessa furðuskepnu. Verst hvað þeir eru
Ijótir greyin,“ sagði Sveinn Ben Aðalsteinsson,
einn skipverja á Hilmi SU 171, um guðlaxana
fjóra sem komu óvænt í trollið 25 mílur vestur af
Snæfellsjökli, en þar voru skipverjar á skrapi.
Ekki lá ljóst fyrir hvað gert yrði við laxana,
enda er þetta víst engan veginn algengur afli
hér um slóðir. Guðlax þykir ágætur matfiskur
og minnir á lax.
Ekki höfðu skipverjar vigtað guðlaxana, en
töldu þá vera um 50 kíló að þyngd. Þetta eru
engin smásmíði, eins og sést gjörla á saman-
burðinum við litlu stúlkuna á myndinni, hana
Söndru Dögg Agnarsdóttur, en hún er þriggja
ára og dótturdóttir kokksins á skipinu, Lóu
Jónsdóttur, sem fylgdist brosandi með. A inn-
felldu myndinni sést guðlaxinn í „prófíl", og
sannar myndin það sem segir f fiskabókinni,
að guðlaxinn sé „auðþekktur á vaxtarlaginu".
Enginn ágreiningur um
ráðstöfim gengismunar
íbúðir hjá Byggung 52% ódýrari en hjá Verkamannabústöðum:
Þessi litla gulrót er dæmi um hvað útiræktaða grænmetið er langt á eftir. í
venjulegu árferði væru gulræturnar að verða fullvaxnar á þessum árstíma.
Morgunblaðið/Guðjón.
Slæmar horfur með
uppskeru kartaflna
og grænmetis í ár
MJÖG illa lítur út með uppskeru
kartaflna og annarra útiræktaðra
matjurta í sumar á Suður- og Vestur-
landi. Algengt er að ræktunin sé 2 til
4 vikum á eftir miðað við meðalár og
ef ekki bregður til betri tíðar fljót-
lega þá blasir uppskerubrestur við
kartöflu- og garðyrkjubændum.
Rigningar og kuldar í sumar
hafa gert það að verkum að marg-
ir bændur eru að verða vondaufir
um uppskeruna í haust, en þeir
segja jafnframt að þó snögglega
breytist til betri vegar með veðrið
í ágúst geti uppskeran aldrei orðið
nema í slöku meðallagi. Ekki er
enn farið að taka upp kartöflur til
sumarsölu og óvíst hvort það verð-
ur hægt í sumar vegna þess hve
litlar þær eru ennþá.
Blaðamaður og ljósmyndari
Mbl. voru á ferð á Suðurlandi í
fyrradag og ræddu þá meðal ann-
ars við nokkra bændur um ástand
og horfur í ræktuninni. Eru viðtöl-
in á miðopnu blaðsins í dag.
Fær samt margfalt
minni fyrirgreiðslu
— Framkvæmdir Byggung gætu stöðvast 1. nóv-
ember og starfsmönnum hefur verið sagt upp
„EF VIÐ neyðumst til að stöðva framkvæmdir vegna biðar eftir húsnæðismála-
stjórnarlánum, þá hefur það þær afleiðingar aö 100 manns verða atvinnulausir
og 300 manns sem bíða eftir að fá íbúðir sínar afhentar verða að bíða ennþá
lengur, með tilheyrandi kostnaði af leiguhúsnæði sem því er samfara," sagði
Þorvaldur Mawby, framkvæmdastjóri Byggung, byggingarsamvinnufélags
ungs fólks, en árlegur aðalfundur félagsins var haldinn í gærkveldi, þar sem
skýrsla stjórnar var lögð fram.
skýrslunni kemur fram að fjár-
hagsstaða félagsins sé góð, en erf-
iðleikar framundan. Af því tilefni
hefur Byggung skrifað félagsmála-
ráðherra, Alexander Stefánssyni,
bréf, þar sem þess er óskað að
greiðslum húsnæðismálastjórnar-
lána til félagsmanna verði hraðað,
svo eigi komi til stöðvunar fram-
kvæmda, en öllum starfsmönnum
félagsins hefur verið sagt upp
störfum frá og með 1. nóv. Greiðsl-
ur húsnæðismálastjórnarlána til
félagsins eru á sama grundvelli og
greiðslur þeirra til einstaklinga. 'A
er greiddur 4 mánuðum eftir að
íbúð er fokheld, !ó 10 mánuðum
eftir og !ó 16 mánuðum eftir að
íbúðin er fokheld. Húsnæðismála-
stjórnarlánið er 47% af heildar-
verði íbúðarinnar og yrði það greitt
mánuði eftir fokhelt er, myndi það
að mestu leysa fjárhagserfiðleika
félagsins, segir í bréfinu.
1 skýrslunni er gerður saman-
burður á íbúðabyggingum Byggung
og Verkmannabústaða. Þar kemur
fram að 3 herbergja íbúð hjá Bygg-
ung er 52% ódýrari en íbúð hjá
Verkamannabústöðum, þó hún sé
ekki síður vönduð. Þó hafi félagið
aðeins fengið 12,5 milljónir og komi
til með að fá 33,5 milljónir alls úr
Byggingasjóði ríkisins til bygg-
ingar 122 íbúða, á sama tíma og
Verkamannabústaðir hafi fengið
160 milljónir og fái 225 alls til
byggingar 177 íbúða. Hefði sú upp-
hæð dugað til að lána 580 einstakl-
ingum.
„Við getum ekki hækkað mánað-
argreiðslur kaupenda til að halda
uppi framkvæmdum á sama tíma
og kjör fólks eru skert. Við verðum
því að stöðva framkvæmdir á með-
an við bíðum eftir húsnæðismála-
stjórnarlánum, nema við fáum
þessar greiðslur fyrr, eins og við
förum fram á að félagsmálaráð-
herra beiti sér fyrir," sagði Þor-
valdur ennfremur.
— að sögn sjávarútvegsráðherra
„Við munum hins vegar að
sjálfsögðu endurráða þessa
menn ef viðbótarverkefni fást á
næstunni. Reyndar á ég von á
því, að úr rætist og því þurfi
þessar uppsagnir ekki að koma
til, en við erum í stöðugri verk-
efnaleit víðs vegar um heiminn,“
sagði Agnar. Hann sagði að
flugmenn félagsins hefðu verið
30 þegar þeir voru flestir, en 3
þeirra væru raunverulegir
sumarmenn.
Á ríkisstjórnarfundi í gær var
ákveðið að tillögur um ráðstöfun úr
gengismunarsjóði skuli liggja fyrir til-
búnar til afgreiðslu á næsta fundi rík-
isstjórnarinnar. Sérstakri nefnd cr
ætlað að fjalla um þetta mál milli
funda. í nefndinni eiga sæti Halldór
Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og
tveir fulltrúar þingflokka beggja
stjórnarflokkanna. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins hefur nefndin
heimild til að ganga frá málinu ef fullt
samkomulag næst innan hennar.
Morgunblaðið spurði Halldór Ás-
grímsson hvort ágreiningur væri
um ráðstöfun gengismunar innan
ríkisstjórnarinnar. Sagði hann að
enginn ágreiningur væri innan rík-
isstjórnarinnar um ráðstöfun geng-
ismunar og hann byggist ekki við að
miklar breytingar yrðu á tillögum
hans Verði svo ekki munu vinnslu-
greinar sjávarútvegsins ekki fá
neinn hluta gengismunar, en nýrri
togarar fá um 300 milljónir til að
létta á skuldahala þeirra. Salt-
fiskframleiðendur eru mjög
óánægðir með þessar hugmyndir og
telja að meðan vinnslan sé rekin
með tapi beri henni gengishagnaður
af birgðum sínum. Þá óttast útflytj-
endur að sala saltfisks til Evrópu
Ieggist niður verði ekkert aðgert.
Aðspurður sagði Halldór að unnið
væri að lausn þessa vanda og ætl-
unin væri að leiðrétta rekstrarstöðu
saltfiskverkunarinnar áður en
ráðstöfun gengismunar yrði ákveð-
in.
Ólafur G. Einarsson alþingis-
maður segir í viðtali við Morgun-
blaðið í dag, að snúa verði við af
þeirri braut, sem gengin hefur verið
hvað varðar ráðstöfun gengismun-
arsjóðsins og hann ætlist til þess að
núverandi ríkisstjórn taki tillit til
slæmra aðstæðna í saltfisk- og
skreiðarverkun.
Sjá nánar viðtal við Olaf á bls. 5.